Morgunblaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2017
Þjóðleikhúsið óskar eftir því að fá
gefins 6.107 leikfangafígúrur fyrir
leiksýninguna Álfahöllin sem frum-
sýnd verður á Stóra sviði leikhúss-
ins 8. apríl nk. Fígúrurnar verða
jafnmargar og þau börn sem líða
skort á Íslandi um þessar mundir,
samkvæmt rannsóknarskýrslu
UNICEF, segir í tilkynningu frá
leikhúsinu.
Þjóðleikhúsið óskar eftir því að
fá leikfangafígúrur af ýmsum
stærðum og gerðum og verða þær
hluti af heimi verksins og táknræn-
ar fyrir börn sem líða skort á Ís-
landi. „Ýmsar tegundir af leik-
föngum koma til greina, svo sem
bangsar, brúður, playmokallar og
þess háttar fígúrur. Þeir sem vilja
leggja leikhúsinu lið geta komið
með leikföngin í miðasölu Þjóðleik-
hússins á milli kl. 10 og 18 virka
daga fram til mánudagsins 3. apr-
íl,“ segir í tilkynningunni og að
leikföngin muni svo fá heimili þar
sem þeirra sé þörf að sýningum
loknum.
Á vef leikhússins segir m.a. um
Álfahöllina að Þorleifur og sam-
verkafólk hans sviðsetji í verkinu
þætti úr sögu íslenskrar leiklistar.
„Er leikhúsið síðasti raunverulegi
samkomustaður samfélagsins, á
tímum netvæddra samskipta og
einstaklingstækja? Er leikhúsið
staður þar sem er hægt að brúa bil-
in í samfélagi okkar?“ er þar spurt.
Listafólk leikhússins leggi af stað í
óvissuferð með gleði, sköpunar-
kraft og mennsku í farteskinu og
bjóði þjóðinni upp á tækifæri til
þess að hittast og skoða sjálfa sig í
spegli listarinnar.
Morgunblaðið/Golli
Leikfangaleit Þorleifur Örn leik-
stýrir Álfahöllinni og leitar nú 6.107
leikfangafígúra fyrir sýninguna
sem verða hluti af heimi hennar.
Óska eftir 6.107
leikfangafígúrum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Barnakvikmyndahátíð er nú haldin á
ný í Bíó Paradís en hún var síðast
haldin þar fyrir tveimur árum.
Fjöldi innlendra og erlendra kvik-
mynda fyrir börn og unglinga verð-
ur á dagskrá hátíðarinnar og m.a.
boðið upp á fræðslusýningar fyrir
skóla og viðburði sem tengjast
barnamyndum.
Ólafur S.K. Þor-
valdz, leikari og
leiklistarkennari,
leiðir laugardag-
inn 1. apríl nám-
skeið í leiklist
með sérstaka
áherslu á hvernig
skuli undirbúa sig
fyrir áheyrnar-
prufur fyrir hlut-
verk í kvikmyndum og er nám-
skeiðið ætlað börnum á aldrinum
9-12 ára. Sama dag mun Hilmar Sig-
urðsson, framleiðandi teiknimynd-
arinnar Lói – þú flýgur aldrei einn,
fjalla um það hvernig tölvuteikni-
myndir eru búnar til og sýna efni úr
framleiðslu teiknimyndarinnar sem
verður sýnd þessi jól.
Skoða baksviðið
Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri
Bíó Paradísar, segir að hátíðin sé nú
haldin í fjórða sinn og að upphaflega
kveikjan að henni hafi verið fræðslu-
sýningar fyrir skóla sem Oddný Sen
kvikmyndafræðingur hafi staðið fyr-
ir og standi enn. „Við erum að kenna
börnum og unglingum hugtakið
kvikmyndahátíð. Það eru ekki bara
sýningar á kvikmyndum heldur líka
námskeið og fyrirlestrar og þau fá
að skoða baksviðið og kynna sér
hvað kvikmynd er, hvernig hún er
búin til og hvers konar menningar-
afurð hún er,“ segir Ása.
„Við erum með ákveðið þema í ár,
norrænt þema og opnum hátíðina
með Antboy 3 sem hefur verið okkar
danska ofurhetja,“ segir Ása en há-
tíðin hefst kl. 17 í dag í kvikmynda-
húsinu með opnunarteiti þar sem
töframaður kemur m.a. fram og sýn-
ing myndarinnar hefst klukkustund
síðar.
„Við sýnum nokkrar norskar kvik-
myndir, m.a. norsku ævintýra-
myndina Ævintýri á norðurslóðum
þar sem börn eru að glíma við nátt-
úruöflin og svo aðra ofurhetjumynd,
norska, sem heitir Töffararnir en í
henni eru nördar að sigra hrekkju-
svín og það er frábær mynd. Síðan
erum við með mynd sem heitir Sval-
ir krakkar gráta ekki en hún fjallar
um unga stúlku sem nýtur þess að
spila fótbolta en veikist af hvítblæði.
Þannig að það koma þarna inn erfið
mál. Svo erum við með frumsýningu
á frábærri sænskri mynd eftir
Suzanne Osten sem heitir Stelpan,
mamman og djöflarnir. Hún fjallar
um unga stúlku sem býr hjá móður
sinni sem þjáist af geðsjúkdómi,
upplifir alls konar djöfla í sínum
huga en dóttirin lærir að takast á við
það með ímyndunaraflinu,“ segir
Ása.
40 ára afmæli Klaufabárðanna
Fjölbreytnin er í fyrrirúmi á há-
tíðinni og þótt þema hennar sé nor-
rænt koma nokkrar myndir frá lönd-
um fjarri þeim í norðri. Ein slík er
frá Eþíópíu, nefnist Lamb og fjallar
um ungan dreng, Ephraim, sem býr
með föður sínum og litlu lambi. Dag
einn kemur frændi hans að máli við
hann og segir honum að hann þurfi
að fórna lambinu í trúarlegri athöfn
en Ephraim leggur allt í sölurnar til
að bjarga lambinu. Einnig verður
glæný japönsk teiknimynd frum-
sýnd, Sword Art Online. „Það er
ekki oft sem við fáum glænýjar
myndir, þetta er norræn frumsýning
hjá okkur,“ segir Ása um þá mynd.
Hún nefnir einnig 40 ára afmælis-
mynd um Klaufabárðana tékknesku
sem eru Íslendingum að góðu kunnir
úr stuttum „stop motion“-myndum
sem sýndar hafa verið á RÚV til
fjölda ára. Klaufabárðarnir finna
gamlar upptökur af sér á filmum og
renna yfir klaufalega sögu sína í 80
mínútur.
Ása segir sígildar barna- og ung-
lingamyndir einnig á dagskrá, m.a.
E.T. og Neverending Story sem og
íslenskar kvikmyndir og teikni-
myndir.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
Síðast en ekki síst má nefna
frönsku barnamyndina Líf mitt sem
kúrbítur sem tilnefnd var til Ósk-
arsverðlauna í ár sem besta teikni-
myndin og var einnig ein þeirra níu
kvikmynda sem komust í lokaúrtak-
ið fyrir bestu erlendu kvikmynd árs-
ins 2016. Hún fjallar um níu ára
strák sem allir kalla Kúrbít. Mamma
hans er alkóhólisti og eftir að hafa
vingast við lögreglumanninn Ray-
mond er hann sendur á munaðar-
leysingjahæli. Dvölin þar byrjar
ekki vel, enda er Kúrbít mikið strítt
og umhverfið framandi. En þegar á
líður öðlast hann meiri virðingu og
jafnvel vináttu hinna krakkana.
Kvikmyndahátíðin stendur yfir í
tíu daga, til og með 9. apríl og dag-
skrá hennar, upplýsingar um mynd-
irnar og sýningatíma má finna á vef
Bíó Paradísar, bioparadis.is.
Hvað er kvikmyndahátíð?
Barnakvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís Fjöldi innlendra og erlendra kvikmynda fyrir börn og
unglinga á dagskrá Börn frædd um kvikmyndir með ýmsum viðburðum Norrænt þema í ár
Kúrbítur Stilla úr barnamyndinni Líf mitt sem kúrbítur sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár.
Maurastrákur Ástin kemur við sögu í Antboy 3. Fertugir Klaufabárðarnir halda upp á fertugsafmælið.
Ása Baldursdóttir
Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
INNRÉTTINGA- OG
SKÁPAHÖLDUR
Í MIKLU ÚRVALI
UM
400
GER
ÐIR
!
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is