Morgunblaðið - 05.05.2017, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Ég sit hérna með sveittan skallann en ég er að fara í próf ímeistaranámi í lögfræði 6. maí,“ sagði Rebekka Rán Samperþegar blaðamaður ræddi við hana í gær, en hún á 50 ára af-
mæli í dag.
„Ég hef verið að undirbúa garðinn fyrir garðveislu og hvað er betra
tilefni en fimmtugsafmæli, en þegar maður er í svona námi þá verður
það að ganga fyrir afmælisdeginum. Ég ætla því að fresta veisluhöld-
um fram í góðviðrisjúní og án þess að lofa neinu þá stefni ég á að
halda garðveisluna þá.“
Rebekka lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands í fyrravor og
er nú á fyrra ári sínu í meistaranáminu. Hún starfar sem lögfræð-
ingur hjá Útlendingastofnun en hún hóf störf þar í október síðast-
liðnum.
Hún er líka á fullu í myndlistinni og leigir 50 fermetra stúdíó í
Garðabæ. „Ég hygg á frekari afrek á því sviði fljótlega og sé sumarið í
hillingum og ætla að eyða því að mestu í stúdíóinu.“ Sjálf býr Rebekka
í Kópavogi ásamt manni sínum, Geir Þorsteinssyni, fyrrverandi for-
manni KSÍ, en þau eiga tvö börn, Ellen, f. 1997, og Baltasar Darra, f.
2000.
„Svo var ég að auka við hundaforðann, á 12 ára labrador-tík en hún
er komin á ellilífeyri og er að njóta ævikvöldsins og til að létta henni
lundina fékk ég mér tvo whippet-hunda sem eru fyndnustu hundar í
heimi. Önnur er átta mánaða og hin tíu vikna og því í nógu að snúast á
heimilinu og þær taka aðeins athyglina frá lestrinum, ég verð að
viðurkenna það.“
Fríður flokkur Rebekka með hundunum sínum.
Á fullu í próflestri
Rebekka Rán Samper er fimmtug í dag
K
arl Steinar Óskarsson
fæddist á Aðalgötu 20
á Suðureyri við Súg-
andafjörð 5. maí 1967
og bjó á Suðureyri að
mestu leyti til ársins 1990.
Karl Steinar gekk í Grunnskól-
ann á Suðureyri, en lauk grunn-
skólanámi við Héraðsskólann í
Reykholti. Karl lauk raungreina-
deildarprófi í Tækniskóla Íslands
1992 og BSc-gráðu í eldisfræðum
frá Háskólanum í Sogndal í Noregi
árið 1998.
Karl Steinar starfaði að mestu
leyti við fiskvinnslu og sjómennsku
til ársins 1994. Eftir nám í Noregi
var hann framkvæmdastjóri Sam-
skipta, en hóf störf sem sölu- og
markaðsstjóri kjötvinnslunnar
Goða, sem rann inn í Norðlenska,
árin 2000 til 2004. Karl Steinar
starfaði sem sölustjóri nýrra bíla
hjá Ingvari Helgasyni árin 2004 til
2009, en þá hóf hann störf sem út-
gáfustjóri Birtíngs ehf. „Ég fór
sem sagt úr kjötinu í bílana og úr
bílunum í fjölmiðlana. Ég hef alltaf
verið í sölumálum og rekstri og það
skiptir ekki öllu máli hvaða rekstur
það er.“
Árið 2012 gerist Karl Steinar svo
framkvæmdastjóri Birtíngs og 2014
eignast hann hlut í Birtíngi sem
síðan er seldur til Pressunnar ehf. í
febrúar 2017. Frá apríl 2017 er
Karl Steinar framkvæmdastjóri
samstæðu Pressunnar ehf. „Undir
því eru Pressan, Eyjan, ÍNN og
landsmálablöðin. Nú er ég að skoða
reksturinn á þessu öllu saman, en
það eru aðeins tvær vikur síðan
Karl Steinar Óskarsson framkvæmdastjóri – 50 ára
Framkvæmdastjórinn Karl Steinar stýrir samstæðu Pressunnar en undir hana heyra m.a. netfjölmiðlarnir Eyjan
og Pressan, tímaritin Vikan, Gestgjafinn og Hús og híbýli, sjónvarpsstöðin ÍNN og ýmis landsmálablöð.
Súgfirðingur með veiði-
mennskuna í blóðinu
Yngri börnin Arney og Hrafney.
Kópavogur Haraldur Bragi Ívarsson fæddist 25. mars 2017 kl. 21.08. Hann vó
3.885 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Lára Björk Bragadóttir og Ívar
Örn Haraldsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is