Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 35
skrifað undir samninginn svo þetta er allt í mótun.“ Byrjaði ungur á grásleppu „Á uppvaxtarárum mínum á Suðureyri stundaði ég grásleppu- veiðar með afa mínum frá því að ég man eftir mér. En var sendur í sveit til frænda míns, Magnúsar Halldórssonar að Brekku í Fljóts- hlíð tvö sumur 13 og 14 ára gamall. Ég fór fyrst á sjó á Sigurvon ÍS frá Suðureyri 15 ára gamall sem full- gildur háseti á grálúðuveiðum á línu við Kolbeinsey. Sjómennskuna stundaði ég svo með hléum til árs- ins 1994. Inni á milli vann ég hin ýmsu störf eins og aðstoðarmaður símsmiðs, lögregluþjónn, kennari, verkstjóri og ökumaður snjóbíls svo eitthvað sé nefnt. Ég var mjög virkur félagsmaður í björgunarsveitinni Björg á Suður- eyri í mörg ár. Annars gefst lítill tími nú til dags fyrir félagsstörf. Nema þá það sem tengist yngstu börnunum. Áhugamál mitt númer eitt eru veiðar og stunda ég þær af kappi þegar tími gefst. Veiðifélögin sem ég er í heita Hólkar og Lúpínur og eru Hólkar eingöngu í skotveiði, en Lúpínurnar stunda stangveiði. Líkamsrækt hef ég stundað nokkuð samviskusamlega frá því 1999 og tók m.a. þátt í að gera sjón- varpsþætti 2005 sem heita Í fínu formi á vegum Hreyfingar. Mikil og góð uppspretta fyrir vini mína til þess að gera grín að mér, en hvað gerir maður ekki fyrir vini sína?“ Fjölskylda Börn Karls Steinars með fyrri eiginkonu sinni, Dagbjörtu Ás- geirsdóttur, f. 29.9. 1970, rithöfundi á Dalvík: 1) Lovísa Kristín, f. 3.3. 1992, leiðbeinandi á leikskóla, bús. í Reykjavík. Dóttir hennar er Emma Lilja, f. 9.5. 2012; 2) Guðjón Óskar, f. 20.7. 1997, nemi í Reykjavík. Dætur Karls með seinni eiginkonu sinni, Heiðu Björk Egilsdóttur, f. 7.2. 1977, kennara, bús. í Kópavogi: 3) Hrafney Rós, f. 16.7. 2006, og 4) Arney Lilja, f. 19.8. 2008. Systkini Karls Steinars: Egill Ibsen Óskarsson (albróðir), f. 2.4. 1966, flugstjóri, bús. í Reykjavík; Díana Ósk Óskarsdóttir (hálfsystir samfeðra), f. 20.11. 1970, guðfræð- ingur í Reykjavík; Kjartan Rafn Bjarnason (hálfbróðir sammæðra). f. 2.2. 1972, iðnaðarmaður í Reykja- vík; Kristjana Elínborg Óskars- dóttir (hálfsystir samfeðra), f. 24.7. 1973, myndlistarkona í Kópavogi; Lúðvík Bjarnason (hálfbróðir sam- mæðra) 2. október 1980, tölvunar- fræðingur í Reykjavík; Kristján Hans Óskarsson (hálfbróðir sam- feðra), f. 11.10. 1980, deildarstjóri í Hafnarfirði; Markús Már Óskars- son (hálfbróðir samfeðra), f. 7.2. 1985, kvikmyndagerðarmaður í Atlanta, Bandaríkjunum. Móðir Karls Steinars: Guðrún Sigríður Egilsdóttir, f. 25.6. 1948, jógakennari. Bjó lengst af á Suður- eyri. Er gift Ingólfi Arnari Stein- dórssyni og býr í Kópavogi. Faðir Karls Steinars: Ármann Óskar Karlsson, f. 9.2. 1943, d. 7.8. 1992, verkstjóri í Hafnarfirði. Fóst- urfaðir Karls Steinars: Bjarni Dýr- fjörð Kjartansson, f. 3.8. 1948, skip- stjóri á Ísafirði. Úr frændgarði Karls Steinars Óskarssonar Karl Steinar Óskarsson Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja í Þykkvabæ Markús Sveinsson bóndi í Þykkvabæ Ólöf Markúsdóttir verkakona í Reykjavík Karl Þorsteinsson bakari í Reykjavík Ármann Óskar Karlsson verkstjóri í Hafnarfirði Guðrún Vigfúsdóttir bústýra á Vesturgötu 46 Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Vesturgötu 46, Rvík Sigurður Karlsson hestamaður á Hellu Hafliði Kristinsson fjölskylduráðgjafi í Rvík og fv. prestur í Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu Kristinn Markússon bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ Guðmundur Ingi Kristjánsson ljóðskáld Halldór Kristjánsson alþingismaður Bessabe Halldórsdóttir húsfr. á Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði Helgi Ingólfur Ibsen framkvstj. Akraborgarinnar og aflaskipstjóri Halldór Björn Ibsen útgerðarmaður í Keflavík o.fl Árni Ibsen leikskáld Þorgeir Ibsen skólastj. Barnaskóla Hafnarfjarðar og skáld Rebekka Kristín Guðnadóttir húsfreyja á Suðureyri Guðjón Halldórsson járn- og vélsmiður á Suðureyri Egill Guðjónsson vélstjóri á Suðureyri Lovísa Ibsen sjúkraliði á Suðureyri Guðrún Sigríður Egilsdóttir jógakennari í Kópavogi Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir húsfreyja á Suðureyri Ibsen Guðmundsson útvegsbóndi á Suðureyri ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017 Jón Þorkelsson fæddist í Innri-Njarðvík 1697, einkasonur Þor-kels Jónssonar, bónda og lög- réttumanns þar, f. 1658, d. 1707, og konu hans, Ljótunnar Sigurðar- dóttur, f. 1668, d. 1.1. 1739. Jón, sem nefndi sig Thorcillius, var helsti menntafrömuður Íslendinga á sínum tíma og líklega fyrsti boðberi upplýs- ingarstefnunnar á Íslandi. Jón nam við Skálholtsskóla og fór síðan í Kaupmannahafnarháskóla. Jón varð skólameistari í Skálholti 1728. Hann þótti strangur kennari en var vel að sér og mjög áhugasamur um bætta menntun. Hann lagði með- al annars til að settur yrði á stofn sér- stakur prestaskóli, sagði af sér skóla- meistaraembættinu og hélt til Kaupmannahafnar til að reyna að fá stjórnvöld til að gera umbætur í menntamálum Íslendinga. Honum varð á endanum ágengt með erindi sitt og varð úr að Jón og danski prest- urinn Ludvig Harboe voru sendir til Íslands til að kanna fræðslumál og menntunarástand þjóðarinnar og gera tillögur um úrbætur. Jón og Harboe ferðuðust um allt landið og könnuðu m.a. lestrarkunn- áttu og menntun barna, athuguðu kunnáttu presta, bókaeign og margt fleira. Þeir luku störfum sínum sum- arið 1745 og héldu þá til Danmerkur og settu fram margar tillögur um úr- bætur. Sumar þeirra komust fljótt í framkvæmd, aðrar ekki. Jón settist að í Kaupmannahöfn og bjó þar til æviloka 1759. Hann var vel stæður en var ókvæntur og barnlaus og átti enga nána ættingja á lífi. Skömmu fyrir andlát sitt gerði hann erfðaskrá þar sem kveðið var á um að allar eigur hans skyldu renna til stofnunar skóla þar sem fátækustu börn í Kjalarnesþingi hlytu kristilegt uppeldi með húsnæði, klæðum og fæði uns þau gætu unnið fyrir sér sjálf. Ekki varð af því strax en stofn- aður var sjóður, Thorcilli-sjóðurinn (eða Thorkelli-sjóðurinn), og árið 1792 var loks reistur barnaskóli á Hausastöðum á Álftanesi á kostnað sjóðsins og var það annar barnaskól- inn á Íslandi. Allt fram á 20. öld fengu börn við barnaskóla Reykjavíkur styrk úr Thorkellisjóðnum til náms. Minnisvarði um Jón, gerður af Rík- arði Jónssyni myndhöggvara, var reistur í Innri-Njarðvík 1965. Jón lést 5.5. 1759. Merkir Íslendingar Jón Þorkelsson Thorcillius Minnismerkið um Jón Þorkelsson. 90 ára Svanhildur Á. Sigurjónsd. 85 ára Helga Árnadóttir 80 ára Ingibjörg Árnadóttir Sigurbjörg E. Vilhjálmsd. 75 ára Guðrún Þórarinsdóttir Ívar Sigmundsson Jón Oddur Sigurjónsson Jósefína Friðriksdóttir Þuríður Gísladóttir 70 ára Bóthildur Steinþórsdóttir Elísabet Bjarnadóttir Finnur Bjarnason Helga Ágústsdóttir Jónína Sigríður Lárusdóttir Kristbjörn Guðlaugsson Margrét Böðvarsdóttir Sigursteinn H. Ellertsson Skúli Gestsson Stefanía Lóa Jónsdóttir 60 ára Aðalsteinn Sigurðsson Bryndís Guðjónsdóttir Cresencia Villarin Danuta Wasiewicz Eygló Breiðfjörð Einarsd. Guðm. Þór Guðbrandsson Guðvarður B. Halldórsson Helga Hreiðarsdóttir Ingibjörg Þuríður Aradóttir Kristín Hanna Bjarnadóttir Ólafur Ólafsson Ólína Arnkelsdóttir Þórdís Gunnarsdóttir 50 ára Clemens G. M. Van de Zwet Elín Brynja Harðardóttir Guðrún S. Guðmundsdóttir Haukur Jens Birgisson Iðunn Bragadóttir Ingibjörg Hr. Þorvarðardótti Ingibjörg Nancy Georgsd. Karl Steinar Óskarsson Linda Bára Lýðsdóttir Matthías Ágústsson Mayo Gernade Divinagracia Rebekka Rán Samper Rita Kybartaite Sigríður Sólveig Ólafsdóttir Sigurður U. Sigmundsson Védís Guðjónsdóttir Þröstur V. Þorsteinsson 40 ára Arkadiusz Piotr Zarzycki Arndís Mogensen Árni Sigurðsson Ásthildur Kristín Júlíusd. Berglind Lovísa Sveinsd. Brynjar Freyr Jónsson Freyr Brynjarsson Gunnar Karl Ársælsson Hamid Hadoudi Helga Ósk Lúðvíksdóttir Héðinn Óli Sæunnarson Ólafur Sveinn Traustason Przemyslaw W. Barcikowski Ragnar Guðm. Jónasson Vittorio Arash Herman 30 ára Andri Már W. Hákonarson Birna Blöndal Sveinsdóttir Ewelina Górka Freysteinn Oddsson Halla María Þorsteinsdóttir Harpa Rut Hallgrímsdóttir Hrannar Steinn Gunnarss. Jón Hjörtur Mortensen Louise Stuehff Margrét Elfa Ólafsdóttir Rúnar Einarsson Sunna Björg Bjarnadóttir Viðar Guðmundsson Til hamingju með daginn 40 ára Ásthildur er úr Borgarnesi en býr á Akur- eyri og vinnur í bókhaldi hjá Akureyrarbæ. Maki: Ólafur Gíslason, f. 1974, húsasmiður hjá ÁK smíði. Börn: Eyþór Páll, f. 2011, og Gísli Örn, f. 2013. Foreldrar: Júlíus Jóns- son, f. 1949, vöruflutn- ingabílstjóri í Borgarn., og Brynhildur Ríkey Eiríks- dóttir, f. 1948, d. 2013, verkakona í Borgarnesi. Ásthildur Krist- ín Júlíusdóttir 40 ára Ólafur er Hafn- firðingur, býr á Akureyri og er sölumaður hjá heildsölunni Reykjafelli. Maki: Eydís Eyþórsdóttir, f. 1977, leikskólakennari á Pálmholti. Börn: Eyþór Ingi, f. 2011, og Ingvar Óli, f. 2015. Foreldrar: Trausti Svein- björnsson, f. 1946, raf- magnstæknifræðingur í Garðabæ, og Ingveldur Einarsdóttir, f. 1950, d. 2012, húsm. í Hafnarf. Ólafur Sveinn Traustason 40 ára Gunnar er Álft- nesingur og er bifvélavirki hjá Aðalskoðun. Maki: Sigurlaug Sverris- dóttir, f. 1977, lyfjatæknir og sér um innkaup hjá Actavis. Börn: Arnar Kári, f. 1997, og Sólveig Anna, f. 1998. Foreldrar: Ársæll Karl Gunnarsson, f. 1953, d. 2008, bifvélavirki, og Anna Hafsteinsdóttir, f. 1958, d. 2006, húsmóðir á Álftanesi. Gunnar Karl Ársælsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.