Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 25
aði sér lækninga stóð hann fast við bak konu sinnar í einkar erf- iðum veikindum. Veikindum sem aldrei sá fyrir endann á. Og nú hefur hann gengið inn í vorið á sama mánaðardegi. Saman verð- ur þeim hjónum ekki betur lýst. Þórður Ingimarsson. Ég mun ávallt minnast Sveins Heiðars Jónssonar með gleði og þakklæti í huga. Ég hafði lengi kannast við Svein en kynntist honum fyrir alvöru þegar ég ákvað að taka þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri og bjóða mig fram til bæjarstjórnar vorið 2014. Hann ákvað að styðja mig alla leið. Ég áttaði mig fljótt á því hvað það þýddi. Það var bara allt undir. Hann mætti með listana sína og var á fullu alla daga meðan á kosningabarátt- unni stóð, að hringja í og hitta fólk. Hann geislaði af gleði og krafti svo eftir var tekið og hreif aðra svo sannarlega með sér. Þrátt fyrir að vera orðinn veikur við síðustu alþingiskosningar í október mætti Sveinn og tók mik- ilvirkan þátt í starfinu eins og venjulega. Það mátti sjá hann lifna við og það var örugglega sóttur einhver aukakraftur enda skilaði hann sínu verki afar vel að venju. Það verður mikil eftirsjá að Sveini úr starfi flokksins og vandséð hvernig skarð það sem hann skilur eftir sig verður fyllt. Kynni okkar Sveins í gegnum starfið í flokknum urðu mikil og góð. Við vorum reglulega í sam- bandi og mætti ég þá gjarnan í pólitíska hornið heima hjá hon- um, eins og hann kallaði það. Þar ræddi hann við mig um málefni flokksins og hvernig við gætum þrýst á að mikilvæg og góð mál- efni fengju framgang. Hann átti það einnig til að skamma mig eins og hann kallaði það. Þá var hann ekki alveg ánægður með fram- göngu okkar í einhverjum mál- um. Þetta voru ávallt góðir fundir sem við áttum og mér gagnlegir á svo marga vegu. Ég mun sakna þessara funda okkar og gleðinnar sem fylgdi þeim alltaf þrátt fyrir að stundum væri hart tekist á. Ég votta fjölskyldu Sveins Heiðars mína dýpstu samúð, en veit að nú er hann kominn í faðm Erlu sinnar sem var honum alla tíð afar mikilvæg og hugstæð. Gunnar Gíslason. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Ekkert á betur við til að lýsa því sem einkennt hefur síðasta rúma ár. Eftir að lenda í þrautagöngu með húsið sitt og finnast stundum allt vera að hrynja umhverfis sig þá skipti öllu máli að eiga góða að. Í þeirri framvarðasveit var Svenni. Frá fyrsta degi varð hann stuðnings- maður númer eitt. Eyddi ómæld- um tíma í að vinna að okkar mál- um og var þar í essinu sínu. Alltaf til staðar, alltaf til í að hlusta, allt- af til í að redda. Stundum hafði ég á tilfinningunni að ef ekki væri fyrir Svenna þá hefði ég bugast. Sjálfur hafði hann lent í áföllum sem hann tókst á við af æðruleysi og gat því miðlað af sinni reynslu. Stuðningur hans var ómetanleg- ur en ekki síður ljúft að eyða meiri tíma með honum þó að til- efnið hefði mátt vera ánægju- legra. Dætur mínar fengu líka að njóta aukinna samvista við hann því við vorum nágrannar í sjö vik- ur. Sú yngri átti þá fast hlutverk að sækja Svenna í mat. Þar hitti skrattinn ömmu sína því þær mínútur sat Svenni uppi með að koma varla orði að, því svo mörgu þurfti að deila með honum. Sem betur fer leiddist honum það ekki, því þótt hann kynni vel við að segja sögur kunni hann líka listina að hlusta. Það er því með miklu þakklæti sem ég kveð Svenna. Minningin um öðling lif- ir. Hafdís. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 ✝ María SigbjörgSveinbjörns- dóttir fæddist á Vopnafirði 20. nóv- ember 1942. Hún lést á ferðalagi í Flórída 15. apríl 2017. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörn Sigbjörnsson, f. 9. apríl 1919, í Tunguseli á Langanesi, N-þing., d. 26. sept- ember 2000, verkamaður á Vopnafirði, og Ingunn Guðlaug Valmaría Guðmundsdóttir, frá Bolungarvík, f. 1. júlí 1922, d. 1. ágúst 1943. Móðir Maríu lést af slysförum aðeins 21 árs að aldri og fluttist María þá, átta mánaða, til frænda síns Jón- asar Thordarsonar, f. 21. jan- úar 1901, d. 31. desember 1993, sjúkrasamlagsgjaldkera og konu hans Elínar Einarsdóttur, f. 14. mars 1906, d. 2. júlí 1975. Þau heiðurshjón bjuggu lengst af í Hafnarstræti 83 á Ak- ureyri. Þar ólst María upp við ástríki og umhyggju þeirra hjóna, sem komu henni í for- eldra stað. Hinn 21. mars 1963 banka. Kvæntur Hólmfríði Berglindi Þorsteinsdóttur, f. 31. júlí 1973, sjúkraþjálfara. Börn þeirra eru: Þorsteinn Björn, f. 2001, og María Krist- ín, f. 2010. María og Guð- mundur hófu búskap í Keflavík en fluttu fljótlega til Akureyr- ar og keyptu sér íbúðarhæð á Byggðavegi 90, þar sem öll börn þeirra fæddust. Árið 1974 festu þau kaup á fokheldu ein- býlishúsi í Reynilundi 8 á Ak- ureyri og fluttu þangað í apríl- mánuði. Þar bjuggu þau næstu 42 árin. Í marsmánuði 2016 fluttust þau í minni íbúð að Jaðarstúni 12 á Akureyri. María lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar ár- ið 1959 og hélt þá til Englands ásamt nokkrum vinkonum, þar sem hún lagði stund á hár- greiðslunám ásamt barnagæslu. Við heimkomu starfaði hún hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Fyrstu búskaparár Maríu og Guðmundar var hún heimavinnandi húsmóðir en hóf síðan störf í fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri. Lengst af, eða um 25 ára skeið, starfaði María sem móttökuritari á Heilsugæslustöðinni á Ak- ureyri, allt þar til hún lét af störfum árið 2010. Útför Maríu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 5. maí 2017, og hefst athöfnin klukk- an 13.30. giftist María eft- irlifandi maka, Guðmundi Stein- grímssyni, f. 21. mars 1942, fv. framkvæmdastjóra Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga. Börn þeirra eru: 1) Jónas Þór, f. 11. maí 1968, hæsta- réttarlögmaður í Hafnarfirði, kvæntur Ingi- björgu Árnadóttur, f. 21. nóv- ember 1972, lögmanni hjá Ís- landsbanka. Börn þeirra eru: Guðmundur Már, f. 1999, Lovísa Margrét, f. 2003 og Stefán Árni, f. 2005. 2) Unnur Elín, f. 9. desember 1970, sem starfar hjá Íslenskum verð- bréfum hf. á Akureyri. Maki Jón Már Jónsson, f. 8. október 1960, skrifstofumaður hjá Sam- herja hf. á Akureyri. Börn þeirra eru: Elvar, f. 1990, í sambúð með Karítas Ólafs- dóttur og Alexander, f. 1992, í sambúð með Caylu Jean Asves- tas. 3) Guðmundur Már, f. 7. mars 1974, tölvunarfræðingur í Kópavogi. Starfar hjá Íslands- Elsku Maja mín. Er kallið stóra kemur kraftur þinn – mig styrkir. Við Skaparann enginn semur en það styttir upp og birtir. Þér einni mun ég unna ævidaga alla. Drottning drauma minna dekurbarn mitt snjalla. Þó árin áfram líði hjá aldrei ég þér gleymi. Þitt gullna hjarta og gjöfult – já! Guð þig ávallt geymi. Með þökk fyrir alla þína ást, umhyggju og umburðarlyndi. Þinn Guðmundur. Með trega og tárum ég kveð elskulega móður mína, þín verður sárt saknað. Hvað er mýkra en móðurhöndin kær og mildara en hún að lækna sárin. Og nú er þungur harmur hugann slær já hver á þá að strjúka burtu tárin. Þó hlýja móðurhöndin væri smá, hún hafði styrk að miðla öllu góðu. Það munu fáir greina götu þá né ganga í spor sem nettir fætur tróðu. Fjölskyldan þín eftir stendur ein þá eins og nakin björk í köldum heimi. Það skjól og ást sem alltaf frá þér skein þó enn er kjölfestan í tómum geymi. Það er sem hafi sloknað leiðarljós sem leiðarstjarna hverfi í myrku kafi. Sem hafi fölnað, kulnað kærleiksrós sem kveikur ankersfestar slitnað hafi. Sumir vildu sjálfsagt fylgja þér til sumarlands að baki lífs og gröfum. En við sem lifum erum ennþá hér og eigum því að hlíta þessum töfum. Og jafnvel þó að enn sé allt svo hljótt, við eigum ljós í minninganna sjóð- um. Við getum alltaf ylinn þangað sótt frá æsku og bernsku hlýjum dögum góðum. Og guð á himnum hann mun gæta þín og hann mun líka þerra sorgartárin. Hann mun þér líka leyfa móðir mín að leggja hönd á dýpstu tregasárin. Og þú munt líka horfa himni frá og hafa gát á framtíð þinna barna. Og sendir kveðju er svefninn lokar brá að sætta okkur við þinn bústað þarna. Og guð á himnum hann mun gæta þín, hann kann að meta störf þín hér á jörðu. Hann kallar til sín bestu börnin sín og ber þau út úr jarðarlífi hörðu. Hann leiðir þau í ljósið upp til sín og ljúfur engill brautina þér vísar. Vertu sæl, nú guð mun gæta þín og greiða þína för til Paradísar. (Guðný Jónsdóttir) Guðmundur Már Guðmundsson. Elsku Maja, mín ástkæra tengdamóðir. Mikið var það nú erfitt að kveðja þig. Ég var svo heppin að fá þig sem tengdamóður. Þú varst alltaf svo blíð og góð. Ég gat sagt þér allt, því ég vissi að ég fengi alltaf góðar móttökur hjá þér. Þú varst alltaf reiðubú- in að hjálpa ef þú varst beðin um það og gerðir allt vel sem þú tókst að þér. Einhvern tím- ann var ég spurð hvernig tengdamóðir mín væri. Það fyrsta sem mér datt í hug var að segja: „Hún er svo góð manneskja að það hálfa væri nóg.“ Þessi setning lýsti þér fullkomlega að mínu mati. Þú vildir öllum svo vel og vildir gera allt sem þú gast til að öll- um liði vel í kringum þig. Þú sást til þess að mér leið eins og heima hjá mér á þínu heimili og voru stundirnar ófá- ar sem við áttum saman þar. Þú sást til þess að við gátum slakað vel á og notið okkar á sem bestan hátt þegar við fjöl- skyldan vorum hjá ykkur. Þegar þið hjónin komuð suð- ur og gistuð hjá okkur fannst okkur öllum svo notalegt að hafa ykkur. Það var fyrst og fremst yndislegt að hafa fé- lagsskap ykkar, en þar að auki sagði ég stundum að það væri nú ekki amalegt að fá þessa að- stoð við heimilisstörf eins og þvott og þrif frá þér. Þau kunn- irðu upp á 10, vandvirknin í hverju handtaki. Heimili ykkar hjóna bar þess líka merki. Þar var alltaf allt á sínum stað, hreint og strokið. Elsku Maja, þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Allar okkar minningar munu ylja mér um hjartað um ókomin ár. Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir. Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdamóður minn- ar hennar Mæju, eins og hún var alla tíð kölluð. Það eru 29 ár síðan ég hitti hana fyrst þeg- ar við Unnur fórum að vera saman, hún tók mér strax opn- um örmum og hefur alla tíð síð- an sýnt mér og öllum sem mér tengjast væntumþykju og hlýju. Mæja var ótrúlega hlý kona og mátti ekkert aumt sjá, hún hafði mikla réttlætiskennd og þoldi illa óréttlæti og mismun- un, hún kom vel fram við alla og ég heyrði hana aldrei tala illa um nokkurn mann. Það var svolítið lýsandi fyrir Mæju að hún passaði upp á allt og alla, það kom t.d. í ljós þeg- ar við vorum að hjálpa þeim að flytja úr Reynilundinum að hún geymdi ótrúlegustu hluti og tengdist þeim flestum tilfinn- ingaböndum og gat sagt frá hverjum hlut fyrir sig. Það reyndist henni þess vegna svo- lítið erfitt að fara úr stóru húsi í minni íbúð og þurfa að láta hluti frá sér. Ég man eftir einu dæmi um Mæju sem sýnir vel hvernig hún var, en fyrir tveimur árum lenti hún í því hér á Akureyri að bílinn bilaði á miðjum gatna- mótum og hún var ein í bílnum. Hún fór þá út úr bílnum og byrjaði að stjórna umferðinni til þess að tryggja það að eng- inn myndi fara sér að voða við þessar aðstæður, hafði meiri áhyggjur af öðum en sjálfri sér. Hún fylgdist mjög vel með öllu sem börnin hennar gerðu svo og barnabörn enda hringdi hún nánast á hverjum degi til að fá upplýsingar og fylgjast með að allt væri nú í lagi hjá okkur og strákunum okkar. Í mörg ár talaði Mæja um það að hana langaði mikið til að við myndum hittast öll fjöl- skyldan, börn og barnabörn, og fara jafnvel í ferð saman. Fyrir ári var byrjað að skipuleggja slíka ferð, ferð til Flórída. Því miður gat sonur okkar hann Al- exander ekki komið með þar sem hann var í prófum, að öðru leyti var öll stórfjölskyldan mætt. Við áttum yndislega og eft- irminnilega daga saman og ég held að þessar samverustundir sem við áttum öll saman þarna úti hafi verið Mæju mjög dýr- mætar. Þessi ferð á eftir að binda fjölskylduna traustari böndum. Því miður átti Mæja ekki aft- urkvæmt úr þessari ferð. Mæja var ótrúlega góð tengdamóðir og góð amma, hún hafði áhrif á alla sem voru nálægt henni og þetta hlýja viðmót og væntum- hyggja sem hún sýndi gerir mann að betri manni. Bestu þakkir, Mæja, fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir þau góðu gildi sem þú kenndir mér og strák- unum mínum, fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Þinn uppáhaldstengdasonur, Jón Már Jónsson. Kær tengdamóðir mín, María Sigbjörg Sveinbjörnsdóttir, lést á sjúkrahúsi í Orlando í Flórída hinn 15. apríl síðastliðinn. Við fráfall Mæju, eins og hún var yfirleitt kölluð, rifjast upp hlýj- ar og góðar minningar. Það eru komin yfir 23 ár síð- an ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Við Jónas höfðum þá nýverið kynnst og auðvelt hefði átt að vera að fara leynt með sam- bandið í byrjun þar sem við bjuggum fyrir sunnan en þau á Akureyri en eins og sönnum mæðrum sæmir þá hafði Mæja komist á snoðir um að sonurinn ætti orðið vinkonu og í næstu ferð til höfuðborgarinnar sótti hún fast að fá að hitta hana. Ég hef eflaust verið eitthvað taugaspennt í þessari heimsókn því það eina sem ég man frá henni er óljós svipmynd af tengdafjölskyldunni. Stundirnar með Mæju og stórfjölskyldunni áttu eftir að verða margar þó svo að við Jónas settumst að í Hafnarfirði en þau byggju fyrir norðan. Í dag eru þessar stundir orðnar að fjársjóði minninga. Minning- ar um Mæju vakandi fram á nótt bíðandi eftir okkur í dyra- gættinni í Reynilundinum. Við að koma keyrandi að sunnan, ætluðum auðvitað að vera miklu fyrr á ferðinni. Allt- af beið hún okkar með bros á vör, búin að búa um rúm fyrir okkur, tilbúin með brauð í ofn- inum. Fyrst bara fyrir okkur tvö en seinna fyrir börnin okkar þrjú eftir að þau bættust við eitt af öðru. Hún taldi það ekki eftir sér að taka á móti hópnum sem gat verið þurftafrekur. Minningar úr ferðalagi um strandir Spán- ar með tengdaforeldrunum eft- ir að frumburðurinn fæddist. Mæju líkaði Spánn og hún elsk- aði sólina. Hún og Guðmundur í heimsókn á Klettahrauninu, oftar en ekki til að gæta bús og barna á meðan foreldrarnir héldu utan. Alltaf svo gott að koma heim því Mæja sá til þess að allt væri í röð og reglu, hvort held- ur varðandi heimilið eða börn- in. Síðasta minningin, góðir dag- ar í Orlando. Mæja ein úti á stétt, brosandi, veifandi til okk- ar að skilnaði. Hún var góð kona sem vildi öllum vel. Þannig minnist ég hennar. Þegar komið er að leiðarlok- um þakka ég fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða samferða Mæju og fengið að njóta alls þess besta sem hún hafði að geyma. Megi hið eilífa ljós lýsa Mæju. Ingibjörg Árnadóttir. Elsku amma Maja. Þú varst alltaf svo hlý og góð. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur þegar við vorum saman, enda varstu sérstaklega tillitssöm og tókst gjarnan þarfir annarra fram yfir þínar eigin. Mikið fannst okkur gaman að vera í fríum með þér og afa, við eigum eftir að sakna þín mikið á slíkum stundum. Við vonum að þér líði vel uppi á himnum. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þorsteinn Björn og María Kristín. Í dag kveðjum við ömmu Mæju sem var okkur svo kær. Að skilnaði viljum við systkinin þakka ömmu fyrir alla þolin- mæðina og hlýjuna sem hún sýndi okkur og kveðja hana með ljóði eftir afa okkar. Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Árni Grétar Finnsson) Blessuð sé minning ömmu Mæju. Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni. Elskuleg systurdóttir mín, ég sá þig fyrst níu mánaða gamla, þegar ég kom sautján ára gamall til að vera við jarð- arför móður þinnar og systur minnar sem hafði látist af slys- förum tuttugu og eins árs. Síð- an þegar þú eignaðist þessa yndislegu fósturforeldra var ég í námi við Menntaskólann á Ak- ureyri. Þegar ég lít til baka reyndust þau okkur báðum afar vel. Móðir þín Ella var einstök húsmóðir, notalegt er að minn- ast þess hve oft þau buðu mér í mat um helgar þegar ég var í námi. Seinna þegar við Sigríður stofnuðum heimili á Akureyri reyndust þessi sómahjón eins og bestu foreldrar og var mikill samgangur milli heimilanna. Eftir að við fluttum á Akranes var Jónas stöðugt í sambandi við mig og flutti fréttir af þér. Þú eignaðist góðan lífsförunaut, Guðmund Steingrímsson, og eignuðust þið þrjú mannvænleg börn, tvo drengi og eina stúlku, og hafa þau verið ykkur stoð og stytta alla tíð. Á síðustu árum höfum við náð mjög góðu sam- bandi. Síðast þegar þið komuð voru báðir synirnir með sem ég hafði ekki hitt áður og þú lést falla þau orð að gaman væri að eiga ekta góðan móðurbróður. Ég mun sakna þín, Mæja mín, og ég votta fjölskyldu þinni inni- lega samúð mína. Hvíldu í friði. Andrés Þ. Guðmundsson. Elsku Maja mín. Ég kveð þig með sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir árin okkar sem við unnum saman. Ég sendi fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ég leita orða, leita nær og fjær, ljóð að flytja þér á mildum tónum, þér, sem skuggi dauðans fölva fær og fram á veginn horfir döprum sjónum. Handan við sorg og harmköld veðraský himinn er blár, svo tær og fagur. Sólin mun aftur brosa björt og hlý, brátt fer að skína vonadagur. (Hjálmar Jónsson) Góða ferð, elsku vina. María Jóhannsdóttir. María Sigbjörg Sveinbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.