Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 23
Elsku Dísa mín, Vigdís, Ingv- ar, Grímar, Kalli og fjölskylda og vinir Nonna, hugur minn er hjá ykkur. Minningin um Nonna lýs- ir upp myrkrið og yljar. Þakklæti mitt til ykkar er verulegt. Ég kveð þig með orðum Bubba Morthens: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Hafdís Inga Hinriksdóttir. Fyrir um það bil 39 árum hringdi síminn hjá okkur og kraftmikil rödd sagði: Sæl Helga, þetta er Hjördís Edda, efri hæðin hjá ykkur er til sölu og við Nonni erum að spá í að kaupa hana. Síðan örfá orð um ágæti íbúðarinnar og símtalinu lauk. Þetta símtal var upphafið að 22 ára sambúð og ævilangri vináttu okkar hjónanna, ekki síð- ur en barnanna. Samgangurinn var mikill, það var borðað, bakað, grillað, sungið, spilað, dansað, grátið og hlegið, allt það sem stórfjölskyldur gera. Kampavín- ið sem drukkið var úr silfurbikar á gamlárskvöld með öfum og ömmum, frændum og frænkum var ómissandi hefð. Við vorum ekki glöð þegar þau ákváðu að selja íbúðina og flytja annað en vinaböndin eru sterk og órjúfan- leg. Þau fluttu síðar í „Kofann“ sinn uppi við Kaldársel sem orð- inn er Herragarður með mörgum viðbyggingum og pöllum sem Nonni smíðaði að mestu sjálfur, þrátt fyrir að vera með níu þumla og einn staur, að eigin sögn. Sannkallaður Paradísar- lundur sem gott er að heimsækja og alltaf er tekið vel á móti manni. Nonni var einstaklega ljúfur og góður maður með stórt hjarta. Hann var ákveðinn og bóngóður, með góða nærveru og mikill vinur vina sinna. Húmor- isti mikill og stundum dálítið ut- an við sig en hló mest sjálfur að sínum eigin gjörðum. Honum fannst ótrúlega gaman að kynna Helgu sem sambýliskonu sína og síðar fyrrverandi sambýliskonu og hló mikið að viðbrögðum fólks. Saumaklúbburinn er stór þáttur í lífi okkar þar sem eig- inmennirnir eru með í öllum ferðalögum og skemmtunum og ekki leiddist Nonna að knúsa okkur vinkonurnar. Nonni hafði mikinn áhuga á íþróttum, spilaði golf, horfði á fótbolta og handbolta. Við fórum saman á flest stórmótin í hand- boltanum, áttum góðar stundir og betri ferðafélaga en Nonna var ekki hægt að hugsa sér. Margar skemmtilegar og dýr- mætar minningar eigum við úr þessum ferðum sem við geymum með okkur. Það var alltaf fastur liður í dagskránni hjá Nonna, sem ekki mátti klikka, að kaupa eitthvað fallegt handa Dísu sinni. Í Ljubljana þræddum við mark- aðstorgin í leit að kolakassa. Í Túnis var það leðurjakki, í Sviss kom bara eðalúr til greina og svo mætti lengi telja. Hann vandaði sig einstaklega mikið við val á öllu því sem keypt var því Dísa hans átti ekkert skilið nema það besta. Það var svo í janúar á síð- asta ári, þrem dögum áður en leggja átti í hann á EM í Pól- landi, að Nonni hringdi í okkur og sagðist þurfa að hætta við ferðina, hann hafði greinst með krabbamein. Þetta var öllum mikið áfall og afar ósanngjarnt, hann nýbúinn að selja skólann og þau ætluðu aldeilis að fara að njóta lífsins. Baráttan varð löng og ströng en hann barðist af miklu æðruleysi fram á síðasta dag. Elsku Dísa, Vigdís, Ingvar, Grímar, Kalli og fjölskylda ykk- ar. Missir ykkar er mikill. Með Nonna er farinn mikill maður sem skilur eftir sig arf góð- mennsku, heilinda og væntum- þykju. Þið, fjölskyldan hans, voruð honum allt og við vinirnir feng- um að njóta góðs af umhyggju hans og vinsemd. Við þökkum Nonna samfylgdina og minnumst hans með söknuði og hlýju, það voru forréttindi að eiga hann að vini. Hinrik og Helga. Kveðja frá Brynjugenginu Félagi okkar og vinur, Jón Vignir Karlsson, er fallinn frá. Það er mikill missir fyrir okkur félagana í golfhópnum Bryn- jugenginu að sjá á eftir Nonna. Hann var einn af stofnendum hópsins og lengstum í stjórninni. Í hans anda höfum við starfað frá upphafi, notið þess að vera sam- an, notið golfsins, borið virðingu hver fyrir öðrum, en þó alltaf með keppni í huga. Aldrei minn- umst við þess að Nonni hafi skipt skapi, sama hvað á hefur gengið, alltaf mannbætandi. Undanfarin ár höfum við haldið sumargleði gengisins og maka í húsakynnum Nonna og Dísu, í unaðsreitnum þeirra í Klifsholtinu í upplandi Hafnarfjarðar. Þar höfum við lagt undir okkur öll húsakynni þeirra og pallinn og móttökurnar alltaf jafn frábærar. Gestrisni þeirra nær langt út yfir öll mörk, hjá þeim leið öllum vel. Nonni var útivistarmaður, elskaði golfið og naut þess að fara á veiðar, en fyrst og fremst var hann vinur vina sinna, traustur og góður fé- lagi, sem unni Dísu sinni og fjöl- skyldunni. Á síðasta aðalfundi Brynjugengisins var hann kjör- inn heiðursfélagi okkar, viður- kenning, sem hann svo sannar- lega átti skilið. Síðastliðið ár átti hann við mjög erfiðan sjúkdóm að etja, hann vissi hvert stefndi, en tók því af sínu æðruleysi og það var yndislegt að heimsækja þau hjónin og finna hversu sam- stiga þau voru í þessari baráttu og reyndar fjölskyldan öll. Elsku Dísa, við félagarnir og makar okkar sendum þér og stórfjöl- skyldunni innilegustu samúðar- kveðjur, hugur okkar allra er hjá ykkur. Í Brynjugenginu mun minningin um góðan dreng lifa. F.h. Brynjugengisins, Ingvar Viktorsson. Kveðja frá Rótarýfélögum Jón Vignir, þessi góði og skemmtilegi félagi, er horfin úr hópnum. Hann var félagi í Rót- arýklúbbi Hafnarfjarðar í 21 ár. Hann var alla tíð virkur í fé- lagsstarfinu og vantaði sjaldan á fundum. Það er margs að minn- ast. Jón Vignir var þessi hægi og rólegi maður sem allir vildu hafa nálægt sér. Við munum eftir gróðursetningarferðunum sem enduðu heima hjá Jóni Vigni og Dísu í Klifsholti við Kaldársels- veg þar sem beið okkar kaffi og rjómavöfflur. Við munum eftir skemmtilegu sögunum frá hænsnarækt þeirra hjóna og bar- áttunni við minkinn. Þá var Jón Vignir var golfari og keppti fyrir hönd klúbbsins í mótum á vegum Rótarý. Fyrstu persónulegu kynni mín af Jóni Vigni voru þau að við sát- um Rótarýfund og það barst í tal hvað ég væri að gera. Ég sagði honum að ég væri í starfi sem ég ætlaði ekki að ílengjast í, vann frá hádegi og fram á kvöld. Þá bauð hann mér að sitja námskeið í skólanum hjá sér án þess að greiða skólagjöld, sem kom sér vel fyrir mig á þeim tíma. Þetta lýsir manninum vel og þar eign- aðist ég vin til æviloka. Rótarý- klúbbur Hafnarfjarðar sér á eftir góðum félaga, sem minnst er fyr- ir góðvild og góðan húmor. Viljum við votta Dísu og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð, megi allar góðar vættir vera með þeim. Hvíl í friði, Jón Vignir Karls- son. Bessi H. Þorsteinsson, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 ✝ Hu Dao Benfæddist í Kína 1. nóvember 1944. Hann lést 14. apríl 2017. Eftirlifandi eig- inkona hans er Jinxiang Huang, fædd 18. júní 1943, en þau giftust þann 1. október 1967. Þau Hu og Huang eignuðust tvær dætur, annars vegar Jing Hu Legrand, f. 14. apríl 1969, sem gift er Christophe Legrand og eru börn þeirra þau Victorie Legrand, f. 16. september 2000, og Constance Legrand, f. 23. júlí 2003, og hins vegar Bo Hu, f. 19. júní 1978, en hún er gift Yanchi Zhu og eiga þau eina dóttur, Xiyu Zhu, f. 7. nóvember 2011. Hu Dao Ben helgaði líf sitt borð- tennisíþróttinni. Eftir glæsilegan keppnisferil með m.a. kínverska landsliðinu, þar sem hann meðal annars hlaut þrisvar sinn- um æðstu verðlaun sem íþróttamönnum í Kína eru veitt, varð hann þjálfari hjá kínverska lands- liðinu, m.a. þjálfari kvennalandsliðsins. Síðar lá leið hans til Evrópu þar sem hann þjálfaði á Ítal- íu og var landsliðþjálfari Kýpur. Hu flutti til Íslands árið 1989 þar sem hann þjálfaði hjá Stjörnunni og var hann þjálfari Víkinga og íslenska landsliðsins með hléum frá 1990 til 2008. Hu tók ástfóstri við Ísland, náttúruna og mann- lífið og er stór hluti af íslenskri borðtennissögu frá 1989 til dags- ins í dag. Útför hans fer fram frá Frí- kirkjunni í dag, 25. apríl 2017, kl. 15. Borðtennishreyfingin á Ís- landi kveður í dag ástsælan þjálfara, Hu Dao Ben. Hu var á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar í kínverska karlalandsliðinu og varð hann tvisvar sinnum heimsmeistari með liði Kínverja í liðakeppni. Komst hann hæst í áttunda sæti á styrkleikalista Alþjóða borð- tennissambandsins. Eftir að hann hætti sem atvinnumaður var hann í þjálfarateymi kín- verska landsliðsins og þjálfaði um tíma kvennalandslið Kín- verja. Hu kom fyrst til Íslands árið 1989, 45 ára að aldri en hann hafði áður einnig verið svæðisþjálfari í Peking og þjálf- ari á Ítalíu og Kýpur. Var hann frá 1989 til 1990 þjálfari hjá Stjörnunni í Garðabæ og þjálfari hjá Víkingum frá 1990. Hu var fyrst valinn landsliðsþjálfari Ís- lands árið 1990 og fór hann þá með liðinu á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og árið eftir fór hann með landsliðinu á heims- meistaramótið í Japan. Frá þeim tíma hefur hann snert líf og borðtennisferil mikils fjölda ís- lenskra iðkenda á öllum aldri, bæði sem þjálfari hjá Víkingum og sem unglingalandsliðs- og landsliðsþjálfari. Var hann meðal annars þjálfari landsliðsins í fjöl- mörgum landskeppnum við Fær- eyinga og Evrópumótum, m.a. í undankeppni EM í Aþenu í Grikklandi 1991, Stuttgart í Þýskalandi 1991, Birmingham 1994 og í eftirminnilegum sigri íslenska landsliðsins undir 16 ára gegn unglingalandsliði Svía í mars 1994. Þá var hann þjálfari liðsins í riðlakeppni Evrópu- mótsins í Lúxemborg 1999 og Wales 2001 og á Evrópumótinu í Bremen í Þýskalandi árið 2000 og Ítalíu 2003. Bestum árangri í liðakeppni EM og HM hefur ís- lenskt landslið náð undir hand- leiðslu Hu Dao Ben. Braut hann ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins blað á Smáþjóðaleik- unum í Lúxemborg 1999 þegar íslenska karlaliðið endaði í 2. sæti leikanna. Einnig fór hann með liðinu á Smáþjóðaleikana í San Marinó árið 2001. Var hann þjálfari liðsins á Norður-Evrópu- mótinu í Litháen 2002. Einnig var hann þjálfari landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Man- chester í Englandi 1997, Malasíu árið 2000, Japan árið 2001, Frakklandi 2003 og Kína 2008. Hu var þjálfari Víkinga í fjöl- mörgum keppnum í liðakeppni bikarhafa, m.a. við lið Waldegg Linz frá Austurríki 1992, lið Hapoel Ramat-Gan frá Ísrael 1995 og lið Bordeaux frá Frakk- landi 1999. Auk ofangreinds var hann einnig leiðbeinandi í borðtennis t.d. í Suðurhlíðarskóla og fór með ungt lið Víkinga í eftir- minnilega æfinga- og keppnis- ferð árið 1993 til Kína og með keppnislið Íslendinga á HM í Kína 2008 til heimabæjar síns Hu hafði á farsælum ferli sín- um verið sæmdur gullmerki BTÍ og heiðursmerki BTÍ árið 2016 auk þess sem Borðtennisdeild Víkinga hafði margsinnis heiðrað hann með viðurkenningum. Borðtennisfólk á Íslandi vott- ar fjölskyldu og aðstandendum Hu samúð sína. Fallinn er frá mikilsmetinn maður og afburða- þjálfari sem setti mark sitt á ís- lenskan borðtennis og verður hans ávallt minnst með hlýhug. Fyrir hönd Borðtennissam- bands Íslands, Ingimar Ingimarsson, formaður. Borðtennishreyfingin hefur misst einn af sínum bestu son- um. Ég kynntist Hu Dao Ben 1989 þegar hann var nýkominn til Ís- lands, en borðtennisdeild Stjörn- unnar sem fékk hann til landsins leigði íbúð fyrir hann af foreldr- um mínum. Ég vissi ekki þá að ég og hann ættum eftir að eiga mikið samstarf saman, en ég varð svo formaður Borðtennis- sambandsins og hann landsliðs- þjálfari, við fórum margar ferðir saman á heimsmeistaramót og fleiri stórmót. Það var gott að ferðast með Hu, hann var alltaf rólegur og yfirvegaður og einstaklega þol- inmóður, en hann gat verið ákveðinn og passaði vel upp á sína leikmenn. Hann var mikill vinur vina sinna enda var það hans lífsmottó að vera góður við náungann. Hu, sem var mikil af- reksmaður í íþróttinni, hafði tek- ið þátt í þremur heimsmeistara- mótum fyrir Kína og fengið fyrir árangur sinn í hvert sinn æðstu viðurkenningu sem veitt er í Kína. Í ferðum okkar varð ég var við að hann hafði mikil sam- skipti við kínverska landsliðið, þjálfara og forráðamenn, bæði til að fylgjast með því sem var að gerast hjá þeim og einnig vegna þess að þetta voru miklir vinir hans og ég sá og fann að hann naut mikillar virðingar á meðal þeirra. Hann hafði ótrúleg sam- bönd og naut ég góðs af þeim þegar ég hætti sem formaður í fyrra sinn, því hann kom því til leiðar að mótshaldarar HM í Sanghai í Kína buðu fría gistingu og uppihald á því heimsmeist- aramóti fyrir mig ásamt sam- býliskonu, fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Það má segja að það hafi verið mikið gæfuspor bæði fyrir okkur Íslendinga og hann að fá hann til Íslands því honum líkaði hvergi betur að vera en hér á landi. Þó að fjölskylda hans væri í Kína og hann hættur að þjálfa, þá gat hann aldrei haldið sig lengi frá landinu, alltaf kom hann til baka. Síðustu ár átti hann við veikindi að stríða, það varð þó ekki til þess að stöðva hann frá því að ferðast milli landanna, en hann var á leið til landsins þegar hann varð bráðkvaddur. Það var mitt síðasta verk sem formaður BTÍ að gera Hu Dao Ben að heiðursfélaga Borðtenn- issambandsins fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar, en áður hafði honum verið veitt gullmerki sambandsins. Ég kveð vin minn með sökn- uði og sendi Jinxiang Huang og dætrum hans Jing og Bo og börnum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Valur Sverrisson. Hu Dao Ben Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, JÓHANNS GÍSLASONAR, fyrrverandi bónda, Sólheimagerði, Blönduhlíð, Skagafirði. Halldór Gíslason Fanney Sigurðardóttir Ingibjörg S. Gísladóttir Óli Gunnarsson Konráð Gíslason Anna Hallldórsdóttir og systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, INGVELDUR GUÐLAUGSDÓTTIR, Ljósheimum 22, Reykjavík, lést á Minni-Grund miðvikudaginn 5. apríl. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 27. apríl klukkan 13. Jóhanna Geirsdóttir Gígja G. Guttridge Edda Geirsdóttir Sigríður Dögg Geirsdóttir Guðjón Árnason Ingibjörg Dís Geirsdóttir Magnús Víkingur Grímsson barnabörn og barnabarnabörn Guðrún Guðlaugsdóttir Jónas Guðlaugsson Haukur Guðlaugsson Grímhildur Bragadóttir Páll Guðlaugsson Brittlís Guðlaugsson Steinunn Guðlaugsdóttir Magni R. Magnason Guðleif Guðlaugsdóttir Leifur H. Magnússon Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, SAMÚELS DALMANNS JÓNSSONAR Dóra Guðbjört Jónsdóttir Stefán Jónsson og fjölskyldur Okkar elsku besti RÓBERT FREYR PÉTURSSON, Greniteigi 28, Keflavík, lést að morgni mánudagsins 17. apríl. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju 5. maí klukkan 13. Pétur Sigurðsson Stefanía Jónsdóttir Kolbrún Jóna Pétursdóttir Torfi Þór Torfason Sigurður Pétursson Massyel Pétursson Andri Pétur, Stefanía, Óðinn, Tinna, Liam, Ludvik og Hrafn Orri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.