Morgunblaðið - 27.04.2017, Page 13

Morgunblaðið - 27.04.2017, Page 13
finnst núorðið eðlilegra að prjóna og líta ekki lengur á prjónaskap sem þvingaða nauðsyn heldur skapandi listform.“ Og Jóhanna veit alveg hvað hún syngur. Auk þess að veita Textílsetrinu forstöðu og eiga náið samstarf við Þekkingarsetrið um að efla textíl og textílvitund á landinu, hefur hún kennt handavinnu í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri í hartnær þrjátíu ár. „Nemendur eru af báðum kynjum og allir jafnáhugasamir um prjónaskap. Sauðfjárbændur þurfa enda að læra að meta ullina, skilja hvernig á að meðhöndla hana til að auka gæðin og búa til gott hráefni til að vinna úr í band – og flík,“ segir hún. Allt til alls fyrir prjónara Á hátíðinni verður boðið upp á sextán námskeið af ýmsu tagi og fyrirlestra sem tengjast prjóni með einum eða öðrum hætti. Einnig verður gnótt sölubása með garn og önnur þarfaþing fyrir prjónara. Að sögn Jó- hönnu voru gestir með stjörnur í augunum af hrifningu yfir öllu úrvalinu í fyrra. Leiðbein- endur og fyrirlesarar eru m.a. textílkennari, prjónahönnuðir, myndlistarmaður, handa- vinnukennari og spunakona frá Hjaltlands- eyjum. Allt saman ástríðufólk um textíl og prjónaskap. „Hápunktur Prjónagleðinnar verður prjónagjörningur sem sænska textíl- listakonan Kerstin Lindström stendur fyrir síðdegis á laugardeginum í Íþróttamiðstöð- inni. Hún ferðast um heiminn með gjörning- inn, sem hún kallar On your own Time. Þátt- takendur eiga að vera 82, sitja í hring og prjóna úr garni, sem Ístex gefur, í nákvæm- lega klukkustund. Engu skiptir þótt þeir prjóni ekki hratt því enginn prjónar hraðar en sá sem prjónar hægast,“ segir Jóhanna sposk – og djúp. Tölvuvefstóll og Hjaltlendingar Gestum á fyrirlestri um sögu Kvenna- skólans á Blönduósi gefst svo kostur á að skoða sig um í Textílsetrinu, Listamiðstöðinni og Þekkingarsetrinu í húsinu þar sem skólinn var starfræktur frá 1912 og þar til hann var aflagður 1978. „Þeim verður boðið að skoða eina tölvuvefstól landsins, sem Þekking- arsetrið festi nýverið kaup á til afnota fyrir hönnuði, einstaklinga og skóla. Algjört undra- tæki og kemur að góðum notum til dæmis við að búa til frumgerðir, sem síðan fara í fjölda- framleiðslu,“ segir Jóhanna. Að þessu sögðu er hún spurð hvort Blönduósingar séu í fararbroddi í prjónaskap og textíl. „Hér hefur verið rík hefð fyrir hvoru tveggja allt frá því Kvennaskólinn var stofnaður 1879. Heimilisiðnaðarsafnið, perla bæjarins, var opnað 1976 og Textílsetrið 2005. Hér er líka þvottastöð Ístex þar sem öll ull landsins er þvegin. Við höfum stefnt að því að efla textíl með öllum ráðum og prjónahá- tíðin er liður í þeirri viðleitni. Ýmis verkefni eru í gangi, til dæmis er Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona og textílkennari, að rannsaka og greina öll mynstur, um 1.500 talsins, sem Textílsetrinu hafa áskotnast gegnum tíðina, og setja þau í stafrænan gagnagrunn,“ svarar Jóhanna og nefnir auk- inheldur refil með sögu Vatnsdæla, sem hafist var handa við fyrir sjö árum og almenningur er enn að taka sporin í. Og margt fleira. En aftur að Prjónagleðinni 2017. Þeir sem rýna í dagskrána sjá að Hjaltlandseyjar eiga þar töluvert upp á pallborðið. Hjaltlend- ingurinn Anne Eunson verður með þrjú mis- munandi námskeið í hjaltnesku prjóni. „Eun- son kom líka á hátíðina í fyrra og hafði gríðarlegt aðdráttarafl. Prjónið er Hjaltlend- ingum í blóð borið, þeir eiga sér langa prjóna- hefð, læra ungir að prjóna og búa til svaka- lega flóknar uppskriftir að fögrum sjölum og flíkum. Þeir eru alltaf með eitthvað fallegt á prjónunum.“ Þar sem yfirskriftir sumra námskeið- anna á prjónagleðinni eru svolítið fram- andlegar er Jóhanna í lokin spurð hvað vatt- arsaumur sé, en Reynir Katrínarson myndlistarmaður er leiðbeinandi á námskeið- inu. „Vattarsaumur er fyrirrennari prjónsins, notuð er stór nál og flíkin eiginlega bara saumuð saman með hnútum. Lykkjur eru búnar til í höndunum og bandið dregið í gegnum þær til þess að mynda nýjar lykkj- ur,“ segir hún. Nám- skeið Á Prjónagleðinni 2017 verða haldin 16 námskeið og fjöldi fyrirlestra um flest við- víkjandi prjónaskap. Prjónagleðin 2017 verður haldin í Félags- heimilinu á Blönduósi og Blönduskóla. Prjónagjörningur og sölubásar í Íþrótta- miðstöðinni. Nánari upplýsingar og skráning: www.prjonagledi.is. Gjörningur Textíllistakonan Kerstin Lindström stendur fyrir prjónagjörningi. Reyni Katrínarson, bútaprjón eftir Kristínu Gunnarsdóttir, hjaltneskt prjón eftir Anne Eunson og kaðlaprjón eftir Auði B. Skúladóttur. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 17 í Landsbankanum, Austurstræti 11. Á fund- inum verður m.a. farið yfir ársreikning sjóðsins og stöðu hans. Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta. Íslenski lífeyrissjóðurinn er sjálfstæður lífeyrissjóður með rekstrarsamning við Landsbankann. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040. Góð ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2016 2015 2014 2013 2012 Líf I Líf II Líf III Líf IV Samtrygging 1,0% 2,9% 4,1% 6,1% 3,4% 17,0% 13,4% 9,9% 4,3% 15,2% 6,2% 5,4% 4,5% 3,4% 6,1% 8,6% 7,0% 5,3% 2,2% 6,8% 8,6% 7,0% 6,6% 4,9% 13,3% Nafnávöxtun hvers árs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.