Morgunblaðið - 17.05.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
NIKITA
hundaolía
Selolía fyrir
hunda
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Jafnlaunafrumvarpið í forgangi
Allsherjar- og menntamálanefnd keppist við að klára málið SA segir kostnað hlaupa á milljörðum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Allsherjar- og menntamálanefnd Al-
þingis leggur áherslu á að ljúka af-
greiðslu frumvarpsins um jafnlauna-
vottun sem fyrst, að sögn Áslaugar
Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns
nefndarinnar.
„Þetta er í forgangi hjá nefndinni
og við gerum okkar besta,“ sagði Ás-
laug Arna. Nefndin tók á móti gest-
um vegna umsagna um málið í gær
og á morgun er von á einum gesti til
viðbótar og fulltrúum ráðuneytisins.
„Eftir það þarf nefndin að ræða
hvort hún vill
gera einhverjar
breytingar á
frumvarpinu. Það
er mikilvægt að
vinna þetta vel,“
sagði Áslaug
Arna. Hún sagði
að ýmsar góðar
athugasemdir við
frumvarpið hefðu
komið fram. En
telur hún að hægt verði að afgreiða
það í vor?
„Já, ég gæti alveg trúað því en við
þurfum að leggjast betur yfir at-
hugasemdir sem komið hafa fram,“
sagði Áslaug Arna. Hún sagði að ef
vinnan sem væri eftir vegna frum-
varpsins ylli því að afgreiðsla þess
drægist fram á haustið þá yrði svo að
vera.
Nítján umsagnir bárust
Samtals bárust nítján umsagnir
um frumvarpið frá hinum ýmsu fé-
lögum, samtökum, stofnunum og
fræðimönnum.
Samtök atvinnulífsins (SA) sendu
efnismikla umsögn. Meðal annars
segjast þau ekki vera fylgjandi lög-
festingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85
en leggjast þó ekki gegn því að frum-
varpið verði að lögum, að teknu tilliti
til athugasemda sem SA gerir.
SA bendir m.a. á að staðallinn ÍST
85 sé eign Staðlaráðs en samkvæmt
frumvarpinu virðist sem leggja eigi
hald á vinnu Staðlaráðs við gerð
staðalsins. Eins veki það athygli að
staðallinn sem ætlunin er að leiða í
lög er ekki birtur með frumvarpinu
og hann er ekki heldur að finna á
meðal þingskjala. Því vakni spurn-
ing um hvernig almenningur og fyr-
irtækin geti kynnt sér lagasetn-
inguna til fulls. Varla sé ætlunin að
hver og einn þurfi að leggja út fé til
að kaupa staðalinn sem ætlunin sé að
lögfesta.
SA bendir líka á mikinn kostnað
við lögfestingu jafnlaunavottunar.
SA telur að innri kostnaður fyrir-
tækja við innleiðingu staðalsins og
kostnaður vegna kaupa á þjónustu
sérfræðinga í stöðlum og launakerf-
um muni hlaupa á nokkrum millj-
örðum króna fyrir þá 1.200 aðila sem
um ræðir.
Þá bendir SA á að með því að
tryggja samfellu í dagvistunarúr-
ræðum frá lokum fæðingarorlofs
væri stigið risastórt skref til að
draga úr heildarlaunamun kynjanna.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Þau Lucile Delfosse og Hrafn Ósk-
arsson, sem bæði vinna hjá Skóg-
ræktinni á Tumastöðum í Fljóts-
hlíð, hafa hænt að sér villta
auðnutittlinga með fóðurgjöfum.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Skógræktarinnar (www.skogur.is).
Kjörkuðustu fuglarnir setjast í
lófa þeirra og gæða sér á sólblóma-
fræjum. Kvenfuglarnir eru frakk-
ari í þeim efnum en karlfuglarnir.
Auðnutittlingum hefur fjölgað á
Tumastöðum. Fyrir fáeinum árum
varð hrun í stofninum um allt land.
Hrafn hefur fylgst með fuglunum
og gefið þeim á veturna í áratugi.
Fuglarnir venjast mönnum smám
saman. gudni@mbl.is
Kerlan er
frakkari
en karlinn
Ljósmynd/Trausti Jóhannsson
Lófagjöf Lucile Delfosse með óttalausan auðnutittling í lófa sér.
Önnur fyrirtaka í
máli ákæruvalds-
ins gegn Thomasi
Møller Olsen, sem
ákærður er fyrir
að hafa orðið
Birnu Brjáns-
dóttur að bana,
fór fram í Héraðs-
dómi Reykjaness
í gær.
Kolbrún Bene-
diktsdóttir varahéraðssaksóknari
lagði fram viðbótargreinargerð
vegna notkunar á símum og jafn-
framt afrit af grænlensku sakavott-
orði ákærða, sem eftir á að þýða yfir
á íslensku.
Þá var dómkvaddur bæklunar-
læknir, Ragnar Jónsson, til að meta
Thomas og hvort hann hefði verið
fær um að fremja verknaðinn. Lækn-
irinn fær nú gögn málsins til að fara
yfir og svara tveimur spurningum
sem fyrir hann hafa verið lagðar.
Enn hefur ekki fengist réttar-
meinafræðingur til að taka málið að
sér, en búið er að óska eftir aðstoð
sænsks réttarmeinafræðings sem
eftir á að gefa svar. Til stendur að
dómkveðja hann í næstu viku, eða
einhvern annan sem fæst til verks-
ins. Hlutverk réttarmeinafræðings í
málinu er að svara fimm spurningum
er liggja fyrir.
Hinn ákærði var ekki viðstaddur
fyrirtökuna. solrun@mbl.is
Fyrirtaka
í Birnumál-
inu í gær
Sakborningur Í
lögreglufylgd.
Leitað að réttar-
meinafræðingi
Önnum kafinn málari var að skafa húsvegg á
Laugavegi 28 b í Reykjavík í gær, væntanlega til
þess að búa hann undir málningu.
Samkvæmt veðurspá dagsins fyrir höfuðborg-
arsvæðið má búast við vaxandi norðanátt í dag,
allt að 10-15 m/s síðdegis. Eins er að vænta smá-
skúra sem þykja ekki góðir fyrir málningar-
vinnu. Það verður líka með svalara móti eða 5-8
stiga hiti.
Skrapað og skafið svo skín í bert
Morgunblaðið/Eggert