Morgunblaðið - 30.03.2017, Síða 12

Morgunblaðið - 30.03.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is ÖFLUGUR VINNUFÉLAGI Auðveldaðu þér vinnuna með góðum græjum Hleðsluborvél EY 74A2 PN2G32 Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 3,0 Ah Li-Ion KOLALAUS 1,8 kg ToughTool IP Verð: 39.200 kr. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við segjum stundum að viðséum skilgetin afkvæmiPólýfónkórsins, en for-eldrar okkar, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og Rúnar Einars- son, kynntust í þeim kór. Þau eru af- ar músíkölsk og fóru bæði í söng- nám, en á þeim tíma sem þau voru ung var meira en að segja það að leggja fyrir sig söng. Þau stofnuðu ásamt fleira fólki sönghópinn Hljóm- eyki þar sem við systkinin höfum öll sungið og tvö okkar gera það enn,“ segja systkinin Hallveig, Þorbjörn og Hildigunnur Rúnarsbörn, en þau syngja öll í Jóhannesarpassíu um næstu helgi, Hallveig og Þorbjörn sem einsöngvarar en Hildigunnur með Dómkórnum. „Við höfum sungið saman nán- ast alla ævi og margoft komið fram saman opinberlega, og einu sinni sungum við öll systkinin fjögur sam- an einsöngstónleika, en fjórða systk- inið, hann Ólafur, er líka einsöngv- ari.“ Fórum mikið með mömmu og pabba á söngæfingar Þau segja að ólíkt því sem margir halda hafi fjölskyldan ekki alltaf verið að syngja saman á bernskuheimilinu. „Aftur á móti var heilmikið sungið heima hjá ömmu, enda spilaði hún á píanó og bróðir hennar var mikill söngmaður. En auðvitað fórum við mikið með mömmu og pabba á söngæfingar, og að því leyti ólumst við upp við söng. Mamma stjórnaði Skólakór Garða- bæjar og við byrjuðum öll í þeim kór um svipað leyti og við hófum grunn- skólanám og sungum í honum fram áunglingsár. Þar byrjaði uppeldið en áhersla á nótnalestur var mikil hjá mömmu í þeim kór, sem við búum vel að. Það er ómetanlegur grunnur fyrir okkur,“ segir Þorbjörn. Þorgerður tók okkur opnum örmum í Hamrahlíðinni Þau fóru öll áfram í aðra kóra þegar þau voru komin upp í fram- haldsskóla og Hildigunnar stjórnaði kórnum í Fjölbraut í Garðabæ um tíma, þar sem þrjú systkinanna voru í námi, en Hallveig fór í Mennta- skólann í Hamrahlíð. „Bræður mínir keyrðu mig á fyrstu söngæfingar hjá Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð, fyrst Þor- björn og svo Óli, og spurðu Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra hvort þeir mættu vera með í kórnum þó þeir væru ekki í skólanum. Hún hélt það nú,“ segir Hallveig og Þorbjörn bæt- ir við að Þorgerður hafi kannast við þá bræður úr World Youth Choir, heimskór æskufólks sem syngur um víða veröld, sem þeir bræður voru stofnfélagar í. „Við sungum þrjú systkinin saman á Spáni í þessum kór árið 1992, og þar hafði Þorgerð- ur heyrt í okkur. Hún vissi því alveg Í okkar fjölskyldu eru engar djúpar raddir Rúnarsbörn eru söngglöð systkini og raddir þeirra liggja allar hátt, systurnar eru sópranar og bræðurnir tenórar. Þau ólust upp við söng frá blautu barnsbeini og þakka foreldrum sínum fyrir þann grunn sem þau lögðu að þeirra sönglífi. Þrjú þessara systkina ætla að syngja saman Jóhannesarpassíu um næstu helgi, en hana segja þau vera kraftbirtingarhljóm Guðdómsins. Systkinin öll með foreldrunum Jón, Þorbjörn og Rúnar fyrir aftan Dóru, Hildigunni og Hallveigu. Fífa Jónsdóttir, elsta barnabarnið, lengst til hægri. Fjögurra daga SKAM hátíð hefst kl. 19 í dag, fimmtudag 30. mars, í Norræna húsinu með viðburðinum Ég elska SKAM!, fyrir unga aðdáendur þátt- anna. Kosegruppa, sem samanstendur af 14 - 17 ára aðdáendum þáttanna, skipulagði dagskrána og heldur uppi fjörinu til kl. 21.30 með völdum mynd- brotum úr SKAM, spurningaleik og diskóteki. Á morgun, föstudag 31. mars, kl. 17 - 19 verður stemmningin með öðru sniði, enda viðburðurinn, Hvað er mál- ið með SKAM?, ætlaður eldri aldurs- hópum. Í hús koma bæði aðdáendur og sérfræðingar og taka þátt í spenn- andi pallborðsumræðum. Sýndar verða vel valdar klippur úr þáttunum, rætt og pælt og farið í spurningaleiki á meðan Sunna Ben þeytir skífum með lögum úr þáttunum. Um helgina, laugardag og sunnu- dag, 1.-2. apríl verður svo boðið upp á SKAM-maraþon og allar þrjár þátta- raðirnar sýndar á stóra skjánum í að- alsal hússins þar sem verður „koselig stemming“. SKAM hátíðin er skipu- lögð í samstarfi við Norska sendiráðið í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fjögurra daga SKAM hátíð í Norræna húsinu Unglingar Norsku unglingaþættirnir SKAM eiga miklum vinsældum að fagna. Hvað er málið með SKAM? Hljóðheimar bjóða upp á áhrifaríkt 10 vikna námskeið sem hefst n.k mánu- dag 3. apríl, en þar verður farið yfir eitt vinsælasta tónlistarforritið á markaðnum í dag, Ableton Live. Þátt- takendur fá aðstoð við að finna út hvernig þeir geta nýtt sér það fyrir sína eigin tónlistarsköpun ásamt vandaðri kynningu á aðferðum og tækni sem þeir þurfa til þess að búa til sín eigin lög frá A-Ö. Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í pródúseringu, taktsmíðum, hljóð- hönnun og hljóðblöndun með áherslur á elektróníska tónlist. Námskeiðið hentar bæði byrj- endum og þeim sem eru lengra komnir. Nánar á hljodheimar.is Endilega … …skellið ykkur á námskeið Gaman Tónlistarsköpun. MINØR PRINT STUDIO sem er við Fiskislóð úti á Granda, heldur sitt fyrsta silkiprent-námskeið í sam- starfi við Söru Maríu Júlíudóttur For- ynju um næstu helgi, 1.-2. apríl. Í tilkynningu segir að á þessu helg- arnámskeiði muni fólk læra að koma sinni hugmynd alla leið á flík, pappír eða hvað sem því kemur til hugar að prenta á. Unnið verður með teikn- ingar og ljósmyndir þar sem fólk lær- ir allt silkiprentferlið frá A-Ö. Áhersla verður lögð á að hver og einn fái það sem hann vill út úr námskeiðinu. Þátttakendur þurfa ekki að hafa neina teiknikunnáttu eða fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað þeir vilja prenta, fundið verður út úr því sam- an. Námskeiðið er 12 klst, laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 16 báða dagana. Laugardagurinn fer í hug- myndavinnu, myndvinnslu og kennslu, en sunnudagurinn fer í prentun þar sem nemendur geta komið með að heiman það sem þá langar að prenta á, til dæmis efni, fatnað, viskastykki eða hvað sem er með sléttum fleti. Innifalið er allt efni til að undirbúa silkiprentrammann, litir og pappír. Textílefni til að prenta á er ekki innifalið, nemendur koma sjálfir með það efni sem þeir hafa áhuga á að prenta á. Kennari er Sara Forynja og skráning fer fram með því að senda skilaboð á Facebooksíðunni: MINØR Coworking. Helgarnámskeið í silkiprenti um helgina Uppgötvið undraheima prentsins Silkiprent Gaman getur verið að kynnast nýjum efniviði í sköpun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.