Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 12
Morgunblaðið/RAX Óútreiknanlegar birtingarmyndir Þótt sinnuleysi sé einnig algengt meðal Alzheimerssjúklinga segir Arn- dís ekki vera sérstaka fylgni milli þess og skerts innsæis, enda sé heilinn margslunginn og birtingarmyndir sjúkdómsins að sama skapi óútreikn- anlegar. „Aðstandendum reynist afar þungbært að sjá ástvini sína sitja og horfa út í tómið og hafa ekki gaman af einu né neinu. Það skiptir miklu máli fyrir þá sem greinast með sjúkdóminn að nýta tímann vel og ganga þannig frá mál- um að þeirra nánustu viti hvers þeir myndu óska sér þegar að því kemur að þeir hafa ekki lengur getu til að tjá þarfir sínar og langanir. Sjúkdómur- inn gengur mishratt fyrir sig. Fyrstu ein- kennin eru oft að fólk gleymir nafni maka síns eða barna og hvernig það á að gera ýmislegt sem það hefur gert daglega árum saman, hættir að rata í kunnuglegu umhverfi og þvíumlíkt“ Ef fólk grunar að það gæti verið með forstigseinkenni Alzheimers- sjúkdómsins segir Arndís fyrsta skrefið að leita til heimilislæknis og síðan í greiningu á minnisdeild Landakotsspítala. Eigi skuli þó ör- vænta þótt fimmtugir og eldri fari í auknum mæli að gleyma nöfnum fólks sem þeir þekkja kannski ekki mikið, Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is A lzheimerssjúklingar meta líðan sína betri, sinnuleysi sitt minna og lífsgæði sín almennt meiri heldur en að- standendur þeirra gera sér í hugar- lund. Sú var a.m.k. niðurstaða rann- sóknar sem Arndís Valgarðsdóttir gerði í tengslum við meistararitgerð sína í sálfræði árið 2012, Að greinast með Alzheimerssjúkdóm - Áhrif á líð- an og lífsgæði. Þátttakendur voru 34 sjúklingar og jafnmargir aðstand- endur. „Á endanum urðu þátttak- endur raunar eitt hundrað, því mér þótti verkefnið svo áhugavert að ég hélt rannsókninni áfram ásamt leið- beinendum mínum; Jóni Snædal öldrunarlækni og fleirum,“ segir Arndís. Málefni Alzheimerssjúklinga hafa verið henni hugleikin frá því hún vann samhliða námi í Hlíðabæ, sér- hæfðri dagþjálfun fyrir þá sem greinst hafa með heilahrörnunar- sjúkdóm. „Markmið rannsóknar- innar var að kanna á heildstæðan hátt upplifun fólks sem nýlega hafði fengið greiningu á Alzheimers- sjúkdómi og meta afleiðingar sjúk- dómsins á líðan þeirra og lífsgæði. Í sambærilegum rannsóknum hefur tíðkast að afla slíkra upplýsinga hjá aðstandendum og fagfólki, en ég lagði upp með að rödd sjúklinganna fengi að heyrast. Þótt þeir geri sér ekki alltaf grein fyrir ástandi sínu er mikilvægt að hlusta á hvernig þeir sjálfir upplifa og meta lífsgæði sín, líðan og getu. Eins og ég bjóst við var töluvert ósamræmi í svörum sjúk- linga og aðstandenda.“ Skert innsæi Arndís segir ósamræmið eiga sér eðlilegar skýringar, því skert innsæi sé algengt hjá Alzheimers- sjúklingum, sem veldur því að þeir meta fyrrnefnda þætti með öðrum hætti en aðstandendur. „Bæði gott og vont,“ segir hún. „Vissulega er ástæða til að fagna ef sjúklingum líður í raun ekki eins illa og ætla mætti. Hins vegar getur skortur á innsæi valdið því að þeir taka áhættu og fara sér að voða. Þeir telja sig færa í flestan sjó og gera meira en þeir ráða við. Þetta ofmat á eigin getu er ekki aðeins hættulegt fyrir sjúklinginn heldur leiðir til auk- innar streitu og vanlíðunar hjá að- standendum, sem þurfa ekki síður að huga að eigin heilsu. Þeir verða að vera í stakk búnir til að geta sinnt sjúklingnum – setja á sig súrefnis- grímuna áður en þeir setja hana á sjúklinginn, ef svo má að orði komast. Og vitaskuld er best að aðstandendur sjái í sameiningu um að sinna þörfum sjúklingsins, svo álagið verði ekki of mikið á einhvern einn í fjölskyld- unni,“ segir Arndís og bætir við að oft geri fólk lítið úr sjúkdómi sínum og segist bara vera orðið gamalt og latt. „Í rannsókninni var stundum erfitt að átta sig á hvort þeir sem báru slíkt fyrir sig væru einfaldlega æðrulausir og gerðu sér grein fyrir sjúkdómnum eða hefðu ekki nægilegt innsæi.“ Líður Alzheimerssjúklingum betur en aðstandendur halda? „Þótt Alzheimerssjúklingar geri sér ekki alltaf grein fyrir ástandi sínu er mikilvægt að hlusta á hvernig þeir sjálfir upplifa og meta lífsgæði sín, líðan og getu,“ segir Arndís Valgarðsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka, sem í tengslum við meistararitgerð sína rannsakaði þessa þætti frá sjónarhóli bæði sjúklinga og aðstandenda. Thinkstock/Getty Images Thinkstock/Getty Images Sálfræðingur Arndís segir mikilvægt að fjalla um Alz- heimers- sjúkdóminn bæði frá sjón- arhóli sjúk- linga og að- standenda. „Fyrstu einkennin eru oft að fólk gleymir nafni maka síns eða barna og hvernig það á að gera ýmislegt sem það hefur gert daglega árum saman, hættir að rata í kunnug- legu umhverfi og þvíumlíkt.“ 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 Er það Mímir við sinn brunn? Snorri Sturluson þjóðardýrlingur Norður- landa nefnist fyrirlestur Simon Hal- ink, doktorsnema í sagnfræði, klukk- an 20.30 í kvöld, þriðjudag 25. apríl, í Bókhlöðu Snorrastofu. Í ár eru sjötíu ár frá því um fimm- tán þúsund manns flykktust á Snorrahátíðina 1947 sem haldin var í Reykholti. Snorri hefur ekki alltaf verið þjóðardýrlingur Norðurlanda, og minning hans ekki verið óumdeild. Meginspurningar fyrirlesturs Halink eru: Hvað gerðist? Hvaða sögulegu aðstæður hafa valdið því að Snorri gleymdist ekki alveg, og að hann gegnir enn mikilvægu hlutverki í menningarlífi Íslands, Noregs og Danmerkur? Hvernig varð hann þjóð- ardýrlingur tveggja, eða jafnvel þriggja þjóða? Markmiðið er að út- skýra feril Snorra eftir dauða hans, og hvernig hann varð eins konar „Homer norðursins“. Minningarstað- urinn Reykholt verður til skoðunar og ímyndir Snorra í nútímanum. Simon Halink er fæddur í Hollandi, þar sem hann lauk meistaranámi í nútíma- og menningarsögu við há- skólann í Utrecht árið 2007. Hann lærði íslensku og stundar nú dokt- orsnám við háskólann í Groningen í Hollandi. Hann vinnur einnig sem leiðsögumaður á Íslandi og hefur kennslu við Háskóla Íslands í haust. Boðið er upp á kaffiveitingar og efnt til umræðna. Aðgangur kr. 500. Fyrirlestrar í héraði á vegum Snorrastofu í Reykholti Snorri Sturluson, þjóðar- dýrlingur þriggja þjóða Minnisvarði Stytta af Snorra Sturlusyni eftir norska myndhöggvarann Gustav Vigeland var reist við Reykholt í Borgarfirði árið 1947. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.