Morgunblaðið - 25.04.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í kaupsamningi ríkisjóðs og Garða-
bæjar um jörðina Vífilsstaði er til-
tekið í 7. grein að aðilar skuli skipta
með sér ábata af sölu alls bygginga-
réttar á tilgreindum svæðum um-
fram það byggingamagn sem lagt
er til grundvallar grunnverði sam-
kvæmt verðmati fyrir svæðið. Hlut-
deild ríkissjóðs af þessum ábata
verður 60% en Garðabæjar 40%.
Þessi ábati kemur til viðbótar þeim
558,6 milljónum sem Garðabær
greiðir fyrir landið.
Verðmatið unnu Jón Guðmunds-
son löggiltur fasteignasali og Stefán
Gunnar Thors umhverfishagfræð-
ingur. Aðilar voru samála um að
leggja þetta mat til grundvallar
kaupsamningnum.
Verðmætt byggingaland
Í verðmatinu er notuð sú
aðferðafræði að skipta því upp í
grunnverð og ágóðaskipti. „Meg-
intilgangur aðferðafræðinnar er að
draga úr óvissu og áhættu fyrir
Garðabæ og ríkissjóð, ásamt því að
byggja upp hvata fyrir kaupanda að
skipuleggja og nýta landið á hag-
kvæman hátt og í samræmi við
gæði þess. Það er ljóst að Vífils-
staðaland er mjög verðmætt bygg-
ingarland en ekki liggja fyrir ít-
arlegar áætlanir um uppbyggingu,“
segir m.a, í matinu.
Með því að skipta samningnum
upp í grunnverð, þar sem Garða-
bær kaupir landið á ákveðnu grunn-
verði og fær þar yfir því umráða-
rétt, geti sveitarfélagið hafist handa
við undirbúning að skipulagi svæð-
isins. Ríkissjóður fái grunnverð fyr-
ir landið og bíði þar með ekki eftir
hugmyndum um nýtingu svæðisins.
Þar sem grunnverð landsins sé í
ákveðnum tilvikum undir markaðs-
verði skapi það möguleika á virðis-
auka við skipulagningu þess og sölu
byggingarréttar.
Þar sem ákveðin óvissa sé um
nýtingu svæðanna og upp-
byggingartíma þeirra sé hægt að
nálgast verðmæti þeirra með því að
skipta því í tvo þætti, þ.e. grunn-
verð og ágóðaskiptingu. Þannig sé
unnt að taka tillit til verðmæta
landsins, þar sem mikilvægar for-
sendur munu liggja fyrir síðar.
Grunnverð: Virði landsins m.v.
lágmarksnýtingu eða lágmarksverð
þess. Garðabær greiðir ríkissjóði
grunnverð fyrir landið og fær yfir
því umráðarétt.
Ágóðaskipting: Virði landsins
umfram grunnverð skiptist á milli
kaupanda og seljanda.
Svæðin sem matsmennirnir verð-
mátu voru 10 talsins. Heildarstærð
landsins er 202,4 hektarar.
Samkvæmt aðalskipulagi fyrir
Vífilsstaðaland er gert ráð fyrir
nýrri byggð á tveimur svæðum,
Vetrarmýri og Smalaholti. Á síðar-
nefnda svæðinu er einnig gert ráð
fyrir kirkjugarði.
Ekki verður byggt á stórum
svæðum sem fylgja með í kaup-
unum. Má þar nefna Svínahraun
sem er friðlýst, alls 72,5 hektarar
og golfvöll, sem er 30,8 hektarar.
Þá munu 9,3 hektarar fara undir
stækkun golfvallar. Einnig jaðar-
svæði 11,6 fermetrar, sem mun fara
undir vegi.
Fyrir er blönduð byggð í Vífils-
staðalandi, stofnanir, íbúðir og
skrúðgarður, alls 26,6 hektarar. Í
dag eru byggingar á þessu svæði
alls um 6.200 fermetrar.
Ríkið mun fá ábata af sölu lóða
Í kaupsamningi ríkissjóðs og Garðabæjar um Vífilsstaði er rætt um grunnverð og ágóðaskipti
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útivist Í Vífilsstaðalandi er hluti af golfvelli GK, en völlurinn er alls 18 holur. Undir golfvöllinn fara 30,8 hektarar.
Salan á Vífilsstöðum komst í frétt-
irnar um helgina þegar Sigurður
Ingi Jóhannsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, upplýsti á Facebo-
ok að hann hefði óskað eftir umræðu
við Benedikt Jóhanesson fjármála-
ráðherra um söluna.
Sigurður vísaði í 15 ára gamla
frétt mbl.is um sölu á landi í Arnar-
nesi. Þar hafi hektarinn verið seldur
á rúmlega 20 milljónir á núvirði en
hektarinn á Vífilsstöðum hafi farið á
um 2,5 milljónir.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í
Garðabæ kveðst undandi á þessari
framsetningu þingmannsins. Greini-
legt sé að hann hafi ekki lesið samn-
inginn eða verðmatið.
„Í fyrsta lagi er m.a. verið að selja
stórt friðlýst svæði og í öðru lagi er
verið að selja
golfvöll og á þess-
um svæðum kem-
ur aldrei íbúða-
byggð. Þá og er
verið að selja
skrúðgarð sem
ekki verður
byggt á. Þannig
að mjög gróft
reiknað gætu
þetta verið um 50
hektarar sem gætu farið undir
byggð og léttan iðnað,“ segir Gunn-
ar.
„Við erum að skoða með hvaða
hætti við förum í rammaskipulag á
svæðinu og þá fyrst er hægt að fara
að áætla einhvern ábata. Ábatinn
skiptist 40/60 með ríkinu en ég
treysti mér ekki til að áætla neitt
þar um,“ bætir hann við. Þá segir
Gunnar þessa hektara minnka enn
ef skipulögð yrði lóð fyrir hátækni-
spítala á svæðinu en það sé alger-
lega óraunhæft að segja til um
hvernig það mál þróist. „En ég hef
sagt að fyrirfram útilokar Garðabær
ekki samtal við ríkið um það mál.“
Í ræðu sem Gunnar flutti við und-
irritun kaupsamningsins kvaðst
hann hafa orðið var við mikla
ánægju hjá bæjarbúum með þessi
kaup. „Mjög margir Garðbæingar
bera miklar tilfinningar til staðarins.
Á fjölmennum aðalfundi eldri borg-
ara um daginn sagði ég frá þessum
væntanlegu kaupum og fólk klapp-
aði og jafnvel sást þar tár á hvarmi,“
sagði Gunnar m.a. í ræðu sinni.
Byggt á fjórðungi landsins
Bæjarstjórinn í Garðabæ svarar gagnrýni þingmanns
Gunnar
Einarsson
Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga
Með einföldum aðgerðum
er hægt að breyta stærð
og lögun sköfunnar
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• Vinnuvistvænt
Skínandi hreinir gluggar
Komið í
verslun okkar eða fáið
upplýsingar í síma
555 1515.
Einnig mögulegt að
fá ráðgjafa heim.
Stærð: 22” LED - 100Hz
Upplausn: 1920 x 1080 - FullHD
DVB-T/DVB-T2/DVB-C
USB tengi f. Kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.
Upptaka á USB
Með innbyggðum DVD spilara
Spilun og Timeshift m. USB
Tengingar: HDMI x2, USB 2.0 x2 SCART x 1, VGA,
Hátalarar: 2x2,5W RMS / Heyrnartól fylgja
12V tengi fylgir
22” sjónvarp í húsbílinn eða hjólhýsið
Ex-display model Digihome 22”
LEDDVD 132 TV
Verð: 44.900,-
12V tengi fylgir
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINUNú er tíminn þegar flestir
fara að huga að hjólhýsinu,
fellihýsinu eða húsbílnum.