Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Mikið úrval mælitækja og verkfæra fyrir raftækniiðnaðinn Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Mælitæki og verkfæri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Aðallega er þetta táknrænt en vissu- lega er helíum sjaldgæf gastegund og fer þverrandi,“ segir Kristinn And- ersen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði, en hann situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar sem leggur til að stofnanir bæjarins hætti að nota helí- um í gasblöðrur. „Við erum að minna á að fara þurfi vel með auðlindir jarðarinnar og huga þurfi að náttúrunni. Helíum er frum- efni sem ekki á að nota að óþörfu.“ Í fundargerð umhverfis- og fram- kvæmdaráðs bæjarins segir að fyrir nokkrum árum hafi gætt mikils skorts á helíumi í heiminum, en í fyrra bötnuðu horfur aðeins þegar uppgötvaðist ný helíumuppspretta í Tansaníu. Vísindamenn hafa í nokkur ár kallað eftir banni við notkun á helí- umi í gasblöðrur, vegna þess hve dýr- mætt það er fyrir læknavísindin og önnur vísindi og þar sem það er af skornum skammti. Borgir og svæði víðsvegar um heiminn hafa því bann- að helíumblöðrur, bæði vegna helí- umsins og einnig vegna slæmra áhrifa ruslsins af blöðrunum á dýralíf og vistkerfi jarðar. Dr. Jón Steinar Garðarsson Mýr- dal, sem starfað hefur m.a. sem eðl- isfræðingur hjá DTU Energy Con- version, Institute for Energy Conversion and Storage, segir helíum fyrst og fremst notað í læknavís- indum hér á landi. „Helíum er gífurlega létt loftteg- und og hvarfast ekki við aðrar loft- tegundir. Sleppi hún út í andrúms- loftið hverfur hún hátt upp í himinhvolfið og það er ekki hægt að vinna hana þar að neinu leyti,“ segir Jón Steinar og bendir á að hér á landi sé það fyrst og fremst Landspítalinn sem nýti helíum en það er t.d. notað í myndgreiningatæki eins og heila- skanna, við meðferð á asma, við skurðlækningar og margt fleirra. „Frumefnið er t.d. notað þar sem unnið er með eitthvað sem er ofur- leiðandi eins og t.d. segla í seg- ulómtækjum, en þau eru með svokall- aða ofurleiðandi segla. Í dag eru ekki til ofurleiðandi seglar sem hægt er að nota með fljótandi köfnunarefni og því þarf að nota fljótandi helíum. Sök- um þess hvað efnið er sjaldgæft hafa vísindamenn haft áhyggjur af al- mennri notkun þess.“ Ekkert helíum í blöðrur  Hafnarfjarðarbær takmarkar notkun stofnana bæjarins á helíum  Sjaldgæft frumefni sem nýta þarf sparlega Öllum flugfarþegum sem áttu flug frá Leifsstöð í gær- kvöldi var vísað út um vopnaleitina og aftur í innrit- unarsal flugstöðvarinnar. Ástæðan var sú að farþegar í flugvél frá Grænlandi áttu að fara í gegnum öryggisleit við komuna til Íslands en fyrir mistök fyrirtækisins kom flugvélin að öðru hliði en til stóð þannig að farþeg- arnir fóru ekki í gegnum slíka leit. Seinkun varð á flugi. Engin hætta var þó á ferðum. Fyrir mistök fóru flugfarþegar frá Grænlandi ekki gegnum öryggisleit Morgunblaðið/Sigvaldi Kaldalóns Öllum vísað aftur í innritunarsalinn Reikna má með sviptingum í veðri um helgina og framan af næstu viku. Reyndar verður tíðindalítið veður í dag, nema á Austfjörðum en þar fer úrkomu- bakki yfir til norðausturs í kvöld með snjó á hæstu fjallvegum. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings sækir kalt loft að landinu úr norðri á morgun, föstu- dag. Aðfaranótt laugardags verður komið frost með éljum víða á Norð- urlandi og Vestfjörðum. Síðdegis á sunnudag kemur síðan lægð æðandi úr suðri með mildu lofti og rigningu sunnanlands. „Þetta stendur þó ekki lengi. Á mánudag eru horfur á ákveðinni suðvestanátt og útsynningi með élj- um um suðvestan- og vestanvert landið,“ segir Einar sem reiknar með kulda og éljagangi víða um landið fyrri hluta næstu viku. Þetta segir hann helgast af háloftakulda frá Kanada sem sé á leið austur yfir landið. Þegar honum sleppi eftir helgina skáni veður. sbs@mbl.is Sviptingar, kuldi og éljagangur  Væta á sunnudag Einar Sveinbjörnsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra Íslands fundaði í gær, ásamt utanríkisráðherra Danmerkur og utanríkisráðherra Noregs, með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. Guðlaugur Þór segir að fundurinn hafi verið langur og farið yfir öll helstu málin sem snerta al- þjóðastjórnmál í dag. „Þarna voru rædd málefni Sýrlands, miðaustur- landa, Tyrklands, öryggismál, norð- urskautsmálin, málefni Úkraínu og mannréttindamál,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið. Farið vítt yfir alþjóðapólitíkina Aðspurður hvort viðskiptaþving- anir Íslands og Rússlands hafi verið ræddar segir hann að farið hafi verið yfir alþjóðastjórnmálin vítt og breitt en þetta ekki rætt sérstaklega. Guðlaugur Þór mun á morgun funda með Vladímír Pútín forseta Rússlands ásamt Guðna Th. Jóhann- essyni forseta Íslands. Að lokinni Rússlandsferð mun Guðlaugur Þór fara til Brussel á utanríkisráðherra- fund NATO. Ræða við Pútín í dag  Funduðu með utanríkisráðherra Rússlands í gær Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Undir lok þessarar viku hyggst rík- isstjórnin kynna hugmyndir að lækkun hins svokallaða almenna þreps virðisaukaskattskerfisins sem í dag stendur í 24%. Það var síðast lækkað úr 25,5% í ársbyrjun 2015. Þetta boðaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu í gær. Sagði hann að hugmyndirnar yrðu kynntar samhliða framlagningu ríkisfjármálaáætlunar. „Með því að gera það þá getum við tekið töluvert forskot á Norður- landaþjóðir varðandi það á hvaða stað við erum með almenna þrep virðisaukaskattsins,“ sagði Bjarni. Sagðist hann telja að nú væri rétti tíminn til að stíga skref í þessa átt, í kjölfar þess að markviss skref hefðu verið stigin til þess að einfalda inn- heimtukerfi tengd vörugjalda- og tollakerfinu. Ferðaþjónustan í almennt þrep Í dag er ferðaþjónustan skattlögð í lægra þrepi kerfisins sem er 11%. Benti Bjarni á að sú gríðarlega fjölg- un ferðamanna sem orðið hefur í landinu gæfi tilefni til að spyrja sig hvort ástæða væri til að halda virð- isaukaskatti á greinina í lægra þrepi. „Erum við hér með atvinnugrein sem í heild sinni er réttlætanlegt að halda í undanþáguþrepinu, lægra þrepinu, í þeim tilgangi að styðja við og auka viðgang hennar,“ sagði hann. Svigrúm til frekari lækkana Í ræðu sinni boðaði hann einnig lækkun tryggingagjalds á kjörtíma- bilinu. „Atvinnulífið hefur kallað eftir lækkun tryggingagjalds og við mun- um lækka tryggingagjaldið á þessu kjörtímabili en við ætlum ekki að fara út í skattalækkanir á röngum tíma. Við munum þurfa að tímasetja slíkar aðgerðir með hliðsjón af því sem er að gerast á vinnumarkaði og að öðru leyti í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni en ítrekaði að í sínum huga væri ljóst að slíkt svigrúm myndi fást á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir. Boðar lækkun virðisaukaskatts  Forsætisráðherra segir stefnt að lækkun efra þrepsins  Hugmyndin kynnt nánar undir lok vikunnar  Almenna þrepið verði hvergi á Norðurlöndunum lægra  Hyggjast einnig lækka tryggingagjaldið Morgunblaðið/Eggert Skattar Bjarni Benediktsson telur svigrúm til skattalækkana á kjörtímabilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.