Morgunblaðið - 17.05.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.05.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Uppsagnir fimm sjúkraflutninga- manna af sjö á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi taka gildi á föstudag. „Þetta er beinlínis hættu- legt,“ segir Stefán Pétursson, for- maður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um stöð- una sem við blasir. Sjúkraflutningamennirnir sögðu upp vegna óánægju með að sjúkra- flutningamenn í hlutastörfum hafa ekki fengið leiðréttingu á kjörum sínum og formi ráðningar, þrátt fyr- ir bókun þess efnis í kjarasamningi frá því í desember 2015. Þar var gert ráð fyrir að í júní 2016 lægi fyrir skýrsla um úttekt á störfum sjúkra- flutningamannanna og umfangi og eðli starfa þeirra. Í desember átti að liggja fyrir áætlun um breytingar og kostnaðarmat og nýtt fyrirkomulag átti síðan að taka gildi 1. janúar síð- astliðinn. Enn hefur það ekki gerst þrátt fyrir eftirrekstur lands- sambandsins. Kæmi ekki á óvart Ekkert liggur fyrir um uppsagnir fleiri sjúkraflutningamanna sem eru í svipaðri stöðu og mennirnir fimm á Blönduósi. Það kæmi Stefáni Pét- urssyni þó ekki á óvart ef fleiri upp- sagnir bættust við. Óánægjunnar hefur víða orðið vart. Nefna má að í síðasta mánuði sendu 23 hlutastarfandi sjúkraflutn- ingamenn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík, Dalvík, Siglu- firði og Blönduósi frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkið að ganga frá samningum. thorunn@mbl.is Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hætta á föstudag Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vandi Sjúklingur færður í sjúkrabíl við erfiðar aðstæður.  Búist er við fleiri uppsögnum Vilhjálmur A. Kjartansson Magnús Heimir Jónasson „Þetta er ekki ágreiningur um stefnu heldur skipulag. Mér finnst mikilvægt að halda því til haga,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spurður um afsögn Ástu Guðrúnar Helgadóttur sem þing- flokksformanns Pírata. „Málið snýst um það hvernig við nálgumst störf þingflokksformanns og hvernig við deilum hlutverkum á milli okkar. Við viljum ekki festast í því formi sem okkur var sett af þinginu heldur finna okkar eigin leiðir, finna hvað hentar okkur best.“ Engin niðurstaða liggur fyrir um það fyrirkomulag sem Píratar vilja hafa á stjórn þingflokks síns að sögn Smára en hann er vongóður um að nýtt og betra fyrirkomulag verði komið í sumar. Ásta vill hefðbundið skipulag „Það er ágreiningur innan þing- flokksins hvaða leið skuli fara. Ein- hverjir vilja fara hefðbundnari leiðir meðan aðrir vilja fara óhefðbundnar leiðir og í lokin er þetta alltaf spurn- ing hvernig við erum að nálgast þingstörfin. Ég býst við að við mun- um halda þessu samtali áfram næstu vikur og að endanleg mynd verði komin á þetta í sumar. Niður- staðan verður þó aldrei að við verð- um með engan strúktúr heldur þann sem hentar okkur,“ segir hann. Smári segir sumt í starfi þing- flokksformanns vera lögbundið meðan annað sé frjálsara. Ásta er að hans sögn í hópi þingmanna flokksins sem hallast að því að störf þingflokksformanns séu í hefð- bundnari kantinum þvert á það sem flestir þingmenn flokksins telja æskilegt. „Sjálfur er ég þarna einhvers staðar mitt á milli. Ég vil halda í ákveðna hefðbundna nálgun en vil líka nýta fjölbreytnina og fara nýjar leiðir. Þetta er allt mjög óformað hjá okkur enn,“ segir Smári. Kapteinn Pírata, Birgitta Jóns- dóttir, vildi ekki tjá sig um málið en- sagði að Einar Brynjólfsson væri með skipulagsmálin á sinni könnu. Ekki náðist í Einar eða Jón Þór Ólafsson, þingmann flokksins. Ósætti er um hlutverk þing- flokksformanns  Píratar reikna með endanlegri mynd á forystu þingflokks í sumar Morgunblaðið/Golli Píratar Flokkurinn vinnur nú að því að koma á sátt um innra skipulag. Sjávarklasinn fagnaði í gær fimm ára afmæli. Öflugt og sívaxandi frumkvöðlastarf er í Húsi sjávarklasans. Þar er samfélag hátt í 70 fyrirtækja og frumkvöðla í haf- sækinni starfsemi á ýmsum sviðum. „Það er gríðarlega ásókn í umhverfi Sjávarklasans. Við sjáum fyrir okkur að þetta muni bara vaxa,“ sagði Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávar- klasans. Hann sagði að nýir frumkvöðlar kæmu að minnsta kosti í hverri viku með mjög áhugaverðar hug- myndir. Nú er verið að setja upp fjórða rýmið í frum- kvöðlasetrinu. Þar fær inni fólk sem er að stíga fyrstu skrefin með nýjar hugmyndir og viðskiptaáform. „Mesta eftirspurnin er á því sviði hjá okkur núna, sem er gríðarlega ánægjulegt. Þetta gerir starf okkar svo skemmtilegt,“ sagði Þór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- ráðherra afhenti í gær bakhjörlum Sjávarklasans sér- stakar viðurkennningar. Þeir eru Brim, Eimskip, Ice- landair Cargo og Mannvit. Fulltrúar bakhjarlanna og Sjávarklasans eru á myndinni ásamt ráðherranum. Morgunblaðið/Eggert Sjávarklasinn fer sívaxandi Robert Spencer, trúarbragðafræð- ingur og rithöfundur, fullyrðir í opnu bréfi til „íslensku stjórnmála- og fjöl- miðlaelítunnar“ að sér hafi verið byrlað eitur í Reykjavík. Hann segir að vinstrisinni beri ábyrgð á verkn- aðinum. Sem kunnugt er héldu Spencer og Christine Williams fyrirlestra á opn- um fundi á Grand hóteli 11. maí. Þau starfa bæði fyrir samtökin Jihad Watch og er Spencer formaður þeirra. Yfirskrift fundarins var „Ísl- am og framtíð evrópskrar menning- ar – Er hægt að nútímavæða íslam?“ Fyrir fundinum stóð Vakur – samtök um evrópska menningu. Spencer segir að eftir fundinn hafi hann farið ásamt fleirum á veitinga- hús til að halda upp á góðan fund. „Ungur Íslendingur ávarpaði mig með nafni, tók í höndina á mér, og kvaðst vera mikill aðdáandi. Stuttu síðar ávarpaði annar borgari ykkar háttprúða lands mig með nafni, tók í hönd- ina á mér og bölv- aði mér.“ [Laus- leg þýðing blaðamanns]. Spencer telur að annar þessara manna hafi eitrað fyr- ir hann og hefur borið kennsl á hann. Spencer kvaðst hafa fundið vanlíð- an þegar hann kom á hótelherbergi sitt. Hann fann til doða í andliti, höndum og fótum, fór að skjálfa og kasta upp. Þá var hjartslátturinn mjög hraður. Farið var með hann á bráðamóttöku Landspítala þar sem hann varði nóttinni. DV birti í gær læknaskýrslu frá Landspítalanum, sem Spencer sendi DV. Þar kemur m.a. fram að þvag- prufa hafi sýnt merki um amfetamín og MDMA (virka efnið í e-töflum). Nokkur dæmi eru þess að íslensk ungmenni hafi dáið eftir neyslu MDMA. Í læknaskýrslunni kemur og fram að einkennin sem Spencer sýndi hafi helst líkst kvíðakasti. Hann neitaði því að vera á rítalíni eða öðrum lyfj- um. Ekki fundust merki um alvar- lega eitrun, samkvæmt skýrslunni. Læknirinn ráðlagði Spencer m.a. að draga úr streitu ef hann gæti. Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, staðfesti að mál af þessu tagi hefði komið inn á borð lögregl- unnar. Rannsókn er á frumstigi og er unnið að gagnaöflun. gudni@mbl.is Fluttur á bráðamóttöku Robert Spencer  Telur að sér hafi verið byrlað eitur  Merki um amfetamín og MDMA fundust í þvagi Roberts Spencer Ólafur Ólafsson, sem kenndur er við Samskip, hefur afhent stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþingis gögn sem hann hyggst kynna nefnd- inni á fundi í dag. Þetta staðfesti Jón Steindór Vald- marsson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd- inni og framsögumaður í umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um sölu Búnaðarbankans, í samtali við mbl.is. í gær. Fundurinn hefst klukkan 15.15 í dag og verður hann opinn fjöl- miðlum. Áður hafði komið fram að Ólafur myndi ekki koma fyrir nefnd- ina nema nýjar upplýsingar kæmu fram. Algjör trúnaður ríkir um gögnin og því ekki hægt að segja hvort þau varpa nýju ljósi á sölu Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003. Jón vildi lítið tjá sig um málið í gær og þegar hann var spurður hvort nefndarmenn hefðu nægan tíma til að fara yfir gögnin fyrir fund dagsins í dag sagði hann „gögnin komu fyrir klukkutíma. Þetta verður „showtime“ á morg- un“. Ólafur Ólafsson mætir fyrir eftirlitsnefnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.