Morgunblaðið - 17.05.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.05.2017, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  120. tölublað  105. árgangur  HÆGT AÐ AUKA LÍFSGÆÐI SÚR- EFNISÞEGA BARÐI FÉKK LANGSPIL ALMODÓVAR FER FYRIR AÐAL- DÓMNEFNDINNI STEF VERÐLAUNAR 30 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í CANNES 33KJARTAN MOGENSEN 12 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Algengara er að karlkennarar verði fyrir einelti, andlegu ofbeldi og kyn- ferðislegri áreitni í starfi sínu en kvenkyns starfsfélagar þeirra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem gerð var meðal fé- lagsmanna í Kennarasambandi Ís- lands; kennara í leik-, grunn- og fram- haldsskólum auk skólastjórnenda þar sem starfsumhverfi kennara var skoðað. Þar kemur einnig í ljós að rúmlega 10% félagsmanna í sam- bandinu hafa orðið fyrir einelti und- anfarin tvö ár, 5% hafa orðið fyrir hót- unum eða líkamlegu ofbeldi í starfi sínu og 2% hafa sætt kynferðislegri áreitni. Gerandinn er í flestum tilvik- um yfirmaður, en einnig er nokkuð um hegðun sem þessa af hendi nem- enda eða foreldra. Ásdís Ingólfsdóttir, formaður vinnuumhverfisnefndar KÍ, segir þessar niðurstöður koma verulega á óvart. „Þetta er talsvert meira en ég átti von á og ljóst að það þarf að kanna hvort einhverjir þættir í vinnuum- hverfinu ýta undir þetta,“ segir hún. Könnunin leiddi einnig í ljós að mikill meirihluti, eða 60% þessara mála, er ekki tilkynntur til næsta yf- irmanns eða stéttarfélags. Ásdís segir það vekja spurningar um hvort end- urskoða þurfi hvernig tilkynningum af þessu tagi sé komið á framfæri. Karlkennarar áreittir  Einelti, áreitni og ofbeldi er hluti af vinnuumhverfi kennara  Sjaldgæft að til- vikin séu tilkynnt til yfirmanns eða stéttarfélags  Gerandinn er oftast yfirmaður MLagðir í einelti … »18 Starfsumhverfi kennara » 10% eru lögð í einelti. » 12,5% verða fyrir andlegu ofbeldi. » 2% eru áreitt á kynferð- islegan hátt. » 60% málanna eru aldrei til- kynnt.  Öryggispróf- anir tölvuörygg- isfyrirtækisins Syndis sýna að um helmingur Ís- lendinga er með öryggisveikleika á tölvum sínum vegna óuppfærðs hugbúnaðar. Þetta veldur því að þeir eru mun viðkvæmari fyrir tölvuárásum eins og Wannacry sem nýlega dreifðist á tölvur í 150 löndum. „Við tókum úr- tak af 743 tölvum þar sem við gát- um mælt hugbúnaðarstjórnun með tilliti til öryggisuppfærslna. Úr þessu sáum við 321 tölvu með hug- búnað keyrandi á þekktum örygg- isveikleika. Það er næstum helm- ingur eða 43%,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, ráðgjafi í tölvu- öryggismálum og meðstofnandi Syndis. Þá er eru vísbendingar um að tölvuþrjótarnir á bak við tróju- hestinn og gíslatökuforritð Wan- nacry hafi óvart sýkt fleiri tölvur en til stóð. »9 Íslendingar auðveld bráð tölvuþrjóta Vírus Wannacry nýtir sér veikleika. Sumarið nálgast óðum og hefur veðrið farið hlýn- andi jafnt og þétt síðustu daga. Börnin sjást nú leika sér úti um alla borg, eins og hann Samúel Gísli sem velti sér með rjóðar kinnar í grasinu á róluvellinum við Freyjugötu, í góða veðrinu í gær. Morgunblaðið/Golli Samúel í sólinni  „Kaupmáttaraukning og lífs- kjarabati síðustu ár og áratugi hef- ur náð til flestra landsmanna, en sérstaka athygli vekur að ungt fólk hefur setið eftir,“ segir Konráð Guðjónsson, hjá greiningardeild Arion banka í samtali við Morgun- blaðið. „Ef maður skyggnist aðeins dýpra sér maður hvað húsnæðis- kostnaðurinn vegur sífellt þyngra hjá fólki, því hann hefur hækkað miklu meira en aðrir liðir í vísitölu neysluverðs. Hann vegur þar af leiðandi meira en hann gerði í byrj- un þessarar aldar. Þannig að hjá fólki þar sem húsnæðiskostnaður vegur hvað þyngst hefur kaupmátt- urinn aukist minna.“ »16 Sífellt þyngri hús- næðiskostnaður  Reykjavíkurborg hefur á skömm- um tíma hafnað tilboðum í allmörg verk þar sem þau reyndust veru- lega yfir kostnaðaráætlun. Hefur verið hætt við þessi verk í bili. Þar á meðal var gerð göngu- brúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell. Aðeins barst eitt tilboð í verkið, frá Ístaki hf., og var það 228% af kostnaðaráætlun. Tilboðið var rúmum 182 milljónum yfir kostnaðaráætlun. „Verktakar á vissum sviðum mannvirkjagerðar hafa mjög mikið að gera og hjá mörgum er verk- efnastaða þannig að þeir geta ekki bætt við sig verkefnum, a.m.k. þetta sumarið eða árið. Einkum á þetta við faggreinar í byggingar- iðnaði og þá hjá „smærri“ verktök- um,“ segir Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg. »6 Reykjavíkurborg hefur hætt við allmörg verk vegna þess að tilboðin voru alltof há Breiðholt Eitt af þeim verkum sem frestast er ný göngubrú.  Frystitogarinn Sólberg ÓF bætist í flotann á laugardag, er Rammi hf. í Fjallabyggð tekur formlega á móti skipinu á Siglufirði. Skipið er tæknilega mjög fullkomið og frysti- getan um 90 tonn af fiski á sólar- hring, sem er sambærilegt við stærstu frystihús fyrir bolfisk. Miðað er við að skipið nýti afla- heimildir eldri frystiskipa Ramma, Mánabergs og Sigurbjargar, sem veiddu á síðasta fiskveiðiári yfir 13 þúsund tonn. Reiknað er með að með fullkomnum búnaði um borð í nýja skipinu verði unnt að auka verðmæti um 20-25%. Sjálfvirkni er mikil og m.a. er mjöl- eða prótein- verksmiðja um borð. Skipið var smíðað í Tyrklandi og nemur fjárfestingin um fimm millj- örðum. króna „Ef við fáum að vinna í friði þá spjörum við okkur,“ segir Ólafur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Ramma hf. í Fjallabyggð. »14 Verðmæti aukin um 20-25% með nýju skipi Ramma hf. í Fjallabyggð Á heimleið Sólbergið ÓF-1 leggur af stað frá Tyrklandi áleiðis heim til Íslands.  Kjartan Magn- ússon, borgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir að flokk- urinn sé andvíg- ur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla al- menningssamgöngur. Hann segir áform um að fjármagna borgarlín- una með gjöldum vera einn eitt dæmið um aukna skattheimtu meirihlutans. Kristbjörg Stephensen borgar- lögmaður segir sveitarfélögum heimilt að leggja á innviðagjald í frjálsum samningum við lóðarhafa. Sveitarfélög geti ekki lagt á slík gjöld einhliða. Spurð út í hug- myndir um að láta hluta innviða- gjalds á vissum stöðum renna til uppbyggingar borgarlínu segir Kristbjörg að slík gjaldtaka þurfi líklega að eiga sér lagastoð. »10 Andvígur nýjum innviðagjöldum Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.