Morgunblaðið - 30.03.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
Upplýsingar seinustu rannsókn-arnefndar bankamála eru slá-
andi. Hún virðist hafa náð að nálg-
ast nægjanlegt magn af skriflegum
gögnum og öðrum mikilvægum
vitnisburðum til að
geta dregið upp ljósa
mynd af því sem
gerðist.
Ýmsir hafa tjáð sigaf þessu tilefni
sem vonlegt er. Norð-
ur-Kúbu-Gylfi lagði
strax sök á þá sem
voru blekktir. Það er gott að hann
dæmir menn bara sem leikmaður.
En svo er það aðalleikarinn.Hann segir þessa atburði
hafa gerst fyrir 15 árum og því sé
fáránlegt að elta ólar við þá. Og
auðvitað þykir honum enn fárán-
legra að eltast við Óla, enda viti í
raun enginn hver þeirra sé hinn
seki.
Haldinn var stór fundur á fínuhóteli um þetta vandamál eft-
ir dóm í Al Thani-málinu. Sögu-
þráðurinn í því máli virðist raunar
hafa verið fenginn úr málinu sem
rannsóknarnefndin gerði nú grein
fyrir.
Samkundan snerist um að for-dæma það, að vitlaus Óli hefði
verið kærður og dæmdur. Endur-
upptökunefnd fór yfir málið og sá
bara einn Óla.
Eftir hótelsamkunduna fræguorti skagfirska skáldið, ættað
frá Bólu:
„Ekki sé ég enn til sólar
eftir hrun.
Núna liggja allir Ólar
undir grun.“
Líklega fækkar nú grunuðumsmám saman í hópi nafnanna.
Sama sagan, sömu
persónur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 29.3., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 3 alskýjað
Akureyri 4 alskýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Ósló 4 léttskýjað
Kaupmannahöfn 6 súld
Stokkhólmur 1 snjókoma
Helsinki 3 heiðskírt
Lúxemborg 14 léttskýjað
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 14 skýjað
Glasgow 10 súld
London 13 þoka
París 19 skýjað
Amsterdam 12 þoka
Hamborg 12 skýjað
Berlín 11 skýjað
Vín 20 heiðskírt
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 20 heiðskírt
Barcelona 19 léttskýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 19 heiðskírt
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 5 skýjað
Montreal 3 snjóél
New York 10 rigning
Chicago 7 heiðskírt
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:52 20:14
ÍSAFJÖRÐUR 6:53 20:22
SIGLUFJÖRÐUR 6:36 20:05
DJÚPIVOGUR 6:20 19:44
Pósturinn segir að fyrirtækið hafi
margoft bent Þjóðskrá á að ekki sé
æskilegt að senda vegabréf með al-
mennum bréfapósti. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Pósturinn benti á að það er send-
andinn, Þjóðskrá, sem velur þessa
leið en almennur bréfapóstur er
hvorki rekjanlegur né tryggður.
„Vegabréf eru send í almennum
bréfapósti og er það sendandi sem
velur þá þjónustuleið. Pósturinn
hefur margoft bent Þjóðskrá á að
almennur bréfapóstur er hvorki
rekjanlegur né tryggður í þessu
sambandi og vakið athygli á því að
senda ætti vegabréf og önnur per-
sónuleg skilríki í rekjanlegum pósti
en ekki hefur verið brugðist við
þessum ábendingum,“ segir í til-
kynningunni. Pósturinn tekur einn-
ig fram að engin leið sé fyrir þá til
að rekja einstakar bréfasendingar.
Þetta þýðir að ómögulegt sé að sjá
hvar bréf er ef það berst ekki af ein-
hverjum ástæðum. „Til að finna
sendingar skiptir því rekjanleiki
öllu máli en hann gerir Póstinum
kleift að finna hvar í ferlinu sending
sé stödd. Vill Pósturinn því ítreka
það sjónarmið fyrirtækisins að
senda ætti vegabréf og önnur per-
sónuleg skilríki í rekjanlegum
pósti.“ mhj@mbl.is
Margoft bent Þjóðskrá á áhættuna
Pósturinn segir óheppilegt að senda
vegabréf með almennum bréfapósti
Morgunblaðið/Eggert
Áhætta Þjóðskrá velur að senda
vegabréf með almennum bréfapósti.
Undanfarna
daga hefur fyrir-
spurnum rignt
yfir ráðherra
ríkisstjórnar-
innar á Alþingi.
Í þessari og
síðustu viku hafa
alþingismenn
lagt fram 53
fyrirspurnir til
ráðherranna og óskað eftir munn-
legum eða skriflegum svörum.
Fyrirspurnirnar voru 30 í síðustu
viku og fyrstu tvo dagana í þess-
ari viku eru þær orðnar 23.
Bjarni Jónsson á Sauðárkróki
er fyrirspurnakóngurinn. Hann
sat í nokkra daga á þingi sem
varaþingmaður Vinstri grænna í
Norðvesturkjödæmi. Á þessum
stutta tíma lagði Bjarni fram 16
fyrirspurnir, þar af 14 á mánudag-
inn var.
Bjarni vildi fá svör við hinum
margvíslegustu spurningum, svo
sem um vegamál, Hvalfjarðargöng
og Spöl, geðheilbrigðisþjónustu
barna, laxastofna og stöðu háskóla
utan Reykjavíkur, svo eitthvað sé
nefnt. sisi@mbl.is
Bjarni Jónsson
Spurði 14
spurninga
sama dag
Spurningaflóð til
ráðherra á Alþingi
svalandi ísar í
einum kassa