Morgunblaðið - 15.03.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er þung byrði að þurfa að gera
alla hluti kórrétt. Til þess að ná árangri
þarftu að kafa eftir þeim sannindum, sem
hjálpa þér að skilja eðli hlutanna og leysa
þá.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér tekst að sýnast glaður á yfirborð-
inu þótt undir niðri eigir þú við erfið vanda-
mál að stríða. Að öðrum kosti getur farið
illa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú mátt ekki taka öllu svona þung-
lega. Slík framkoma kallar á harkaleg við-
brögð, sem þú gætir átt erfitt með að ráða
við.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu það ekki hvarfla að þér að láta
aðra um að leysa þín mál. En þú vilt meira
og reynir að redda þér pening til að hafa
efni á því.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt vont með að losna við tiltekna
hugmynd úr kollinum þessa dagana. Stór til-
boð berast, gakktu samt varlega fram því
sígandi lukka er best og tryggir heill og
hamingu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að gæta þess að ganga ekki
fram af þér með vinnu. Kláraðu þau verkefni
sem fyrir liggja, því annars áttu á hættu að
fá á þig orð fyrir óáreiðanleika.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekki allt grænna í garði grann-
ans þótt þér kunni að sýnast svo. Láttu
freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr
en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Kannski þarftu að takast á við
erfiða manneskju, kannski við erfitt verkefni.
Láttu það í ljós þegar þú er beðinn um það,
haltu annars aftur af þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef þú hefur ekki varann á þér
gæti farið svo að gömul sár sem aldrei hafa
gróið að fullu opnist á ný. Hafðu skipulagn-
inguna í lagi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert mjög viðráðanlegur þegar
þú lætur yfir þig ganga hluti sem þú hefur
aldrei gert áður. Forgangsröðun er lausnin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver mun hugsanlega gefa þér
gjöf eða gera þér greiða í dag. Mundu að
öllum orðum fylgir ábyrgð og reyndu að
leiða átökin sem mest hjá þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leyfðu sköpunarþránni að fá útrás.
Ef þú veist ekki hvað er þér mikilvægt er
erfitt að forgangsraða.
Sannkölluð furðumynd dúkkaðiupp á sjónvarpsdagskránni á
sunnudag. Hefði ekki viljað svo til að
myndin gerðist að stórum hluta á Ís-
landi og í henni kæmi fram fjöldi ís-
lenskra leikara hefði hún ekkert er-
indi átt á skjáinn, hvað þá á besta
úsendingartíma. Á íslensku nefnist
myndin Skrímsli og er frá árinu 2001.
Hún er eftir Hal Hartley, sem þótti
nokkuð virtur í hópi óháðra leikstjóra
um þær mundir. Þessi mynd var
horfin úr huga Víkverja, en vakti
reyndar nokkra athygli á sínum tíma.
Sæbjörn Valdimarsson skrifaði um
hana gagnrýni og gaf henni heilar
tvær stjörnur. Kemur þar fram að
þegar myndin var frumsýnd hafi
Friðrik Þór Friðriksson, sem fram-
leiddi myndina ásamt Francis Ford
Coppola!, rifjað upp að hann hafi ver-
ið staddur á kvikmyndahátíð ásamt
Hartley. Hafi Friðrik skemmt Hart-
ley með skrímslasögum yfir ballskák
og heillaðist Bandaríkjamaðurinn
svo af að úr varð kvikmynd. Sæbjörn
segir myndina „afkáralega blöndu af
Fríðu og dýrinu og Network“ og tal-
ar um „furðuverk“ með „mörgum ill-
skiljanlegum og tilgangslausum þátt-
um“.
x x x
Skemmst er frá því að segja aðekki hefur myndin elst vel. Hún
hélt engan veginn athygli, en þó var
erfitt að slíta sig frá henni. Meg-
inástæðan var allur sá fjöldi ís-
lenskra leikara, sem birtist á skján-
um í kompaníi við stórleikarana
Helen Mirren og Julie Christie.
Þarna voru Baltasar Kormákur í
hlutverki furðulegs vísindamanns,
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki
læknis og Kristbjörg Kjeld sem
hjúkrunarkona. Brynhildur Guðjóns-
dóttir og María Ellingsen eru starfs-
menn á flugvelli. Bessi Bjarnason og
Þröstur Leó Gunnarsson eru skip-
verjar á báti. Helgi Björnsson og
Björn Jörundur Friðbjörnsson leika
afdalamenn, sem vitaskuld eru flug-
mæltir á ensku, rétt eins og skrímsl-
ið, sem virðist hafa verið til að
minnsta kosti frá því líf kviknaði á
jörðinni og fylgst með allri þróun-
arsögunni, og talar því með banda-
rískum framburði líkt og það hafi alið
manninn á Manhattan alla tíð.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Innan skamms mun heimurinn ekki
sjá mig framar. Þér munuð sjá mig
því ég lifi og þér munuð lifa.
(Jóh. 14:19)
Ásunnudaginn heilsaði Sig-mundur Benediktsson Leir-
verjum með afhendingu:
Heil og sæl og haldið gælum
hlýtt að barmi.
Glæðið sól á gleðihvarmi.
Og bætti við: „Reyni að græða
styrk í selskapinn með smá brag-
hendubulli, tvær þær fyrstu eru
eins, en svo breyta þær um gerð
hver á eftir annarri. Má vera að ég
hafi farið fram úr mér í þeirri síð-
ustu og hún standist ekki ísl. rímna-
hætti. Þigg gjarnan athugasemdir!
Það er andleg þurrabúð
að þessu sinni,
enginn skolast upp úr minni
óður til að glæða kynni.
Sjóli hæða setti víst
á Suttungs kvóta,
sem að virðist síst til bóta;
svei mér ef ég næ að blóta.
Upp úr doða oft þó langar
aka geði.
Berja ögn í bresti mína
betri lauf svo nái tína.
Braghenduna bæta munu
bændur lengi,
hún á spunahljóm í strengi,
hefur grun um betra mengi.
Sólin blíða senn vill skrýða
svip á foldu.
Gætin tíð með gleðitóni
gefur prýðisvonir Fróni.
Fjöllin blána, fannir þána,
frískast máttur.
Enn í styttist afl og hlýju
og í glitti vor að nýju.“
Nú skal hætta hér við mætta
háttaþætti.
Leggja kættum ljóðaslætti
lið, ef bætti hug og sætti.
Í Bragfræði síra Helga Sigurðs-
sonar er braghenda undir þessu af-
brigði þannig skilgreind: Brag-
henda skjálfhend, rím- og
hendinga-samhend. Skjálfhenda
meiri – og tekið dæmi úr Marons
rímum sterka eftir Þórð Einarsson
á Ytra-Lágafelli:
Var svo óður örva rjóður
Yggs um móður,
enginn stóð við álma bjóður,
aular sóðast hels í tjóður.
Þessi er frumbragur Braghendu
samkvæmt síra Helga – úr Tíðavís-
um Jóns Oddssonar Hjaltalín á
Breiðabólsstað:
Tíminn, lífið, lestir, dygðir,
löður fjara,
þraut og heill hjá þjóða skara,
það er allt að koma og fara.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skjálfhenda meiri
er afbrigði braghendu
Í klípu
EFTIR-LÍFS-PARTÍ.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN MÁLAÐI ÞESSA ÞEGAR HANN
VAR ÞRIGGJA ÁRA GAMALL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sjá einhvern
í nýju ljósi.
KJÚKLINGALOKAN
MÍN ER EKKI MEÐ
NEINUM KJÚKLINGI
EF ÉG VÆRI ÞÚ VÆRI
ÉG BRJÁLAÐUR
SEM BETUR FER
ER ÉG EKKI ÞÚ
HÉRNA ERU NÝLIÐARNIR,
SEM VITA EKKI HVAÐ
ORÐIÐ „AÐ TAPA“ ÞÝÐIR!
ÞEIR TALA BARA
PORTÚGÖLSKU…
VELKOMNIR!!
…ÞEIR VITA EKKI
HELDUR HVAÐ ÞAÐ
ÞÝÐIR!