Morgunblaðið - 25.04.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er rétti tíminn runninn upp til að sinna einu og öðru sem þú hefur látið reka á reiðanum. Gættu þín að ákveða ekki neitt í skyndi. Aðrir kunna að vilja hjálpa þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er lag að eiga góða stund með vin- um og vandamönnum. Ekki hugsa sífellt um fortíðina, hún er liðin og það eina sem þú átt er stundin núna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Framlög til góðgerðarmála eru á framkvæmdalistanum þínum. Ekki fara í fýlu þó að hlutirnir gangi ekki sem best, það kem- ur betri tíð með blóm í haga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að vita hvað þú vilt svo þú getir sett þér markmið. Farðu vandlega í gegnum hugmyndir þínar og ef þú heldur að breytingar séu til bóta, þá breyttu til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér gengur allt í haginn og það er engu líkara en að þú eigir allan heiminn. Þú ert lag- hent/ur og getur því gert ansi margt á heim- ilinu. Brettu upp ermarnar og byrjaðu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki er gott að átta sig á því hvar land- ið liggur í samskiptum við yfirboðara núna. Hjólin snúast þér í hag um leið og þú breytir því hvernig þú tekur gagnrýni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Þú ert full/ur eftirvæntingar því þú sérð fram á skemmti- lega tíma í sumar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu opnari og taktu mark á skoðunum annarra þótt þær séu á skjön við þínar. Allt er gott í hófi. Sundferð gæti gert þér gott. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu opinská/r og þá munu aðrir fallast á þín rök. Þér gengur ekki vel að halda svefnrútínu þinni, þú verður þá einfaldlega að leggja þig eins oft og þú getur á miðjum degi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur fundið fegurð á furðuleg- ustu stöðum. Einkalíf þitt stendur í miklum blóma. Njóttu þess og leggðu grunn að fram- haldi á því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Reyndar ertu að skipuleggja framtíð þína og stefnu í lífinu – í huganum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skrifaðu niður skuldbindingar þínar gagnvart öðrum og hvettu aðra til hins sama. Þig langar til að læra meira, leggstu í rann- sóknir á því hvernig þú getur framkvæmt það. Víkverji varð vitni að mögnuðumlistviðburði á sunnudagskvöldið, sem hrein unun var á að horfa. Leik- sýningin líður seint úr minni, sér- staklega lokakaflinn. „Hver skrifaði eiginlega þetta handrit,“ spurði Vík- verji í forundran og fann svarið ekki í leikskránni. Segja má að þetta hafi verið spuni frá upphafi til enda, með fyrirfram skrifuðum línum inn á milli. x x x Viðburðurinn fór fram fyrir troð-fullu húsi, þar sem hvert sæti var skipað upp í rjáfur. Sviðið var stórt og fjöldi góðra leikara sveif þar um. Meira fór fyrir líkamlegri tján- ingu en miklum texta. Það sem var sagt, var þó vel orðað og hnitmiðað, einkum þegar leikar stóðu hæst. Þá spöruðu menn ekki stóru orðin. Leikarar voru hvattir dyggilega af áhorfendum, sem klöppuðu og hróp- uðu í tíma og ótíma. Sumir grétu, aðrir hlógu. Þeir voru vel með á nót- unum og fengu sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð þetta kvöld. Tilfinn- ingar báru sumar ofurliði og því var hléið kærkomið, til að létta á spenn- unni og fá sér einhverja hressingu. Ekki veitti af því hitinn var mikill í leikhúsinu. x x x Ekki var hraðinn minni eftir hlé.Leikararnir fóru um sviðið á ógnarhraða, sýndu mikla og fágaða fótafimi, sumir stukku hæð sína í loft upp. Átökin og spennan á milli aðal- persóna var áþreifanleg. Menn fengu glóðarauga og spýttu blóði. Ekki var hægt að kvarta yfir líkams- tjáningunni. Hún var óaðfinnanleg. Sumir sýndu meira látbragð en aðr- ir, meiri vonbrigði og sárindi.á með- an hinir létu verkin tala. x x x Lokakaflinn stendur upp úr, semfyrr segir. Síðustu setninguna, á allra síðustu sekúndum verksins, átti stjarna kvöldsins, sem stóð framar öllum öðrum og sýndi að hann er sá besti í dag. Lionel Messi heitir hann. Leik- ritið heitir El Clasico, leiktjöldin féllu og hin aðalhetjan, Ronaldo, hvarf af sviðinu til búnings- herbergja, skellti á eftir sér og grét. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drott- inn blessar lýð sinn með friði. (Sálm. 29:11) Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Gunnar Rögnvaldsson á Löngu-mýri í Skagafirði orti og birti á fésbókarsíðu sinni: Nú fyllist allt af fuglahljóm og fer að grænka haginn. Því blessuð lóan blíðum róm bauð mér góðan daginn. Af vísu Gunnars spannst mikil vísnagerð á facebookþræðinum. Mývetningurinn Páll Dagbjartsson fyrrverandi skólastjóri í Varmahlíð í Skagafirði orti: Fjöldamargir fiðlusarg, fyrir þiggja borgun. Var það ekki gæsagarg sem gladdi þig í morgun? Gunnar Rögnvaldsson svaraði: Í fjarska getur flókið virst hver fugl þar prýðir móa. Í hettumávum heyrði fyrst hitt var söngvin lóa. Nú blandaði sér í leikinn Ólafur Sigurgeirsson lektor við Hólaskóla og bóndi á Kálfsstöðum í vestan- verðum Hjaltadal: Vorsins keimur vakti hal var að dreyma spóann. Álftir sveima inn í dal eftir þeim er lóan. Gunnar Rögnvaldsson svaraði: Í dalnum flesta fugla sér þá fer á hesti um slakka. Og yrkir best af öðrum hér Óli á vesturbakka. Ólafur Sigurgeirsson: Gróðurþeli um grund og völlu grænkar vel á jörðu spakur Keli spillir öllu spáir éli hörðu. Guðmundur á Sandi orti um „vor- gæði“: Enn þá gerast æfintýr: Eyjar, búnar flosi; Jarðar-kringla, himinn hýr, hafið – öll í brosi. Og enn orti hann: Hagar öðlast blómabú. Brosa lendur hnjóska. Hýrusvipur á himni er nú. Hvers er framar að óska? Þórólfur Jónasson bóndi Hraun- koti kallaði þessa stöku „Vorhug“: Flýgur vor um láð og lá að liðnu andartaki. Von og gleði ástin á í því vængjablaki. Þórður Jónsson bóndi í Laufahlíð í Reykjahverfi orti „að loknu hreti“: Sínum vendi sólin brá; sótti á hendur skýja. Fjallaendum ystu frá eins og brennd þau flýja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um vorið og fugla himinsins Í klípu FRÍTT SÝNISHORN VATN Á FLÖSKU 150 KR. 200 KR. SÓDA- VATN eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU PIZZUSNEIÐINA SEM ÞÚ BORÐAÐIR EKKI Í SÍÐUSTU VIKU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það er engin eftirsjá. ÉG ÞARF AÐ KAUPA EITTHVAÐ FYRIR LÍSU, HÚN ELSKAR DÝR… SJÁUM NÚ TIL KLIKK ÚPS ÉG ÞARF UNDIRSKRIFT ÞÍNA FYRIR ÞESSARI HÝENU HÉR, FRÖKEN. SI IÐ PP VILTU FARA MEÐ BÆN ÁÐUR EN VIÐ BORÐUM? HVÍ? ERU ÞETTA AFGANGAR? ÞEF! ÞEF!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.