Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli Söngsystkin Hallveig, Hildigunnur og Þorbjörn undir Hamrinum í Hafnarfirði og Þorbjörn með nóturnar að Jó- hannesarpassíunni i fanginu, en þau hlakka öll óskaplega mikið til að syngja verkið um næstu helgi. af okkur bræðrum, en auk þess vantar alltaf karlaraddir í kóra, svo hún tók okkur opnum örmum og það var frábært að syngja með Hamra- hlíðarkórnum,“ segir Þorbjörn og tekur fram að þetta séu tveir kórar, sem þau systkinin sungu öll í. Gat ekki látið hlæja meira að mér í fjölskylduboðum Þegar þau eru spurð hvort það sé samkeppni, metingur eða öfund innan systkinahópsins í söngnum, gera þau lítið úr því, en Þorbjörn segir að þau viðurkenni öll að Hall- veig sé best. Hallveig reynir að mót- mæla, en staðreyndin er sú að hún er sú eina sem hefur reynt að brasa við að vera í fullu starfi sem söngv- ari, eins og hún orðar það sjálf, en hjá hinum hefur það verið hliðar- starf. Hildigunnur fór aðra leið og er menntuð sem tónskáld og starfar við sitt fag og kennir í Listaháskól- anum. „Ég fór og lærði söng eftir að öll systkini mín höfðu gert það, ég gat ekki látið hlæja meira að mér í fjölskylduboðum. Ég var fljót að fara í gegnum söngnámið af því ég hafði svo góðan grunn frá mömmu sem lagði gríðarlega áherslu á radd- beitingu í barnakórnum, enda stóð Skólakór Garðabæjar bestu barna- kórum í heiminum á sporði,“ segir Hildigunnur. Þau segjast búa vel að öllum þeim góðu kórstjórum og raddþjálf- urum sem þau hafa sungið hjá. „Við höfum unnið í gegnum tíðina með mörgum eldhugum sem við eigum margt gott að þakka. Mamma var ein af þeim, hún reif upp tónlistar- lífið í Garðabæ og á bak við það var ómæld vinna.“ Við erum að sjálfsögðu með fjölskyldukór Hallveig og Þorbjörn hafa bæði sungið Jóhannesarpassíu áður, Hall- veig fyrst undir stjórn Kára Þormar en seinna með Ólavi Hátún, en Þor- björn fyrst með Keith Reed og svo undir stjórn Jóns heitins Stef- ánssonar. Hildigunnur segist aldrei áður hafa sungið Jóhannesarpassíu, en passían hefur lengi verið í uppá- haldi hjá henni og hana langaði mik- ið til að syngja hana. „Ég var á sín- um tíma í Kammerkór Dómkirkjunnar ásamt Hallveigu undir stjórn Kára, svo ég þekki hann og hann þekkir mína rödd, og ég spurði hvort ég mætti syngja með núna, sem var auðsótt.“ Þegar þau eru spurð að því hvað sé svona frábært við Jóhann- esarpassíu, skortir ekki lýsingar- orðin. „Þetta er kraftbirtingarhljómur Guðdómsins,“ segir Hallveig og Hildigunnur bætir við að passían sé ótrúlega magnað gæsahúðarverk. „Mér finnst þetta verk standa upp úr af öllum verkum Bachs, og hann sjálfur standa upp úr meðal tón- skálda,“ segir Þorbjörn og bætir við að verkið sé afar dramatískt, eins- konar ópera. Raddir systkinanna söngglöðu liggja allar hátt, systurnar eru sópr- anar og bræðurnir tenórar. „Við erum að sjálfsögðu með fjölskyldukór og börnin okkar syngja öll, en þar eru engar djúpar raddir.“ Þegar þau eru spurð hvort það sé enginn laglaus eða raddlaus í fjölskyldunni segir Hallveig að maðurinn hennar sjái um að syngja þungarokk og Hildigunnur bætir við að henn- ar maður sjái um að hlusta á söng fjöl- skyldunnar, ein- hver verði að gera það. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 THE FULL RAY-BAN EXPERIENCE NÝTT! RAY-BAN - nú með styrkleikaglerjum framleidd af RAY-BAN. Styrkleika- glerin eru með RAY-BANmerkingum. Fást bæði ólituð eða sem sólgler. Dómkórinn, ásamt kamm- ersveit og einsöngvurum, mun flytja þetta magnaða verk í tvígang í Langholtskirkju dag- ana 1. og 2. apríl næstkom- andi. Einsöngvarar verða Kristinn Sigmundsson bassi í hlutverki Jesú, Þorbjörn Rúnarsson ten- ór í hlutverki guðspjalla- mannsins, Fjölnir Ólafsson baritón í hlutverki Pílatusar, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir alt. Stjórnandi er Kári Þormar. Jóhannesarpassían sem er eitt af viðameiri verkum sem varðveist hafa eftir Jóhann Sebastían Bach, túlkar á áhrifaríkan hátt frásögn Jó- hannesarguðspjallsins af handtöku og krossfestingu Jesú Krists. Í verkinu er texti guðspjallsins fluttur með sönglesi og mögnuðum kór- köflum þar sem kórinn túlkar meðal annars ofsa og reiði múgsins eins og Jó- hannes lýsir því. Inn á milli hljóma fagrar aríur og sálmar þar sem hin hryggilega atburðarás frásagn- arinnar er hugleidd. Þetta er í fyrsta skipti sem Dómkórinn flytur Jóhann- esarpassí- una. Í aðdraganda páskanna JÓHANNESARPASSÍAN EFTIR J.S. BACH Kristinn Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.