Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Eitt af því sem helst greinir vest-ræn réttarríki, og þau ríki sem
tekið hafa upp svipuð viðhorf til
frelsis einstaklingssins, frá öðrum
ríkjum er að almenningur í þessum
ríkjum hefur rétt
til að tjá sig um
hvaðeina sem hon-
um liggur á
hjarta.
Í grundvallar-lögum þessara
ríkja eru ákvæði
um að fólk hafi þennan rétt og í því
sambandi er talað um tjáningar-
frelsi.
Þetta er eitt af því sem frjálsirfjölmiðlar byggja tilveru sína á,
enda væri hugtakið frjáls fjölmiðill
lítils virði ef ríkið ætlaði sér að setja
nákvæmar reglur um hvað má segja
og hvað ekki.
Engu að síður eru settar reglurum að ekki megi viðhafa meið-
yrði, en slíkar reglur þarf að túlka
nægilega þröngt til að réttindin til
tjáningar hafi eitthvert gildi.
Hér á landi hefur að undanförnureynt á tjáningarfrelsið. Hið
opinbera hefur ákært tvo menn fyrir
hatursorðræðu en tapað í bæði
skiptin fyrir héraðsdómi.
Nauðsynlegt er að hafa í huga aðfólk þarf ekki að vera hlynnt
því sem menn halda fram til að
styðja það að þeir fái að tjá sig.
Raunar er það svo að vörnin sem
tjáningarfrelsið nýtur er einmitt sett
svo að menn geti tjáð ólíkar, óvin-
sælar og jafnvel ógeðfelldar skoð-
anir.
Það þarf ekki að verja vinsælar ogóumdeildar skoðanir, en það er
stutt í skoðanakúgun og alræði ef
þessar óvinsælu eru bannaðar.
Vinsælar skoðanir
þarf ekki að verja
STAKSTEINAR
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
MÁLAÐ GLER
Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa
og margt fleira innandyra.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Veður víða um heim 24.4., kl. 18.00
Reykjavík 1 léttskýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 2 heiðskírt
Nuuk 2 rigning
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 1 alskýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 3 rigning
Helsinki 6 skúrir
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 14 heiðskírt
Dublin 8 skýjað
Glasgow 6 léttskýjað
London 11 skúrir
París 17 heiðskírt
Amsterdam 11 súld
Hamborg 9 skúrir
Berlín 13 heiðskírt
Vín 15 heiðskírt
Moskva 4 léttskýjað
Algarve 19 léttskýjað
Madríd 23 skúrir
Barcelona 19 heiðskírt
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 1 snjókoma
Montreal 3 skýjað
New York 13 alskýjað
Chicago 16 léttskýjað
Orlando 24 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:19 21:33
ÍSAFJÖRÐUR 5:11 21:51
SIGLUFJÖRÐUR 4:54 21:34
DJÚPIVOGUR 4:46 21:06
Sveit Jóns Baldurssonar vann yfir-
burðasigur á Íslandsmótinu í brids,
sem fór fram um síðustu helgi. Fjöru-
tíu sveitir hófu keppni í mótinu en tólf
komust í úrslitakeppnina, sem hófst
sl. fimmtudag. Fjórar sveitir kepptu
loks um Íslandsmeistaratitilinn á
sunnudag. Sveit Jóns Baldurssonar
tók strax forystuna í úrslitakeppninni
og þegar upp var staðið hafði sveitin
fengið 206,11 stig. Sveit Unaóss end-
aði með 153,12 stig og sveit Grant
Thornton varð þriðja með 145,73 stig.
Sigursveitina skipuðu, auk Jóns, Sig-
urbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörg-
ensen, Birkir Jón Jónsson, Sverrir
Ármannsson og Steinar Jónsson.
Í sveit Unaóss spiluðu Þorsteinn
Bergsson, Björn Snorrason, Pálmi
Kristmannsson, Magnús Ásgrímsson,
Stefán Kristmannsson og Guttormur
Kristmannsson.
Yfirburðasigur Jóns og félaga
Austfirðingar í 2. sæti í bridsinu
Íslandsmeistarar Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambandsins, Aðalsteinn
Jörgensen, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson og Birkir Jón Jónsson.
Fjörutíu prósent
nemenda við
Grunnskóla
Fjallabyggðar
mættu ekki í
skólann í gær, en
af 205 nemend-
um voru 122
mættir, sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá skól-
anum. Á Ólafs-
firði mættu 34 af 91 nemanda, en 88
á Siglufirði af 114.
Hluti forfallanna átti sér eðlilegar
skýringar, en þau eru þó meiri en
venjulegt getur talist. Má það rekja
til mótmæla foreldra barna í þeim
hluta grunnskólans sem starfræktur
er á Ólafsfirði. Héldu þeir börnum
sínum heima til að mótmæla þeirri
ákvörðun sveitarstjórnarinnar að
færa 1.-5. bekk yfir til Siglufjarðar
næsta haust, á meðan kennsla nem-
enda í 6. til 10. bekk mun fara fram á
Ólafsfirði.
Börnin munu þurfa að ferðast með
rútu 17 km leið eða um 15 til 20 mín-
útur. Skiptingunni er þannig háttað í
dag að kennsla í 1.-4. bekk fer fram á
báðum stöðum, 5.-7. bekk-ur er á
Ólafsfirði en 8.-10. bekkur á Siglu-
firði.
Fjallabyggð For-
eldrar óánægðir.
40% mættu
ekki í skóla
Foreldrar í Fjalla-
byggð mótmæltu