Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2017
Hilton Reykjavík Nordica
Á morgun, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 14
• Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra
Ávarp
• Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður
Ávarp
• Hörður Arnarson forstjóri
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri
Þarf framtíðin orku?
• Gerður Björk Kjærnested fundarstjóri
• Inga Lind Karlsdóttir stjórnar umræðum að erindum loknum
Þarf framtíðin orku?
Verið öll velkomin
Skráning á www.landsvirkjun.is
#lvarsfundur
Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og
þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan. Hvernig
er rekstur og fjárhagur fyrirtækisins að þróast? Hvað er að
gerast á orkumörkuðum heimsins? Hvaða áhrif hefur það
á Íslandi? Hver er orkuþörf framtíðar og hvernig mætum
við henni?
Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslenska kaffihúsið Öskubox í
Lymington á suðurströnd Eng-
lands fékk góða kynningu í enska
blaðinu The Telegraph um helgina
og segir Oddný Cara Edwards
Hildardóttir, eigandi kaffihússins,
að umfjöllunin hafi ekki aðeins
vakið mikla athygli heldur skipti
mjög miklu máli fyrir framhaldið.
Jákvæð umfjöllun
Bent var á eftirtektarverða staði
sem vert væri að heimsækja í
Lymington, sem er um 17.000
manna bær skammt frá Bourne-
mouth og Southampton, og var
Öskubox eina kaffihúsið sem var
tiltekið. „Þessi skrif hafa þegar
haft mikil áhrif,“ segir Oddný.
„Um helgina fengum við marga
gesti sem gerðu sér sérstaka ferð
hingað á suðurströndina bara til
þess að fá sér kaffi hjá okkur og
smakka meðlætið. Bókanir hafa
aldrei verið fleiri og við erum í
skýjunum.“
Forsvarsmenn alþjóðlegrar mat-
vælakeðju eru á meðal þeirra sem
höfðu samband við Oddnýju um
helgina. Hún segir að þau hafi ver-
ið í viðræðum um samvinnu að
undanförnu og nú vilji þeir gera
samning um samstarf. „Þessi um-
fjöllun tekur Öskubox á hærra
plan, því stefnt er að því að ég búi
til íslenskan mat fyrir keðjuna,“
segir hún en vill ekki fara nánar út
í málið að sinni.
Oddný opnaði Öskubox í júní í
fyrra og vakti kaffihúsið þegar at-
hygli, þar sem það skar sig úr öðr-
um kaffihúsum. Norrænt yfirbragð
hafði þar mikið að segja, að sögn
Oddnýjar, „og tengingin við Ísland
og norræna goðafræði gerði gæfu-
muninn“.
Öskubox var útnefnt besta nýja
fyrirtæki ársins á Hampshire-
svæðinu (The Brilliance in Busi-
ness Awards 2016/2017) skömmu
fyrir áramót og segir Oddný að
viðurkenningin hafi vakið enn
frekari athygli á kaffihúsinu.
„Samkeppnin er mikil og kaffihús
á Englandi hafa átt erfitt upp-
dráttar fyrsta veturinn, en vetur-
inn var góður hjá okkur, ég er enn
með 10 manns í vinnu og ýmislegt
nýtt á döfinni,“ segir Oddný.
„Þetta sýnir að við íslensku stelp-
urnar getum gert ýmislegt, ekki
bara strákarnir,“ bætir hún við, en
Anna Dóra Unnsteinsdóttir, mynd-
listarkona og hönnuður, hannaði
staðinn.
Öskubox í alþjóðlegt samstarf
Íslenska kaffi-
húsið fær enn eina
rós í hnappagatið
Verðlaun Oddný Cara Edwards Hildardóttir með viðurkenninguna.The Telegraph Umfjöllunin um Öskubox hefur opnað nýjar dyr.