Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 11

Morgunblaðið - 17.05.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 NÝTT NÝTT Verið velkomin Glæsilegt úrval af nýjum hlýra stutterma og kvarterma bolum í mörgum litum og gerðum Kvartbuxur í þremur litum hvítt, beige og svart Stærðir S-XXXL Einnig peysur, jakkar, ponsjó, túnikur, velúrgallar, töskur o.fl. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Fyrri helmingur maímánaðar er lið- inn og hefur hann „boðið upp á allan pakkann“ eins og sagt er, hlýindi, mikinn vindhraða, mikla úrkomu og háan loftþrýsting. Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings hefur maí verið hlýr. Meðalhiti í Reykjavík er nú 8,1 stig, 2,9 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 2,0 stigum ofan með- allags síðustu tíu ár. Þetta er næsthlý- jasti fyrrihluti maímánaðar í Reykja- vík á öldinni og sá sjötti hlýjasti frá upphafi samfelldra mælinga. Langhlýjast var 1960, meðalhiti sömu daga þá 9,4 stig, en kaldastir voru þessi dagar í Reykjavík 1979, meðal- hiti 0,3 stig. Einnig hefur verið mjög hlýtt fyrir norðan, meðalhiti á Akureyri er nú 8,0 stig, það fjórða hæsta sem vitað er um þar á bæ. Úrkoma hefur verið mikil víðast hvar á landinu. Á nokkrum stöðvum hefur fyrri hluti maímánaðar ekki verið votari en nú, t.d. í Neskaupstað, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, á Gilsá í Breiðdal og Þverá í Dalsmynni. „En úrkomu hefur verið einkennilega mis- skipt, sáralítil úrkoma hefur enn mælst víða á vestanverðu Norður- landi og norðantil á Vesturlandi,“ seg- ir Trausti og nefnir að á Grímsstöðum á Fjöllum hafi aðeins mælst 1,3 milli- metra úrkoma. Loftþrýstingur mældist hærri en hann hefur orðið í maí í rúm 20 ár. Þrýstingurinn nú fór hæst í 1040,8 hPa á Reykjavíkurflugvelli. Það var 13. maí 1996 að þrýstingur fór síðast í 1040 hPa hér á landi, þá á Raufarhöfn. Fjórða óvenjulega atriðið er vind- hraðinn á dögunum, segir Trausti. Hinn 10. reiknaðist meðalvindhraði í byggð 11,2 m/s sem er með mesta móti í maí. sisi@mbl.is Maí hefur boðið upp á óvenjulegt veður Morgunblaðið/Styrmir Kári Sólskin Meðalhiti í Reykjavík í maí er nú 8,1 stig, 2,9 stigum ofan meðallags. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meginhluti þess steinefnis sem notað er í malbik hér á landi er fluttur inn frá Noregi. Það gera malbikunar- stöðvarnar til að fullnægja kröfum Vegagerðarinnar, bæjarfélaga og annarra verkkaupa um styrkleika malbiksins. „Þótt við búum á klettaeyju úr grjóti er basaltið ekki nógu gamalt. Það er ekki nógu slitsterkt til að ráða við nagladekkin. Norska granítið er nokkurra milljóna ára gamalt og mun endingarbetra,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri mal- bikunarstöðvarinnar Hlaðbær- Colas. Kröfur um styrk aukast Hans fyrirtæki flytur inn frá Nor- egi í ár meira en hundrað þúsund tonn af steinefni. Það er notað í mal- bik á vegi, götur og flugbrautir. Mal- bik með steinefnum úr íslenskum námum er aðallega notað þegar verið er að malbika bílastæði og göngu- stíga og í undirlag malbiks. Notað er meira en tvöfalt meira af innfluttum steinefnum en innlendum hjá Hlaðbæ-Colas. Fyrirtækið hefur flutt inn stein- efni í áratugi. Sigþór segir að kröfur verkkaupa til gæða malbiks hafi ver- ið að aukast og því hafi innflutningur aukist heldur á síðustu árum. Naglar á flutningabílana Innflutt ljós og slitsterk steinefni eru almennt notuð þegar vegir um jarðgöng eru malbikaðir. Það var gert þegar Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun árið 1998. Þá var áætl- að að malbikið myndi endast í 5-7 ár en það dugði í 16-17 ár því ekki var malbikað aftur fyrr en á árunum 2014 og 2015. Aftur var malbikað með norsku efni. Sigþór Sigurðsson segir að sér- staklega sterk blanda hafi verið not- uð í malbikun Hvalfjarðarganga 2014-2015 og segist hann hafa spáð því að malbikið myndi endast í 25 ár fyrst eldra malbikið entist í 17 ár. Það virðist ekki ætla að ganga eftir því nú þegar sér á slitlaginu. Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar, telur að nýja malbikið endist ekki jafn lengi og það eldra. Umferðin sé orðin miklu meiri en var í upphafi og nú hafi það bæst við að flutningabílar landsbyggðarinnar séu komnir á nagladekk. Þeir séu fljótir að rífa upp malbikið. Reiknar hann ekki með að malbikið endist lengur en í 7-8 ár, eða helmingi skemur en það gamla. Líkur eru á að malbik endist leng- ur í jarðgöngum en á vegum úti. Jafn hiti er í göngunum og lítil bleyta og ekki þarf að salta. Ekki fannst nógu gott efni Sigþór Sigurðsson segir að miklar kröfur séu gerðar í nýju göngunum um styrkleika steinefna. Segir hann að Húsavíkurgöng séu gott dæmi um það. Þar séu sérstaklega þungir vagnar keyrðir fram og til baka. Heimamenn hafi verið fengnir til að leita að námum á svæðinu en engar hafi fundist nógu góðar. Því hafi efn- ið verið flutt frá Noregi og sér- staklega sterkt efni í efra lagið. Sama eigi við um Norðfjarðargöng sem nú er verið að malbika. Fundist hafi náma í Jökuldal sem hægt hafi verið að nota að hluta en síðan flutt inn efni í efra malbikslagið, slitlagið. Sigþór segir að ef náma sé nálægt framkvæmdastað sé ódýrara að nota efni þaðan en ef aka þurfi langar leið- ir sé ódýrara að flytja efnið inn frá Noregi. Annað efni á flugbrautir Notuð hafa verið norsk steinefni í flestar flugbrautir sem Hlaðbær- Colas hefur malbikað á undanförnum árum. Þó var íslenskt efni notað á Egilsstöðum. Aðrar kröfur eru gerðar til mal- biks á flugbrautum en vegum. Sigþór segir að í verkefni sem fyrirtækið er núna að vinna að á Keflavík- urflugvelli sé sóst eftir þoli gegn slíp- un sem verði þegar vélarnar lenda. Þetta sé önnur áraun en á vegunum þar sem nagladekkin myndi hjólför. Keypt var sérstakt efni frá Noregi sem hentar við þessar aðstæður.  Íslenska bergið of veikt fyrir alvöru- malbik  Auknar kröfur um styrk Morgunblaðið/Rósa Braga Verk að vinna Malbikunarflokkur að störfum á höfuðborgarsvæðinu. Öflug tæki þarf að hafa svo eitthvað gangi. Meginhluti steinefnanna frá Noregi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.