Morgunblaðið - 30.03.2017, Page 9

Morgunblaðið - 30.03.2017, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Húsið Fyrir dyrum standa miklar og kostnaðarsamar viðgerðir. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um nýtingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg en fyrir liggur skýrsla starfshóps frá því á síð- asta ári um hugmyndir að nýtingu,“ segir í svari Elvu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsinga- fulltrúa fjármálaráðuneytisins, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Hegningarhúsið var sem kunnugt er aflagt sem fangelsi 1. júní 2016, eftir að hafa gegnt því hlutverki í 142 ár. Nú stendur yfir undirbúningur að því að lag- færa húsið, þak og glugga o.s.frv. „Ráðuneytið telur að vilji sé til þess að húsið verði áfram í eigu ríkisins en gera má ráð fyrir að því verði fundið hlutverk við hæfi á næstu mánuðum. Þá má gera ráð fyrir nýting þess verði skilyrt á þann hátt að það verði sem mest opið almenn- ingi, en þetta skýrist betur innan tíðar,“ segir Elva Björk. Það var einmitt niðurstaða fyrrnefnds starfs- hóps að rekstur hússins yrði í almannaþágu. Safn, sýningar- og verslunarrými, bakgarður með opnanlegum glerhjúpi, veitingastaður og menningarstarfsemi var meðal þess sem starfs- hópurinn lagði til. Gera þarf við ytra byrði Hegningarhússins og mun viðgerðarkostnaðurinn hlaupa á hundruðum milljóna, að því er Snævar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ríkiseigna, tjáði blaðinu í haust. Verkfræðistofa vann bráða- birgðaskýrslu árið 2014 og mat viðgerðar- kostnað ytra byrðisins á um 250 milljónir króna. Ríkiseignir telja það mat vera fremur van- áætlað en hitt og að viðgerðarkostnaðurinn verði eitthvað hærri, að sögn Snævars. sisi@mbl.is Húsið verði opið almenningi  Skýrist innan tíðar hvaða hlutverki Hegningarhúsið muni gegna framvegis Samtök fjármálafyrirtækja og Stofnun um fjármálalæsi stóðu fyr- ir ráðstefnu um fjármálalæsi ungs fólks í gær. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra ávarpaði ráð- stefnuna og fór yfir þær aðgerðir sem ráðuneytið hefur staðið fyrir til að auka fjármálalæsi ungs fólks. Ásta Guðrún Helgadóttir, umboðs- maður skuldara, hélt erindi um ungmenni sem leita sér aðstoðar umboðsmanns skuldara. Í erindi Ástu kom meðal annars fram að 63% þeirra ungmenna sem leita til embættisins eru með smálán. Ásta sagði að hlutfall fólks á aldrinum 18–29 ára sem leitar til umboðs- manns vegna greiðsluerfiðleika hefði hækkað jafnt og þétt. Fjöldi ungs fólks leitar til umboðs- manns skuldara Fjármálalæsi Ásta Guðrún flutti erindi. Gildistaka tolla- samnings Íslands og ESB, sem gerður var haustið 2015, dregst að öllum líkindum til næstu áramóta, samkvæmt upp- lýsingum sem Félag atvinnu- rekenda hefur aflað hjá utanríkisráðuneytinu, og segir frá á vef sínum. Mun það stafa af töfum hjá Evrópuþinginu. Við gildistöku samningsins munu ýmsar matvörur lækka í verði vegna tollalækkana. Þar má nefna pitsur, bökur, fyllt pasta, súkkulaði, bökunarvörur, villibráð, franskar kartöflur og útiræktað grænmeti. Jafnframt verða stækkaðir toll- frjálsir innflutningskvótar fyrir osta og kjötvörur. Gildistaka tolla- samnings frestast Matur Franskar kart- öflur lækka í verði. Meinleg rangfærsla Í grein undirritaðs, sem birtist í blaðinu hinn 24. marz sl. undir yfir- skriftinni Myrkraverk í Mývatns- sveit er meinleg rangfærsla. Í greininni er eftirfarandi setning: „Sveitarstjórinn situr beggja vegna borðs og er sjálfur að byggja í félagi við sveitarstjórnina.“ Leiðrétt á setningin að vera svona: „Oddvitinn situr beggja vegna borðs og er sjálfur að byggja í félagi við sveitarstjórnina.“ Hlutaðeigendur eru beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Sverrir Ólafsson LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.