Morgunblaðið - 27.04.2017, Qupperneq 93

Morgunblaðið - 27.04.2017, Qupperneq 93
DÆGRADVÖL 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500 1 Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017 Færeyjar2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá 74.500 570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss. Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför Bæklingur 2017 Nýja bæklinginn okkar er nú hægt að sækja á heimasíðuna, www.smyrilline.is Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með í ferðalgið til Færeyja og Danmerkur 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Næstu vikurnar munu sennilega verða þér hagstæðar í starfi og á vinnustaðn- um. Hugsa skal um erfiða tíma þegar allt leik- ur í lyndi. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu daginn í að tryggja framtíð þína á hagnýtan og fjárhagslegan máta. Gerðu þér grein fyrir aðstæðunum og taktu svo foryst- una ótrauður aftur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú skapar eitthvað fallegt úr ná- kvæmlega engu. Sinntu líka sjálfum þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð svo lofaðu engu nema þú getir staðið við það. Byrjunin verður kannski erfið en áframhaldið auðvelt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki freistast til frekari fjárútláta, þótt gylliboð séu í gangi. Gefðu þér kvöld- stund með góðum vinum. Láttu það ekki á þig fá þótt einhverjir fárist yfir orðum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til frambúðar. Fólk er óvenju vinsamlegt og samvinnuþýtt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir svo sem haft þitt fram með há- vaða og látum en það er ekki rétta aðferðin. Kannski kynnist þú nýju fólki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Enn og aftur ertu að semja um þarfir þínar. Gerðu hvað þú getur til þess að gera það huggulegra. Gefðu þér nægan tíma, því enginn árangur næst með því að beita aðra þvingunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú nýtur þín til hins ýtrasta í samræðum og elskar að skiptast á upplýs- ingum og hugmyndum. Alvarleiki er ekki við hæfi í dag. Láttu þér ekki bregða þótt fleiri keppi að sama marki og þú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu nánum vinum eða maka einstaka þolinmæði í dag. Fólk tekur meira eftir þér en ella og þú átt ekki gott með að falla í fjöldann. Vertu bara þú sjálfur, því þannig ertu besta fyrirmyndin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nokkrir kunningjar sækja fast að komast í vinahóp þinn. Vertu maður til að biðjast afsökunar þegar það á við. Listrænir hæfileikar þínir fá að njóta sín og þér finnst lífið brosa við þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert ekki það sem gerist en við- brögðin eru þín. Ekkert er eins vandræðalegt og þegar manns nánustu misskilja það sem sagt er og bregðast við því. Kötturinn Jósefína Meuleng-racht Dietrich yrkir á Boðn- armiði og er rétt að hafa í huga að í Þingeyjarsýslum þýðir „að ganga fyrir gafl“ að ganga til altaris: Gagnslaust var að ganga fyrir gafl og mjálma bænirnar og syngja sálma á máli sem hér mælt er um og minnt á aftur að tali naumast nokkur kjaftur. Og gerir síðan þessa at- hugasemd: „Fyrst hættu kettlingar að mjálma dróttkvæði, svo kom flá- mælið og ferðamenn sem eru með hunda heima hjá sér og vita ekkert um stuðlasetningu. Nú er sjálft tungumálið að líða undir lok og Eiður frændi nýfermdur.“ Ja, ljótt er a-tarna! Hér eru tvær skemmtilegar limr- ur eftir Helga R. Einarsson: Máney frá Miklagarði manninn sinn óvart barði, sem vissi’ ekki hvað væri nú að, því á varginn sinn steinhissa starði. Og svo erum það „Við“, – og „far- ið frjálslega með stuðlasetningu en af nauðsyn“: Það upp að eyranu lagði og í það svo sagði: „Er Björn við.“ „Nei, við erum við,“ svaraði Björn að bragði. Páll Imsland setti „fjósvanda- limrur“ á leirinn í rokinu annan í páskum og spurði sjálfan sig: „Dvaldi ég nú of lengi í fjósinu?“: Að ráða nú var sko úr vöndu. Víst þurfti’ að mjólka’ hana Bröndu, en vandi reis þá og var ekki smá: Það vantar hér óleka spöndu. Þá júgrin loks full voru’ á Fjólu fötuðust viðbrögð í Bjólu. Og hvað er til ráða? Ja, hvernig skal tjáða? Það fann enginn – skrambinn þó – skjólu. Það gerðist um daginn í Götu að grillti í vanda hjá Kötu, því kýr þarf að mjalta, en mjöðurinn Hjalta þá fyllt hafði sérhverja fötu. Það er bjart yfir Rúnari Thor- steinssyni á Boðnarmiði: Er lífið er sem ljúfur dans, lifnar von í hjarta manns. Allir brosa, alveg rosa, ekkert fer til andskotans. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gengið fyrir gafl og fjósvandalimrur Í klípu „OK, SEGÐU MÉR HVERT VANDAMÁLIÐ ER, EN VERTU SNÖGGUR AÐ ÞVÍ. ÉG ER Í HEILAUPPSKURÐI OG ÞARF AÐ HALDAST VAKANDI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MATURINN ÞINN ER AÐ VERÐA KALDUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera hennar hægri hönd. LAUGARDAGSKVÖLD OG ÉG ÁN STEFNUMÓTS AFTUR DAMM?HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ SPILA DAMM? MÉR FANNST ÞÆR VERA NOKKUÐ TORMELTAR ÞESSI NÝI BOGMAÐUR HEFUR LYFT BRÚN ÁHAFNARINNAR MEÐ SKOTFIMI SINNI FRÁBÆRT! HVAÐ HEITIR HANN? AMOR! Jæja. Þá er komið að hinum árlegaspenningi sem Víkverji fær oft á vorin, stuttu áður en Íslandsmótið í knattspyrnu hefst. Það vill nefnilega svo til að Víkverji er haldinn þeim al- varlega kvilla að vera KR-ingur. Þetta er að sjálfsögðu grafalvar- legur genagalli sem teygir sig langt aftur í föðurætt. x x x Þetta er þó ekki alslæmt. KR-ingum líður nefnilega alltaf best á vorin, helst áður en búið er að flauta til leiks í fyrstu umferð Ís- landsmótsins. Af hverju? Jú, af því að það er tíminn þegar eftirvænt- ingin er í hámarki. Allar spárnar segja að liðið sé það langbesta á landinu og á pappírnum og í draumalandinu er bikarinn hrein- lega kominn á loft í Vesturbænum. x x x Það er síðan ekki fyrr en leikirnirhefjast og nakinn raunveruleik- inn tekur við að það kemur í ljós að spámennirnir höfðu rangt fyrir sér, og að einhverra hluta vegna þurfi nú víst að spila alla leikina 22 af fullum krafti til þess að einhver árangur ná- ist. Fyrstu leikirnir klúðrast því og fyrr en varir hefur liðið grafið sig of- an í holu. Í fyrrasumar kvað svo rammt að þessu, að draumarnir voru á enda jafnvel áður en maí-mánuður var búinn, sem var óvenjuskjótt, meira að segja fyrir KR. x x x Einhvern tímann í júní eða júlí eruallar afsakanir komnar á borðið. Bara ef dómarinn hér hefði verið öðruvísi, eða ef þetta skot hefði nú ratað á rammann, í staðinn fyrir að enda einhvers staðar í blokkunum á Meistaravöllum. Ef og hefði. Bara ef og hefði. Þegar allt er um seinan fær liðið óvæntan fjörkipp og „vinnur“ seinni umferðina, sem aftur ýtir undir vonir og þrár næsta vor. „Ef þeir nú bara spila eins og þeir gerðu síðasta haust.“ En aldrei gerist það. x x x Víkverji hefur séð þetta gerastmargoft. Hann leyfir sér því ekki að vona. Kannski verður KR Ís- landsmeistari ef Víkverji gerir það. vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm. 106:1)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.