Morgunblaðið - 27.04.2017, Page 10

Morgunblaðið - 27.04.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Rúsínur Kanill Möndlur Grjónagrautur S IÐ / S ÍA Gríptu með þér grjónagraut með ristuðummöndlum, rúsínum og kanil. Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum grunni og hollum og stökkum toppi. Einnig fáanlegt: kotasæla með berjum og möndlum og grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum. 1 6 -0 2 5 0 -H V ÍT A H Ú Grjónagrautur er nærandi millimál Viðræður hafa verið við Reykjavík- urborg með hléum um langt skeið vegna áhuga borgarinnar á landi ríkisins við Keldur og Keldnaholt, segir í svari fjármálaráðherra. Afstaða ríkisins hafi ávallt verið sú að það sé reiðubúið að ganga til samninga við borgina um sölu á umræddum landsvæðum enda henti þessi svæði að mati ríkisins mjög vel til uppbyggingar jafnt íbúða- byggðar sem atvinnusvæða. Ríkið hafi ítrekað lagt til að gerður yrði svokallaður ábataskiptasamningur um landsvæði ríkisins á svæðinu þar sem ábata af sölu á bygging- arrétti yrði skipt milli ríkis og sveitarfélags. „Í kjölfar þess að Reykjavíkur- borg ákvað að draga verulega úr uppbyggingu á þessum svæðum með nýju aðalskipulagi, auk þess að seinka uppbyggingu þeirra, eru ekki forsendur fyrir uppbyggingu landsins í nánustu framtíð,“ segir m.a. í svari ráðherra. Borgin seinkaði upp- byggingu við Keldur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Sveitarfélög eiga ekki lögvarinn rétt til að kaupa lóðir af ríkinu án auglýs- ingar en ríkið hefur samt sem áður litið svo á að eðlilegt sé að ríkið svari ákalli um viðræður um slík kaup enda séu umræddar lóðir innan marka skipulagsvalds sveitarfé- lagsins, fyrir liggi rökstuddar ástæð- ur fyrir kaupum sveitarfélags og að viðskiptin eigi sér stað á viðskipta- legum forsendum.“ Þetta segir m.a. í svari Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur, þingsmanni Framsóknar, um ráð- stafanir ríkislóða á höfuðborgar- svæðinu. Þingmaðurinn spurði hvort sveitarfélög hefðu sóst eftir kaupum á lóðum á höfuðborgarsvæðinu í eigu ríkisins eða leitað eftir viðskiptum við ríkið um þær á sl. 10 árum. Og ef svo er, hverjar eru þær lóðir og hver hafa viðbrögð ríkisins verið, spyr Eygló. Fram kemur í svari Benedikts Jó- hannessonar að nú liggi fyrir erindi frá borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 7. mars. sl., þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf ríkis og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðar- og leiguhúsnæðis á tilteknum lóðum sem ríkið hefur yfir að ráða. Meðal þeirra lóða sem þar eru nefnd- ar eru Landhelgisgæslulóðin, Sjó- mannaskólareitur, SS-reitur, Borgarspítalareitur, Veðurstofuhæð og Suðurgata-Hringbraut. „Það erindi er nú í eðlilegum far- vegi innan ráðuneytisins en gera verður ráð fyrir því að í slíkum við- ræðum verði af hálfu ríkisins horft til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan,“ segir í svarinu. Framar í svarinu er m.a. fjallað um Landhelgisgæslulóðina við Ánanaust og fram kemur að viðræður við borg- ina um þá lóð hafi staðið um langt skeið. „Fyrir lá verðmat á reitnum sem ríkið aflaði sér hjá hlutlausum utan- aðkomandi aðila. Reykjavíkurborg taldi sig ekki geta fallist á niður- stöðu þess. Ráðu- neytið lagði til að ríki og borg ósk- uðu sameiginlegs verðmats á land- inu, borgin mundi tilnefna einn matsmann og rík- ið annan sem fengju það verkefni að vinna verðmat á reitnum. Sú aðferða- fræði hafði áður verið notuð í við- skiptum ríkis og borgar, m.a. þegar ríkið keypti Miðbæjarskólann af Reykjavíkurborg fyrir nokkrum ár- um. Hinir sameiginlegu matsmenn náðu samhljóða niðurstöðu um verð- mat umræddrar lóðar og húseignar og var ráðuneytið reiðubúið að ganga til samninga við Reykjavíkurborg á grundvelli þess. Reykjavíkurborg telur sig hins vegar ekki geta gengið til samninga við ríkið á grundvelli hins sameiginlega verðmats,“ segir í svarinu. Varðandi lóð Veðurstofu Íslands í Öskjuhlíð kemur fram að á fundum ráðuneytisins með fulltrúum Reykja- víkurborgar hafi verið spurst fyrir um lóðina sem er í eigu borgarinnar en er leigð Veðurstofunni. Umfangsmiklar veðurmælingar „Ráðuneytið hefur bent á að Veðurstofan væri með umfangsmikl- ar veðurmælingar á lóð stofnunar- innar. Gera má ráð fyrir að bygging- arframkvæmdir á reitnum muni valda umtalsverðri röskun á þeim mælingum og samanburðarrann- sóknum sem átt hafa sér stað á þessu svæði um einhverra áratuga skeið. Ráðuneytið hefur þó ekki aftekið að skoða það mál í samráði við Veður- stofuna enda liggur fyrir að borgin finni veðurmælingum stofnunarinn- ar annan hentugan stað og taki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér,“ segir í svarinu. Eðlilegt að rík- ið svari ákalli um lóðakaup  Viðræður við borgina um lóðamál eru í eðlilegum farvegi, segir ráðherra Benedikt Jóhannesson „Náttúrulegar sveiflur í þörungum í Hvalfirði hafa alltaf verið viðvarandi. Skýringarnar á því vitum við ekki, en alveg frá því í fyrrasumar hefur borið óvenjulega mikið á þessu,“ segir Karl Gunnarsson, líffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun. Á laugardag stóð til að fara í kræk- lingaferð í Hvalfjörð á vegum Há- skóla Íslands og Ferðafélags Íslands en í gær var þeim leiðangri aflýst. Þar kemur til að töluverð þörunga- eitrun hefur mælst í kræklingi í firð- inum að undanförnu. Á vegum Matvælastofnunar og Hafrannsóknastofnunar er magn þörungaeiturs í bláskelinni, en svo er kræklingurinn einnig nefndur, vakt- að. Nú bregður svo við að varað er við neyslu á skelinni því svonefnd DSP- eiturefni eru yfir viðmiðunarmörk- um. Almenna reglan er sú að óhætt sé að tína kræklinginn í þeim mán- uðum sem hafa „r“ í nafninu – það er frá september og út apríl. Eitur í þörungum í Hvalfirði hefur haldist í allan vetur sem þykir óvenju- legt, segir Karl Gunnarsson. Skoru- þörungur er það sem mest hefur bor- ið á í Hvalfirðinum. Getur eitrunin frá þörungnum komið þannig fram að þeir sem neyta skelfisksins geta fundið fyrir verulegum óþægindum. Spurður um hvort breytingar séu að verða á lífríkinu með vísan til breyt- ingar á þumalputtareglunni svarar Karl því til að hún sé ekki algild og fremur viðmiðun en að hún sé algild. sbs@mbl.is Varað við kræklingnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.