Morgunblaðið - 27.04.2017, Page 98

Morgunblaðið - 27.04.2017, Page 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2017 AF LISTUM Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is Coachella-tónlistarhátíðin semhaldin sem í samnefndumeyðimerkurdal í Kaliforníu skammt frá Palm Springs hefur öðl- ast sérstakan sess í tónlistarheim- inum á undanförnum áratug. Á hverju ári koma þar fram tónlistar- menn í fremstu röð, hvort sem um er að ræða popp eða skrýtnari og list- rænni tegundir tónlistar. Nálægðin við Los Angeles, hjarta skemmt- anabransans, nokkur af dýrustu og ríkustu hverfi Bandaríkjanna og alla dýnamíkina sem er að finna í Kaliforníu sveipar hátíðina miklum dýrðarljóma. Ég fór semsagt á fyrri hátíðina um daginn um páskahelgina 14.-16. apríl. Nú þegar WOW er farið að bjóða upp á beint flug til Kaliforníu er lítið mál að skella sér á hátíðina og þegar ferðin til sólskinsríkisins var í kortunum var allt sett á fullt til að græja miða á hátíðina. Instagram-hátíðin Flestir sem fylgjast með tónlist hafa séð ógrynni af myndum á sam- félagsmiðlum þar sem hin marg- rómaða og hlýja kaliforníska birta lýsir upp sólbrúnt, léttklætt og fal- legt fólk í góðu stuði. Skipuleggj- endur hátíðarinnar vita alveg hvað þeir eru að gera því með því að nýta sjálfhverfu unglinga í Kaliforníu, sem að því er virðist er ótakmörkuð auðlind, til að selja hátíðina. Frá árinu 2012 hefur hátíðin verið hald- in tvær helgar í röð í apríl með sömu dagskrá og á þessum tveim hátíðum sem voru haldnar nú í mánuðinum voru settar inn ríflega 250 þúsund Instagram-færslur með myllumerk- inu #coachella2017 og um þrjár milljónir færslna hafa verið settar inn með merkinu #coachella. Um 125 þúsund miðar voru í boði á hvora hátíð og talið er að veltan í kringum allt saman sé í kringum 700 milljónir dollara. Stærstu nöfnin sem komu fram á hátíðinni í ár voru Radiohead, Lady GaGa og Kendrick Lamar og fengu þau um 3-4 millj- ónir dollara í vasann fyrir vikið. Nú eru eflaust einhverjir les- endur að klóra sér í kollinum yfir því af hverju sé verið að eyða öllu þessu dýrmæta prentplássi í að tala um praktíska hluti í stað þess að tala um tónlistina og stemninguna. Það er það sem tónlistarhátíðir snúast um, ekki satt? Málið er bara ekki al- veg svo einfalt. Eftir að hafa farið á ógrynni tónlistarhátíða hef ég Snyrtileg gleði í eyðimörkinni Morgunblaðið/Hallur Már Metnaður er lagður í að láta taka góðar myndir af sér á Coachella. Setn- ingin „Hey, taktu mynd af mér þegar ég er á háhesti að klappa“ heyrðist. hvergi fundið það jafnsterkt að tón- listarbransinn er nú að miklu leyti orðinn að upplifunarbransa. Verð- mæti tónlistar hafa minnkað en verð á eftirsóknarverða tónleika hefur hækkað. Fólk vill vera á staðnum og upplifa hlutina, hvað væru gamlir rokkarar til í að borga fyrir að geta sagst hafa verið á Woodstock? Auk stærstu nafnanna (fyrir ut- an Lady Gaga, hrikaleg skipti fyrir Beyoncé) var margt flott í boði: Thundercat, Father John Misty, Nicolas Jaar og Mac DeMarco svo eitthvað sé nefnt. Eina prósentið tekið á teppið Sem gamalreyndur (áhersla á gamall þarna) tónlistarunnandi og gestur á hátíðum ákváðum við Elva Rósa mín að velja orrustur okkar vandlega í þetta skiptið til að eiga orku í það sem skipti máli. Father John Misty, eða Josh Tillman eins og hann heitir réttu nafni, var nýbyrj- aður að messa á sviðinu þegar tekið var að rökkva á föstudagskvöldinu. Það var engin venjuleg messa: „Pure Comedy“ – þvílíkt lag, sann- kallað rothögg fyrir samtímann. Trú, Trump og mannlegt ástand dregið sundur og saman í háði. Það var tilkomumikið að ganga inn á svæðið í fyrsta sinn, skjáirnir sem voru beggja vegna stærsta sviðsins voru lygilega stórir, nánast á stærð við handboltavöll. Myndin var afar tær og maður gat talið fyllingarnar í tönnunum í Tillmann. Kaldhæðnin sem fólst í því að heyra hann þruma yfir fólkinu „… all of the pretentio- us, ignorant voices that will go un- checked. The homophobes, hipsters, and 1%“ hefur líklega ekki verið öll- um ljós. Hann var studdur af fjöl- mennri hljómsveit sem innihélt bæði strengi og brass og ég ætlaði varla að trúa því hversu vel allt hljómaði. Langbesta hljóð á tónlistarhátið sem ég hef upplifað. Fyrstu kynnin af Coachella voru afar góð. Merkilegt var að ráfa um svæð- ið og skoða fólkið sem margt var klætt (eða raunar ekki klætt) eins og á Copacabana-ströndinni í Ríó. Allt fór þó vel fram og lítil ölvun var sjá- anleg enda einungis leyft að drekka áfengi á afmörkuðum svæðum. Manni varð hugsað til íslenskra útihátíða, hvað myndi gerast á stærstu útihátíðum landsins ef stelp- ur væru bara í G-strengsbikiníi? Tónleikar Radiohead voru enda- sleppir vegna hljóðvandræða og maður sá hreinlega örvæntinguna í augum fólks þegar hljóðið datt al- gerlega út í „Full Stop“, eins og þeir höfðu byrjað vel voru þetta mikil vonbrigði. Kaleo-menn voru flottir á laugardeginum og eiga sér greini- lega tryggan aðdáendahóp í Am- eríkunni. Minningin um Lady Gaga er blessunarlega ekki sterk eftir að hafa byrlað sjálfum mér magn af vodka í Red Bull sem er langt yfir ráðlögðum dagskammti. Kendrick sló upp mögnuðu sjónarspili og mér tókst að sólbrenna ekki, það er varla hægt að biðja um meira í eyðimörk- inni. Ég klikkaði samt á því að taka selfí. AFP Gaga Hér sést vel af hverju áhugi minn á Lady Gaga-tónleikunum var lítill. Morgunblaðið/Hallur Már Í formi Kalifornía fer Kaleo vel. Strákarnir voru í frábæru formi. Morgunblaðið/Hallur Már Ráðagóður Fólk grípur til ýmissa ráða til að fá athygli, eins og sjá má. Morgunblaðið/Hallur Már Kung-fú Stóra sviðið var tilkomumikið og nokkrar stuttar myndir með Kung-Fu Kenny voru sýndar á milli laga hjá Kendrick Lamar. »Eftir að hafa farið áógrynni tónlistar- hátíða hef ég hvergi fundið það jafnsterkt að tónlistarbransinn er nú að miklu leyti orðinn að upplifunarbransa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.