Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 30

Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017 TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 „Á vit nýrra hljóma“ er yfirskrift lokatónleika vetrarins í tónleika- röðinni Klassík í Vatnsmýrinni sem haldnir verða í Norræna hús- inu í kvöld, þriðjudag, kl. 20. „Listamenn frá Hamborg, Mart- in Gonshorek flautuleikari og Stef- an Matthewes píanóleikari, flytja efnisskrá sem varpar ljósi á hina fjölbreyttu þróun sem varð innan franskrar rómantíkur í átt að nýju tónmáli módernismans. Tónleik- arnir hefjast á verkinu sem breytti svo miklu, Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy. Auk þess er á dag- skrá Sónata í A-dúr eftir César Franck, Bilitis eftir Claude De- bussy og Sónata í D-dúr op. 94 eft- ir Sergej Prokofief. Verkið Bilitis er myndrænt verk sem Debussy samdi við tólf ljóð eftir Pierre Lou- ys. Hin þekkta fiðlusónata Francks sem hann tileiknaði belgíska fiðlu- snillingnum Eugène Issafe verður flutt í umritun fyrir flautu og pí- anó. Flautan öðlaðist nýtt hlutverk bæði sem einleikshljóðfæri og í kammermúsík í lok nítjándu og við upphaf tuttugustu aldarinnar en flautusónata Prokofiefs, samin árið 1943, er fyrsta tónsmíðin sem er hægt að líta á sem verk af sömu stærðargráðu og fiðlu- og sellósón- ötu blómaskeiðs rómantíkurinnar,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að miðar verða seldir við inn- ganginn. Almennt miðaverð er 2.500 krónur, en 1.500 fyrir eldri borgara og öryrkja. Aðgangur er aftur á móti ókeypis fyrir nem- endur og alla sem eru 20 ára og yngri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Félagar Martin Gonshorek flautuleikari og Stefan Matthewes píanóleikari leika verk eftir Claude Debussy, César Franck og Sergej Prokofief. Á vit nýrra hljóma í Norræna húsinu  Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinni í kvöld Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við hyggjumst bjóða upp á mjög skemmtilega efnisskrá sem sam- sett er af þekktum djassstandörd- um og popplögum í nýjum bún- ingi,“ segir María Magnúsdóttir sem ásamt píanóleikaranum Hirti Ingva Jóhannssyni kemur fram á tónleikum í tónleikaröðinni Freyju- jazz í Listasafni Íslands í dag kl. 12:15. „Salurinn er æðislegur, þannig að ég held að þetta verði dásamleg stund.“ Spurð um samstarf þeirra Hjart- ar Ingva segir María að þau hafi lengi vitað hvort af öðru, en séu aðeins nýbyrjuð að vinna saman. „Við höfum lengi fylgst að í tónlist- arnámi, en erum bara nýbyrjuð að koma fram saman. Við vorum bæði í námi við Tónlistarskóla FÍH og héldum bæði út til Hollands í nám, hann í Amsterdam og ég í Haag,“ segir María. Hún lauk gráðu í rytmískum söng og af kennara- deild Tónlistarskóla FÍH 2008; Bachelor-prófi með láði frá Kon- unglega listaháskólanum í Haag 2015 þar sem hún hlaut útskriftar- verðlaunin Fock Medaille, en í skólanum lærði hún djasssöng, klassískar tónsmíðar og sönglaga- smíðar og gráðunni Master of Po- pular Music með láði frá Gold- smiths University of London í september 2016, en þar lagði hún sérstaka stund á nám í tónsmíðum fyrir miðla, upptökutækni og hljóð- vinnslu. Hjörtur Ingvi útskrifaðist með burtfararpróf í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH 2010 og B.M.-gráðu í djasspíanó- leik frá Konservatoríinu í Amster- dam. „Við erum bæði nýlega flutt heim til Íslands aftur og fengum bæði vinnu við Tónlistarskóla FÍH þar sem hann spilar m.a. undir hjá mínum söngnemendum. Fljótlega fórum við að vinna saman og kom- um fyrst fram opinberlega saman fyrir um mánuði. Hann er fárán- lega fær píanóleikari og æðislegt að vinna með honum. Þegar kemur að tónlistinni hugsum við mjög svipað, enda erum við bæði mikið að vinna með popptónlist og mæt- umst í djassinum þar sem menntun okkar liggur,“ segir María og bendir á að Hjörtur Ingvi er hljómborðsleikari hljómsveitar- innar Hjaltalín. Sjálf hefur María komið víða við í tónlist, en hún semur, útsetur og framleiðir „electro-acoustic folk pop“ tónlist undir listamannsheitinu MIMRA og sendi nýverið frá sér myndband við lagið „Play With Fire“. Stekkur milli stíla „Ég var lengi að skilgreina mig sem söngkonu þangað til ég áttaði mig á því að ég þyrfti að skipta mér í tvennt. Annars vegar er ég María Magnúsdóttir djass- söngkona og hins vegar er ég MIMRA þegar ég flyt mína eigin electro pop-músík,“ segir María og tekur fram að söngtæknilega sé ekkert mál að stökkva á milli stíla. „Ég bý að miklu með djassnámið. Þegar maður er búinn að ná góðu valdi á röddinni og veit hvernig maður vill beita henni hverju sinni, þá er ekkert flókið að skipta milli söngstíla, enda er þetta hvort tveggja rytmísk tónlist. Þetta snýst allt um að finna taktinn í lík- amanum því þá kemur það út sem þarf að koma út.“ Þó aðeins sé hálft ár síðan María flutti heim hefur hún haft nóg að gera. „Ég tímasetti flutninginn þannig að ég næði heim fyrir Ice- land Airwaves þar sem ég kom fram á slatta af „off venue“ tón- leikum. Ég var ekki með neina tón- leika í desember þegar allir tónlist- armenn eru að troða upp og óskaði þess þá heitt að fá tækifæri til að koma oftar fram. Það var fljótt að vinda upp á sig, því þessa dagana er ég með tvenna til þrenna tón- leika á hinum ýmsu kaffihúsum bæjarins í hverri viku, sem er bara gaman. Ef maður er já-manneskja þá er alltaf nóg að gera og það gef- ur mér ótrúlega mikla orku að koma fram,“ segir María sem auk þess að kenna söng og syngja stýr- ir kór Wow air þar sem hún útset- ur sjálf popplögin sem flutt eru. „Dásamleg stund“  María Magnúsdóttir söngkona og Hjörtur Ingvi Jóhanns- son píanisti koma fram á Freyjujazzi í Listasafni Íslands Morgunblaðið/Golli Samferða María Magnúsdóttir og Hjörtur Ingvi Jóhannsson menntuðu sig bæði í Hollandi og starfa núna m.a. við kennslu hjá Tónlistarskóla FÍH. Út er komið 15. tölublað Jóns á Bægisá, tímarits um þýðingar. Þýð- ingasetur Háskóla Íslands er útgef- andi og ritstjórar þeir Ástráður Ey- steinsson og Gauti Kristmannsson. Ritið hefur legið í dvala undanfarin ár en þráðurinn hefur verið tekinn upp að nýju og tekur Þýðingasetur HÍ verkefnið að sér en bókaforlagið Ormstunga gaf það út um sex ára skeið og verður áfram viðriðið út- gáfuna. Eftir sem áður verður meg- inefni ritsins annars vegar fræði- greinar, frumsamdar og þýddar, sem og önnur umfjöllun um þýð- ingar, og hins vegar þýðingar á fag- urbókmenntum. Í þessu nýja tölublaði Jóns á Bægisá kennir ýmissa grasa. Í því má finna þýðingar á ljóðum, örsög- um og smásögum eftir höfunda frá Rússlandi, Grikklandi, Ástralíu, Englandi, Bandaríkjunum og Kína, auk enskra þýðinga á verkum ís- lenskra höfunda. Það heyrir til tíð- inda að birt er þýðing Sigurðar A. Magnússonar, sem er nýlátinn, á ljóði eftir gríska Nóbelsskáldið Ódýsseas Elýtis og skrifaði Sig- urður einnig stutt yfirlit um skáldið. Önnur þýðing sem má telja til tíð- inda er eftir Kristján Eldjárn, fyrr- verandi forseta, á þekktu ljóði eftir Thomas Gray. Þá eru fjölbreytilegir prósatextar í ritinu, meðal annars smásögur eftir Barbara Baynton og William Carlos Williams. Fræðigreinar eru einnig fjöl- breytilegar. Ástráður fjallar til að mynda um stöðu þýðinga í bók- menntasögu, Jón Friðjónsson um biblíuþýðingar og Martin Ringmar um fyrstu þýðinguna á Pippi Lång- strump sem gerð var á heimsvísu, en hún var á íslensku og birtist und- ir heitinu „Lóa langsokkur“. Þýðingatímaritið Jón á Bægisá kemur út að nýju Morgunblaðið/Eggert Þýðandinn Birt er þýðing Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar á ljóð- um eftir Ódýsseas Elýtis og skrifaði hann líka um skáldið.  Ýmsar þýðingar og fræðigreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.