Morgunblaðið - 27.04.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.04.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Gera má ráð fyrir dyntóttu og fremur svölu veðri víðast hvar fram á mánudag en þá mun taflið senni- lega snúast við, svo sólríkt verður. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Bæði berst milt loft úr austri yfir landið og spáð er háþrýstisvæði sem gerir vonir um sólskin nánast á öllu landinu. Því fylgir stundum næturfrost, sérstak- lega þar sem snjór er enn yfir. En vissulega fer leysing af stað ef spá- in gengur eftir,“ segir Einar. Hlýtt var víða suðaustan- og aust- anlands í gær og mældist hitastigið 16,2°C á Hornafirði, en hlýindin nú verða þó frekar skammvinn. Í dag gæti farið að snjóa á fjallvegum, svo sem Hellisheiði, Holtavörðu- heiði og á Vestfjörðum. Á láglendi verður kalsarigning og vestanlands gæti hitinn farið niður undir frost- markið. Svona verður veðráttan fram á sunnudag, en þá verða fyrr- nefnd umskipti. „Eftir helgi verður orðið mun vorlegra en nú með hækkandi hita- tölum en sterkum austanáttum,“ sagði Þorsteinn A. Jónsson veður- fræðingur. sbs@mbl.is Sólríkt vorveður í næstu viku Ekki verður skylt að fjölga fulltrú- um í borgarstjórn Reykjavíkur úr 15 í að lágmarki 23 við kosningarnar á næsta ári, verði stjórnarfrumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlög- um að lögum. Breytingin kemur þó ekki í veg fyrir að borgarstjórn ákveði sjálf að fjölga fulltrúum. Ákveðinn rammi um fulltrúa í sveitarstjórnum var ákveðinn í sveit- arstjórnarlögum frá árinu 2011 og áttu ákvæðin að taka gildi við sveit- arstjórnarkosningar á næsta ári. Þar er kveðið á um að borgarfulltrú- ar í Reykjavík, sem er með yfir 100 þúsund íbúa, skuli vera á bilinu 23 til 31 en þeir eru nú 15. Það þýðir fjölg- un um að lágmarki 8 fulltrúa á næsta ári. Jón Gunnarsson, ráðherra sveit- arstjórnarmála, segir að mjög skiptar skoðanir hafi verið um þessi ákvæði á sínum tíma. Frumvarpið mæti þeim gagn- rýnisröddum. „Ég tel eðlilegt að þótt við setjum ramma utan um fjölda sveitarstjórn- arfulltrúa út frá íbúafjölda eigi að vera meiri sveigjanleiki í því og ákvörðunin sé í höndum sveitarfé- laganna sjálfra. Sum hafa verið að fækka fulltrúum til að geta frekar greitt þeim sem sinna þessum störf- um eitthvað hærri þóknanir,“ segir Jón og leggur um leið áherslu á að borgarstjórn Reykjavíkur sé heim- ilt, innan ramma laganna, að fjölga borgarfulltrúum. VG á móti Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og var því vísað til nefndar. Nokkrir þingmenn tóku til máls, aðallega þingmenn Vinstri grænna, og gagnrýndu frumvarpið. Steingrímur J. Sigfússon sagði að með frumvarpinu væri verið að þrengja að fulltrúalýðræðinu, þó að- allega hjá Reykjavíkurborg. Eðlilegt væri að hafa fleiri fulltrúa í stærri sveitarfélögum til að fjölbreytni end- urspeglist í umræðum, stefnumótun og stjórnsýslu sveitarfélaganna. Ekki verði skylt að fjölga borgarfulltrúum Jón Gunnarsson.  Stjórnarfrumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum Vel var mætt í gönguferð á vegum Ferðafélags Íslands í gær, þar sem hundaeigendur komu saman og viðruðu hunda sína. Gengið var frá Hádegismóum í svonefndan Paradísardal sem er nærri golfvellinum í Grafarholti. Margt áhugavert er á dagskrá FÍ á næstunni, þar sem útivera og góður félagsskapur eru í aðalhlutverki. Morgunblaðið/Eggert Gengið með vinum í Paradísardal Ferðafélagsferð fyrir hundaeigendur í gær Elsti lögreglubíll landsins er „Svarta María“ í Vestmannaeyjum, sem raunar er hvítur Ford Econoline. Hann var skráður 1995 og var hjá Lögregluskólanum áður en hann kom til Eyja nokkurra ára gamall og lítið ekinn, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns. „Hann er í ágætisstandi. Það þarf aðeins að fara að huga að boddíinu en kramið er fínt,“ sagði Jóhannes. Búið er að aka bílnum rúmlega 142.500 km. Jóhannes sagði að bíll- inn væri notaður sparlega nú orðið. Mest ekni bíllinn fer á safn Auk „Svörtu Maríu“ er lögreglan í Eyjum með Hyundai Santa Fe, ár- gerð 2011. Embættið lagði inn beiðni um að fá nýjan bíl og á von á að fá óskina uppfyllta á þessu ári. Jóhann- es sagði að þeir bíði spenntir eftir því að fá nýja lögreglubílinn. Mest ekni lögreglubíll landsins er Volvo S80 af árgerð 2003, ekinn yfir 545.000 km. Hann kom nýr til lög- reglunnar á Húsavík en fór síðan í þjónustu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Nú er hann á lögreglu- stöðinni í Hafnarfirði og er í topp- standi, miðað við notkun. Bíllinn er notaður til að fara í skemmri eftir- litsferðir einu sinni á dag. „Það er búið að ákveða að þessi bíll fari á safn,“ sagði Agnar Hannesson, rekstrar- og þjónustustjóri á bíla- miðstöð ríkislögreglustjórans. Lögreglufélag Reykjavíkur hefur stofnað lögregluminjasafn og safnað talsverðu af gripum. Næsta skref er að finna húsnæði og setja upp sýn- ingu, að sögn Guðmundar Inga Rún- arssonar, fyrrverandi formanns fé- lagsins. „Við höfum safnað talsverðu af munum. Þar á meðal eru gamalt Harley-Davidson-lögreglumótorhjól og Volvo 240-lögreglubíll,“ sagði Guðmundur. Safnið á marga fleiri gripi og eru sumir þeirra til sýnis á lögreglustöðvum. Á göngum lög- reglustöðvarinnar við Hverfisgötu eru t.d. sýningarskápar þar sem sjá má gömul varnartæki lögreglu- manna, áfengismæla, hjálma, tal- stöðvar, lögreglubúninga og ýmis- legt fleira. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Elsti lögreglubíllinn „Svarta María“ lögreglunnar í Eyjum er frá 1995. Elsti lögreglubíll- inn er frá 1995  545.000 km að baki þeim mest ekna Netverð á mann frá kr. 78.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 93.695 m.v. 2 fullorðna í íbúð. Villa Adeje Beach Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. TENERIFE 6.maí í 7 nætur Frá kr.78.695 m/allt innifalið Allt að 20.000 kr. afsláttur á mann Nýr tónlistarþáttur á K100 og mbl.is, Live Lounge, hefur göngu sína í dag. Í þátt- unum koma íslenskir tónlistarmenn í heimsókn, spjalla um það sem um er að vera hjá þeim og taka lagið. Hver tónlist- armaður tekur tvö lög, eitt af sínum eigin og svo lag af vinsældalista K100 með sínu nefi. „Fyrsti gesturinn verður Páll Óskar, það var eiginlega ekki hægt að fá neinn annan til þess að ýta þessu verkefni af stað en poppkónginn sjálfan,“ segir Siggi Gunnars á K100 sem er umsjónarmaður þáttarins. Þættirnir verða sendir út á K100 kl. 16:30 alla fimmtudaga fram á sumar og svo verður líka hægt að horfa á þá á mbl.is hvenær sem er. „Við fléttum saman út- varpi, sjónvarpi og vef við framleiðslu þessara þátta, sem verða bæði útvarps- og sjónvarpsþættir. Fólk getur hlustað hjá okkur í útvarpinu eða horft þegar því hentar á mbl.is. Svo vonum við bara að fólk komi til með að hafa gaman af þessum þáttum,“ segir Siggi og bætir við að meðal þeirra sem staðfest hafi komu sína í K100 Live Lounge séu Jón Jónsson og Greta Sal- óme. »72 Nýr þáttur í loftið á K100 Kóngurinn Páll Óskar verður fyrsti gesturinn í nýjum þætti á K100.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.