Morgunblaðið - 15.03.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
✝ Örbrún Hall-dórsdóttir
læknaritari fæddist
í Reykjavík hinn
29. mars 1933. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni 4.
mars 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Stefánsson, rithöf-
undur og banka-
gjaldkeri, f. 1892,
d. 1979, og Gunnþórunn Ó.
Karlsdóttir ritari, f. 1899, d.
1974.
Örbrún giftist Guðmundi
Georgssyni lækni, f. 1932, d.
2010, hinn 1. október 1955. For-
eldrar hans voru Georg Júlíus
Guðmundsson og Jónína Ingi-
björg Magnúsdóttir.
Börn Örbrúnar og Guðmund-
ar eru: 1) Halldór, f. 1956, bók-
menntafræðingur, kvæntur
Önnu Vilborgu Dyrset bóka-
verði, f. 1956. Dóttir Önnu er
Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, f.
1976, sem á þrjár dætur, Önnu
blaðamanni og ljósmyndara.
Sonur þeirra er Flóki, f. 2006.
Örbrún var fædd og uppalin í
Reykjavík og lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1953. Hún stundaði um skeið
nám í frönsku en starfaði síðan
sem ritari á lögfræðistofu Ragn-
ars Ólafssonar á sjötta áratugn-
um. Hún fluttist til Þýskalands
ásamt eiginmanni sínum og bjó
þar 1963-1968. Þegar hún fór að
vinna aftur var það fyrst á lög-
fræðistofu Sigurðar Baldurs-
sonar en síðan var hún ráðin
læknaritari á barna- og ungl-
ingageðdeild Landspítalans á
Dalbraut og starfaði þar í 20 ár
uns hún lét af störfum 1998.
Örbrún hafði yndi af útivist
og ferðalögum með eiginmanni
sínum. Hún var hannyrðakona
og áhugasöm um menningu og
listir, einkum bókmenntir. Kær-
ust voru henni barnabörnin sem
hún sinnti af alúð alla tíð.
Útför Örbrúnar fór fram frá
Fossvogskirkju 10. mars 2017.
Lenu, f. 1998, Silvíu
Ósk, f. 2009, og
Eddu Kristbjörgu,
f. 2010, í sambúð
með Aðalsteini
Richter, f. 1969,
sonur hans er
Kristján Henry, f.
1996; börn Halldórs
og Önnu eru Brynj-
ar, f. 1980, Hrafn-
hildur, f. 1983,
Gunnar, f. 1991, og
Guðmundur Óskar, f. 1995. 2)
Örbrún, f. 1961, tónlistarþjálfi,
gift Heinz Berger, f. 1961, sagn-
fræðingi, börn þeirru eru Jakob
Þórbergur, f. 1994, og Kathar-
ina, f. 1999. 3) Hrafnhildur, f.
1963, frönskukennari, gift
Magnúsi Haukssyni, f. 1959, raf-
magnsverkfræðingi. Börn
þeirra eru Ásrún, f. 1988, í sam-
búð með Atla Bollasyni, f. 1985.
Sonur þeirra er Huldar, f. 2015.
Guðmundur, f. 1993, og Aðal-
heiður, f. 1997. 4) Gunnþórunn,
f. 1968, bókmenntafræðingur,
gift Degi Gunnarssyni, f. 1967,
Ég var fimmtán ára strák-
skratti lítill og rýr, nýfluttur í
annað hverfi og var í bekk þar
sem ég þekkti fáa, en fann þá
bekkjarbróður og jafnaldra og
við fórum að halda hópinn. Og
kom þá inn á heimili Guðmundar
og Örbrúnar í Skeiðarvoginum
og eftir situr sterk minning um
endalausa gestrisni og elskusemi
sem þar mætti manni. Sjálfur
kom ég út af góðu fólki, en heima
hjá mér voru þá mikil veikindi og
erfiðleikar og ég held ég hafi
ekki áttað mig á því fyrr en
seinna hvað það dugði manni vel
að kynnast Skeiðarvogsheim-
ilinu. Þar var krakkaskari og líka
gamalt skáld í kjallaranum; hjá
Guðmundi og Örbrúnu voru
bækur í hillum og myndir á
veggjum og mikil tónlist. Við vin-
irnir, ég og Halldór sonur þeirra,
lágum töluvert í bókum og ýms-
um pælingum, vorum auðvitað
það sem nú heitir nörd, einhvers-
konar ofvitar og vanvitar í bland,
hvor á sinn hátt reyndar, þótt-
umst til dæmis hafa miklu meira
vit á flóknum hlutum eins og
pólitík og samfélagsmálum en
svona unglingar hafa forsendur
til að skilja. En þótt við belgdum
okkur út um slíkt og annað fleira
þá var alltaf hlustað á okkur með
kurteisi og umburðarlyndi þar á
heimilinu; það var með það eins
og annað að örlætinu var alltaf
nóg af.
Svo óx maður úr grasi en sam-
bandið hélst alltaf þótt lengra
yrði á milli. Þau hjónin fylgdust
alltaf með því sem maður var að
gera, hvort sem það var að eign-
ast börn eða gefa út bækur, og
alltaf fann maður fyrir uppörvun.
Og það var líka drjúgt fyrir
bjartsýni og sjálfstraust að finna
að þau þóttust alltaf eiga dálítið í
manni. Og það sama átti við um
dætur mínar þegar við vorum að
koma í heimsókn og þær á barns-
aldri: þeim fannst þarna bara
vera nýtt sett af ömmu og afa,
með öllum kostunum sem þannig
fólki fylgja.
Alltaf hélst þetta góða sam-
band. Guðmundur kvaddi fyrir
nokkrum árum, en Örbrún hélt
áfram að bjóða í skötuveislur
þótt hún væri orðin ein og gömul,
og alltaf mætti manni sama
elskusemin þegar við hittumst,
og sami áhuginn frá hennar
hendi um mína hagi og mína fjöl-
skyldu. Hún var einstök mann-
kostamanneskja sem ég kveð
með virðingu og söknuði.
Einar Kárason.
Það var gæfa að eignast þau
Örbrúnu Halldórsdóttur og Guð-
mund Georgsson að vinum og
samferðamönnum. Vart er hægt
að minnast annars þeirra án þess
að geta hins. Í hartnær fjóra ára-
tugi höfum við fylgst að og fagn-
að saman tyllidögum, hátíðum og
ýmsum öðrum tækifæris- og
gleðistundum með börnum okk-
ar, barnabörnum og venslafólki.
Þau hjón voru einstaklega sam-
hent, hvort öðru gleðigjafi og
samstiga í því að veita vinum sín-
um vel.
Án vafa einstakt hvernig vinir
barna þeirra töldu þau hjónin allt
eins sína vini sem jafnaldrana.
Ungir sem aldnir flykktust til
þeirra í annálaða áramótafagn-
aði. Ekki síðri voru friðsældar-
stundir við spjall og notalegheit
og margur hélt léttfættari af
þeirra fundi hvar sem þau voru
stödd hverju sinni, heima eða
heiman.
Lát Guðmundar fyrir sjö ár-
um var Örbrúnu afar þungbært,
lífið tók stakkaskiptum og eftir
það mun gleðisnauðara þótt börn
hennar og allir hennar nánustu
hafi lagt sig fram um að gera
henni tilveruna sem bærilegasta.
Heilsu hennar hrakaði og hafa
síðustu árin því verið henni erfið
og reynt á þolrifin. Örbrún var
afar elsk að öllum sínum afkom-
endum og bar barnabörnin á
höndum sér eftir því sem við
varð komið og nutu þau mann-
gæsku hennar eins og svo margir
aðrir. Guðmundur hafði alla tíð
mörg járn í eldinum og gegndi
ábyrgðarfullum og erilsömum
störfum og margt á annasömu
heimili kom því í hlut Örbrúnar
að sinna um. Hún starfaði einnig
til fjölmargra ára sem læknarit-
ari við barna- og unglingageð-
deild Landspítalans við Dalbraut
og naut þar trausts og virðingar
sinna samstarfsmanna.
Hófsemd, gleði og ljúf-
mennska einkenndi allt fas Ör-
brúnar. Gengin er öndvegiskona
að loknu farsælu ævistarfi.
Fjöldi saknar nú vinar í stað. Að
leiðarlokum þökkum við Hjalti
allar ljúfar samverustundir.
Edda Óskarsdóttir.
Örbrún og Gumbur urðu
skærar heillastjörnur á mínum
lífshimni þegar ég fór strákling-
ur fyrir ríflega fjörutíu árum að
venja komur mínar í kjallarann á
Skeiðarvoginum sem Halldór
vinur minn deildi með móðurafa
sínum, Halldóri Stefánssyni rit-
höfundi. Þegar stundir liðu fjölg-
aði heimsóknum á efri hæðina til
þeirra hjóna sem voru einstak-
lega samhent í umburðarlyndi og
mannúð, tóku opnum örmum vin-
um barna sinna fjögurra, ræddu
þolinmóð við okkur þær bylting-
arhugmyndir sem hæst bar
hverju sinni, hversu vitlausar og
afdráttarlausar sem þær nú ein-
att voru, sýndu okkur örláta for-
vitni og kærleiksríka umhyggju.
Það varð snemma ófrávíkjan-
leg regla okkar Margrétar Þóru
að sækja fagnað upp úr miðnætti
á gamlárskvöld í Skeiðarvoginn;
gestir skemmtileg blanda af vin-
um húsráðenda og barna þeirra,
allur vandi leystur í lifandi um-
ræðum; húsbóndinn settist við
píanóið og gestir sungu hver með
sínu nefi, húsfreyja bar fram
góðar veitingar sem aldrei
þurru, og það vildi dragast að
veislunni lyki.
Böndin treystust svo enn þeg-
ar Halldór og Anna Vilborg rugl-
uðu saman reytum og við Hall-
dór urðum svilar. Þá fjölgaði
ánægjulegum fjölskyldufundum,
ekki síst á merkisdögum í ævi
barnabarnanna sem komu í
heiminn eitt af öðru; stolt og
augasteinar ömmu sinnar. Og
það var alltaf gaman að hitta Ör-
brúnu, hún var hlý og ræktarsöm
en líka skörp og skoðanarík, gat
verið hvöss í orðum og hittin.
Hún var hláturmild og húmorinn
ísmeygilegur, hafði litla þolin-
mæði gagnvart tildri og skrumi
en lifandi áhuga á fólki og menn-
ingu í öllum sínum formum.
Bernskuheimili hennar var
menningarmiðja á sinni tíð, faðir
hennar einn helsti áhrifamaður á
vinstri menningarkantinum,
meðal stofnenda Rauðra penna
og Máls og menningar, og ekki
síst einn fremsti smásagnahöf-
undur sem við eigum í íslenskri
bókmenntasögu. Örbrún var víð-
sýn og víðförul, bjó lengi í Þýska-
landi meðan Gumbur lauk sínu
sérnámi og stundaði rannsóknir.
Allt þetta setti á hana sitt mark
og mótaði konu sem hafði rík
áhrif á sína samtíðarmenn; all-
tént stend ég í mikilli þakkar-
skuld við hana fyrir samferðina
síðustu áratugina og veisluna
löngu sem nú er loks slitið.
Við Margrét Þóra sendum
Halldóri og Önnu Vilborgu, og
systrunum, Örbrúnu, Hrafnhildi
og Gunnþórunni, fjölskyldum
þeirra og öllum afkomendum
innilegar samúðarkveðjur.
Örnólfur Thorsson.
Örbrún Halldórsdóttir
✝ Hafsteinn Þor-bergsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
nóvember 1934.
Hann lést á öldr-
unarheimilinu Hlíð
6. mars 2017.
Foreldrar Haf-
steins voru hjónin
Þorbergur Ólafs-
son rakarameistari,
f. 9. maí 1891, d. 9.
október 1981, og
Jórunn Anna Jónsdóttir, f. 2.
maí 1899, d.7. júlí 1947. Systur
Hafsteins eru Stefanía Guðrún,
f. 2. febrúar 1933, og tvíbura-
systir hans Sigríður, f. 18. nóv-
ember 1934. Hafsteinn kvæntist
hinn 7. október 1961 Ingibjörgu
J. Kristinsdóttur, f. 19. júní 1944
á Dalvík. Börn þeirra eru: 1)
Hulda, f. 28. desember 1961,
ur Nói. Hafsteinn ólst upp og bjó
í Reykjavík fyrstu árin. Rúm-
lega tvítugur fluttist hann til
Akureyrar. Vann í stuttan tíma
á bílaverkstæðinu Þórshamri og
var kokkur á sjó. Hafsteinn var
mikill söngmaður og söng bæði
með Karlakórnum Geysi og
Rúnarkórnum. Hafsteinn lærði
til rakara í Iðnskólanum á Ak-
ureyri og útskrifaðist 1960, árið
1994 tók hann sameiningarpróf
í hárgreiðslu og hárskurði og
útskrifaðist þá sem hársnyrti-
meistari. Árið 1962 stofnaði
hann Rakarastofu Hafsteins í
Brekkugötu 13 á Akureyri og
starfaði við sitt fag til ársins
2016 þar til hann fór á öldrunar-
heimilið Hlíð.
Útför Hafsteins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 15. mars
2017, klukkan 13.30.
maki Júlíus Jóns-
son, f. 18. ágúst
1961, börn þeirra
eru: Hildur Jana, f.
1982, Inga Dís, f.
1989, og Hafsteinn
Ísar, f. 1998. 2)
Helga, f. 5. júlí
1967, maki (skildu)
Þorbjörn Guðrún-
arson, f. 22. maí
1967, dætur þeirra
eru: Guðrún Ósk, f.
1986, Hafdís, f. 1991, og Birta
Júlía, f. 2000. 3) Kjartan Einar,
f. 8. ágúst 1974, d. 30. júní 2002.
4) Þórunn (Todda), f. 3. ágúst
1976, maki Guðni Þór Jóseps-
son, f. 21. ágúst 1984, börn
þeirra eru: Kjartan Logi, f.
2010, og Katrín Helga, f. 2013.
Langafabörnin eru fjögur: Ylfa
Dís, Júlíus, Frosti Snær og Bald-
Ég vil kveðja þig, elskulegi
eiginmaður minn, með eftirfar-
andi ljóði:
Við áttum saman eitt sinn vor
þá æskan kynnti líf og þor,
við lögðum saman lífs á veg
og leiðin sýndist yndisleg.
Og lífið gaf og lífið tók
það okkur saman reynslu jók,
við bæði saman áttum allt
var oftast hlýtt en stundum kalt.
En nú er komin stundin sú
á burtu farinn ert þú nú,
þú vinur kær sem varst mér allt
mitt lífsins ljós, mitt sálar skart.
Nú gengin ertu á Guðs þíns veg
ég græt svo harmi slegin treg,
en ætíð mun ég muna þann
sem gaf mér þennan góða mann.
Ég þakka vinur, þakka allt
sem gæfan okkur báðum galt.
Það er mín trú, mitt trausta skor
að aftur finnumst annað vor.
(Höf. ók.)
þín
Ingibjörg (Inga).
Elsku pabbi okkar.
Það var svo dýrmætt að við
fengum allar að vera hjá þér
þegar þú kvaddir. Alla þína tíð
varstu einstakt ljúfmenni, þægi-
legur í umgengni, kærleiksríkt
hörkutól og auðvitað langflott-
astur og langbestur.
Við ólumst upp við pabba sem
gat ekki sagt nei. Ef við báðum
þig um eitthvað sem þú vissir að
væri ekki sniðugt þá sagðir þú:
„Spurðu mömmu þína.“ Þú
hafðir ótrúlegt jafnaðargeð,
varst mikill dýravinur og alger
barnagæla. Frábær afi og
langafi. Söngelskur varstu og
fengum við að njóta þess. Þú
gast spilað á gítar, munnhörpu,
teskeiðar og greiðu. Matmaður
mikill og voru kótelettur í al-
gjöru uppáhaldi. Þú varst hvat-
vís og bóngóður og vildir allt
fyrir alla gera. Ef minnst var á
eitthvað við þig þá framkvæmdir
þú það áður en maður vissi af og
reddaðir því. Enda aðalreddar-
inn.
Kímnigáfa þín var einstök,
svartur húmor og áttir auðvelt
með að sjá spaugilegar hliðar á
lífinu og tilverunni. Þú varst
uppátækjasamur og fram-
kvæmdir stundum án þess að
hugsa og eru til margar
skemmtilegar sögur af þér sem
ekki eru prenthæfar en ylja
okkur um hjartarætur.
Þvílík forréttindi að fá að
vera dætur þínar. Þú hafðir ein-
stakt lag á að koma væntum-
þykju frá þér og láta hverjum
og einum finnast hann svo mik-
ils virði og vera langflottastur.
Þú sagðir reglulega við okkur
allar í einrúmi að við værum
uppáhaldsdóttir þín og við trú-
um því hver og ein að við höfum
verið hin eina sanna uppáhalds-
dóttir.
Notalegt er að hugsa til baka
og rifja upp allar frábæru minn-
ingarnar um þig, við eigum sko
nóg af þeim. Við vitum að Kjarri
bróðir hefur tekið vel á móti þér
og þið getið hlegið saman af
heimskupörum okkar systra.
Elsku pabbi, þú varst með
hjarta úr gulli. Takk fyrir að
vera pabbi okkar.
Fyrst mér auðnast ekki að sjá
ævi éljum linna.
Hrifinn get ég hlustað á
hlátur vona minna.
(Þorbergur Ólafsson.)
Þínar uppáhaldsdætur
Hulda, Helga og
Þórunn (Todda).
Elsku Haddi minn.
Fyrst eftir að ég kynntist þér
gastu ómögulega kallað mig
mínu rétta nafni, en það klikkaði
ekki hjá þér síðustu árin, þó
hefði mátt búast við því.
Alltaf tilbúinn að hjálpa fólk-
inu í kringum þig, ég tala nú
ekki um hvað þú varst góður við
stelpurnar þínar og afkomend-
ur, ekki er ég hissa á hvað stelp-
urnar elska þig mikið.
Reddaðir öllu, stundum
reyndar á undan áætlun. Með
þínum samböndum komstu mér,
stráknum að austan í vinnu hér
eftir að ég flutti norður. Mikið er
ég heppinn að hafa fengið að
kynnast þér.
Síðan ég kvaddi þig á mánu-
daginn hefur Johnny Cash ómað
í hausnum á mér, líklega er það
engin tilviljun því oftar en ekki
var hann í botni í bílnum hjá þér
þegar ég settist inn í hann. Ég á
alltaf eftir að tengja hann við
þig.
Ég passa upp á fólkið okkar
og býst reyndar við því að þú
hjálpir til með það eins og fyrri
daginn, elsku vinur.
Takk fyrir allt.
Þinn tengdasonur,
Guðni Þór Jósepsson.
Í dag kveð ég góðan vin og
þakka fyrir alla þá hjálpsemi og
stuðning sem hann hefur veitt
mér á sinni lífsins leið. Haddi
var ávallt til í að liðsinna og
veita aðstoð sína og mátti hvergi
aumt sjá. Hann var gefandi per-
sóna, yndislegur tengdapabbi og
dásamlegur afi barnanna minna.
Hann þekkti alla og kallaði ég
hann oft reddarann. Það var
ekkert sem Haddi gat ekki redd-
að og ef hann gat það ekki sjálf-
ur þá átti hann ógrynni af vinum
og kunningjum sem voru boðnir
og búnir að græja allt fyrir
hann. Það var nefnilega þessi
endalausa hjálpsemi og hlýja
sem hann gaf frá sér sem gerði
hann svo mikils metinn meðal
sinna. Hann var útsjónarsamur
og ávallt að hugsa um börnin sín
svo þau gætu haft húsaskjól,
fæði og klæði. Tækifærin voru
alls staðar, á rúntinum með hon-
um gat dottið upp úr honum:
„Tobbi þetta hús er til sölu. Get-
um við ekki gert eitthvað úr
þessu?“ Þegar ég lít til baka þá
tókst Hadda að gera það sem er
skylda og hlutverk okkar allra
hér á jörð, að búa til minningar.
Já, minningar það er það sem
við skiljum eftir okkur þegar við
kveðjum jarðvistina. Ég á enda-
laust af góðum minningum um
minn góða vin. Ég vil þakka þér,
kæri Haddi, fyrir að vera til
staðar fyrir mig og vera börnum
mínum svona dásamlegur afi.
Þinnar skemmtilegu nærveru er
sárt saknað, megi Guð á himnum
geyma þig og þína.
Átti með þér ótal stundir,
æviminning þín er sterk.
Eftir jarðvist endurfundir,
einstök lífs þíns góðu verk.
(Þ.G.)
Þorbjörn Guðrúnarson.
Elsku Haddi afi.
Ég vona að þú heyrir í okkur
þó að þú sért dáinn. Þú varst
alltaf að raula. Þú varst alltaf að
gefa okkur Katrínu mola. Þú
spilaðir á munnhörpuna og við
dönsuðum. Ég spilaði oft við þið
ólsen og veiðimann og stundum
vann ég. Þú varst fyndinn og
knúsaðir okkur alltaf. En núna
getum við ekki lengur farið í
heimsókn til þín og það er mjög
sorglegt. Ég sakna þín og
örugglega allir hinir líka. Elsku
Haddi afi, þú varst flottastur.
Þinn afastrákur
Kjartan Logi.
Elsku Haddi afi.
Mig langar að halda í höndina
á þér og mig langar að knúsa
þig. Þú gafst okkur mola og
sagðir alltaf Bína við mig þó að
ég heiti ekki Bína. Þú varst allt-
af í góðu skapi. Þú varst alltaf að
raula og klappa mér á kinnina.
En núna er pabbi hans Kjarra
hjá honum. Ég sakna þín.
Þín afastelpa,
Katrín Helga.
Elsku afi.
Þú varst besti afi í heimi.
Mikið erum við lánsamar að
hafa átt þig að. Við verðum æv-
inlega þakklátar fyrir umhyggju
þína og hlýju, þú kenndir okkur
svo margt með góðvild þinni og
kærleik. Þú varst sá sem redd-
aði öllu, ef eitthvað bjátaði á gát-
um við alltaf hringt í afa og mál-
unum var bjargað á svipstundu.
Elsku afi, þú varst einstakur.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar, það er yndislegt að
eiga þær að.
Það var alltaf svo gott að
koma í ömmu og afa hús. Þú
passaðir ávallt upp á að eiga
upptökur af öllu barnaefni vik-
unnar og ferðir í bakaríið voru
ansi margar. Við komumst fljótt
upp á lagið með að spyrja bara
afa, enda sagðir þú alltaf já. Þú
kunnir svo sannarlega að dekra
við okkur.
Takk fyrir að vera ætíð til
staðar fyrir okkur.
Þú verður alltaf langflottast-
ur!
Við söknum þín.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K)
Þínar afastelpur,
Guðrún, Hafdís
og Birta.
Hafsteinn Þorbergsson