Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 4

Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 Ráðstefnan What Works verður formlega sett í tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu Hörpu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Eru það Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Michael Green, framkvæmdastjóri rannsóknastofnunarinnar Social Progress Imperative (SPI), sem flytja setningarávörp, en ráðstefn- unni lýkur á miðvikudag nk. Í gær fór fram vinnustofa í tengslum við ráðstefnuna þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála, iðnaðar og ný- sköpunar, hélt ræðu ásamt Roberto Artavia Loria, varaforseta SPI, og Hrönn Ingólfsdóttur, forstöðu- manni verkefnastofu Isavia. Ráðstefnan er haldin á vegum SPI sem meðal annars gefur út lífs- gæðavísitöluna Social Press Index. Markmið ráðstefnunnar í Hörpu er að varpa ljósi á hvernig best er að leysa þau vandamál sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Sjálfbær ferðaþjónusta Roberto hélt erindi um ferða- þjónustuna í heimalandi sínu Kosta Ríka. Hefur hann tekið út atvinnu- greinina með mælitækjum vísitölu félagslegra framfara, en ferða- mönnum þar fjölgaði að meðaltali um 14% á ári frá 1986 til 1994. Þannig komu t.a.m. 329 þúsund ferðamenn til landsins árið 1988 og var sú tala komin í tæplega 2,7 milljónir árið 2015. Er ferðaþjón- ustan nú undirstöðuatvinnugrein þar í landi og hefur engin grein afl- að meira af erlendum gjaldeyri þar frá árinu 1995. Á sama tíma tókst Kosta Ríka að verða að einskonar fyrirmyndar- ríki þegar kemur að sjálfbærri ferðaþjónustu, en um helmingur þeirra sem sækja landið heim tekur þátt í svokallaðri umhverfisferða- mennsku (e. ecotourism). Samfélagsábyrgð á oddinn Erindi Hrannar sneri að Isavia og hvernig fyrirtækið vinnur að samfélagsábyrgð. „Á sama tíma og við upplifum mikla aukningu í ferðaþjónustu er mikilvægt að huga einnig að atriðum tengdum umhverfi,“ segir hún og vísar með- al annars til þeirra markmiða sem fram koma í Parísarsáttmálanum. „Við settum okkur umhverfis- stefnu fyrir nokkrum árum og stefnu í samfélagsábyrgð í fyrra,“ bendir hún á. What Works hefst formlega í Hörpu Morgunblaðið/Eggert Fundur Ágæt mæting var á vinnustofuna í tengslum við What Works og fóru m.a. fram pallborðsumræður. Markmiðið að varpa ljósi á hvernig best er að leysa þau vandamál sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta er mikill gleðidagur fyrir okkur og mér er efst í huga hve starfsfólkið hefur staðið þétt með okkur,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri útgerðarfyrirtæk- isins Samherja, en í gær felldi Hér- aðsdómur Reykjavíkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á fyrirtækið fyr- ir brot á gjaldeyrislögum. Seðla- bankanum er gert að greiða allan málskostnað, 4 milljónir króna. „Þetta er ótrúlega ljótt mál. Það er sárt að sjá hvernig stjórnsýslan í þessu máli hefur verið frá upphafi. Menn hafa fengið mörg tækifæri til að láta staðar numið, en ekki gert það. Allt framferði Seðlabankans í þessu máli hefur miðað að því að valda okkur sem mestum skaða. Þannig var búið að senda tilkynn- inguna um húsleit hjá okkur út um allan heim klukkustund eftir að hún var framkvæmd,“ segir Þosteinn. „Í stað þess að setjast niður með okkur og ljúka þessu máli eins og við höfum margsinnis farið fram á hafa Seðlabankamenn stöðugt kom- ið fram með nýjar og nýjar ásakanir þegar einum hefur verið hrint. Verst hafa verið þau vinnubrögð þeirra að halda gögnum frá okkur þannig að það hefur tekið okkur langan tíma að bregðast við,“ segir hann. Aðspurður hvort Samherji hygg- ist aðhafast eitthvað gagnvart Seðlabankanum eftir dóminn segir Þorsteinn Már: „Við látum ekki kyrrt liggja.“ Hann segir að ekki sé við öðru að búast en að fyrirtækið muni setja fram skaðabótakröfu. Menn hafi þurft að axla ábyrgð fyrir minni sakir. Samherji hafi þegar kært ákveðna starfsmenn Seðla- bankans til lögreglu. „Það er ákveðin klíka innan bank- ans sem hefur rekið þetta mál af ótrúlegum fantaskap,“ segir hann. Málið hefur staðið í fimm ár. Það hófst með húsleit Seðlabankans hjá Samherja árið 2012. Seinna tók sér- stakur saksóknari við málinu. Tvö ár eru liðin síðan hann ákvað að fella niður sakamál vegna þessara meintu brota. Seðlabankinn ákvað þá að beita stjórnvaldssektum upp á 15 milljónir króna. Héraðsdómur segir að Seðlabankinn hafi ekki með neinum hætti sýnt fram á við með- ferð málsins á hvaða grundvelli hon- um hafi verið heimilt að taka málið upp að nýju. Ríkt tilefni til rökstuðnings „Í málinu hefur ekkert komið fram um að ákvörðun [Seðlabanka Íslands] um að hefja meðferð máls [Samherja] að nýju, sem tilkynnt var með bréfi [Seðlabanka Íslands] 30. mars 2016, hafi byggt á nýjum gögnum eða vísbendingum um að slík gögn kynnu síðar að koma fram við frekari rannsókn málsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var hins vegar „ríkt tilefni til slíks rökstuðnings“, einkum vegna „þess verulega drátt- ar“ sem orðið hafði á meðferð máls- ins hjá Seðlabankanum. Þá segir einnig í niðurstöðum að Seðlabankinn hafi „ekki með nein- um hætti sýnt fram á við meðferð máls þessa fyrir dómi á hvaða grundvelli heimilt var að taka mál [Samherja] upp að nýju með vísan til ákvæða 24. gr. stjórnsýslulaga eða almennra reglna stjórnsýslu- réttar, eins og þær horfa við rann- sókn mála og töku ákvarðana um refsikennd viðurlög á grundvelli þeirra heimilda sem stjórnvöldum eru veittar með lögum. Verður þeg- ar af þessari ástæðu að fallast á kröfu [Samherja] um að áðurlýst ákvörðun [Seðlabanka Íslands] 1. september 2016 verði felld úr gildi. “ Mikill gleðidagur fyrir okkur  Héraðsdómur fellir úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt Seðlabankans á Samherja  „Menn þurft að sæta ábyrgð fyrir minna,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson um eftirmálin „Við látum ekki kyrrt liggja. Það er ákveðin klíka sem hefur rekið þetta mál af ótrúleg- um fantaskap.“ Þorsteinn Már Baldvinsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kannabisvökvi sem settur er í rafrettur og reyktur þannig er kominn í sölu hér á landi. Vökvinn gefur sömu vímuáhrif og ef kanna- bis er reykt á annan hátt. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vakti athygli á vökvanum á Facebook-síðu sinni um helgina, en Sigvaldi Arnar segir að þar hafi hann verið að skrifa sem foreldri frekar en lög- reglumaður, til að vekja aðra foreldra til umhugsunar. „Það er langt síðan ég heyrði fyrst af þessum kannabisvökva. Lögreglunni hafa borist ábendingar um að hann sé kom- inn á allar sölusíður á netinu og hann virðist vera kominn í dreifingu út um allt land núna.“ Vökvinn er seldur í plasthylkjum og lík- lega unninn hér á landi. „Vökvinn er líklega búinn til til þess að einfalda neysluna og koma efninu í yngri markhópa. Þetta form af fíkniefninu einfaldar neysluna og því kem- ur mér ekki á óvart að þetta breiðist hratt út. Sölumaðurinn segir alltaf að kannabisið sé saklaust og auðvelt að neyta þess á raf- rettuformi,“ segir Sigvaldi Arnar. Blandað í jarðarberjavökva Kannabisvökvinn er notaður eins og annar rafrettuvökvi. Sigvaldi Arnar segist hafa heyrt af því að krakkar blandi honum í aðra rafrettuvökva sem eru með lykt og bragði, eins og jarðaberjavökva, til þess að minnka kannabislyktina sem kemur við reyking- arnar. Að sögn Sigvalda Arnars sér hann dag- lega krakka niður í 13 til 15 ára með raf- rettur, á skólalóðum og víðar. „Þetta eru ekki margir krakkar en maður sér þetta og verður þetta ekki svipað og með annað, t.d. vespurnar? Þegar nokkrir eru búnir að fá sér vespu þá eru allir komnir á vespu. Þetta er allavegana áhyggjuefni, það er klárt.“ Hann segir marga foreldra hafa haft sam- band við sig eftir að Facebook-færslan fór á flug og allir hafi þeir komið af fjöllum og viljað vita meira um kannabisvökvann. Kannabis flæðir út um allt Sigvaldi Arnar segir að tilgangur færsl- unnar hafi verið að vekja foreldra og skóla til vitundar um þetta. „Ég skrifaði þetta ekki í nafni lögreglu, heldur sem foreldri en ég hef verið í lögg- unni í 17 ár og er búinn að vera mikið í fíkni- efnamálum og kannabis flæðir út um allt. Það kæmi mér ekki á óvart að þessi kanna- bisvökvi muni auka kannabisneysluna hér á landi,“ segir Sigvaldi Arnar. Hann segist ekki geta svarað því hvort vökvinn sé sterkari eða veikari en þurrkað kannabis en það eigi ekki að vera erfiðara fyrir lögregluna að hafa uppi á vökvanum en kannabisi í öðru formi. Kannabisvökvi á rafrettur í umferð Fíkniefni Kannabisvökvinn er seldur í plast- hylkjum og reyktur með rafsígarettu.  Til sölu á netinu  Einfaldar neysluna og höfðar til krakka  Klárlega áhyggjuefni, segir varð- stjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum  Breiðist hratt út og gæti aukið kannabisneysluna hér á landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.