Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 38
Ljósmynd/Lennart Ootes Snillingar Indversku drengirnir Nihal Sarin (t.v.) og Rameshbabu Praggnanandhaa hafa vakið mikla athygli. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve góð indversku undabörnin eru,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, um Reykjavíkurskákmót- ið, en síðasta umferð mótsins verður tefld í Hörpu í dag. Á þriðjudaginn vann indverska ungstirnið Ra- meshbabu Praggn- anandhaa gríð- arlega mikil- vægan sigur á breska stór- meistaranum Gawain Jones. Við þennan sig- ur komst hinn 11 ára alþjóð- legi meistari í dauðafæri á að krækja í 1. áfanga að stórmeistaratitli. Hann stefnir að því að verða yngsti stórmeistari skáksögunnar, en þrjá áfanga þarf til þess að ná titlinum. Því er mögulegt að enn einu sinni fæðist ný stjarna í skákheiminum á Reykjavíkur- skákmótinu. Systir Rameshbabu, Vaishili, teflir einnig á mótinu og getur náð stórmeistaraáfanga kvenna. Móðir þeirra fylgir þeim á mótið. Hinn 12 ára indverski drengur Nihal Sarin hefur einnig vakið mikla athygli fyrir góða frammi- stöðu. Fleiri skákmenn eiga möguleika á því að krækja í áfanga að alþjóðlegum titlum en það skýrist ekki fyrr en eftir lokaumferðina. Að sögn Gunnars hefur mótið gengið alveg framúrskarandi vel, líklega aldrei jafn vel og að þessu sinni. „Keppendur eru mjög ánægðir enda er aðstaðan í Hörpu alveg einstök. Aþjóðlegt skákmót er hvergi annars staðar haldið í 28 þúsund fermetra glæsibyggingu í miðri höfuð- borg,“ segir Gunnar. Verðlaunin eru í lægri kantinum miðað við svipuð mót, eða alls tæpar tvær milljónir króna, og þau séu því ekki aðdráttaraflið. Verðlag á Íslandi er hátt um þessar mundir vegna þess hve krónan er sterk en Gunnar segist ekki heyra marga kvarta undan því. „En það sem hefur gerst á allra síðustu árum er að evrópsk- um skámönnum hefur fækkað hér en bandarískum og kanadískum hefur fjölgað. Við vitum ekki ástæðuna. Kannski hefur færsla mótsins haft þessi áhrif, en það var fært aftur um einn mánuð, eða að Ísland er orðið dýrara en það var áður,“ segir Gunnar. Miklar tekjur í þjóðarbúið Að sögn Gunnars færir mót eins og þetta milljónatekjur í þjóðarbúið. 170 útlendingar eru þátttakendur og með mörgum þeirra er fylgdarlið. Þetta séu 250-300 manns í það heila sem borgi gistingu og uppihald í 10 daga. Áhuginn á mótinu hefur verið mjög mikill. Fjöldi áhorfenda sækir Hörpu heim dag hvern og gífurlegur áhugi hefur verið á beinum skákútsendingum á net- inu, hér heima og erlendis. „Skákáhugamenn um allan heim liggja yfir skákunum á net- inu,“ segir Gunnar að lokum. Fjölbreyttur hópur Skákmenn frá öllum heimshornum, karlar og konur, setja sinn svip á Reykjavíkurskákmótið í Hörpu ár hvert. Jóhann Hjartarson mætti nú til leiks í fyrsta skipti í 21 ár. Indversk undrabörn í sviðsljósinu  Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu lýkur í dag  Keppendur ánægðir Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar Gunnar Björnsson Morgunblaðið/Ómar Þungt hugsi Skákmennirnir grúfa sig yfir taflið og einbeitingin er áþreifanleg. Hvaða leikur er bestur í stöðunni? 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.