Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Um leið og Norður-Kórea eignast
eldflaug sem borið getur kjarnaodd á
skotmark í Bandaríkjunum – þá er
þetta land í mikilli hættu,“ sagði John
Kelly, heimavarnarráðherra Banda-
ríkjanna, í samtali við fréttastofu
CNN þar vestanhafs. „Ég tel að
Trump þurfi að takast á við þetta af al-
vöru áður en hann byrjar sitt seinna
kjörtímabil,“ sagði Kelly, spurður
hvenær ráðamenn í Pjongjang myndu
ráða yfir slíku vopni.
Bandarískur herskipafloti er nú
sagður á leið að Kóreuskaga. Er flota-
deildin að líkindum mynduð úr fjórum
skipum auk kafbáts. Þeirra á meðal er
eitt stærsta herskip heims, flugmóð-
urskipið USS Carl Vinson, sem fellur
undir svonefnda Nimitz-gerð flug-
móðurskipa. Um borð eru u.þ.b. 6.000
manns og getur skipið borið hátt í 90
flugvélar og þyrlur.
Með Carl Vinson í för er beitiskipið
USS Wayne E. Meyer, sem útbúið er
sérstaklega til stýriflaugaárása, en í
áhöfn eru um 300 manns. Þá fylgja
einnig tveir tundurspillar, þeir USS
Lake Champlain og USS Michael
Murphy. Um borð í fyrrnefnda skip-
inu eru m.a. tvær þyrlur af gerðinni
SH-60, en hið síðarnefnda er útbúið
Tomahawk-stýriflaugum og Harpoon-
eldflaugum sem gerðar eru til að
granda skipum. Undir haffletinum
leynist svo að líkindum einn árásar-
kafbátur.
Hræðir kannski marglyttu
Um helgina sagði Mike Pence, vara-
forseti Bandaríkjanna, að herskipa-
flotinn yrði kominn inn á Japanshaf
eftir „fáeina daga“ og eru hersveitir
Suður-Kóreu nú sagðar vera að „hug-
leiða“ sameiginlegar flotaæfingar með
herskipaflotanum bandaríska. Suður-
kóreskar sveitir eru um þessar mund-
ir á æfingu með Japönum úti fyrir
ströndum Filippseyja, að sögn frétta-
veitu AFP.
För flotans í átt að Kóreuskaga hef-
ur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í
Pjongjang. Fjölmiðlar þar í landi eru
einnig stóryrtir, en að sögn þeirra er
skipaflotinn „ódulbúin hernaðarleg
kúgun“ og hafa Norður-Kóreumenn
hótað því að sökkva Carl Vinson og
ráðast á Bandaríkin.
„Vera má að þessi hótun hræði
marglyttu, en hún mun aldrei virka á
DPRK [Alþýðulýðveldið Norður-Kór-
eu],“ segir í ritstjórnargrein dagblaðs-
ins Rodong Sinmun. Áður hefur þar
komið fram að hersveitir Norður-Kór-
eumanna séu reiðubúnar að fara í
vopnuð átök við Bandaríkjamenn og
að þeir hafi getu og búnað til að
sökkva flugmóðurskipi þeirra með
„einni árás“.
Þá hefur norðurkóreska áróðurs-
síðan Uriminzokkiri einnig fjallað um
yfirvofandi komu Bandaríkjahers að
Kóreuskaga og sagt að allt bendi til
þess að stríð sé í aðsigi.
„Innrásin í Norður-Kóreu nálgast
með hverjum degi,“ segir í grein þar,
en í henni eru ráðamenn í Washington
D.C. sagðir hafa vanmetið getu her-
sveita Norður-Kóreu. Er heimurinn
sagður verða vitni að því hvernig flug-
móðurskipum Bandaríkjamanna
verði „breytt í stóran haug af stáli og
þau grafin á hafsbotni. Og hvernig
land sem kallast Bandaríkin verður
þurrkað út af yfirborði jarðar.“
Kínverjar hvetja til stillingar
Xi Jinping, forseti Kína, hringdi í
Donald J. Trump Bandaríkjaforseta
um helgina og hvatti til þess að frið-
samleg lausn yrði fundin á kjarnorku-
málum Norður-Kóreu, nú þegar mikil
spenna er hlaupin í samskipti
ríkjanna. Bandaríkin hafa sagt „allt
koma til greina“ til að halda aftur af
eldflaugatilraunum Pjongjang.
Í átt að Kóreuskaga
Bandarísk flotadeild undir forystu USS Carl Vinson verður komin að Kóreu-
skaga eftir „fáeina daga“ Búið að framlengja veru skipsins á sjó um 30 daga
AFP
Á leiðinni Myndin er tekin um borð í beitiskipinu Wayne E. Meyer og sýnir Carl Vinson sigla í átt að Kóreuskaga.
USS Carl Vinson
» „Búið er að framlengja veru
okkar á sjó um 30 daga til að
veita langvarandi viðveru á
hafinu við Kóreuskaga,“ segir í
tilkynningu á Facebook-síðu
flugmóðurskipsins.
» „Á sama tíma og við hlökk-
um öll til þess að sameinast
vinum okkar og fjölskyldu á ný
krefst þjóðin þess að við séum
sveigjanlegt afl.“
» „Markmið leiðangursins er
að fullvissa okkar bandamenn
um staðfasta skuldbindingu
okkar [til svæðisins].“
Þjóðverjar greina nú mikla aukningu
í glæpum sem runnir eru af pólitísk-
um rótum og framdir af útlending-
um, s.s. jíhadistum og stuðnings-
mönnum PKK, verkamannaflokks
Kúrdistan. Thomas de Maiziere, inn-
anríkisráðherra Þýskalands, segir
þessa þróun vera „ólíðandi“.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
í fyrra hafi alls 3.372 slík tilfelli verið
skráð í Þýskalandi og er það aukning
um 66,5% frá árinu 2015. Að sögn
ráðherrans er um að ræða afbrot
sem framin voru í nafni vígasamtaka
Ríkis íslams eða PKK.
Þjóðverjar, auk annarra Evrópu-
þjóða, hafa þurft að þola hryðjuverk
að undanförnu. Mannskæðasta árás-
in var gerð á jólamarkaði í Berlín í
desember sl. Ók þá ungur karlmaður
frá Túnis vöruflutningabíl á mikilli
ferð inn í hóp fólks með þeim afleið-
ingum að 12 létust og 56 til viðbótar
særðust, sumir hverjir alvarlega.
„Ólíðandi“ þróun
sést í Þýskalandi
Glæpir tengdir útlendingum á uppleið
AFP
Á verði Sérsveitarmaður á vettvangi axarárásar á lestarstöð í Düsseldorf.
Francois Hol-
lande, forseti
Frakklands, hef-
ur nú lýst yfir
stuðningi við
framboð miðju-
mannsins Emm-
anuel Macron, en
hann fékk flest
atkvæði í fyrri
umferð frönsku forsetakosning-
anna, eða 23,75%. Næstur á eftir
honum er frambjóðandi frönsku
Þjóðfylkingarinnar, Marine Le
Pen, með 21,53% greiddra atkvæða.
Hollande sagði í sjónvarpsávarpi
Frakkland illa statt sigri Le Pen í
seinni umferð forsetakosninganna,
en þær fara fram 7. maí nk. Óttast
hann jafnframt að landið einangrist
með sigri Le Pen og að Frakkar
fari út úr Evópusambandinu líkt og
Bretar vinni nú að.
„Gagnvart slíkri hættu er
ómögulegt að þegja eða sýna hlut-
leysi,“ sagði Hollande. „Fyrir mína
parta, þá mun ég kjósa Emmanuel
Macron.“ Forsetaefnið Macron var
á árunum 2014 til 2016 efnahags-
ráðherra í ríkisstjórn Hollande.
FRAKKLAND
Hollande forseti
styður Macron
Sænska lög-
reglan hefur
handtekið annan
mann sem grun-
aður er um aðild
að hryðjuverki
sem framið var í
Stokkhólmi 7.
apríl sl. Var þá
vörubifreið ekið
á mikilli ferð í mannþröng með
þeim afleiðingum að fjórir létust og
fimmtán til viðbótar særðust.
Rakhmat Akilov, sem er 39 ára
gamall Úsbeki, var handtekinn
skömmu eftir ódæðið og hefur hann
þegar játað verknaðinn. Nafn þess
sem nú var handtekinn hefur ekki
verið gefið upp. „Ekki er hægt að
veita frekari upplýsingar á þessari
stundu,“ hefur AFP eftir talsmanni
lögreglunnar, en maðurinn hefur
ekki enn verið ákærður.
SVÍÞJÓÐ
Annar handtekinn
vegna hryðjuverks