Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Bókaðu
núna og
tryggðu þér
pláss
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500
1
Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss
Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017
Færeyjar2 fullorðnir
með fólksbíl
Verð á mann frá34.500
Danmörk
2 fullorðnir
með fólksbíl
Verð á mann frá
74.500
570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is
Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast
með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss.
Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför
Bæklingur 2017
Nýja bæklinginn okkar
er nú hægt að sækja á
heimasíðuna,
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn
með í ferðalgið
til Færeyja og Danmerkur 2017
Helstu kostir kerranna eru:
• 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun.
• Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk.
• Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða.
• Hraðlæsing á afturhlera.
• Öryggislæsing á dráttarkúlu.
• Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar
upprekstur gripa á kerruna.
• Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif
og eykur styrk kerrana.
Kr.1.290.000
Einnig sturtukerrur,
flatvagnar og vélakerrur!
+
vs
k
Kr. 1.599.600 með vsk.
GriPaKErrur
Vandaðar breskar gripakerrur frá framleiðandanum Indespension.
austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
S ími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Listasafn ASÍ auglýsir eftir tillögum
frá listafólki sem vill koma til greina
við val á verkum til innkaupa fyrir
safnið og til sýningarhalds á tveimur
stöðum á landinu í haust, að því er
fram kemur í tilkynningu frá safn-
inu.
„Listráð safnsins fer yfir allar til-
lögur og velur listamann/listhóp til
að kaupa af þeim verk fyrir um 2
milljónir króna. Í ár verður einn
listamaður/listhópur fyrir valinu og
næstu ár er ætlunin að kalla eftir til-
lögum að nýju og velja tvo eða fleiri
ár hvert. Auk innkaupa verður við-
komandi listamönnum boðið að
halda sýningu á tveimur stöðum
haustið 2017. Skilafrestur tillagna
er til 10. maí 2017 og niðurstöður
verða kynntar um mánaðamót maí-
júní,“ segir þar.
Nýtt listráð Listasafns ASÍ 2017-
18 skipa listfræðingarnir og sýn-
ingarstjórarnir Dorothée Kirch og
Heiðar Kári Rannversson auk for-
stöðumanns safnsins, Elísabetar
Gunnarsdóttur, sem jafnframt er
formaður. Listráðið er skipað til
tveggja ára í senn og er rekstrar-
stjórn til ráðu-
neytis um inn-
kaupastefnu og
val á listafólki.
Safnið hefur
ekki lengur yfir
eigin sýningasal
að ráða og leitar
því samstarfs við
aðra á meðan
fundin er lausn
húsnæðismálum safnsins, segir enn
fremur í tilkynningunni og að skipu-
lögð verði tvíhliða sýningardagskrá,
annars vegar sýning á nýjum verk-
um sem valin hafa verið til kaups og
hins vegar kynning á eldri verkum í
safneigninni, en þar verður notast
við krafta listafólks á ýmsum svið-
um, eins og það er orðað. Lögð verð-
ur sérstök áhersla á samvinnu við
skóla á viðkomandi svæði.
Listasafn ASÍ byggir á gjöf 120
listaverka frá Ragnari Jónssyni í
Smára. Í grunngjöfinni eru verk eft-
ir marga þekktustu listamenn
þjóðarinnar sem uppi voru um miðja
síðustu öld. Nánari upplýsingar má
finna á www.listasafnasi.is
Listasafn ASÍ kynnir nýtt
listráð og kallar eftir tillögum
Dorothée Kirch
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta er orðið hálfgert stafróf,“ seg-
ir Kristinn Már Pálmason myndlist-
armaður um táknin og táknrænar
myndirnar sem þekja strigann í nýj-
um málverkum hans, þegar blaða-
maður heimsækir hann á vinnustof-
una. Erindið er að skoða verkin sem
verða á sýningunni sem Kristinn
opnar í dag, föstudag, klukkan 17 í
Tveimur hröfnum listhúsi að Bald-
ursgötu 12. Sýninguna kallar Krist-
inn upp á ensku Kiss of Fortune.
„Ég varð að hafa heitið upp á
ensku því ég fann ekkert nógu gott
orð á íslensku fyrir enska orðið „for-
tune“ – merkingin í heitinu er víð-
tækari en þýðingin Koss örlaganna
nær yfir,“ segir Kristinn. Hann
bendir svo á eitt af stóru málverk-
unum sem hanga þar á veggjum og
segir að þetta sé líka heitið á því.
„Þessar varir sem ég vísa í með
kossinum má annars sjá í flestum
verkunum. Og titlarnir skipta máli
þótt ég útskýri þá ekkert frekar.
Það fylgir þeim einhver ára.“
Áhorfandinn býr til sögu
Kristinn Már Pálmason fæddist í
Keflavík fyrir hálfri öld. Við vorum
þar ágætir kunningjar og það kom
ekkert á óvart að hann hlýddi kalli
listarinnar; Kristinn hefur alltaf bú-
ið yfir ferskum og ólgandi sköp-
unarkrafti. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
á árunum 1990 til 94 og síðar við
The Slade School of Fine Art í
London 1996 til 98. Kristinn Már á
að baki fjölda einkasýninga auk
þátttöku í samsýningum og sam-
vinnuverkefnum heima og erlendis.
Hann hefur komið að ýmiskonar
menningarstarfsemi og er til að
mynda einn af stofnendum Kling &
Bang gallerís.
Málverkið hefur verið helsti mið-
ill Kristins Más og hefur hann
nokkrum sinnum á ferlinum tekið
sannkallaðar kúvendingar með það,
nú síðast þegar hann tók fyrir
nokkrum árum að skapa þessi at-
hyglisverðu verk þar sem hann rað-
ar persónulegum og misóræðum
táknum á strigana.
„Ég bý innihald verkanna og
merkingu eiginlega ekki til sjálfur,
áhorfandinn býr að vissu leyti til
söguna í þeim. Það er töluverð
abstraksjón í þessu, þótt verkin séu
líka fígúratíf – það eru talsverðar
myndbyggingarpælingar og mis-
munandi kerfi sem ég tengi saman á
fletinum.“ Kristinn þagnar og bros-
ir þegar hann sér spurnarsvipinn á
blaðamanninum, bætir þá við: „Það
er ekki auðvelt að útskýra verkin.“
Á einum vegg vinnustofunnar má
sjá fjölda skapalóna að formum sem
Kristinn hefur sett inn í verkin.
Hann segist gera slík skapalón að
sumum en ekki öllum, gjarnan þeim
sem hann tekur endurtekið upp.
Heilt reglugerðabatterí
„Stundum er gott að nota skapa-
lón en ég vil líka vinna sem mest
beint á strigann. Mér finnst gott að
hafa mikið og óheft flæði hugmynda
og forma, það hentar mér illa að
njörva mig niður eins og ég gerði í
mörg ár. Vinnan er orðin miklu
skemmtilegri eftir að ég hætti að
skissa verkin upp fyrst. Það er að
losna meira og meira um mig.
Ef maður nær jafnvægi milli frjáls
flæðis og aga þá gerist eitthvað. Í
nokkur ár vann ég abstraktverk þar
sem ég var að hræra litum fram og
til baka en náði aldrei að komast
neitt áfram með það, fannst ég bara
að fara í hringi. En allur sá bak-
grunnur er að nýtast mér vel.“
Og nú er hann kominn í þetta
tungumál tákna, blaðamaður kallar
það myndagetraun úr táknum.
„Sum táknin koma bara fyrir einu
sinni, beint á strigann, meðan ég
gríp önnur markvisst. Þegar ég vinn
lengi að verkunum má segja að ég
fari í hálfgerðan trans og þá birtast
sumir karakterarnir – það er eins og
erkitýpuheimurinn sé að verðlauna
mig fyrir að vera svona agaður.“
Er regla í óreglunni?
„Það eru margar reglur – heilt
reglugerðabatterí. Meðan ég vinn að
verkunum fæðast nýjar og nýjar
reglur um þau og ég verð sífellt að
brjóta þær …“ Kristinn þagnar og
horfir á verkið fyrir framan okkur.
Segir svo: „Þessi heimur táknanna
er heimur út af fyrir sig. Þetta er allt
í stöðugri mótun. Mér finnst áhuga-
vert að taka erkitýpíst tákn, sem
minnir til dæmis á tákn frímúrara,
og setja við hliðina á öðru algjörlega
tímabundnu og ómerkilegu tákni.
Þetta hefur með tungumálið að
gera.“ Og hann bendir á mynd af Old
Spice-rakspíraflösku sem dúkkar
upp á nokkrum stöðum á strigunum;
sjá má gulrætur, hauskúpur, geim-
steina, plöntur og ótal önnur óræð
tákn, og stöku orð sem áhorfandinn
vill gjarnan grípa í – en merkingin
skríður jafnóðum undan.
„Ég hef alltaf verið frekar nost-
algískur,“ segir Kristinn Már svo.
„Kannski sætti ég mig betur við
samtímann með því að setja ljótt nú-
tímaform við hliðina á einhverju
gömlu og fallegu úr fortíðinni.
Möguleikarnir eru endalausir.“
„Gott að hafa mikið og
óheft flæði hugmynda“
Kristinn Már Pálmason sýnir í Tveimur hröfnum
Morgunblaðið/Einar Falur
Táknheimur „Ef maður nær jafnvægi milli frjáls flæðis og aga þá gerist eitthvað,“ segir Kristinn Már Pálmason.