Morgunblaðið - 25.04.2017, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2017
Það var gríðarmikil stemn-ing í stóra sal Bíós Para-dísar á frumsýningar-kvöldi Spólað yfir hafið,
sem er ný íslensk heimildarmynd
um pílagrímsferð íslenskra torfæru-
kappa til „mekku mótorsportsins“
eins og þeir sjálfir komast að orði.
Salurinn var troðfullur og allir sem
láta torfæru sig varða hér á landi
mættir til að berja sjálfa sig og koll-
ega sína augum á hvíta tjaldinu.
Þessi séríslenska akstursíþrótt
lifir enn góðu lífi innan ákveðinnar
kreðsu sem hefur stundað íþróttina
óslitið frá upphafi en blómaskeið
hennar var í kringum tíunda ára-
tuginn. Þá óku hetjur um héruð og
aðalpersóna myndarinnar, ökuþór-
inn Árni Kópsson, var fremstur
meðal jafningja og sópaði að sér titl-
um þegar hann lagði að baki hverja
brautina á fætur annarri akandi á
„Heimasætunni“. Hann er hvergi af
baki dottinn og þegar torfærukapp-
ar hyggjast leggja land undir fót og
halda mót í Tennessee í Bandaríkj-
unum, ákveður hann að kaupa leif-
arnar af Heimasætunni, gera hana
upp og taka þátt í keppninni.
Tíminn er naumur og allir sem
vettlingi geta valdið koma saman til
að standsetja Heimasætuna fyrir
ferðina. Bílasmiðirnir vinna baki
brotnu en gleyma þó ekki að stoppa
í örskotsstund til að gæða sér á
kóka kóla og hnallþóru inni á milli
lota. Loks næst að ljúka verkinu,
rétt í tæka tíð til að húrra drossí-
unni um borð í gám og senda til
Ameríku.
Þegar þangað er komið fáum við
að kynnast hinum keppendunum og
föruneytum þeirra betur. Keppend-
um fylgir hersing aðstoðarmanna,
auk þess sem fjölskyldan mætir
eins og hún leggur sig; allir og
amma þeirra eru mættir til að sýna
amerísku rauðhálsunum hvernig
eigi að spóla upp brekkur.
Keppendur láta stórkarlalega og
bauna á keppinauta sína í gríð og
erg en í raun og veru eru allir
mestu mátar. Sú einstaka sam-
heldni og framkvæmdagleði sem
einkennir torfærusamfélagið er ekki
síður til umfjöllunar í myndinni en
keppnin sjálf. Torfærukarlarnir,
með sína húðflúruðu handleggi og
íturvöxnu bjórvambir, eru heillandi
persónur sem eru í senn uppfullir af
ást á sportinu og samferðafólki sínu.
Það vekur líka séstaka athygli hvað
allir eru jákvæðir og iðnir, menn
leggjast fullir bjarsýni í verkefni
sem virðast ómöguleg og tjasla
saman handónýtum skrjóðum með
örlitlu hyggjuviti og helling af skíta-
mixi.
Andri Freyr hefur eins og kunn-
ugt er unnið mikið heimildarefni
fyrir sjónvarp. Hann hefur yfirleitt
kosið að vera sjálfur fyrir framan
myndavélina, eins og heimildar-
myndagerðarmenn á borð við Mich-
ael Moore og Werner Herzog, og
orðið líkt og þeir að ákveðinni per-
sónu sem áhorfendur þekkja; Andri
á flandri. Myndir hans eru fyrir vik-
ið sjálfsvísandi, þær bera hans per-
sónulega stíl og aldrei leikur neinn
vafi á að sjónarhornið sé hans. Í
Spólað yfir hafið kýs Andri að halda
sig til hlés og birtist aldrei í mynd.
Hans persónulega handbragð er því
ekki eins greinilegt og er það lík-
lega ágæt ákvörðun, þar sem tor-
færutýpurnar fá að baða sig einar í
verðskulduðu sviðsljósi.
Myndefni frá bílaverkstæðum og
keppninni er fléttað saman við við-
töl við torfærufólkið. Mér þykir
hafa tekist að skapa sögu úr efninu,
klippingar eru góðar og flæðið
átakalaust. Kvikmyndatakan var á
heildina litið góð en á stöku stað gat
að líta tökur sem voru viðvanings-
legar, „súmað“ var harkalega á hluti
sem ég fæ ekki séð að skiptu máli
og vélinni hossað til og frá af mikl-
um móð. Þegar þetta gerðist gat
maður ekki annað en veitt því at-
hygli og furðað sig á því, þar sem
restin af myndinni var prýðilega vel
skotin.
Það er alltaf gaman að fá innsýn í
heim þar sem fólk brennur virkilega
fyrir afar sérhæfðu áhugamáli. Að
fara til Ameríku að halda torfæru-
keppni er náttúrlega bilun! Engu að
síður er það tilvalið efni í heimildar-
mynd. Það er boðið upp á fantastuð
og ógurlega dramatík, menn vinna
mikla sigra en komast líka í hann
krappan, sér í lagi einn keppandi
sem lendir í skæðustu bílveltu tor-
færusögunnar.
Ég, fullorðinn manneskja sem
hefur ekki drattast til að krækja sér
í bílpróf, get seint kallast bílaáhuga-
kona og enn síður áhugamanneskja
um áhættuakstur (mér verður
bumbult við tilhugsunina um klessu-
bíla). Þrátt fyrir það heillaði Spólað
yfir hafið mig, þar sem hún segir
fyrst og fremst sögu skemmtilegra
og ástríðufullra persóna sem leggja
allt í sölurnar til að ástunda sitt
stórfurðulega áhugamál.
Bilun! „Að fara til Ameríku að halda torfærukeppni er náttúrlega bilun! Engu að síður er það tilvalið efni í
heimildarmynd,“ segir gagnrýnandi m.a. um Spólað yfir hafið, nýja heimildarmynd Andra Freys Viðarssonar.
Tætt og tryllt
í Tennessee
Bíó Paradís
Spólað yfir hafið bbbbn
Leikstjórn og handrit: Andri Freyr
Viðarsson. 91 mín. Ísland, 2017.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Tónlistarmaðurinn Ásgeir, fullu
nafni Ásgeir Trausti Einarsson,
sendi fyrir síðustu helgi frá sér tit-
illag nýrrar plötu sinnar, After-
glow, sem kemur út 5. maí og er
það þriðja lagið af plötunni sem
hefur verið opinberað því áður hafa
komið út lögin „Stardust“ og
„Unbound“. „Afterglow“ er nú orð-
ið aðgengilegt á netinu og samdi
Ásgeir lagið en textann faðir hans,
Einar Georg Einarsson, og var text-
inn þýddur á ensku af bróður Ás-
geirs, Þorsteini Einarssyni.
„Lagið var samið heima á Laug-
arbakka þar sem við pabbi gátum
eytt tíma saman í rólegheitunum.
Þessi tími sem við eyddum saman
þar varð að ákveðnum vendipunkti
við gerð plötunnar. Ég fékk skýrari
mynd af því hvernig ég vildi að nýja
platan hljómaði eftir að hafa samið
„Afterglow“ þótt ég hafi síðar feng-
ið aðrar og elektrónískari hug-
myndir en það er einmitt ástæðan
fyrir því að platan er að hluta til ak-
ústísk og að
hluta til elek-
trónísk,“ er haft
eftir Ásgeiri um
lagið í tilkynn-
ingu.
Þá hefur
myndband við
lagið „Stardust“
einnig litið dags-
ins ljós en það
var tekið upp í Gerlev í Danmörku
og leikstýrt af Herði Frey Brynjars-
syni. Er því lýst sem kvikmynda-
legu ferðalagi aftur til gullaldarára
skemmtanaiðnaðarins þar sem Ás-
geir komi fram ásamt hljómsveit og
samhæfðum sundkonum. Mynd-
bandið má nú finna á YouTube.
Í frekari fréttum af Ásgeiri er
það svo helst að hann heldur brátt í
tónleikaferð um Evrópu til að
fylgja plötunni eftir og mun hann
einnig leika á sérstökum tónleikum
í Eldborg í Hörpu á Iceland Air-
waves-hátíðinni í byrjun nóvember.
Ásgeir gefur út titillag Afterglow
Ásgeir
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir, allan daginn!
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 8, 10.15SÝND KL. 6SÝND KL. 5.50
SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 8, 10.25
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 8. maí
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Heimili &
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 12. maí
Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem
vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið.
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir
og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og
lýsing ásamt mörgu öðru.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is