Morgunblaðið - 27.04.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 27.04.2017, Síða 36
SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is „Hann er frægasti hrútur Íslands, það er alveg á hreinu,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti og eigandi hrútsins Ein- hyrnings. Einhyrningur hefur síð- ustu klukkustundirnar komist í heimsfréttirnar fyrir einstakt útlit sitt en aðeins eitt myndarlegt horn, eða tvö samvaxin, eru á höfði hans. Viðtalið við Erlu, sem Kristín Heiða Kristinsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók og birti í síðustu viku, og var þýtt á ensku á Iceland Monitor, hefur vakið mikla athygli og hver fjölmiðillinn á fætur öðrum hefur sagt frá hrútnum. Þannig hafa BBC, Daily Mail, Machable, News Week og Yahoo7 News birt fréttina. Hún hefur einnig birst í mexíkósk- um og þýskum fjölmiðlum, svo dæmi séu tekin. Ævintýraleg athygli Erla segir þessa athygli hafa kom- ið skemmtilega á óvart. Hún hafi þó ekki stigið Einhyrningi til höfuðs. Hann haldi áfram sínu daglega lífi í fjárhúsinu eins og ekkert hafi í skor- ist. „Ég átti alls ekki von á svona miklum viðbrögðum, langt í frá,“ segir Erla hlæjandi þegar blaðamað- ur mbl.is sló á þráðinn til hennar. „Ég hef bara gaman af þessu, þetta er ævintýri. En ég er svolítið hissa!“ Einhyrningur fæddist með sam- vaxin horn í fyrravor. Hann fór eins og önnur lömb til fjalla í fyrrasumar en skilaði sér ekki í leitum í haust. „Við vorum satt að segja búin að steingleyma honum þegar hann kom til byggða í eftirleit skömmu fyrir jólin,“ sagði Erla í Morgunblaðinu í síðustu viku. Fyrir vikið varð hann sér úti um lengra líf en flestir þeir lambhrútar sem komu í heiminn á sama tíma og hann síðasta vor, þeir fóru í sláturhús í haust að loknum réttum. Vangaveltur hafa verið um það hvort stökkbreyting valdi þessum undarlega vexti horna Einhyrnings. Erla segir, að móðir hans og faðir séu ekki ferhyrnd og ekkert fer- hyrnt fé sé í þeirra kindum, svo ekki hafi hann fengið þetta með gen- unum. Bændur í sveitinni hafi gert sér sérstaka ferð í Hraunkot til að skoða hrútinn en þeir hafi engar sér- stakar kenningar um hvers vegna skepnan sé svona. Frekar rýr en í góðum gír Einhyrningur er frekar rýr að sögn Erlu, mögulega frá náttúrunn- ar hendi. Hann hefur þurft að eiga við hina hrútana í fjárhúsinu, eins og gengur og gerist, en sökum hornsins hefur hann átt erfiðara en aðrir með að verja sig. Erla segir hann samt hafa það ágætt og að hann virðist ekki þjakaður eða þjáður vegna sköpunar sinnar. Hann sé duglegur að éta og berst eins og hinir hrút- arnir að komast að garðanum og fá sér hey. „Hann er ekkert út undan, þannig séð. En á fengitímanum þá fékk hann smá skrámur í samskiptum sínum við hina hrútana.“ En Einhyrningur, eins sérstakur og hann er, er ekki vænlegur til und- aneldis og því stóð til að fella hann í haust. Erla segir að vel komi til greina að selja einhverjum Einhyrn- ing, sýni því einhver áhuga. Að ýmsu verði þó að huga þar sem sauðfjár- varnir séu strangar í landinu. „Ég hef ekkert hugsað mikið um þetta, hvort þetta sé mögulegt. Matvæla- stofnun verður að svara því.“ Erla segir að sökum frægðar Ein- hyrnings sé ef til vill ekki skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort að hægt sé að leyfa honum að lifa. „Ég skil vel að einhverjir vilji að Einhyrn- ingur fái framhaldslíf.“ Smithættan heftir för hrútsins Skýringarnar á banni á flutningi hrútsins felast í smitvörnum gegn sauðfjársjúkdómum. Landinu er skipt í varnarhólf og bannað er, nema með einstaka undantekn- ingum að flytja lifandi dýr yfir varn- arlínur. Samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST) eru einu undantekningarnar þær að flytja má líflömb frá örfáum varnarhólfum þar sem sjúkdómastaðan er þannig að ekki er talin hætta á smiti af flutn- ingi. Einu undanþágurnar sem eru veittar frá þessu eru á flutningi á fullorðnum gripum sem nota á til kynbóta. Er þá leyfður flutningur en aðeins beint á kynbótastöðvar. Regl- urnar leyfa ekkert annað, sam- kvæmt svörum sem mbl.is fékk frá MAST. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er leyfilegt að flytja Einhyrning úr sínu varnarhólfi í Landbroti. En flytja má hann innan hólfsins. Því er ekki öll nótt úti enn fyrir þennan einstaka hrút. Heimsfrægur Einhyrningur  Hrúturinn Einhyrningur kominn í heimsfréttir fyrir einstakt útlit  Til greina kemur að selja hrútinn en ekki er hægt að flytja hann milli sauðfjárveikihólfa nema með sérstakri undanþágu Ljósmynd/Erla Þórey Eitt horn Hrúturinn Einhyrningur lítur í kringum sig í fjárhúsinu í Hraunkoti. Hann er nú orðinn heimsfrægur fyr- ir höfuðbúnaðinn, sem minnir helst á þjóðsagnakenndar skepnur. Frægðin hefur þó ekki stigið honum til höfuðs. 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal í Reykjavík, segir ekki gerlegt að flytja Einhyrning þangað. Það sé stranglega bannað að flytja sauðfé frá heimahögum hrútsins til höfuðborgarinnar. Að auki falli það ekki að stefnu Húsdýragarðsins að hafa dýr á borð við Einhyrn- ing til sýnis. Tómas segist hins vegar skilja áhuga fólks á þessum sérstæða hrúti mætavel. Í vikunni hafi t.d. komið aldr- aður maður í Húsdýragarðinn og boðist til að kosta flutning Einhyrnings til Reykjavíkur. Kemst ekki í Húsdýragarðinn EINHYRNINGURINN Í Húsdýragarðinum. Í tilefni af formennskuári Íslands í Eystrasaltsráðinu verður haldin ráðstefna um karla og kynjajafn- rétti í Norræna húsinu 23. maí, svo- kölluð rakarastofuráðstefna. Mark- mið hennar er að virkja karlmenn í baráttunni gegn mansali og efla þátttöku þeirra í úrræðum gegn kynbundnu ofbeldi. Þátttakendur og frummælendur á ráðstefnunni koma frá félagasamtökum, stofn- unum og alþjóðlegum samtökum sem láta sig málefnið varða. Ráð- stefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráð- herranefndina og upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Ráðstefna um karla og kynjajafnrétti Karlakór Selfoss heldur áfram vor- tónleikaröð sinni í kvöld með tón- leikum í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Hefjast þeir kl. 20. Stjórnandi kórsins er Skarphéð- inn Þór Hjartarson og undirleikur er í höndum Jóns Bjarnasonar. Þá leikur harmonikkuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson með kórnum á tónleikunum. Fram kemur í tilkynningu frá kórnum, að meðal sönglaga sem flutt eru á tónleikunum séu lög eins og Sailing, sem Rod Stewart gerði vinsælt, O Sole Mio og Mig langar heim, sem var sérstaklega samið fyrir kórinn. Lokatónleikar kórsins þetta vor- ið eru í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum á laugardagskvöld og hefjast kl. 20:30. Fella- og Hólakirkja Karlakór Selfoss mun halda tónleika þar í kvöld. Karlakór Selfoss með tónleika STUTT Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytis. Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Umsækjendur eru Birna Arnar- dóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Gunn- hildur Gunnarsdóttir, Haukur Guð- mundsson, Hildur Dungal, Kári Guðmundsson, Kristín Haralds- dóttir, Óli Ásgeir Hermannsson, Ólöf Finnsdóttir, Páll Þórhallsson, Veturliði Þór Stefánsson og Þórunn Júníana Hafstein. Tólf vilja stýra í dómsmálaráðuneyti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.