Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.04.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 Vala Magnúsdóttir, deildarstjóri rekstrar og þjónustu á Borgar-sögusafni Reykjavíkur, á 40 ára afmæli í dag. „Ég fer meðyfirumsjón yfir fjármálum og rekstri safnsins og safnbúð- unum. Svo sé ég einnig um mannauðsmálin á safninu.“ Undir Borgar- sögusafn heyra Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjóminjasafnið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey. „Þessi söfn voru sameinuð undir heitinu Borgarsögusafn árið 2014 og ég byrjaði að starfa hjá því á þeim tíma. Áður hafði ég lengst af unnið í banka og öðrum fjármálatengdum störfum en ákvað að breyta til, fór í meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun og er núna í við- skiptatengdu starfi í menningargeiranum. Þetta eru rosalega flott söfn og skemmtileg vinna.“ Fyrir var Vala með BS-gráðu í viðskipta- fræði og MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Utan vinnu þá hefur Vala verið að dunda sér við að mála að undan- förnu. „Ég fór með pabba mínum, Magnúsi Gíslasyni, á olíumálning- arnámskeið og við erum á námskeiði nr. 2 núna. Svo var maðurinn minn að skrá okkur á badmintonnámskeið en við erum bara búin að fara í einn tíma svo það kemur í ljós hvort badminton verður áhuga- mál, en það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Vala hélt afmælisveislu síðasta föstudag ásamt vinkonu sinni. „Í dag ætlar maðurinn minn að bjóða mér eitthvert út að borða í hádeg- inu, ég veit ekki hvert. Eftir vinnu ætla ég svo að vera með fjölskyld- unni og við að fá okkur köku saman.“ Sambýlismaður Völu er Eiríkur Haraldsson, forritari hjá Arion banka, og börn þeirra eru Ingrún Lilja 4 ára og Sigurður Högni 2 ára. Í New York Vala stödd í Empire State byggingunni síðastliðið vor. Skellti sér í safna- og menningargeirann Vala Magnúsdóttir er fertug í dag Þ órhallur Arason fæddist á Húsavík 25.4. 1947 en flutti til Patreksfjarðar árið 1956 þegar faðir hans tók við embætti sýslumanns í Barðastrandarsýslu. Þórhallur tók landspróf á Núpi í Dýrafirði og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1967. Við tók nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þar sem Þórhallur útskrifaðist 1972. Með háskólanámi sínu vann Þór- hallur við mælingar hjá Vegagerð- inni og að loknu námi við Háskóla Íslands varð hann forstöðumaður hagdeildar stofnunarinnar. Árið 1987 tók Þórhallur við starfi skrifstofustjóra fjárreiðu- og eigna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins þar sem hann lauk starfsferli sínum eftir 30 ára starf. Á þessum árum hefur Þórhallur einnig verið tilnefndur til þátttöku í mörgum nefndum sem og gegnt störfum sem stjórnarmaður í fyrir- tækjum á vegum ríkisins. Áhuga- mál Þórhalls tengjast fyrst og fremst útiveru og hreyfingu. Hann Þórhallur Arason, fyrrv. skrifstofustjóri – 70 ára Í Puerto Banus Frá yfirstandandi afmælisferð. Talið frá vinstri: Þórhallur, Halla, Þorbjörg, Rannveig og Tómas. Þrammað um Öræfin og hjólað um vínhéruð Nýja sportið Þórhallur og Rannveig með allar græjur á gofvellinum Keili. Selfoss Sóldís Kara fæddist 30. apríl 2016 kl. 2.40. Hún vó 3.070 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Björg Bjarnadóttir og Guðlaugur Karl Skúlason. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.