Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 85

Morgunblaðið - 27.04.2017, Side 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 ✝ Guðrún Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. janúar 1937. Hún lést í Reykjavík 15. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Einar Bjarnason, f. 1907, d. 1982, og kona hans Kristjana Margrét Jens- dóttir, f. 1912, d. 1995. Bróðir Guðrúnar er Krist- ján Einarsson, f. 1939. Þann 8. júní 1960 giftist Guðrún Stein- grími Gauti Kristjánssyni, f. 7. september 1937, d. 7. desember 2016. Foreldrar hans voru (Kristine) Gunda Imsland Stein- grímsson, f. 1914, d. 1964, og stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1957, kenn- araprófi árið 1963, prófi í upp- eldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1982, B.A.-prófi í dönsku og uppeldisfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1983. Leiðsögu- mannaréttindi, Ferðamannaráð Íslands, árið 1986. Guðrún vann á skrifstofu tollstjóra frá 1960- 1962. Starfaði sem kennari í Vogaskóla í Reykjavík 1963- 1969, Lækjarskóla í Hafnarfirði 1986-1972, og Flensborgarskóla 1973-2007. Í allmörg ár vann hún sem fararstjóri og leið- sögumaður sérstaklega á sumr- in og fyrir danska ferðamenn. Hún lét til sín taka í ýmsum samfélagsmálum svo sem kven- réttinda- og starfstéttar- störfum. Hún spilaði bridge í áratugi. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 27. apríl 2017, klukkan 15. Kristján Pétur Steingrímsson sýslumaður, f. 1909, d. 1972. Syn- ir Guðrúnar og Steingríms eru: 1) Einar Gautur, f. 16. júlí 1960, lögmaður í Reykjavík, giftist Auðbjörgu Reyn- isdóttur hjúkrunar- fræðingi, þau skildu. Synir þeirra: Sindri Gautur, f. 1997, og Jóel Gautur, f. 1999, d. 2001. 2) Ragnar Gautur, f. 22. desem- ber 1966, rannsóknarprófessor, búsettur í Bandaríkjunum, tölv- unarfræðingur og doktor í Cognitive Science. Guðrún ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, Það fer ekki hjá því, þegar menn eldast, að farið sé að velta fyrir sér eðli og eigindum hug- taka og fyrirbæra sem manni hafa mætt á lífsleiðinni. Ekki leiða slíkar bollaleggingar alltaf til merkilegrar niðurstöðu, að „hlutanna vísdómlega niðurskip- an“ ljúkist upp fyrir manni. Sumt er ómögulegt annað en upplifa sem tilviljun; annað myndu sum- ir flokka undir guðlega forsjón. Fáir eða engir munu ganga vinalausir í gegnum lífið. Maður kynnist fólki um lengri eða skemmri tíma og oftar en ekki verður það til að gera lífið ríkara eða bærilegra. Vináttan er þann- ig ríkur þáttur í samskiptum manna. Lærðir menn og vitrir hafa velt fyrir sér í hverju vináttan sé eða geti verið fólgin, Aristóteles, Ciceró, Goethe. Í Siðfræði Niko- makkosar telur Aristóteles þá vináttu til æðstra dyggða, þegar hvorugur aðilinn ætlar sér neina hagsbót af, hvorki samfélagslega né persónulega, utan ánægjuna eina. Þarna verður til hugtak eins og góðleiki. Og það er fallegt hugtak. Veistu ef þú vin átt og svo framvegis stendur í Háva- málum: far og finn oft. Við Þóra áttum því láni að fagna að eiga þau Guðrúnu Ein- arsdóttur og Steingrím Gaut, mann hennar, að vinum í yfir hálfa öld. Stundum var farið að finna oft, stundum vík milli vina og þræðirnir þoldu það vel. Guðrún var býsna sterkur persónuleiki og fór ekki alltaf þá leiðina sem auðveldust var. Hún bjó við góðar gáfur, eins og hún átti kyn til, og valdi sér fræð- arastarfið. Hún hefur ugglaust verið góður kennari, að minnsta kosti þótti okkur hjónum hún kenna okkur margt gott til lífs- auka. Iðulega fara saman með vináttunni viðlíka áhugamál og þar var af mörgu að taka, sem að minnsta kosti hefur til skamms tíma þótt teljast til íslenskra dyggða: gestrisni og góður mat- ur, ræktun hvers konar góðra jurta og trjáa, forvitni um menn og málefni nútíðar og fortíðar, þannig að þau hjón voru einstak- lega skemmtilegir ferðafélagar – síðast fórum við saman í Baska- land – lestur góðra bóka, sem síðan þurfti að ræða í kjölinn. Meira að segja bar pólitíska inn- viði okkar litla samfélags ærið oft á góma. Lengi mætti halda áfram með þessa þulu. En mig langar að dveljast við síðustu ár þessarar kjarnakonu, sem voru henni erfið eins og mörgum, í baráttu við illvígan sjúkdóm. Sagt er að kötturinn hafi níu líf; Guðrún átti þau langtum mörg fleiri. Svo þegar alvarlegur sjúkdómur Stein- gríms bættist við hina daglegu glímu var eins og henni yxi enn ásmegin. Hún stóð fyrir veglegri útför manns síns, hélt upp á sitt eigið áttræðisafmæli með reisn og bauð til þess fjörutíu konum og nokkrum körlum, lagðist síð- an banaleguna og gekk Guði á vald; jörðuð í dag. Við Þóra þökkum fyrir sam- fylgdina – og vináttuna. Sveinn Einarsson. Fyrir hartnær 40 árum lágu leiðir okkar þriggja og Guðrúnar saman í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Við vorum þá allar kennarar við skólann. Í kennn- araliðinu ríkti góð spila- og skák- menning sem hafði áhrif á okkur og varð til þess að við stofnuðum spilaklúbb sem hefur starfað óslitið síðan. Í klúbbnum var einnig fyrstu árin samkennari okkar Sigríður Friðriksdóttir. Við höfum spilað saman hálfs- mánaðarlega og einnig sótt nám- skeið til að bæta kunnáttuna. Þetta varð upphafið að langri vináttu okkar og fjölskyldna okk- ar við Guðrúnu og Steingrím Gaut. Mörg áhugamál voru sam- eiginleg í hópnum, s.s. skógrækt, útivist og ferðalög innanlands og utan. Guðrún var einstakur gest- gjafi og þau Steingrímur voru höfðingjar heim að sækja. Guð- rún gat galdrað fram stórar veislur með litlum sem engum fyrirvara. Ógleymanlegt er hvernig hún, þá orðin mjög veik, hélt upp á áttræðisafmæli sitt með miklum myndarbrag í jan- úar síðastliðnum. Um mitt ár 2010 kom í ljós að Guðrún var með illkynja mein sem hún háði baráttu við alla tíð síðan. Hún sýndi ótrúlegan styrk og æðruleysi í veikindum sínum. Hún tók þá stefnu að láta veik- indin ekki hindra sig í að njóta lífsins og gekk jafnvel oft nærri sjálfri sér, að okkur vinkonum hennar fannst. Það var mikið áfall þegar Steingrímur veiktist alvarlega haustið 2015. Þá strax varð ljóst að hann átti ekki mjög langt eft- ir. Guðrún studdi mann sinn af mikilli ósérhlífni, sjálf mjög veik. Einnig var þeim báðum mikill stuðningur að því að sonarsonur þeirra, Sindri Gautur, bjó hjá þeim síðustu árin. Þegar Stein- grímur lést í desember síðast- liðnum var eins og drægi úr lífs- vilja Guðrúnar. Fyrir tæpum tveimur mánuð- um kom Guðrún í síðasta skipti í spilaklúbb. Eins og svo oft fékk hún góð spil og sýndi sína al- kunnu spilafærni en tíu dögum síðar var hún lögð inn á Land- spítalann. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Það er mikil eftirsjá að þess- um góðu vinum okkar, Guðrúnu og Steingrími Gauti. Ingibjörg Briem, María Þ. Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir. Guðrún Einarsdóttir hóf störf við Flensborgarskólann haustið 1973 og starfaði sem dönsku- kennari þar uns hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir vorið 2005. Guðrún var ein þeirra sem tók þátt í þeim miklu umskiptum sem urðu þegar stofnuð var menntadeild við skólann svo ekki sé minnst á þegar áfangakerfið var tekið upp árið 1976. Guðrún var skemmtileg og mjög fagleg samstarfskona. Það gat gustað af henni þó svo oftar væri styttra í glettni. Segja má að hún hafi lifað tímana tvenna í skólastarfi því starfsumhverfi kennara breyttist með byltingar- kenndum hætti á starfstíma hennar við skólann. Hún var víðlesin og tók á líf- legan hátt þátt í umræðum um menningu og stjórnmál. Það lá því beint við að hún yrði mik- ilvægur félagi í lestrarklúbbi nokkurra fyrrverandi og núver- andi kennslukvenna skólans. Er hermt að þar séu mörg bók- menntaverk krufin sem og mik- ilvæg þjóðfélagsmál. Við sem störfum við Flens- borgarskólann sendum fjöl- skyldu Guðrúnar hlýjar samúð- arkveðjur. Framlag hennar til skólans var mikið og er vel metið. Blessuð sé minning hennar. Magnús Þorkelsson, skóla- meistari Flensborgarskólans. Guðrún Einarsdóttir var mikil sómakona, mátti ekki vamm sitt vita og var þekkt fyrir gestrisni og örlæti. Svo eldaði hún svo góðan mat að undrum sætti. Jafnvel í gönguferðum á fjöllum gat Guðrún töfrað fram fínustu rétti þegar heim var komið um kvöldið og prímusinn kominn í gang. Við kynntumst þá ég kom suð- ur til Reykjavíkur að nema verk- fræði og Ásthildur, síðar konan mín, reyndist eiga Guðrúnu sem æskuvinkonu. Þá var oft glatt á hjalla á Garðböllum og víðar og ekki skemmdi það fyrir þegar Guðrún skrapp til Parísar á vit franskrar menningar og mennta og kom til baka með mannsefni sem reyndist vera Steingrímur Gautur, bekkjarbróðir minn úr Menntaskólanum á Akureyri. Þau stofnuðu bú í kjallaraíbúð hjá föður Guðrúnar sem var Ein- ar Bjarnason, en hann má kalla föður vísindalegrar ættfræði á Íslandi. Þeim búnaðist vel og eignuðust fljótlega soninn Einar. Guðrún var vel metinn kenn- ari með dönsku sem aðalfag og lagði því gjarnan leið sína til Danmerkur, en þar býr stór sameiginlegur kunningjahópur sem notaði tækifærið til að hitt- ast í heimsóknum hennar. Ég minnist þessara gleðistunda, heima hjá okkur og öðrum í kunningjahópnum, í Kaup- mannahöfn, Norður-Sjálandi og Suður-Svíþjóð. Danir eru léttir í lund og þarna fuku brandarar út um allt. Þá var lífið líka skemmtilegt þegar við bjuggum öll í Reykja- vík og kunningjahópurinn hittist í gönguferðum, rútuferðum og svo bara heima hver hjá öðrum. Að eiga góða vini, það er lífið. Og Guðrún var sannarlega góð heim að sækja, hún gat breytt vega- vinnutjaldi í veisluhöll eins og hendi væri veifað. Þegar Drekinn mikli sem engu eirir valdi Guðrúnu sem sitt fórn- arlamb hefur hann áreiðanlega haldið að hér væri auðveld bráð, Guðrún var ekki sterkbyggð kona. En í þetta sinn skjátlaðist honum hrapallega því hún tók svo hraustlega á móti að árum saman reyndist hún drekanum sterkari. Það stefndi í það að hún ynni þá baráttu og drekinn legði niður skottið. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Drekinn vann á Steingrími Gauti manni hennar rétt fyrir síðustu jól eftir stutta atlögu. Allt síðasta ár var Guðrúnu erf- itt. Með sorg í hjarta fylgdist maður með baráttu þeirra beggja þar sem Guðrún hlífði sér hvergi, ef til vill fannst Guðrúnu erindi sínu lokið þegar Stein- grímur lést þó hún berðist áfram eins og ljón. Hún meira að segja hélt fjölmenna afmælisveislu ekki löngu fyrir sína hinstu för á spítalann. Með Guðrúnu er látin heiður- skona með glaðværð í huga og hreint hjarta. Hennar verður lengi minnst. Ég votta fjölskyldu hennar, einkum feðgunum Einari og Sindra, og öllum þeim sem studdu hana með ráðum og dáð, mína dýpstu samúð. Jónas Elíasson. Mig langar að kveðja með nokkrum orðum Guðrúnu Ein- arsdóttur, góðan vin og tryggan fjölskylduvin. Leiðir Guðrúnar og foreldra minna lágu saman á unglingsár- um og allt frá því að ég man eftir mér voru Guðrún og Steingrímur heitinn Gautur, eiginmaður hennar, tíðir gestir á heimili okk- ur eða við á heimili þeirra, sem var lengi vel við Hringbrautina í Hafnarfirði. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Guðrúnu og fjölskyldu. Sem barni fannst mér gaman að hamast í garðinum hennar, sem birtist í minningunni sem stór og gamalgróinn, með mörgum trjám af öllum stærðum og gerð- um og gjörsamlega laus við óbar- nvæn blómabeð og annan við- kvæman gróður. Innandyra ríkti sama frjálsræðið. Á þessum tíma þótti góður siður að börn sætu kyrrlát og hljóð en slíkum reglum var ekki til að dreifa heima hjá Guðrúnu. Þar fengu allir að njóta sín. Bara gaman. Þegar ég komst til vits og ára kynntist ég henni sem þeirri skemmtilegu konu sem hún var og ræða mátti við um allt sem í brjósti brann. Enda þótt Guðrún lægi ekki á skoðunum sínum, bar hún virðingu fyrir skoðunum annarra og kunni þannig þá hár- fínu list að „debatera“ hlutina og gaman var að ræða, kryfja og spjalla við Guðrúnu um allt á milli himins og jarðar. Mikið sem mér, unglingnum, þótti það gam- an að vera tekin alvarlega. Þá hafði hún ekki síður áhuga á að vita hvað mér fyndist. Segðu mér, hvað finnst þér? Sterkri sýn hennar sem jafnréttis- og jafn- ræðissinna er þar vel lýst. Eftir því sem árin liðu fór þeim skiptum fækkandi sem ég hitti Guðrúnu, eins og gengur um vini foreldranna. Guðrún hélt þó alltaf tengslunum og naut ég sem dæmi þeirra forréttinda að vera boðið í kvennaboðin hennar, sem ég held að hafi verið alræmd fyr- ir „femíníska intelligensíu“. Fannst mér mikil upphefð falin í því að vera boðið. Við fráfall Ásthildar Erlings- dóttur, móður minnar, árið 1993 reyndist Guðrún mér og fjöl- skyldu minni afar vel. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Ég veit að handan móðunnar miklu hefur móðir mín tekið fagnandi sínum góða og trausta vini og sitja þær eflaust nú gömlu dönskukennararnir og „hygge sig“. Blessuð sé minning Guðrúnar Einarsdóttur. Ástvinum Guðrúnar færi ég einlægar samúðarkveðjur. Helga Guðrún Jónasdóttir og fjölskylda. Guðrún Einarsdóttir ✝ Gíslína ErnaEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1928. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 18. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Einar Bjarnason, verka- maður frá Minni- Bæ í Grímsnesi, f. 7. desember 1895, d. 7. apríl 1937, og María Gísla- dóttir verkakona, f. 8. maí 1898 á Árbæ í Ölfusi, d. 15. janúar 1993. Systkini Gíslínu voru: Margrét, f. 17. júlí 1917, d. 28. janúar 1985, Aldís, f. 5. nóv- ember 1918, d. 8. desember 1919, Eyjólfur, f. 19. desember 1919, d. 11. mars 2004, Bjarni, f. 2. mars 1932, d. 14. desember 2016. Hinn 4. mars 1949 giftist Gíslína eiginmanni sínum Gunn- ari Hauki Eiríkssyni en Gunnar lést 13. október 2004. Foreldrar Gunnars voru Hall- dóra Árnadóttir og Eiríkur Sveinsson. Gíslína og Gunnar eignuðust níu börn sem eru: 1) Ragnar Georg, maki Guð- ríður Sigurjóns- dóttir, 2) Eiríkur, maki Bára Jens- dóttir, 3) Már, maki Erna Sigurð- ardóttir, 4) Einar, maki Matthildur Sigurðardóttir, 5) Gunnar, látinn, 6) Sveinn, maki Jóna Birna Guðmanns- dóttir, 7) Aldís, maki Hafsteinn Örn Guðmundsson, 8) Hulda, 9) Örn, sambýliskona Sólveig Franklínsdóttir. Afkomendur Gíslínu og Gunnars eru: barna- börn 16 talsins og barna- barnabörn 29. Útför Gíslínu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. apr- íl 2017, og hefst athöfnin klukk- an 13. Ég þarf ekki mörg orð til að kveðja tengdamóður mína hinstu kveðju, en hún var þannig gerð að fólk laðaðist auðveldlega að persónu hennar. Alltaf var gott að koma í Flétturimann og hún var ánægð- ust ef hún hafði nóg af fólki í kringum sig. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, Gilla mín, en ég veit að þú ert komin á góðan stað. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir.) Kveðja, Jóna Birna Guðmannsdóttir. Elsku amma Gilla, loksins fékkstu að hitta afa eins og þig hefur svo lengi langað til. Það voru fáir jafn skilningsríkir og þú og man ég vel hvað það var gott að tala við þig ef eitthvað bjátaði á. Þetta sýndi sig best í því hvað börn hópuðust að þér. Betri kokk og bakara hef ég ekki kynnst, þar varst þú hinn mesti sælkeri og man ég það vel þegar við systk- inin gistum hjá þér og afa uppi á Laugavegi og þú gafst okkur syk- ur yfir sykurhúðað morgunkorn. Daginn eftir ætlaði ég að endur- taka það heima og áður en mamma og pabbi gátu stoppað mig af þá sagði ég „amma leyfir þetta“ og þá fékk ég það í gegn. Ég mun alltaf muna eftir þér sem brosmildri og gefandi per- sónu. Ótrúlegur baráttuandi ein- kenndi þig. Hvíl í friði, elsku amma, og við biðjum að heilsa afa. Gunnar Örn Ragnarsson. Gíslína Erna Einarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, MARTIN KRISTINN OLESEN, Arahólum 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. apríl á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ísfoldar fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta MS-félagið njóta þess, reikningsnúmer 0115-26-102713, kt. 520279-0169. Erna Jónsdóttir Helga Kristín Martinsdóttir Hrafn Sverrisson Svava María Martinsdóttir Kristján Þór Bernótusson barnabörn, barnabarnabörn Halldór Friðrik Olesen og fjölskylda Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU REBEKKU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Þorsteinsstöðum, Svarfaðardal. Guðmundur Gunnlaugsson, Margrét Berglind Gunnarsd. Steinunn Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Jón Páll Sigurjónsson Iðunn Brynja Gunnlaugsdóttir, Helgi Már Eggertsson Halldór Tryggvi Gunnlaugsson, Luzia Elizangela Helga Björk Gunnlaugsdóttir Vilborg Elva Gunnlaugsdóttir, Ingvar Kristinsson Guðmunda Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.