Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 27.04.2017, Blaðsíða 70
Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Þegar ég var sex ára gamall fann ég kasettur ofan í skúffu heima. Þetta voru tvær kasettur með Stuðmönn- um, Á Gæsaveiðum og Listin að lifa, sem komu út undir lok níunda ára- tugarins og ein með Genesis, In- visible Touch. Ég hafði nýlega unnið forláta va- sadiskó í happdrætti og var þetta því mikill happafengur fyrir mig. Ég varð strax hugfanginn af því sem þarna hljómaði, kunni t.d. textann við lagið Staldraðu við utan að en gerði mér auðvitað enga grein fyrir því að þarna væri áfengissjúkur maður að syngja um túrana sína! Í kjölfarið á þessu fékk ég algjöra dellu fyrir öllu því sem Egill Ólafsson hafði komið nálægt og gróf upp plötur með Þursaflokknum og Spilverki þjóð- anna úr plötusafni foreldra minna. Ég var nefnilega svo lánsamur að á mínu heimili var til mjög stórt plötusafn og sat ég ófáum stundum sem barn og gramsaði í gegnum plöt- ur foreldra minna, með heyrnartól á hausnum fyrir framan plötuspil- arann. Bítlarnir og The Kinks frá föður mínum og ELO og Joan Baez frá móður minni. Síðar fór ég að kaupa tónlist sjálfur og byggði upp mitt eigið safn af diskum og plötum. Þetta grams mitt sem byrjaði allt með löngu gleymdum kasettum hefur gert það að verkum að ég hef djúpa þekkingu á tónlist í dag. Ég elska tónlist og vinn við tónlist. Það rennur ekki upp sá dagur þar sem ég hlusta ekki á tónlist. Þetta þakka ég þolinmæði foreldra minna fyrir enda- lausu gramsi í verðmætu plötunum þeirra. Því segi ég við ykkur, kæru for- eldrar, nú þegar Barnamenning- arhátíð stendur sem hæst, leyfið börnunum ykkar að gramsa í tónlist- inni ykkar. Hvort sem það eru gaml- ar syndir eins og diskar með Westlife eða verðmætar plötur með Bítlunum. Leyfið börnunum að gramsa, hlusta, þróa sinn smekk og þekk- ingu á tónlist. Það er svo dásamlegt að hafa tónlist í líf- inu, hún getur glatt mann en einnig kallað fram sorg. Tón- list er lífið! Leyfið börnunum að gramsa! MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Þeir Helgi og Arnar, sem skipa sveitina, eru nýlentir eftir ferð til Póllands. Þeir spiluðu á vel heppnuðum tónleikum í bæn- um Pozanan en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir spila í Póllandi. „Við spiluðum á tónlistarhátíð í Varsjá sl. haust fyrir framan 1.000 manns og var okkur tekið alveg ótrú- lega vel. Fólk söng hástöfum með lögunum okkar og þetta var eiginlega eins og að vera staddur á tónleikum hér heima,“ segir Arn- ar og bætir við að viðtökurnar hafi verið svipaðar í Poznan nú á dögunum. „Það virð- ist vera markaður fyrir íslenskt rapp í Evr- ópu því við vorum líka að spila á tónlist- arhátíð í Eistlandi fyrir tveimur vikum,“ segir Arnar og bætir við að þeir séu áleið til Rotterdam í Hollandi eftir hálfan mánuð og svo sé verið að setja saman tónleikaferð þar sem m.a. Rússland og Ungverjaland verða heimsótt. Þegar Arnar er spurður hvort þeir hyggi á að skipta íslenskunni út fyrir ensku eða jafnvel pólsku segir hann að það komi ekki til greina. „Rapp snýst svo mikið um sjálfsöryggi og við erum öruggir á íslensku. Við yrðum aldrei sannfærandi á ensku. Það virðist líka vera þannig að í Evrópu er fólk ekki mikið að velta fyrir sér tungumálinu, heldur að- allega hrynjandanum og tónlistinni,“ segir Arnar. Það fer heldur ekkert fram hjá þeim að Ísland og allt sem íslenskt er sé mjög vinsælt þessa dagana og því sé það frekar styrkleiki að syngja á íslensku. Á morgun kemur út ný plata með þeim félögum sem ber nafnið Hefnið okkar. „Þessi plata er ólík hinum plötunum að því leyti að þar sópuðum við saman lögum þangað til þau voru nógu mörg til þess að bera plötu. Þessi plata var hinsvegar samin á stuttu tímabili sl. haust þegar við sett- umst niður og sömdum lög sérstaklega fyrir plötuna. Það gerir það að verkum að platan verður miklu sterkari heild,“ segir Arnar og bætir við að þeir hafi nýtt reynslu síðustu ára við að finna rétta hljóminn á plötunni. „Við erum með miklu betri hugmyndir um hvernig við viljum hljóma en áður, við erum endanlega búnir að finna sándið okkar sem við vorum að daðra við á síðustu plötu,“ segir Arnar. Strákarnir hafa vakið athygli fyrir mjög metnaðarfull tónlistarmyndbönd og halda þeir þeirri stefnu áfram því ásamt útgáfu plötunnar á morgun koma út þrjú ný tónlistarmyndbönd. „Við höfum verið ófeimnir við að gera fyndin myndbönd, rapparar taka sig oft mjög alvarlega en við erum ekkert að því,“ segir Arnar. Flytja út íslenskt rapp og gefa út nýja plötu Ein allra vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir er án efa rapp- sveitin Úlfur Úlfur. Á morgun munu strákarnir senda frá sér sína þriðju plötu, Hefnið okkar, ásamt þremur splunkunýjum tónlistarmyndböndum. Ný plata Platan Hefnið okkar með rappsveit- inni Úlfur Úlfur kemur út á morgun. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Karitas Harpa sendi frá sér sitt fyrsta lag á dögunum, Sæla. Lagið er eftir áströlsku tónlistarkonuna Sia og hét upprunalega My Love en íslenskan texta gerði Arnar Freyr Frostason kenndur við Úlf Úlf. „Það er svolítið ógnvekjandi að senda frá sér út í heiminn eitthvað sem maður hefur unnið hart að og sett mikla tilfinningu í, maður verð- ur svolítið berskjaldaður. Sem bet- ur fer hafa viðbrögðin sem ég hef fengið ekki verið neitt nema góð, vonandi heldur það þannig áfram með komandi efni,“ segir Karitas en lagið hefur fengið töluverða spil- un í útvarpi og fær hún reglulega „snöpp“ frá vinum sem heyra lagið í útvarpinu. Elskar að vinna með unglingum Góður vinur Karitasar spurði hana um áramótin hvort hún hefði ekki áhuga á að prófa eitthvað nýtt og bauð henni að taka við kennslu í tónlistarvali fyrir 8. – 10. bekk á Laugalandi í Rangárvallarsýslu. „Mig náttúrulega óraði ekki fyrir því hvernig Voice myndi fara þegar mér bauðst þetta. Ég lifi eftir því mottói að stökkva í djúpu laugina þegar tækifæri gefst og öðlast sem mesta reynslu og prófa sem flesta hluti, svo ég tók tilboðinu,“ segir Karitas sem hefur alla miðvikudaga síðan í janúar fengist við að kenna unglingum tónlist. „Ég er ekki mik- ill hljóðfæraleikari en ákvað að taka starfinu og læra svo,“ segir Karitas og hlær. „Ég hef sjálf lært mjög mikið síðan ég byrjaði,“ bætir hún við, en hún hefur lært að spila á úkúlele og píanó með þeim. „Ég hef verið að vinna með krökkum á þess- um aldri í nokkur ár og alveg elska það. Við þekkjum það öll hversu líf- ið á þessum aldri getur verið flókið. Mér finnst frábært að geta verið til staðar fyrir þessa krakka,“ segir Karitas en hún stefndi alltaf á það að læra kennarann og því þykir henni mjög gaman að fá að prufa starfið svona í mýflugumynd. Kar- itas hefur einnig stýrt námskeiði ásamt Kolbrúnu Lilju vinkonu sinni á Selfossi í vetur þar sem ungling- um er boðið upp á að læra söng, leiklist og sjálfstyrkingu. Er sinn eigin herra og semur nýtt efni í Berlín Athygli vekur að Karitas er sinn eigin umboðsmaður en flestir tónlistarmenn hafa einhvern til þess að aðstoða sig við að koma ferlinum af stað. „Ég kann lítið annað en að vilja gera hlutina sjálf, það er reyndar eitthvað sem ég hef þurft að vinna í hjá sjálfri mér, að vera móttækileg fyrir aðstoð. En mér finnst gott alla vega svona fyrst um sinn að vera með puttana í þessu sjálf, læra á þetta og vita ná- kvæmlega hvað er í gangi,“ segir Karitas og bætir því að hún viti ekki hvort þetta sé kostur eða ókostur, að þurfa að gera allt sjálf, hún hafi bara alltaf verið svona. „Ég var mjög þreytandi krakki,“ segir Karitas og hlær. Hún tekur þó fram að hún hafi fengið góða að- stoð, bæði frá Sölku Sól, sem var þjálfarinn hennar í The Voice, og Einari Bárðarsyni sem stundum er titlaður umboðsmaður Íslands. Þessa dagana er Karitas að und- irbúa ferð til Berlínar ásamt Sölku Sól en þar ætlar hún að hitta gaml- an skólafélaga úr Fjölbraut á Sel- fossi og semja með honum tónlist. Þessi gamli skólafélagi er enginn annar en Daði Freyr sem sló eft- irminnilega í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins á árinu. „Við vorum alltaf að rekast á hvort annað þegar ég var að klára Voice og hann að hefja þátttöku í Söngvakeppninni. Við höfðum ekki sést í mörg ár,“ segir Karítas og bætir við að þau hafi svo ákveðið að láta á það reyna að gera eitthvað skemmtilegt sam- an eftir að hann kláraði skólann í Berlín núna í vor. „Ég er mjög spennt fyrir þessu og vonast til að hafa eitthvað skemmtilegt að sýna ykkur á næstu mánuðum,“ segir þessi glaðbeitti orkubolti sem svo sannarlega á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Á Laugalandi Karitas ásamt nemendum sínum í tónlistarvali. Hörkukvendi Kennir unglingum og fylgir eftir sigri í The Voice. Kennir unglingum tónlist ásamt því að fylgja eftir sigri í The Voice Karitas Harpa er hörkukvendi af Suðurlandinu sem stendur í ströngu þessa dagana. Ásamt því að fylgja eftir sólóferlinum sínum eftir sigur í The Voice fyrr á árinu kennir hún unglingum á Laugalandi í Rangárvallarsýslu, sér um tónlistar-, leiklistar- og sjálfstyrkingarnámskeið á Selfossi, er umsjónarmaður í félagsmiðstöð og síðast en ekki síst elur upp strákinn sinn hann Ómar Elí. Flottar Karitas ásamt Sölku Sól sem þjálfaði hana í The Voice Ísland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.