Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
✝ Sveinn HeiðarJónsson fædd-
ist á Akureyri 26.
mars 1944. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 30. apríl
2017.
Foreldrar hans
voru Jón Gíslason
trésmíðameistari á
Akureyri, f. 14.
september 1915, d.
4. október 2009, og
Jóhanna Zophusdóttir, f. 23.
ágúst 1913, d. 2. apríl 1988.
Sveinn var elstur fjögurra
systkina: Sigríður, f. 1945, gift
dr. Stefáni Jónssyni, eiga þau 6
börn. Sæbjörg, f. 1949, gift Jóni
Hlöðveri Áskelssyni, eiga þau 3
börn. Karl, f. 1952, giftur Helgu
Þórðardóttur, eiga þau 5 börn.
Hinn 7. nóvember 1964
kvæntist Sveinn Erlu Eggerts
Oddsdóttur frá Akranesi, f. 21.
júlí 1943, d. 30. apríl 2013, hófu
þau búskap á Akureyri og
bjuggu þar alla tíð. Foreldrar
Erlu voru Oddur Ólafsson klæð-
skeri, f. 19. júní 1918, d. 22.
ágúst 1980, og Friðmey Jóns-
dóttir, f. 21. mars 1923, d. 12.
október 2010.
Börn þeirra eru: 1) Ragnheið-
f. 2. febrúar 1977, kvæntur Rósu
Björgu Gísladóttur leikskóla-
kennara, f. 22. mars 1979. Börn:
Alexandra Eik, f. 11. maí 2002,
Hugi Már, f. 19. júlí 2008, og
Kara Eir, f. 13. desember 2010.
Sveinn ólst upp á eyrinni og
var á samningi hjá föður sínum
frá 16 ára aldri. Hann öðlaðist
byggingameistararéttindi árið
1967. Sveinn starfaði með föður
sínum þar til Jón lét af störfum
árið 1980 og stofnaði þá Tré-
smíðaverkstæði Sveins Heiðars.
Fyrirtæki hans stóð að bygg-
ingu fjölda íbúða og bygginga á
Norður- og Austurlandi. Sveinn
hafði einlægan áhuga á mönn-
um og málefnum, var virkur
þátttakandi í atvinnulífi bæj-
arins og kom að stofnun ýmissa
fyrirtækja til að efla atvinnu-
sköpun í Eyjafirði. Hann tók
virkan þátt í félagsmálum og
var í Oddfellow-reglunni. Hann
var sjálfstæðismaður alla tíð og
virkur í starfi flokksins. Hann
var á framboðslista fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og sat í ýmsum
nefndum. Sveinn og Erla voru
mikið fjölskyldufólk og nutu
þess að dansa og skemmta sér.
Þau ferðuðust mikið innanlands
sem utan og nutu sín í hús-
bílnum. Spil fylgdu Sveini alla
tíð og leið varla sá dagur að ekki
væri gripið í spil.
Útför Sveins fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 5. maí
2017, og hefst athöfnin klukkan
10.30.
ur sjúkraþjálfari, f.
15. júlí 1964, gift
Hrafni Þórðarsyni
húsgagnasmíða-
meistara, f. 31. des-
ember 1959. Börn:
Oddur Andri, f. 14.
september 1985,
Erla Guðrún, f. 28.
júlí 1997, og Breki
Hólm, f. 15. desem-
ber 2003. 2) Fríða
Björk viðskipta-
fræðingur, f. 21. maí 1966, gift
Jóhanni Ómarssyni viðskipta-
fræðingi, f. 16. september 1967.
Börn: Sveinn, f. 8. desember
1986, unnusta hans er Þóra
Björk, f. 26. janúar 1988, og eiga
þau Sindra Snæ, f. 1. janúar
2011, og Jóhann Karl, f. 11. júlí
2016. Ómar Sindri, f. 3. janúar
1995, Atli Snær, f. 7. ágúst 1998,
og Inga Dís, f. 27. mars 2004. 3)
Oddný, f. 2. apríl 1968, d. 11. júlí
1969. 4) Lovísa grunnskólakenn-
ari, f. 24. júlí 1972, gift Heiðari
Jónssyni sjávarútvegsfræðingi,
f. 23. ágúst 1971. Börn: Alexand-
er, f. 1. október 2000, Sunneva
Nótt, f. 14. júlí 2003, Ísabella
Nótt, f. 3. maí 2005, og Elías
Orri, f. 20. mars 2012. 5) Erling-
ur Heiðar byggingafræðingur,
Elsku pabbi, nú er komið að
erfiðri kveðjustund. Þú hefur
alltaf verið kletturinn í lífi okkar,
frábær pabbi og afi. Þú varst ein-
staklega hlýr, traustur, mikill
gleðigjafi og áhugasamur um allt
sem við í fjölskyldunni tókum
okkur fyrir hendur. Ófáar stund-
ir lágum við í faðmi þínum á
kvöldin þegar við vorum lítil og
þú sagðir okkur sögur eða lagðir
fyrir okkur reikningsdæmi. Það
var stutt í brosið, stríðnina og
þinn frábæra húmor. Í uppvext-
inum vorum við alltaf vör við það
þegar þú komst heim en þá kvað
við hátt og skýrt: „Hæ, ég er
kominn heim.“ Þú hefur alltaf
stutt okkur í öllu sem við höfum
tekið okkur fyrir hendur og lagð-
ir mikla áherslu á mikilvægi
menntunar, að við værum dug-
leg, góð við aðra og hvert annað.
Sama átti síðan við um barna-
börnin sem þú fylgdist með í einu
og öllu enda dýrkuðu þau þig og
dáðu.
Það fór aldrei framhjá okkur
fallegt samband ykkar mömmu,
samhent og góð hjón og stóðuð
saman í blíðu og stríðu. Mikið var
lagt á ykkur en mest var þó sorg-
in þegar þið misstuð systur okkar
unga að aldri og þið þá bara um
25 ára gömul. Þið pössuðuð þó
alltaf upp á að hafa hana sem
hluta af fjölskyldunni en sorgin
og söknuðurinn fylgdi okkur
samt alltaf á uppvaxtarárunum.
Veikindi mömmu mótuðu ykkur
síðustu árin en þið létuð það ekki
standa í vegi fyrir því að gera
skemmtilega hluti og njóta lífs-
ins. Þú stóðst við hlið hennar og
barðist með henni fram til síðasta
dags. Mikill var söknuður þinn
við fráfall hennar og varst þú
aldrei samur eftir það. Náin
tengsl ykkar sýndu sig í að andlát
ykkar bar upp á sama dag, sama
tíma dags og á sama stað, nema
þú kveður fjórum árum seinna.
Þú kemur úr samhentri fjöl-
skyldu, Fjólugötufjölskyldunni,
þar sem var endalaus gleði og
hlátur. Mamma þín var þér afar
kær, samband ykkar náið og þið
tengd sérstökum böndum. Þið
systkinin voruð samrýnd og voru
afkomendur þeirra þér kærir.
Alls staðar þar sem stórfjölskyld-
an var saman komin var mikill
hlátur, glens og gaman. Þú ólst
upp við mikla spilahefð sem þú
færðir yfir á þína fjölskyldu enda
greipst þú í spil við hvert tæki-
færi en öll vandamál virtust fjarri
við spilaborðið.
Höfðingsskapur var sterkur
þáttur í skapgerð þinni og fengu
margir að njóta þess hvort heldur
sem fólk stóð þér nærri eður ei.
Þú hafðir einstaklega gaman af
að bjóða til veislu og veittir þá
vel.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með þér í veikindum þínum
sem þú tókst á við með bjartsýni,
lífsgleði og æðruleysi. Fáir vissu í
raun hversu veikur þú varst enda
varstu virkur og mættir á þína
hefðbundnu staði alveg fram á
síðustu stundu.
Þú varst fyrirmynd okkar og
munum við halda í heiðri þá góðu
kosti sem þú bjóst yfir. Við erum
ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt
þig að og kveðjum þig með sorg í
hjarta. Það sem huggar okkur á
þessum erfiða tíma er sú tilhugs-
un að þið mamma séuð sameinuð
á ný, dansandi hvort í fangi ann-
ars.
Þín börn,
Ragnheiður, Fríða Björk,
Lovísa og Erlingur Heiðar.
Hann Svenni tengdafaðir minn
tók vel á móti mér frá fyrsta degi
að ég kom inn í fjölskylduna og
urðum við miklir vinir enda mörg
sameiginleg áhugamál. Hann var
fyrst og fremst fjölskyldumaður
en jafnframt mikill athafnamað-
ur, forvitinn um viðskiptalífið og
alltaf að hugsa næstu skref og
hver þróunin yrði á komandi ár-
um. Lengi gátum við spjallað um
viðskipti, íþróttir og pólitík og
vorum sammála í okkar helstu
lífsgildum en gerðum okkur far
um að vera skemmtilega ósam-
mála á tíðum um menn og mál-
efni. Við munum hlýja okkur við
minningar um ferðalög og gleði-
stundir en þér fylgdu ávallt vísur,
sögur og mikill hlátur enda fróð-
leiksfús og með hæfileikann til að
deila þekkingu þinni. Einlæg for-
vitni þín og áhugi fyrir fólki gerði
þig að einstökum mannþekkjara
og frá því spruttu margar
skemmtisögurnar og óvænt æv-
intýri. Margt hef ég lært af þér,
kæri vinur. Hvíl í friði.
Jóhann Ómarsson.
Elsku afi Svenni.
Engin orð ná að lýsa söknuðin-
um sem við finnum fyrir nú þegar
þú ert farinn frá okkur. Þú varst
besti afi í heimi, endalaust að
segja góðar og skemmtilegar
sögur. Þú sagðir svo skemmti-
lega frá og var mikið hlegið og oft
hlóst þú manna mest. Við munum
minnast þín endalaust í gegnum
sögurnar sem þú sagðir og verða
þær sagðar aftur og aftur um
ókomna tíð. Þú elskaðir að fara á
kaffihús og matsölustaði og varst
duglegur að bjóða okkur með.
Okkur fannst þú þekkja alla enda
varstu fljótur að kynnast fólki og
spjallaðir við alla. Við fórum með
þér til Tenerife sl. sumar og þá
sást best hversu fljótur þú varst
að kynnast fólki því með brosi
þínu og hlýleika spjallaðir þú við
alla, keyrðir um strendurnar á
rafskutlunni þinni og var þér
heilsað á hverjum stað með
kveðjunni hæ boss eða hæ afi, þó
þeir vissu ekki hvað það þýddi.
Við vorum svo heppin að fá að
vera með þér öll jól og áramót og
verða þau tómleg án þín. Þú
kenndir okkur öllum svo mikið og
nú undanfarna mánuði teflduð
þið Breki og höfðu báðir gaman
af. Takk fyrir að gefa okkur góð-
ar minningar um alla ísrúntana í
Brynju þar sem uppáhaldslögin
þín voru spiluð í botni og allir
sungu með. Nú ertu horfinn á
braut en minning þín lifir í hjört-
um okkar. Þín afabörn,
Oddur Andri, Erla Guðrún
og Breki Hólm.
Elsku afi Svenni.
Nú er komið að kveðjustund.
Við hefðum viljað hafa þig svo
miklu lengur hjá okkur. Takk
fyrir allt, þú varst alltaf svo góð-
ur. Við munum sakna þín svo
mikið. Við erum heppin að eiga
margar góðar minningar um þig.
Eins og ísrúntana, spilin, sögurn-
ar og hláturinn og gleðina sem
fylgdi þér.
Þín barnabörn,
Alexandra Eik og Hugi Már.
Ég vil vera lengur hjá þér, afi
Svenni minn. Þú varst svo góður
afi. Það var gaman þegar þú
komst alltaf í heimsókn. Það var
gaman þegar þú varst alltaf hjá
okkur. Það var ekki gaman þegar
þú fórst. Það var gaman þegar þú
gafst okkur súkkulaðimola, kara-
mellu og peninga. Ég sakna þín
alltaf, elsku afi minn.
Þín,
Kara Eir.
Það var svo gott að leita til þín,
elsku afi, alltaf svo hlýr og
skemmtilegur. Við gátum spjall-
að um allt milli himins og jarðar
en oftast var umræðuefnið gengi
Liverpool og heyrðumst við eftir
flesta leiki og greindum málin.
Við fengum svo hlýjar móttökur
þegar við komum norður enda
gafstu þér ávallt tíma til að
spjalla og segja sögur. Spila-
mennska og skoðunarferðir um
bæinn, morgunkaffi með köllun-
um og ísrúnturinn munu lifa með
okkur alla tíð.
Við elskum þig, afi, hvíl í friði.
Atli Snær og Inga Dís.
Við sem þekktum Svein mun-
um hinn glað og reifa vingóða at-
hafnamann sem allra vanda vildi
leysa.
Maðurinn sem lét ekki alvar-
legan sjúkdóm hindra sig í að
hitta gömlu vinina tvisvar í kaffi-
rabbi í viku hverri, enda þótt erf-
itt gæti verið að komast inn og út
úr eigin bíl, slíkar hindranir stóðu
ekki í vegi fyrir Sveini, frekar en
margar aðrar.
Mörgum bregður í brún þegar
þessi glaðbeitti og endalaust
kraftmikli baráttumaður við
vægðarlausan sjúkdóm er allur.
Lífið, vinirnir og fjölskyldan
stóð alltaf hjarta hans nærri.
Við höldum þó að færri hafi
áttað sig á þeim eldfimu tilfinn-
ingum sem hann bar í brjósti og
næmi hans á menn og málefni.
Hrifnæmi hans var svo mikið
að hann átti jafnvel til að forðast
það sem hann trúði að hefði þau
áhrif að tilfinningarnar bæru
hann ofurliði.
Fögnuður hans yfir því sem
hreif var allt að því barnslega ein-
lægur.
Hjarta hans rúmaði líka mikla
elsku til barna og þau hændust að
Sveini.
Leikgleði og kappsemi voru
honum dyggir fylginautar og
gríðarmikil afköst hans mátti
m.a. þakka marksækni hans og
því að standa stöðugur með sér
og sínum.
Sveinn var mikill foringi og við
í stórfjölskyldu hans fengum að
kynnast því hvernig Sveini tókst
með samblandi af hlýju, ákveðni
og lagni í mannlegum samskipt-
um að greiða úr ýmsum þeim
snurðum sem hlaupið gátu á dag-
lega lífslínu okkar.
Sveini var lítið gefið um klisjur
sem tengdar voru ómálefnaleg-
um kreddum, þannig gat hann oft
virt skoðanir annarra sem stungu
í stúf við hans eigin, svo fremi
sem þær væru bornar fram af
rökvísi og heilindum.
Síst hefði okkur grunað að
dauða Sveins myndi bera upp á
sama dag og sömu klukkustund
og lát eiginkonu hans Erlu Odds-
dóttur fyrir aðeins fjórum árum.
Samlyndi þeirra náði þar út yf-
ir gröf og dauða.
Gleðina áttu þau líka sameig-
inlega, því finnst mér fyrsta er-
indið úr ljóði Ólafar frá Hlöðum
„Til gleðinnar“ eiga vel hér við:
Hve elska eg þig, gleði, með
geislana þína,
án gleði er eg aumlega stödd
þá sólbros þitt skín inn í sálina
mína,
þar syngur hver einasta rödd.
Með sorg í hjarta kveðjum við
okkar dygga og trausta Svein, en
biðjum þess að minningin um
gleði hans og gjafmildi megi ýta
trega úr vegi.
Við kveðjum Svein og minn-
umst elsku Erlu með erindi okk-
ar Öxndælings Jónasar Hall-
grímssonar úr Sóleyjarkvæði,
svohljóðandi:
Blessuð, margblessuð,
ó blíða sól!
blessaður margfalt
þinn bestur skapari!
fyrir gott allt,
sem gjört þú hefur
uppgöngu frá
og að enda dags.
Með þessari tilvitnun kjósum
við að minnast Sveins Heiðars og
vottum börnum hans og mökum,
ásamt barnabörnum, maka og
barnabarnabörnum hans hjart-
anlega samúð með þökk fyrir að
hafa mátt lengi deila með honum
lífinu, jafnt í gleði sem og sorg.
Jón Hlöðver Áskelsson,
Sæbjörg Jónsdóttir
og fjölskylda.
Kveðja frá stjórn kjördæm-
isráðs Sjálfstæðisflokksins í
Norðausturkjördæmi
Skarð er fyrir skildi við fráfall
Sveins Heiðars Jónssonar, vinar
okkar og flokksfélaga. Það var
Sveini Heiðari mikið metnaðar-
mál að styðja Sjálfstæðisflokkinn
með ráðum og dáð - efla hann
með verkum sínum í flokksstarf-
inu og fá aðra til stuðnings við
hann.
Sveinn Heiðar var mikilvirkur
í kosningabaráttu flokksins í ára-
tugi. Hann vann af heilindum og
sönnum dugnaði. Með sannfær-
ingarkrafti sínum og vinsamlegri
hvatningu efldi Sveinn Heiðar
vini sína og félaga í baráttunni við
að ná settu marki. Hann var
sannur vinur og naut þess að taka
þátt í starfinu og eiga samskipti
við fólk.
Okkur þótti öllum vænt um
Svein og Erlu - þau voru samhent
hjón og aðdáunarvert var hversu
vel og fallega Sveinn Heiðar
hugsaði um Erlu í erfiðum veik-
indum hennar í rúman áratug.
Þar sást hversu heilsteyptur og
vandaður maður hann var.
Í kosningabaráttunni í haust
lagði Sveinn Heiðar drjúga hönd
á plóg með vinum sínum og fé-
lögum eins og ávallt áður - vann
af sama krafti þrátt fyrir erfið
veikindi. Og hann átti stóran þátt
í góðum kosningasigri þar sem
við hlutum þrjá menn kjörna í
kjördæminu. Svenni var sannur
höfðingi, bauð jafnan til veislu á
landsfundum og á kjördæmis-
þingum og veitti vel og rausnar-
lega. Við munum sakna vinar í
stað.
Sjálfstæðismenn í Norðaust-
urkjördæmi kveðja Svein Heiðar
með virðingu og þökk fyrir allt
hans mikla starf og fyrir hina
sönnu einlægu vináttu í gegnum
árin. Fjölskyldu Sveins Heiðars
færum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Friðrik Stefánsson.
Með nokkrum orðum vil ég
minnast vinar míns, Sveins Heið-
ars Jónssonar. Ég kynntist
Sveini Heiðari fyrir rúmum 30
árum. Sveinn Heiðar var hlýr,
opinn og vildi hafa marga í kring-
um sig. Hann kallaði oft á vini til
að koma í morgunkaffi á ákveð-
inni kaffistofu í bænum til að
ræða um landsins gagn og nauð-
synjar. Einnig var gaman að
koma á kaffistofuna á verkstæði
hans og eiga þar góðar stundir.
Guðni heitinn Jónsson múrara-
meistari var þar og gerði margar
vísur um það sem var efst á baugi
í þjóðfélaginu. Sveinn Heiðar var
fljótur að læra þær utan að og
einnig skráði hann þær niður hjá
sér og eru þær nú dýrmætt safn.
Sveinn Heiðar var mjög barn-
góður, og þegar yngsta dóttir
mín fæddist eignaðist hún strax
„afa“, Svein Heiðar. Á afmælis-
dögum, meðan við bjuggum á Ak-
ureyri, komu pakkar frá honum
til hennar.
Við Sveinn Heiðar hittumst
reglulega meðan ég bjó á Akur-
eyri og fórum m.a. í utanlands-
ferðir á byggingasýningar. Það
var gott að ferðast með Sveini
Heiðari vegna umhyggju hans
fyrir vinum sínum.
Það má segja að Sveinn Heiðar
hafi alltaf haft tíma og stund til
að aðstoða fólk við lagfæringar á
húsum sínum og var gott til hans
að leita.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
um frá Akureyri ræddum við þó
saman í síma af og til. Þegar Ak-
ureyri var heimsótt var ætíð farið
í kaffi til Sveins Heiðars.
Ég vissi af veikindum Sveins
Heiðars en þó ekki að sjúkdóm-
urinn væri svona langt genginn.
Ég var á leiðinni til Akureyrar
helgina 28.-30. apríl sl. og hringdi
ég í Svein Heiðar til að athuga
hvort við gætum fengið okkur
kaffi saman. Hann svarði því
fljótt til, að við skyldum hittast í
kaffi á stað sem hann var vanur
að fara á á morgnana. Að morgni
föstudagsins hringdi ég í Svein
Heiðar og þá sagði hann: „Siggi
minn, ég er mikið veikur og fór á
sjúkrahúsið rétt eftir símtalið
okkar um daginn, viltu hringja í
mig eftir hádegið.“ Upp úr há-
deginu fór ég á sjúkrahúsið og
spurði vaktina hvort ég mætti
heimsækja Svein Heiðar? Það
var auðfengið og þegar ég kom
inn á stofuna til hans, brosti hann
og sagði: „Siggi minn.“ Við áttum
þar góða stund og rifjuðum upp
gamla tíma. Sveinn Heiðar fór
með nokkrar vísur eftir Guðna
fyrir hjúkrunarkonurnar og dill-
aði sér í rúminu og sveiflaði hönd-
um. Hjúkrunarkonurnar spurðu
hann hvort hann væri að dansa
og svaraði hann því til að oft hefði
verið fjör hjá okkur.
Vissulega fann ég það að
Sveinn Heiðar var mikið veikur,
mikill órói í líkamanum og erfitt
fyrir hann að liggja í rúminu. Ég
er mjög glaður að hafa átt þessa
stund með Sveini Heiðari og
kvöddumst við vel og innilega um
leið og hann spurði mig hvort ég
kæmi ekki í heimsókn á morgun.
Það var svo rétt eftir að ég var
kominn heim í Þorlákshöfn á
sunnudaginn að síminn hringdi
og fékk ég þær fregnir að Sveinn
Heiðar hefði látist þá um daginn.
Það var sorgarfregn þótt hann
hefði sagt við mig: „Siggi minn,
þetta er búið hjá mér.“
Við Sigga og börnin okkar
sendum samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Sveins Heiðars. Minning-
in um hann mun lifa í huga okkar.
Sigurður Ósmann Jónsson.
Hamarinn og sögin fylgdu
Sveini Heiðari. Ekki eins og
skuggi. Heldur til þess að skapa.
Hann mun vart hafa verið farinn
að ganga þegar hann hóf að
byggja fyrstu kofana á lóðinni
heima í Fjólugötunni við ákveð-
inn fögnuð fjölskyldunnar sem sá
framkvæmdamanninn gægjast
upp úr skónum.
Smíðin blundaði í sálinni og því
ekki til annars að taka en að læra
að beita þessum tólum. Fyrst á
verkstæðinu hjá Jóni Gíslasyni
hagleiksmanni og föður og síðar
að nema hin bóklegu fræði við
Iðnskólann. Og svo tók starfsæv-
in við. Byggingar á Akureyri, í
eyfirskum sveitum og allt austur
á firði bera nafni hans vitni.
Áhugi á heimahögunum. Akur-
eyri við Pollinn bláa var Sveini
löngum hugstæð. Á erfiðum ár-
um í bæjarsögunni leiddi hann
ásamt nokkrum vinum sínum
áhugastarf um uppbyggingu at-
vinnulífs. Og afskipti hans af bæj-
armálum einkenndust einnig af
áhuga hans á viðgangi heimahag-
anna. Hann sá uppbyggingu ætíð
fyrir sér hvort sem var í eigin at-
vinnustarfsemi og rekstri eða
málefnum byggðar og lands.
Félagslegur áhugi hans var
einlægur. Í félögum þar sem
hann starfaði og eigi síður í þeim
áhugamannafélögum sem hann
var laginn við að skapa á kaffi-
húsum hér og þar. Þar fór hann
gjarnan eftir spakmælinu góða
þar sem tveir eða fleiri koma
saman – þar er fundur. Lengst
verður minnst margra tveggja
manna kaffifunda á Eiðsgrand-
anum fyrir um einum og hálfum
áratug er Sveinn dvaldi syðra til
lækninga. Hann mætti á degi
hverjum stundvíslega klukku-
tíma áður hann fór til meðferðar
og áhugamálin voru aldrei langt
undan.
Þótt flest í skaphöfn og fari
Sveins einkenndist af því sem frá
Akureyri kom þá tókst honum að
fara örlítið af sporinu að því leyti.
Hliðarsporið varð afdrifaríkt en
öllum til hins besta. Bíltúr í
Laugalandsskóla þar sem hann
hitti Erlu – stúlkuna frá Akranesi
sem lagði honum lífsleiðina þar
sem smiðstólunum sleppti. Eða
kannski var það öfugt því saman
eignuðust þau fjögur mannvæn-
leg börn og stóra fjölskyldu. Á
sama tíma og hann sat og ræddi
málin á Eiðsgrandanum og leit-
Sveinn Heiðar
Jónsson