Morgunblaðið - 27.04.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.04.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga TORMEK T-4 Vinsæla brýnsluvélin 49.500kr. Okkar verð Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, væntir þess að eftir 20 ár gæti fjárhæð þjóðarsjóðs sem myndi halda utan um arð- greiðslur Landsvirkjunar numið um 20% af vergri landsframleiðslu mið- að við hóflega ávöxtun. Sjóðurinn gæti stækkað hratt þar sem í hann gætu bæst árlegar arðgreiðslur sem nema 10 til 20 milljörðum króna. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á ársfundi Landsvirkjunar sem hald- inn var á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Benedikt sagði að talsverð undir- búningsvinna hafi þegar verið unnin að stofnun sjóðsins. Hugmyndir séu um að nota sjóðinn til sveiflujöfn- unar, sem tryggingu gegn náttúruvá eða sem stuðning við nýsköpun og þróun. Efst á blaði væri sé þó að nýta sjóðin sem eins konar trygg- ingu gegn stóráföllum á borð við náttúruhamfarir og faraldra. Vinnu- hópur um sjóðinn er nú að störfum og kom fram hjá Benedikt að líkur séu á því að innan skamms geti Landsvirkjun farið að greiða um- talsverðar fjárhæðir í arðgreiðslur. Eignarhald ríkisins óbreytt Í máli Benedikts kom fram að ekki væri stefnt að því að breyta eignarhaldi ríkisins á Landsvirkjun. Hann sagði mikilvægt að ríkið tryggði að arður Landsvirkjunar skili sér til almennings í einhverju formi. Í máli ráðherrans kom fram að ekki sé ákveðið hver taka muni end- anlegar ákvarðanir um arðgreiðslur í sjóðinn en valdið gæti verið hjá Landsvirkjun eða fjármálaráðherra. Þjóðarsjóður 20% lands- framleiðslu á 20 árum Morgunblaðið/Eggert Ársfundur Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.  Yrði trygging gegn stóráföllum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Álframleiðsla á Ísland er umhverf- isvænni en á flestum öðrum stöðum í heiminum að sögn Halvor Kvande, nóbelsverðlaunahafa og prófessors emiritus frá NTNU í Noregi, en hann hélt nýverið erindi hér á landi undir yfirskriftinni, „How to minimize the carbon footprint of aluminium smel- ters.“ „Losun gróðurhúsalofttegunda er mest í orkuþætti álframleiðslunnar og hér á landi kemur raforkan frá umverfisvænni orkuframleiðslu. Koltvísýrlingslosun frá rafgreining- unni sjálfri er um 1,5 tonn á hvert framleitt tonn af áli og ofan á það bætast koltvísýrlingsígildi upp á 0,6 tonn af annarri losun fyrir hvert framleitt tonn af áli hér á landi. Los- un vegna súrálsframleiðslu, for- skautaframleiðslu og annarra að- fanga er svo um 2,2 tonn, en hún fellur til annars staðar. Sú losun sem fylgir rafgreiningunni á Íslandi er um 2 tonn fyrir hvert tonn af áli.“ segir Kvande. Ál er unnið úr svokölluðu súráli eða áloxíði með rafgreiningarferli þar sem rafstraum er hleypt á vinnsluker þar sem súrálið klofnar annars vegar í ál og hins vegar í súrefni sem binst kolefnum úr sérstökum rafskautum. Til framleiðslu á aðeins 1 kg af áli þarf um 13 kWh af raforku og því fer gífurlega mikil orka í framleiðsluna „Þar sem raforkan er framleidd með gasi, líkt og í Mið-Aust- urlöndum, bætast við 6 tonn af gróð- urhúsalofttegundum á hvert fram- leitt tonn af áli. Kolin eru verst en þau nota stærstu álframleiðendur heims, Kína og Indland, í sinni fram- leiðslu. Þar bætast 13 tonn við fram- leiðsluna. Ef notast er við vatnsafl eins og hér á landi, í Noregi, Kanada og sumum svæðum í Rússlandi er los- unin vegna raforkunnar hins vegar engin og losunin við jarðvarma er hverfandi. Það skiptir því sköpum fyrir loftslagið að nota endurnýj- anlega orku til að framleiða málm- inn.“ Hinn heilagi gral Kvande segist ekki sjá í fljótu bragði hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í álfram- leiðslu ríkja sem nota annað hvort kol eða gas með öðrum hætti en að færa raforkuframleiðslu ríkja í Mið- Austurlöndum og Kína í átt að end- urnýjanlegri og umhverfisvænni raf- orkuframleiðslu. Hann bendir þó á að gífurlegar fjárfestingar hafi farið í þróun á svokölluðum eðalskautum, sem myndu draga úr losun kolefnis við sjálfa álframleiðsluna. Sú tækni er þó ekki tilbúin þrátt fyrir mikla þróunarvinnu. „Þetta kallast í greininni leitin að hinum heilaga gral, þ.e. eðalskautum eða kolefnislausum rafskautum sem myndu gera álverum kleift að fram- leiða ál án kolefnislosunar. Það leysir þó ekki vandann er snýr að orku- framleiðslunni, sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum“ segir hann og bendir á að álframleiðsla í heim- inum standi fyrir 1 prósenti af kolefn- islosun út í andrúmsloftið. Álfram- leiðsla í löndum sem búa yfir umhverfisvænum og endurnýj- anlegum orkuauðlindum sé því ákjós- anlegri en sú í Kína og Indlandi. Þess má geta að álframleiðsla hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, fyrst og fremst í Kína og Miðausturlöndum og í dag fer meira en helmingur heimsframleiðslunnar fram í Kína. Ísland framleiðir árlega um 870.000 tonn af áli, en framleiðsla á milljón tonnum af áli á ári fylgir losun upp á um 2 milljónir tonna af koltví- sýrlingsígildum. Sama magn af áli sem framleitt er í Kína, jafngildir los- un upp á 15 milljónir tonna á ári. Til samanburðar er heildarlosun Íslands um 4,5 milljónir tonna á ári, svo fram- leiðsla milljón tonna af áli sparar heimsbyggðinni nánast þrefalda árs- losun Íslands ár hvert. Umhverfisvænt að framleiða ál á Íslandi  Eigum að framleiða ál á Íslandi seg- ir nóbelsverðlaunahafi og prófessor Morgunblaðið/Eggert Prófessor Halvor Kvande. Anna Sigríður Einarsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Ekki liggur fyrir hvenær svonefnd- ur ljósbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík verður ræstur, að sögn Kristleifs Andrés- sonar sem stýrir öryggis- og um- hverfismálum fyrirtækisins. Í gær sendi Umhverfisstofnun frá sér til- kynningu um að rekstur verksmiðj- unnar hefði verið stöðvaður og færi ekki í gang aftur fyrr en stofnunin gæfi grænt ljós. „Við erum ekki farnir að horfa á eina dagsetningu umfram aðra varð- andi gangsetningu ofnsins, segir Kristleifur og bætti við að það yrði altjent ekki í þessari viku. Unnið eftir tillögum Stjórn United Silicon fundaði á mánudag með sérfræðingum norska ráðgjafafyrirtæksins Multikonsult um lyktarmengunina sem erfitt hef- ur reynst að sigrast á. Kristleifur vill ekki segja hvað kom fram á fund- inum nema að sérfræðingarnir hafi komið með vissar tillögur að úrbót- um og vinnan nú sé samkvæmt þeim. Norðmennirnir séu ekki ósáttir við búnað verksmiðjunnar en ýmis- legt þurfi þó að laga. Tillögurnar lúti að því að fá meira jafnvægi og stöð- ugleika í rekstri ofnsins, en lyktin sem frá verksmiðjunni berst og margir kvarta yfir berst þegar ofn- inn er undir ákveðnu álagi eða slokknar á honum. Viðbragðið sé að gagnsetja ofninn fyrst þegar eitt- hvað sé fast í hendi um að lykt verði í lágmarki. Multikonsult lagði einnig til að leitað yrði til norsku loftrann- sóknarstofnunarinnar NILU (Norsk institutt for luftforskning) um að mæla loft í nágrenni verksmiðjunnar þegar ofninn verður aftur kominn í gang. Tækjum skipt út Menn frá framleiðanda ofnsins eru einnig hér á landi og vinna að endurbótum á búnaði sem ekki hefur virkað sem skyldi, segir Kristleifur sem tiltekur þar stillingar á tölvu- búnaði. Þá sé verið að skipta út ýms- um tækjum sem ekki þyki starfa rétt. Verða sérfræðingar þessir, svo og ráðgjafarnir norsku frá Multi- konsult, á svæðinu uns búið er að koma ofninum í stöðuga og eðlilega virkni. „Það er allt gert til að fá þetta til að virka og við leitum allra leiða, segir Krstileifur Andrésson við mbl.is í gærdag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi United Silicon Verksmiðjan verður ekki gangsett aftur fyrr en grænt ljós fæst hjá Umhverfisstofnun. Tölvukerfi stillt og tækjum skipt út  UST stoppar kísilmálmverksmiðjuna  Unnið að úrbótum Ekki er heimilt að gangsetja ljósbogaofn kísilmálmverk- smiðju United Silicon í Helguvík nema að fengnu leyfi Umhverf- isstofnunar og þá verða teknar frekari greiningar á lykt- armengun. Þetta segir í bréfi sem stofnunin sendi forsvars- mönnum verksmiðjunnar í fyrrakvöld. Í bréfinu kemur fram að eftir- lit með starfsemi verksmiðj- unnar hafi verið fordæmalaust að umfangi. Fjölmargar kvart- anir hafi borist vegna lykt- armengunar og hafi starfsmenn stofnunarinnar metið ástandið alvarlegt enda liggi ekki fyrir hvort og þá hvaða efni fylgi menguninni. Jákvæð þróun hafi þó orðið í ráðstöfunum þeirra sem reksturinn annast varðandi greiningu og leiðir til úrbóta. Jákvæðar ráðstafanir UMHVERFISSTOFNUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.