Morgunblaðið - 25.04.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi
Margt Smátt og og viðtali við Árna Esra Einarsson,
eiganda fyrirtækisins.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
Heimsókn til
Margt Smátt
í þættinum Atvinnulífið sem er á
dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld
• Mikið úrval af fatnaði og gjafavöru til
merkinga fyrir fyrirtæki og félagasamtök
• Nýjar vélar í framleiðslusal sem auka
afköst og gæði
• Merkingar fyrir fjölda íþróttafélaga ásamt
Color Run, Reykjavíkur Maraþon og GSÍ
• Silkiprentun, ísaumur, púðaprentun
og transfer prentun
Str. S-XXL
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Bolir
Verð kr. 4.900
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Síðdegis í gær höfðu 42 umsagnir
um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinn-
ar til næstu fimm ára borist til fjár-
laganefndar Alþingis, langflestar
frá ferðaþjónustufyrirtækjum og
einstaklingum.
Hörð gagnrýni kemur fram hjá
ferðaþjónustufyrirtækjunum á þau
áform sem fram koma í fjármála-
áætluninni að hækka virðisauka-
skatt á ferðaþjónustu úr 11% í
22,5%. Bent er á að ferðaþjónustan
á Íslandi sé í beinni samkeppni á
heimsmarkaði. Með mikilli styrk-
ingu íslensku krónunnar hafi tekjur
ferðaþjónustunnar dregist mjög
saman.
Of lítill tími gefist til þess fyrir
fyrirtækin að undirbúa slíka skatta-
hækkun, því fyrirtækin þurfi a.m.k.
að hafa tveggja ára aðlögunartíma.
Boða lokun í einhverja mánuði
Ferðaþjónustufyrirtæki úti á
landi boða mörg að þau muni þurfa
að loka fyrirtækjum sínum, eins og
gistihúsum og hótelum, um 4-5
mánaða skeið, komi til skattahækk-
unarinnar, vegna þess að bókanir
muni og séu að dragast svo mikið
saman, að ekki svari kostnaði að
halda fyrirtækjunum gangandi allan
ársins hring.
Bær hf. sem er eigandi og rekstr-
araðili Icelandair hótels Klaustur
mótmælir áformum um skatta-
hækkanir á ferðaþjónustu harðlega.
Gera langtímasamninga
Í umsögn Bæjar segir m.a.: „Bær
bendir á að félagið hefur, líkt og
margir aðrir ferðaþjónustuaðilar,
gert langtímasamninga um verð og
framboð á þjónustu. Þetta við-
skiptafyrirkomulag er sérstaklega
algengt utan höfuðborgarsvæðisins.
Samningar við ferðaheildsala kveða
á um kaup á gistingu og þjónustu á
hóteli félagsins í miklu magni og á
tilteknum verðum, allt að 2 ár fram
í tímann. Áhætta af breytingum í
skattaumhverfí félagsins hvílir al-
farið á því sjálfu á umræddu tíma-
bili. Geta félagsins til að hleypa
skattahækkun út í verðlag takmark-
ast því við lágt hlutfall heildarvið-
skipta.
Svigrúm félagsins til þess að bera
sjálft skattahækkanirnar er lítið
sem ekkert, enda hafa horfur í
greininni versnað umtalsvert vegna
mikilla launahækkana og óhag-
stæðrar gengisþróunar.
Áformaðar skattahækkanir munu
því til skemmri tíma draga mjög úr
arðsemi félagsins en til lengri tíma
hafa bein áhrif til umtalsverðra
verðhækkana.“
Kvartað undan samráðsleysi
Sárlega er kvartað undan því að
ekkert samráð hafi verið haft við
ferðaþjónustuna um þessa ákvörðun
og tilmælum er beint til Alþingis
um að farið verði í vandaða grein-
ingarvinnu í samstarfi við ferða-
þjónustuna og niðurstaða af vand-
aðri vinnu verði notuð sem
grundvöllur ákvarðanatöku um
breytingar á VSK, hvað atvinnu-
greinin kunni að þola, hvaða tíma-
setningar eigi að miða við, o.s.frv.
Fram kemur í umsögnum að sam-
keppnisstaða innlendra ferðaskrif-
stofa og ferðaskipuleggjenda sé nú
þegar erfið. Með hækkandi gjöldum
á greinina og styrkingu krónunnar
hafi verðin hækkað og viðbrögð
samstarfsaðila erlendis séu tvenns
konar:
Söluskrifstofur hætti við ferðir til
Íslands og fari einfaldlega til ann-
arra landa, eða þær skeri niður
kostnað með því að stytta ferðirnar,
lækka þjónustustigið og koma með
sitt eigið starfsfólk, leiðsögumenn,
bílstjóra og rútur.
Hætta við eða stytta ferðir
Hörð gagnrýni frá ferðaþjónustunni á áform ríkisstjórnarinnar um hækkun
virðisaukaskatts á greinina Hækkunin muni grafa undan atvinnugreininni
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Ferðaþjónusta Hörð gagnrýni ferðaþjónustunnar, ekki síst minni fyrir-
tækja úti á landi, kemur fram í fjölmörgum umsögnum um fjármálaáætlun.
mbl.is
alltaf - allstaðar