Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 13

Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 13
slíkt segir hún eðlilegt og koma fyrir flesta. „Núna er hægt að greina sjúk- dóminn með nokkurri vissu með því að taka sýni úr mænuvökva, setja fólk í heilaskanna og -línurit og gera ýmis taugasálfræðileg próf. Eftir greiningu er fólk síðan frætt um ein- kenni og gang sjúkdómsins og við hverju það megi búast í framtíðinni. Skiljanlega verða margir óttaslegn- ir, sumir vilja sem minnst vita á með- an aðrir vilja fá eins greinargóðar upplýsingar og hægt er.“ Þörf umræða Sjálfri finnst Arndísi mikilvægt að fræðsla um sjúkdóminn sé að- gengileg og um hann sé fjallað á opinberum vettvangi, bæði af sjón- arhóli sjúklinga og aðstandenda. Til að mynda hafi erindi Ellýjar Katr- ínar Guðmundsdóttur, lögfræðings, á fræðslufundi Íslenskrar erfða- greiningar í síðasta mánuði verið mikilvægt innlegg í umræðuna, en hún greindist með forstigseinkenni sjúkdómsins, aðeins rúmlega fimm- tug. „Þótt lífið með sjúkdómnum geti verið erfitt, bæði fyrir þá sem af honum þjást og aðstandendur þeirra, eru ýmsar leiðir til að gera það léttbærara. Þeir sem eru með forstigseinkenni ættu að halda áfram að gera það sem þeim finnst skemmtilegast, fara vel með sig, stunda líkamsrækt af einhverju tagi, borða hollan mat og reyna að fá góð- an svefn. Einnig er mikilvægt að örva hugann, til dæmis með því að ráða krossgátur. Óhjákvæmilega kemur að því að þeir verði upp á aðra komnir og þá er gott að búið sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Niður- stöður rannsóknarverkefnisins leiddu m.a. í ljós að sjúklingar og að- standendur sem eru bjartsýnir, að- hyllast lausnamiðaða hugsun og leit- ast við að gera það besta úr að- stæðum eru ólíklegri en aðrir til að finna fyrir kvíða og þunglyndi.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 Rúmlega sjötíu nemendur í 5. bekk Laugarnesskóla standa fyrir sýningu á listrænum afrakstri þriggja daga rann- sóknasmiðju í samvinnu við list- kennslunema Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur þar sem sýn- ingin verður opnuð í dag. Smiðjunni og sýningunni er ætlað að vekja at- hygli á þeim áhrifum sem hver og einn hefur á sitt nánast umhverfi og nátt- úruna í dag og í framtíðinni. Í vinnusmiðjunni er lögð áhersla á fagurfræðilegar upplifanir þátttak- enda með áherslu á skynjun eða upp- lifun þeirra á umhverfinu. Smiðjan byggir á virku samspili þátttakenda við umhverfi Grasagarðsins og um- ræðum um hvernig við byggjum sann- gjarnt samfélag sem stuðlar að sjálf- bærni. Sýningin er kl. 8.30-16.30 frá og með deginum í dag, 25. apríl, til 1. maí. Nemendasýning í Grasagarði Reykjavíkur Morgunblaðið/Jim Smart Samspil Sýningin er byggð á virku samspili þátttakenda við umhverfið. Áhrif hvers og eins á umhverfið Komdu litla krílið mitt er söng- og sögustund fyrir krakka í efri deildum leikskóla/neðstu bekkjum grunnskóla, sem geta bókað sig fyrirfram hjá Þjóðminjasafni. Í dag kl. 11-11.30 verða fluttar út- setningar Báru Grímsdóttur fyrir sópran og selló á gömlum barnagælum, sem og ný lög við gömul kvæði. Eins konar kvöldvökustemning verður á tónleikunum, þar sem einnig verða sagðar sögur og sungið saman; áheyrendur munu læra 1-2 lög af efnisskránni. Flytjendur eru Þórunn Elín Péturs- dóttir sópran og Ólöf Sigursveinsdóttir á selló. Söng- og sögustund fyrir 4ra til 7 ára í Þjóðminjasafninu Komdu litla krílið mitt Þórunn Elín Pétursdóttir og Ólöf Sigursveinsdóttir. Alzheimerssjúkdómur er tauga- hrörnunarsjúkdómur og algeng- asta orsök heilabilunar. Alois Alz- heimer var þýskur læknir sem árið 1906 lýsti einkennum sjúkdóms- ins fyrstur manna og sýndi hann jafnframt fram á mjög einkenn- andi breytingar í heila sjúklings- ins. Sjúkdómurinn er algengastur hjá eldra fólki, en yngri ein- staklingar geta líka veikst. Ein- kenni Alzheimerssjúkdómsins koma hægt og smjúgandi og geta verið afar óljós og margslungin. Þegar sjúkdómsgreiningin liggur endanlega fyrir er algengt að að- standendur tali um að það séu mörg ár síðan eitthvað fór að breytast, það var bara svo erfitt að átta sig á hvað var að gerast. Gleymska er yfirleitt fyrsta ein- kennið sem tekið er eftir, einkenn- in verða smám saman meira og meira áberandi og fara að hafa meiri áhrif á líf einstaklingsins og gera honum erfiðara að takast á við tilveruna. Þessu ferli getur fylgt mikill kvíði og öryggisleysi. Engin lækning er ennþá við Alz- heimerssjúkdómnum, en til eru lyf sem geta hægt á ferlinu og aukið vellíðan einstaklingsins. Þrátt fyr- ir þetta er mikilvægt að fá grein- ingu á sjúkdómnum eins snemma í ferlinu og kostur er, bæði til þess að fá viðeigandi meðferð og líka til þess að geta verið virkur þátt- takandi í því að skipuleggja fram- tíðina. Að mörgu þarf að hyggja og margir þurfa að koma að mál- um ef vel á að takast til. Aðstand- endur eru hvattir til að leita sér aðstoðar, fá ráðgjöf og stuðning. Mikilvægt að fá greiningu snemma í ferlinu ALZHEIMERSSJÚKDÓMUR ER ALGENGASTA ORSÖK HEILABILUNAR Af vefsíðu Alzheimersamtakanna: www.alzheimer.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við kynnum nýjan Mitsubishi ASX. Þessi snaggaralegi fjórhjóladrifni sportjeppi skilar þér miklu afli á mjúkan og sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og finnur hvernig þægindin gera aksturinn að hreinni upplifun. Taktu snúning á ASX og leyfðu skilningarvitunum að skemmta sér. Mitsubishi ASX 4x4 Intense ClearTec dísil, sjálfskiptur frá: 4.890.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK NÝR MITSUBISHI ASX 4x4 5 ára ábyrgð FRAMÚR VONUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.