Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Flestar bílasölur eru fullar af not-
uðum bílum á of háu verði. Þetta
segir Guðfinnur S. Halldórsson hjá
Bílasölu Guð-
finns en hann
hefur verið á
markaðnum í
rúm 48 ár. Segir
hann að ástandið
hafi aldrei verið
með þeim hætti
sem nú er.
„Það er ljóst
að verð á notuð-
um bílum þarf að
lækka meira en
það hefur gert og þá í samhengi
við lægra verð á nýjum bílum. Það
er hægt að taka dæmi af Toyota
Yaris. Það er hægt að fá nýjan
slíkan bíl fyrir 1.900 þúsund krón-
ur. Þá gengur ekki að fólk sé að
reyna að fá 700-800 þúsund fyrir
Yaris frá árinu 2006.“
Óraunhæfar verðhugmyndir
Segist hann hafa ákveðinn skiln-
ing á því að fólk vilji fá sem hæst
verð fyrir bílinn sinn en ekki gangi
að setja óraunhæfan verðmiða á
söluvöruna, þá muni hún einfald-
lega ekki ganga út.
„Ég hef einfaldlega þurft að vísa
fólki frá vegna óraunhæfra verð-
hugmynda. Ég get bara ekki tekið
bílastæði undir bíla sem eru á slík-
um prísum að það er víst að þeir
munu bara alls ekki seljast,“segir
guðfinnur.
Guðfinnur segir að það séu fyrst
og fremst tvær ástæður fyrir hinu
mikla framboði á markaðnum nú. Í
fyrsta lagi sé það mikill innflutn-
ingur á bílum í tengslum við mikil
og aukin umsvif bílaleigna og að of
gamlir bílar séu í umferð.
„Það er ágæt þumalputtaregla
að markaðurinn þurfi 10 til 15 pró-
sent endurnýjun á ári. Það þýðir að
ef það eru 200 þúsund bílar á
markaðnum þá þurfi 20-30 þúsund
nýja bíla á ári. Það er svipað og
verið er að flytja inn núna þó mjög
stór hluti af því fari beint í bílaleig-
urnar og komi svo inn á markaðinn
sem mikið eknir bílar. Hins vegar
verður framboðið svona mikið því
meðalaldurinn á flotanum er ekki
að lækka nægilega mikið.“
Bílaleigur skekkja markaðinn
Hann segir að mikill bílainn-
flutningur af hálfu bílaleigna sé
farinn að skekkja markaðinn veru-
lega.
„Þær hafa haldið uppi innflutn-
ingnum síðustu árin og það er hætt
við að markaðurinn nái ekki jafn-
vægi fyrr en þær finna aðrar leiðir
til að þjónusta sína viðskiptavini.
Það gæti til dæmis gerst með því
að þær flyttu inn bíla á útlenskum
númerum og leigðu út yfir sumar-
mánuðina en að sömu bílar færu
svo úr landi þegar vertíðinni er
lokið,“ segir Guðfinnur.
Samkvæmt Árbók bílgreina sem
Bílgreinasambandið gefur út ár-
lega var meðalaldur fólksbifreiða á
Íslandi 12,5 ár í lok árs 2016 og
hafði þá lækkað úr 12,7 árum frá
árinu á undan. Þar kemur fram að
íslenski bílaflotinn sé talinn gamall
í alþjóðlegum samanburði. Þá er
þar einnig bent á að fjöldi þeirra
bíla sem eru 20 ára og eldri hafi
aukist um 34% milli áranna 2011
og 2016.
Fleiri bílar en fólk
Nýlega var greint frá því í
Morgunblaðinu að í fyrra hefðu
verið nýskráðir tæplega 21 þúsund
bílar og að árslok hefðu þeir verið
komnir í 344.664 eða fleiri en allir
íbúar landsins samanlagt. Fjölgaði
ökutækjum um 6% frá árinu 2015.
Verð á notuðum of hátt
Morgunblaðið/Kristinn
Bílasölur Glæðst hefur yfir markaðnum að undanförnu miðað við fyrri ár.
Einn reyndasti bílasali landsins segir of lítinn verðmun á nýjum bílum og not-
uðum á markaðnum í dag Segir allar bílasölur fullar þrátt fyrir ágæta veltu
Guðfinnur S.
Halldórsson
á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrir-
tækið framleiðir ferska tilbúna
rétti. Bræðurnir Ágúst og Lýður
Guðmundssynir stýra Bakkavör
og eiga ráðandi hlut í fyrirtæk-
inu, sem þeir stofnuðu árið 1986.
Í janúar 2016 gengu fjárfest-
ingasjóðir á vegum bandaríska
eignastýringarfyrirtækisins Bau-
post í hluthafahópinn. Aðrir eiga
ekki í fyrirtækinu. Ekki er upp-
lýst nánar um skiptingu eignar-
haldsins í ársskýrslu félagsins en
fram kom í breskum fjölmiðlum
fyrr á árinu að stefnt væri að því
að skrá það á hlutabréfamarkað í
Bretlandi.
Bakkavör er umsvifamikið
fyrirtæki en starfsmenn eru um
18.500 í þremur löndum. Um 90%
tekna fyrirtækisins í fyrra áttu
rætur að rekja til sölu í Bretlandi
en 10% alþjóðlega. Stjórnendur
fyrirtækisins horfa hins vegar til
vaxtar í Bandaríkjunum og Kína.
Fram kemur í ársskýrslunni að
árið 2012 hafi verið ákveðið að
hætta starfsemi á meginlandi
Evrópu og einblína á Bretland,
Bandaríkin og Kína. Á árunum
2012-2014 var starfsemi í Frakk-
landi, Spáni, Tékklandi og Suður-
Afríku seld til nýrra eigenda, sem
og 40% hlutur í starfsemi á Ítalíu.
helgivifill@mbl.is
Hagnaður Bakkavarar Group
dróst saman um 1% á milli ára og
nam 51,3 milljónum punda í fyrra
eða sem nemur um sjö milljörðum
króna. Fyrirtækið jók meðal ann-
ars fjárfestingar í innviðum á
milli ára. Tekjurnar jukust um 4%
á milli ára og námu rúmlega 1,7
milljörðum punda árið 2016. Að-
löguð EBITDA jókst um 12% á
milli ára og nam 145,6 milljónum
punda, samkvæmt upplýsingum
úr ársskýrslu sem birt hefur verið
Bakkavör hagnast um sjö milljarða
Tekjur námu 1,7 milljörðum punda
og jukust um 4% Starfsmenn 18.500
Lýður
Guðmundsson
Ágúst
Guðmundsson
25. apríl 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.54 108.06 107.8
Sterlingspund 137.81 138.49 138.15
Kanadadalur 80.1 80.56 80.33
Dönsk króna 15.682 15.774 15.728
Norsk króna 12.623 12.697 12.66
Sænsk króna 12.2 12.272 12.236
Svissn. franki 108.03 108.63 108.33
Japanskt jen 0.976 0.9818 0.9789
SDR 147.05 147.93 147.49
Evra 116.67 117.33 117.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.3704
Hrávöruverð
Gull 1271.8 ($/únsa)
Ál 1932.0 ($/tonn) LME
Hráolía 53.0 ($/fatið) Brent
● Atli Freyr Sveins-
son, annar fram-
kvæmdastjóra
Íslensku auglýs-
ingastofunnar,
hyggst selja 33%
hlut sinn í fyrir-
tækinu og segja
starfi sínu lausu.
„Ég hef starfað
hjá Íslensku í 22 ár
og nú er kominn tími til að breyta til.
Þetta er gert í hinu mesta bróðerni á
milli hluthafa,“ segir hann og nefnir að
núverandi hluthafar, sem séu fimm að
honum undanskildum, muni kaupa hlut-
inn auk þess sem nýr hluthafi muni að
öllum líkindum ganga í hluthafahópinn.
„Þær viðræður eru í gangi,“ segir Atli.
Hann segir að Íslenska sé stærsta
auglýsingastofa landsins sé litið til veltu
en þar starfi um 50 manns.
Atli Freyr selur þriðj-
ungshlut sinn í Íslensku
Atli Freyr
Sveinsson
● Stjórn VÍS hefur ráðið Capacent til
að halda utan um ráðningu á nýjum for-
stjóra félagsins. Eins og greint var frá í
liðinni viku mun Jakob Sigurðsson láta
af störfum forstjóra innan skamms en
hann hefur verið ráðinn forstjóri breska
efnaframleiðandans Victrex. Morgun-
blaðið leitaði upplýsinga hjá Svanhildi
Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarformanni
VÍS, um hvernig ráðningarferlinu yrði
háttað og hvort staðan yrði auglýst.
„Við höfum ráðið Capacent til þess að
stýra ferlinu og munum fylgja þeirra
ráðleggingum,“ sagði Svanhildur Nanna
í skriflegu svari við fyrirspurninni.
Ráðning forstjóra VÍS
fer í gegnum Capacent
STUTT
Ársfundur EFÍA 2017
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður
haldinn miðvikudaginn 10. maí 2017
kl. 11 í Hlíðasmára 8, Kópavogi.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á árs-
fundinum með umræðu- og tillögurétti.
Hægt er að nálgast ársfundargögn á
heimasíðu sjóðsins www.efia.is
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur kynntur
3. Tryggingafræðileg úttekt
4. Fjárfestingarstefna
5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna
6. Val endurskoðenda
7. Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins
8. Önnur mál