Morgunblaðið - 30.03.2017, Side 36

Morgunblaðið - 30.03.2017, Side 36
FIMMTUDAGUR 30. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Bauð Heimir fría ferð til Dublin? 2. Ingó og Rakel innlyksa án matar 3. „Helmingurinn hérna inni vill… 4. Einstæð mynd af Heklugosi birt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur í kvöld kl. 21.30 á Bryggjunni brugghúsi við Granda- garð. Hljómsveitin mun leika hress- andi blöndu tónlistar frá Balkanskag- anum. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal sem leikur á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson sem leikur á ýmis fram- andleg strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á slag- verk. Skuggamyndir frá Býsans á Bryggjunni  Tónlistarkonan Elíza Newman heldur tónleika ásamt hljómsveit í kvöld kl. 20 í Græna herberginu við Lækjargötu. Á tónleikunum verða leikin lög af nýjustu breiðskífu Elízu, Straumhvörf, auk eldri laga. Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn kemur fram á undan Elízu og hitar gesti upp. Elíza heldur tónleika í Græna herberginu Á föstudag Hæg breytileg átt og úrkomulítið, en norðan eða norð- austan strekkingur með éljum norðvestantil. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst. VEÐUR FH nægir jafntefli gegn Sel- fossi í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta til að verða deildarmeistari, en þetta varð ljóst í gærkvöld þegar liðið vann Hauka í spenn- andi Hafnarfjarðarslag í næstsíðustu umferðinni. Akureyringar eru enn á lífi eftir dramatískt jafntefli gegn ÍBV. Þeir mæta Stjörnunni í hreinum úr- slitaleik um 9. sæti. » 1, 2 Titill blasir við FH og Akureyri á lífi Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta er komið niður í fjórða og neðsta styrkleikaflokk fyrir und- ankeppni Evrópumótsins 2018 sem þýðir að liðið fær þrjú sterk lið með sér í riðil. Dregið verður í riðla í París þann 21. apríl en und- ankeppnin hefst svo í október og lýk- ur í júní á næsta ári. »1 EM-róðurinn verður enn þyngri en áður Keflavík vann sér inn heimavallarrétt í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í körfubolta með því að enda í 2. sæti í deildinni, sætinu fyrir ofan Skalla- grím. Í fyrsta leik liðanna í undan- úrslitunum í gær hrifsaði Skallagrím- ur hins vegar réttinn til sín, ef svo má segja, með 70:68-sigri. Liðin mætast að nýju í Borgarnesi á sunnudag en vinna þarf þrjá leiki. »4 Skallagrímur svipti Keflavík réttinum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar og lektor í heimspeki, lætur ekki þar við sitja heldur stjórn- ar einnig jógatímum árla dags í íþróttahúsi Háskóla Íslands. Hún kennir heimspeki og siðfræði og seg- ir jógað falla vel að fræðunum og öf- ugt. Að loknu alþjóðlegu námi í Kun- dalini jóga, sem haldið var í Jóga- setrinu veturinn 2008-2009, fékk Sal- vör réttindi til þess að kenna Kundalini jóga, en áður hafði hún stundað þar Kundalini jóga hjá Auði Bjarnadóttur í nokkur ár. „Ég fór í kennaranámið fyrst og fremst fyrir sjálfa mig, því mér fannst það gera mér gott að vera í jóga og Kundalini jóga átti sérstaklega vel við mig,“ segir hún. Eftir að Guðrún Jóhanna Guð- mundsdóttir, sem var starfs- mannastjóri Háskóla Íslands um árabil, hafði lokið sama námi ákváðu þær að bjóða upp á jógatíma á morgnana í íþróttahúsi HÍ haustið 2015. Morgnarnir hafi orðið fyrir val- inu því húsið er þétt setið yfir daginn. Salvör segir að vegna annarra verk- efna hafi hún ekki getað bundið sig við jógakennslu fyrr en hún fékk samstarfskonu. Þær skiptist á að kenna. „Við byrjuðum einu sinni í viku og höfum smám saman bætt við tímum, erum nú með þrjá tíma viku- lega,“ segir hún. Kennarar og annað starfsfólk hefur verið í meirihluta í tímunum en Salvör segir að stærri hópur nemenda hafi sýnt jóganu áhuga og því voni þær að fljótlega verði einnig hægt að bjóða upp á tíma síðdegis til þess að mæta óskum stúdentanna. Góð heilsurækt Auk góðrar hreyfingar og lík- amlega styrkjandi æfinga segir Sal- vör að töluverð áhersla sé á hug- leiðslu og slökun í jóga. „Þessir tímar eru styrkjandi fyrir alla og ekki síst unga fólkið.“ Hún segist sjálf alltaf hafa stundað mikla hreyfingu og langt sé síðan hún hafi farið í sinn fyrsta jógatíma. „Þá fann ég að jóga er mjög góð heilsurækt, en það sem laðaði mig sérstaklega að Kundalini jóga er áherslan á hugleiðslu. And- legi þátturinn er mjög mikilvægur og styrkjandi í jóganu og það eykur ein- beitingu og styrkir mig andlega. Jóg- að slær á eirðarleysi og þegar maður finnur góð áhrif sækir maður í að halda áfram.“ Salvör segir að tengingar í jóga- fræðunum við heimspekilegar spurn- ingar séu áhugaverðar og í heim- speki megi greina vaxandi áhuga á hugmyndum, sem tengjast jóga. Hjá Forn-Grikkjum hafi heimspekiskólar enda verið með líkamsrækt sem hafi tengt saman heilbrigða sál og hraust- an líkama. „Þessar tengingar eru spennandi og til dæmis eru margir snertifletir milli jógaheimspekinnar og stóuspekinnar sem hefur alltaf talað sérstaklega til mín,“ segir hún. „Við erum bæði andlegar verur og líkamlegar og það er gott að minna sig á það í þessum jógatímum því umfram allt þjálfar jóga tengingu milli líkama og sálar.“ Tengir líkama og sál  Salvör: Tengingar í jógafræðum við heimspekilegar spurningar áhugaverðar Ljósmyndir/Kristinn Ingvarsson Kundalini jóga Salvör Nordal er ekki aðeins forstöðumaður Siðfræðistofnunar og lektor í heimspeki við Háskóla Íslands heldur kennir einnig jóga. Fræðimaður Salvör Nordal.  Anita Sauckel, nýdoktor við Há- skóla Íslands, heldur fyrirlestur um klæðaburð og tísku í Íslendinga- sögum í dag kl. 16.30 í stofu 101 í Odda. Í rannsóknum sínum fæst Sauckel við Íslendingasögur, frásagnarlist, klæðaburð og klæðagerð á mið- öldum og forn- leifafræði. Klæðaburður og tíska í Íslendingasögunum SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða austan og norðaustan 5-13 m/s en 15- 23 syðst og léttir víða til vestanlands en rigning eða slydda um landið austanvert. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast á Suðurlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.