Morgunblaðið - 15.03.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikhópurinn Sómi þjóðar frum- flytur í menningarhúsinu Mengi í kvöld verkið Þúsund ára þögn. Í því takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörns- son og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar ís- lensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. „Eins og titillinn gefur til kynna þá tökumst við á við þögnina á stórum samfélagslegum skala, það hvenær við tölum um hlutina, hve- nær við eigum að tala um þá, og hvernig, en aðallega af hverju við tölum ekki um hlutina – sem er klassískt vandamál,“ segir Tryggvi. Hann segir þá félaga velta fyrir sér hvernig þessi þögn fæðist. „Mað- ur kemur organdi í heiminn og virð- ist erfa hvað má segja og hvenær. Við könnuðum fjölskyldusögur okk- ar, samskipti okkar við foreldra, afa og ömmur, við börnin okkar. Og veltum fyrir okkur öllu því sem kem- ur fyrir fyrri kynslóðir en er ekki rætt um – enginn veit hvenær á að byrja á því, eða hefur hvorki getu né löngun til þess.“ Tryggvi segir þá félaga taka efnið listrænum tökum. „Það er mikill játningakúltúr í dag, sem er að mörgu leyti jákvætt en alls ekki að öllu leyti. Oft er hent fram ein- hverjum játningum á Facebook og allir „læka“ og setja inn broskalla en hvað svo?“ spyr hann. Engin prédikun Í tilkynningu Sóma þjóðar segir að Þúsund ára þögn sé styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. Líta höfundarnir á sig sem rannsakendur frekar en leikskáld? „Við erum einskonar rannsókn- arteymi,“ svarar Tryggvi. „Í hópn- um eru leikhúsfræðingar, líffræð- ingur og mannfræðingur og við erum að velta þessum spurningum fyrir okkur og mátum þær á okkur sjálfa. Spyrjum um eigin viðbrögð og fólksins í kringum okkur, það er engin prédikun eða konkret svör sem við setjum fram, heldur frekar spurningin: hver er þögnin þín?“ Ekki svoleiðis leikhús Verkin sem Sómi þjóðar hefur samið og sýnt frá stofnun árið 2011 nálgast nú tuginn. Taka þeir hvert verk sérstökum tökum eða eru teng- ingar milli þeirra? Tryggvi segir Sóma þjóðar vera „kollektíf“ þar sem félagarnir vildu setja sér ákveðnar leikreglur sem byggjast á listrænu jafnrétti og dreifðri ábyrgð. „Viðfangsefnin hafa einkennst af því að vera mjög mismunandi. Gestir á sýningunum vita ekkert við hverju þeir eiga að búast. Og okkur finnst það skemmtilegt. Okkur finnst gam- an að gera fyndna og áhugaverða hluti, án þess að verið sé að fylgja einhverri formúlu um það hvernig grín eigi að vera. Að eina leiðin til að hlæja í leikhúsi sé að fara á farsa. Við höfnum því og höfum trú á því að ef við leikum okkur á sviðinu, og ger- um það vel og skemmtum okkur, þá muni fólk skemmta sér líka.“ Tryggvi segir Mengi henta vel fyrir sýningu sem þessa. Þar sé mik- il nálægð við áhorfendur og þá sé sýningarrýmið hvítur kassi, sem er óvenjulegt. „Í hefðbundnu leikhúsrými, sem er venjulega svartur kassi, þá geng- ur gesturinn inn í það vitandi að nú fái hann að sjá leikrit með persónum og leikendum. En við erum ekki að gera svoleiðis leikhús og viljum ekki að gestir okkar gangi inn með þær fölsku forsendur í huga. Þess í stað erum við rannsóknarteymi sem er að kynna gestum niðurstöður rann- sóknar – svo byrjar dagskáin…“ „Hver er þögnin þín?“  Sómi þjóðar frumsýnir Þúsund ára þögn í Mengi í kvöld  Höfundarnir eru rannsóknarteymi og kynna niðurstöður Rannsakendur „Okkur finnst gaman að gera fyndna og áhugaverða hluti, án þess að verið sé að fylgja einhverri formúlu,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Benedict Cumberbatch hefur tekið að sér hlutverk Tom Hazard í kvikmyndun nýjustu bókar Matt Haig, How to Stop Time, sem væntanleg er í júlí. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Bókinni hefur verið lýst sem ástarsögu þar sem ímynd- unaraflið fær lausan taum. Tom Hazard glímir við sjaldgæft heilsu- far, því hann lítur út fyrir að vera 41 árs, en er í rauninni 400 ára. „Það er einstaklega spennandi að Benedict Cumberbatch túlki Tom Hazard og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ segir Matt Haig, sem er þekktur fyrir sérvisku- legan og dimman húmor í skrifum sínum um fjölskyldulífið. Verkefnið mun vera Cumber- batch mikið hjartans mál. Fram- leiðslufyrirtæki hans, Sunny- March, framleiðir myndina í samstarfi við Studiocanal og Cum- berbatch mun ekki aðeins leika að- alhlutverkið heldur einnig gegna starfi framkvæmdastjóra. En áður en að því kemur mun hann fyrst snúa aftur á hvíta tjaldið í hlut- verki Dr Stephen Strange í ofur- hetjumyndunum Thor: Ragnarok og Avengers: Infinity War og leika uppfinningamanninn Thomas Edis- on í kvikmyndinni The Current War. Túlkar 400 ára gamla manneskju Fjölhæfur Leikaranum Benedict Cumber- batch er sannarlega margt til lista lagt. Ummæli bandaríska leikarans Samuels L. Jacksons um breskan starfsbróður sinn, Daniel Kaluuya, féllu í grýttan jarðveg fyrr í vikunni. Fjallað er um málið á vef breska rík- isútvarpsins, BBC. Í viðtali við út- varpsstöðina Hot 97 sl. mánudag gagnrýndi Jackson að Kaluuya hefði verið fenginn til að leika eitt aðal- hlutverkanna í bandarísku gaman- myndinni Get Out. Í útvarpsviðtal- inu sagðist Jackson ekki skilja dálæti manna á breskum leikurum í ljósi þess að marga þeldökka banda- ríska leikara vantaði vinnu. „Ég velti fyrir mér hvernig kvikmyndin hefði orðið með bandarískum bróður sem veit hvernig þetta raunverulega er,“ sagði Jackson. Myndin fjallar um ástarsamband hvítrar konu og þel- dökks karlmanns og viðbrögð for- eldra konunnar þegar þeir hitta til- vonandi tengdason sinn í fyrsta sinn. Jackson gaf í skyn að bandarískur þeldökkur leikari hefði betur skilið vanda þess þegar fólk af ólíkum kyn- þætti tekur saman í Bandaríkjunum. „Daniel ólst upp í landi þar sem blönduð sambönd hafa viðgengist í hundruð ára,“ sagði Jackson. Eftir töluverða gagnrýni fyrir um- mælin dró Jackson í land í viðtali við AP og tók fram að gagnrýni hans hefði ekki átt að beinast að öðrum leikurum heldur að kerfinu í Holly- wood. „Ég var ekki að ráðast á þá heldur að reyna að beina ljósinu að því hvernig kaupin gerast oft ein- kennilega á eyrinni í Hollywood,“ sagði Jackson og tók fram að bresk- um þeldökkum leikurum reyndist auðveldara að fá vinnu í bandarísk- um kvikmyndum en öfugt. „Við njót- um ekki sömu forréttinda og það er allt í góðu lagi, því við fáum nóg af tækifærum til að vinna,“ sagði Jack- son sem gagnrýnt hefur að breski leikarinn David Oyelowo var fenginn til að leika Martin Luther King Jr í kvikmyndinni Selma. Spurður hvers vegna frekar væri leitað til breskra leikara en bandarískra svaraði Jack- son: „Þeir þiggja lægri laun en við. Og leikstjórar telja að þeir séu betri af því að þeir hafa lokið klassísku leiklistarnámi.“ Einn þeirra sem gagnrýndu orð Jasksons var Star Wars-leikarinn John Boyega sem tísti þess efnis að ummæli Jacksons væru kjánaleg og deilan algjör tímasóun. AFP Gagnrýndur Samuel L. Jackson. Umdeild ummæli Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 6 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 5.15, 8, 10.45 SÝND KL. 5.40 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.