Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á sama tíma og hersveitir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og vopnað- ar sveitir bandamanna hans eiga í átökum við vígamenn Ríkis íslams við bæinn Tabqa í norðurhluta lands- ins beinist athygli manna í auknum mæli að ástandi stíflunnar sem finna má í stórfljótinu Efrat skammt frá bænum. Langvarandi átök og skortur á viðhaldi leiddu til þess að stíflan er nú án rafmagns og hefur safnast mjög í lón hennar. Óttast nú margir að stíflan geti brostið og flóðvatnið á fáeinum stundum valdið gífurlegum usla og eyðileggingu. „Tæknibúnaður stíflunnar, sem finna má á neðri hæðum, er nú kom- inn á kaf í vatn vegna þess að mann- virkið hefur verið án rafmagns í nokkra daga,“ hefur fréttaveita AFP eftir vélvirkja á svæðinu. „Mikil söfnun í lónið kallar á að opnað verði fyrir yfirfallsrennur svo koma megi í veg fyrir hættuástand.“ Lónið er stærsta vatn Sýrlands Þáverandi stjórnvöld í Sýrlandi, í nánu samstarfi við sérfræðinga frá Sovétríkjunum sálugu, létu reisa Efrat-stíflu til áveituframkvæmda og framleiðslu rafmagns. Hófust framkvæmdir árið 1968 og var stífl- an fullbúin fimm árum síðar. Mannvirkið er alls 4,5 kílómetrar að lengd og 60 metra hátt, en mest er breiddin 512 metrar. Uppistöðulón Efrat-stíflu, sem jafnframt er stærsta vatn landsins, nefnist Assad- vatn. Er það kennt við Hafez al-As- sad, þáverandi forseta Sýrlands og föður Bashars al-Assad núverandi forseta, en vatnið nær yfir alls 610 ferkílómetra svæði. Stjórnstöðin sögð óstarfhæf Erfitt gæti reynst að lagfæra tæknibúnað stíflunnar, þar sem vígamenn Ríkis íslams og vopnaðar sveitir hliðhollar Assad forseta berj- ast nú um yfirráð hennar. Að sögn AFP þyrftu tæknimenn og vélvirkj- ar að hafa fullt aðgengi að virkjun- inni til að ljúka viðgerðum. Stjórnarsveitir gera lítið úr þeirri hættu sem virðist stafa af stíflunni og segja ekkert benda til þess að hún hafi orðið fyrir alvarlegum skemmd- um. Fréttaveita AFP hefur það hins vegar eftir tæknimanni að stjórnstöð mannvirkisins sé nú óstarfhæf. Sami maður segir hóp tæknimanna vera kominn á svæðið og að þeir muni reyna að komast inn í virkjunina til að hefja viðgerðir. Ekki er þó víst að sveitir Sýrlandsforseta samþykki að hleypa hópnum inn. „Sprengingar og bardagar ógna stíflunni. Við biðjum því stríðandi fylkingar um að draga sig frá henni,“ hefur AFP eftir tæknimanni. Í undirbúningi er stórsókn hersins og bandalagssveita inn í borgina Raqqa, síðasta höfuðvígi Ríkis ísl- ams í Sýrlandi. Segja sveitirnar lið í þeirri aðgerð að endurheimta bæinn Tabqa og Efrat-stíflu. Má því búast við hörðum átökum þar áfram. Átökin ógna stíflunni  Efrat-stífla í Sýrlandi er nú sögð án rafmagns eftir langvarandi átök á svæðinu  Mikilvægur tæknibúnaður er kominn á flot og stjórnstöðin óstarfhæf með öllu AFP Vígvöllur Svæðið í kringum Efrat-stíflu er rústir einar eftir hörð átök á milli vígamanna og stjórnarsveita, en hóp- arnir berjast nú um yfirráð yfir mannvirkinu. Tæknimenn hvetja fylkingarnar til þess að yfirgefa svæðið. Efrat-stífla » Langvarandi átök í námunda við virkjunina í stórfljótinu ógna nú öryggi hennar og íbúa á svæðinu. » Tæknimaður segir stjórn- stöð stíflunar óvirka og mikil- vægan vélbúnað á kafi í vatni. » Stríðandi fylkingar eru hvattar til að færa víglínuna frá Efrat-stíflu svo koma megi í veg fyrir frekari skemmdir og hugsanlegt flóð. Nokkur skelfing greip um sig við bandaríska þing- húsið í Washing- ton DC í gær þegar kona reyndi að keyra niður fótgang- andi lögreglu- menn þar við. Konan var í kjöl- farið handtekin en ekki fékkst uppgefið hvað henni stóð til með athæfi sínu. Bandarískir fréttamiðlar greina frá því að konan hafi í fyrstu ekið bifreið sinni utan í lögreglubíl áður en hún gerði tilraun til að keyra niður nokkra lögreglumenn. Öryggissveitir og lögregla voru með mikinn viðbúnað vegna þessa og var opinberum byggingum, m.a. þinghúsinu og skrifstofum þing- manna, lokað um tíma. BANDARÍKIN Reyndi að keyra niður lögreglumenn Konan var hand- tekin á hlaupum. Einn komst lífs af þegar bát hvolfdi á Mið- jarðarhafi, en um borð voru fjöl- margir flótta- menn sem vildu komast til Evr- ópu frá Líbíu. Er óttast að allir hinir sem um borð voru, alls 146 manns, hafi drukknað. Fréttaveita AFP greinir frá því að um sé að ræða karlmann og var honum bjargað um borð í spænskt herskip sem statt er á svæðinu í tengslum við eftirlits- og björg- unaraðgerðir Evrópusambandsins. Hann segir flesta flóttamennina hafa komið frá Nígeríu, Malí og Gambíu, en bátnum hvolfdi eftir að leki kom upp í honum. MIÐJARÐARHAF Óttast að 146 manns hafi drukknað Aðeins einn mað- ur komst lífs af. Ísraelskar öryggissveitir skutu í gær til bana palestínska konu sem reyndi að stinga lögreglumann með eggvopni. Árásin átti sér stað við hið sögufræga Damaskus-hlið. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um konuna. Sjónarvottar segja konuna á miðjum aldri. Um 260 Palestínumenn hafa látið lífið í öldu ofbeldis á svæðinu frá 2015. Langflestir þeirra voru drepnir af öryggissveitum þegar þeir reyndu að fremja hnífa-, skot-, eða bílaárásir. ÍSRAEL Öryggissveitir komu í veg fyrir hnífaárás Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ríkisstjórnin hefur brugðist við lýð- ræðislegum vilja bresku þjóðarinnar og hinni skýru og sannfærandi afstöðu þingsins. Fyrir fáeinum mínútum, í Brussel, afhenti sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu forseta leiðtogaráðsins bréf í mínu nafni, sem staðfestir ákvörðun ríkisstjórnar um að virkja 50. grein Lissabon- sáttmálans.“ Þetta sagði Theresa May, forsætis- ráðherra Bretlands, á breska þinginu í gær. Tekur nú við tveggja ára ferli þar sem reynt verður að semja á milli Bretlands og Evrópusambandsins um hin ýmsu mál sem standa munu út af borðinu við útgönguna, m.a. viðskipti og tollamál. Ætla að taka eigin ákvarðanir „Í samræmi við vilja bresku þjóðar- innar er Bretland að yfirgefa Evrópu- sambandið. Þetta er söguleg stund og það verður ekki aftur snúið,“ sagði May og hélt áfram: „Við ætlum að taka okkar eigin ákvarðanir og semja okkar eigin lög. Við ætlum að taka í okkar hendur þau mál er snerta okkur mest. Og við ætlum að nýta þetta tækifæri til þess að byggja upp sterk- ara og sanngjarnara Bretland – land sem börn okkar og barnabörn eru stolt af að kalla heimili sitt. Það er okkar metnaður og þar liggja tæki- færin.“ Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði gærdaginn sögu- legan. „Það er full ástæða til að vera bjartsýnn á niðurstöðu útgöngunnar.“ „Það verður ekki aftur snúið“  Munum byggja upp sterkara og sanngjarnara Bretland, sagði Theresa May AFP Brexit Tim Barrow (t.v.) afhendir Donald Tusk bréfið frá May. Neðangreind fyrirtæki leggja land undir fót og heimsækja 13 staði á landinu. Tilgangurinn er að kynna vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Fyrsti viðkomustaður verður Hvolsvöllur. Þar verðum við fimmtudaginn 30. mars. Verið velkomin. Við tökum vel á móti ykkur. Veglegar gjafir í boði! ... á leiðinni til þín Taktu þátt í léttu m spurningaleik. Dregið verður ú r réttum lausnum í lok fe rðar. Í aðalvinning er vegleg utanland sferð og ýmsir aukavi nningar frá sýnendum. SPURNINGALEI KUR! 1 2 3 4 5 6 7 89 10 12 11 13 Hvolsvöllur fimmtudaginn 30. mars // Verslun Líflands - Kl. 10:00-12:00 Kirkjubæjarklaustur fimmtudaginn 30. mars // Félagsheimilið - Kl. 15:00-17:00 Nesjar föstudaginn 31. mars // Mánagarðar - Kl. 10:00-12:00 Breiðdalsvík föstudaginn 31. mars // Kl. 16:00-18:00 Egilsstaðir laugardaginn 1. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 9:30-12:00 Ýdalir Aðaldal laugardaginn 1. apríl // Hafralækjarskóli - Kl. 16:00-18:00 Akureyri sunnudaginn 2. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 11:00-14:00 Varmahlíð sunnudaginn 2. apríl // Miðgarði - Kl. 16:00-18:30 Blönduós mánudaginn 3. apríl // Verslun Líflands - Kl. 9:00-11:00 Hvammstangi mánudaginn 3. apríl // Gamla mjólkurstöðin - Kl. 13:00-15:00 Króksfjarðarnes mánudaginn 3. apríl // Gamla verslun - Kl. 18:00-20:00 Búðardalur þriðjudaginn 4. apríl // KM-Þjónustan - Kl. 10:00-12:00 Borgarnes þriðjudaginn 4. apríl // Reiðhöllin - Kl. 14:00-16:00 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Fyrirl estrar á öllum stöðum ! Gr il m Hriu NGi ! Fyrirlestrar á flestum stöðum hefjast u.þ.b. hálftíma fyrir hverja sýningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.