Morgunblaðið - 17.05.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 17.05.2017, Síða 21
isaukaskatts hemji vöxt ferðaþjónustunnar sem aftur veldur styrkingu krónunnar. Þetta er langsótt getgáta og miklu nær að slík aðgerð skaði rekstrargrundvöll smærri fyrirtækja á landsbyggðinni og áræðni til framtíðarupp- byggingar. Svo er sagt að ferðaþjónustan njóti ívilnunar sem kominn sé tími til að afnema. Þetta er ótrúlega heimóttarlegt sjónar- mið. Tekjur ferðaþjónustunnar hafa skapað gjaldeyrisforða og hag- stæðan viðskiptajöfnuð. Reist Ís- land eftir hrun. Áhrif gengisstyrk- ingarinnar eru ekki komin fram af fullum þunga. Tvöföldun skattsins þar ofan á leiðir til óhagkvæmari samkeppnisaðstöðu alþjóðlega og skerðir þann ávinning sem íslenska þjóðin nýtur af greininni. Í umræðu- þætti nýverið fullyrti fjármálaráð- » Verðlækkun en ekki -hækkun er raun- veruleiki fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fjár- málaráðuneytið virðist kappkosta að reikna sig frá raunveruleikanum. Höfundur er ferðaþjóustubóndi með meiru. steinar@fossatun.is aðarráðherra og breytti lögunum þannig að það sem Hæstiréttur hafði dæmt ólöglegt yrði löglegt. Atvinnu- veganefnd Alþingis og alþingismenn blessuðu gjörning- inn. Ég fullyrði að þeir alþingismenn sem greiddu atkvæði með breytingunni gerðu það ekki sam- kvæmt eigin sann- færingu, heldur til þjónkunar við Landsamband veiðifélaga. Núver- andi dómsmálaráðherra sagðist við afgreiðslu málsins í þinglok 2015 efast um að lagasetningin stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Hún hafði rétt fyrir sér. Lögin um lax- og silungsveiði eru orðin ólög. Að auki, öndvert við forsendur lagasetning- arinnar, eru þau farin að kosta rík- issjóð vegna tvöfaldrar virðis- aukaskattsskráningar sem veiðifélögin geta tekið upp. Eitt virðisaukaskattnúmer fyrir sölu lax- veiðileyfa með 0% virðisaukaskatti og annað fyrir rekstur veiðihússins sem tryggir endurgreiðslu innskatts vegna framkvæmda og reksturs á sveitahótelinu. Aftur er búið að skapa ójafnar aðstæður fyrir til- stuðlan óupplýstra ráðamanna. Nú skal reitt til höggs. Því er haldið fram að hækkun virð- herra að verðhækkanir í ferðaþjón- ustu hefðu numið 11% á síðasta ári. Þetta stenst engan veginn. Gengis- styrkingin hefur þær afleiðingar að færri krónur fást fyrir verð sem bókað er í erlendri mynt. Þannig var 140-herbergið í Fossatúni 21.000 kr. þegar það var sett í sölu árið 2015 á genginu 150, en varð að 18.200 kr. þegar gesturinn kom sumarið 2016 og greiddi á genginu 130. Svona virkar gengisstyrkingin. Verðlækkun en ekki -hækkun er raunveruleiki fyrirtækja í ferða- þjónustu á síðasta ári. Fjármála- ráðuneytið virðist kappkosta að reikna sig frá raunveruleikanum. Það er öldurót núna í greininni. Aukinn fjöldi ferðamanna og hækk- andi rekstrarkostnaður. Miklar fjár- festingar og okurvextir. Það er hvorki rétt að taka íþyngjandi ákvarðanir uppi á hæsta öldutoppi né niðri í öldudal. Rétt að bíða og meta aðstæður þegar hægist um og meira jafnvægi kemst á. Hinsvegar blasa við verkefni sem þarf að sinna til að gera betur við ríkjandi að- stæður. Flest þeirra standa upp á ríkisvaldið. Hvernig væri að ráða- menn einbeittu sér að samvinnu í stað sundurlyndis við okkur starfs- menn á plani? Efldu skilning í stað skilningsleysis? Steinar Berg MINNINGAR 21Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Það er komið ár frá and- láti þínu, elsku mamma mín, og það eru blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér. Minningar sem rifjast upp færa mér gleði en líka depurð því ég veit að ég mun ekki fá tækifæri til að skapa fleiri minn- ingar með þér. Síðan þú kvaddir þennan heim hefur lífið ekki verið samt. Við höldum áfram með líf okkar en eftir situr djúpur söknuður og tómleiki. Það mun enginn nokkurn tíma koma í staðinn fyr- ir þig. Það er margt sem fer í gegnum huga minn þegar ég hugsa til þín og lífs okkar. Við gerðum margt saman og líf okkar voru svo samtvinnuð. Það voru bara við tvær og þú varst alltaf mín helsta stoð og stytta. Þú varst bæði ástrík móðir og einnig góð vinkona. Það er erfitt að geta ekki lengur leitað til þín með alla skap- aða hluti og fengið aðstoð og ráðlegg- ingar. Ég hugsa svo oft um hvað þú myndir gera í þeim aðstæðum sem koma upp hjá mér og hvað þér myndi finnast. Oft langar mig að taka upp símann og hringja í þig, en nú verð ég bara að ráða fram úr hlutunum sjálf og treysta á sjálfa mig. En það er líka það sem þú kenndir mér, mamma mín. Þú sem varst alltaf svo sjálfstæð, dugleg og sterk og mikil fyrirmynd fyrir mig. Þú sem tókst alltaf málin í eigin hendur og gekkst bara í verkin. Í mínum augum var ekkert sem þú gast ekki gert. Þú varst líka svo fjöl- hæf og þér var svo margt til lista lagt. Þú varst sannkallaður listamaður og allt sem þú gerðir gerðir þú svo ótrúlega vel. Jóhanna Hákonardóttir ✝ Jóhanna Hákonar-dóttir fæddist 26. júlí 1950. Hún lést 3. maí 2016. Útför Jóhönnu fór fram 17. maí 2016. Öll fallega handavinnan, málverkin, húsgögnin og margt fleira sem þú bjóst til og skilur eftir þig, þetta er mikill fjársjóður fyrir mig og strákana. Ég mun varð- veita þessa muni alla tíð, enda er svo mikið af sjálfri þér í þeim, að mér finnst jafnvel eins og hluti af þér sé hér enn. En þó er fátt jafn dýr- mætt og að eiga svona góða mömmu og ömmu eins og þig. Það er ómetanlegt og við urðum fyrir miklum missi að missa þig úr lífi okkar, ég og strákarnir. Og þó að þeir auðveldi mér að komast í gegnum sorgina þá eru gleði- stundirnar með þeim ljúfsárar, því þú ert ekki hér að njóta þeirra með okkur. Þeir voru þér svo afskaplega kærir og því er erfitt að sætta sig við það að þú verðir ekki hérna með okkur að upplifa allar stundirnar sem eiga eftir að koma í fram- tíðinni. Ég vildi að þú værir hérna með okkur og ég veit að þú myndir njóta þess svo mikið að vera í kringum alla ömm- ustrákana þína og hvað þeir myndu njóta góðs af samverunni við þig. Þú tókst á við veikindi þín af miklum styrk og jákvæðu hugarfari. Ég ætla að taka mér þig til fyrirmyndar og reyna að hafa sama viðhorf til lífsins, vera jákvæð og horfa björtum augum til framtíðar. Ég trúi því að þú hefðir viljað það fyrir okkar hönd. Þú hefur gefið okkur gott veganesti út í framtíðina og þó það sé sárt að kveðja þá búum við að öllum góðu stundunum sem við höfum átt saman. Þakka þér fyrir allt, elsku mamma. Takk fyrir að hafa verið mér svo hlý og góð móðir og strákunum mínum svo yndisleg amma. Við elskum þig og söknum þín og þú verður alltaf með okkur. Þín dóttir, Helga. Elsku amma mín, nú er komið ár síðan þú kvaddir okkur og langar mig því að skrifa þér nokkur orð. Ég fékk að eiga mikla hlutdeild í þínu lífi og þeg- ar ég lít til baka sé ég hvað ég hef ver- ið ótrúlega heppin að eiga svona góða ömmu og hvað það hefur gefið mér mikið í lífinu. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og heimili þitt stóð mér ávallt opið. Það var líkt og mitt eigið heimili, enda komu tímar þar sem ég bjó heima hjá þér í Mosgerðinu. Þar leið mér alltaf svo vel og ég á margar góðar minningar þaðan. Við gerðum margt saman, eins og að hlusta á tón- list. Þú hafðir góða söngrödd og hafðir gaman af því að syngja og það áttum við sameiginlegt. Oft bökuðum við pönnsur og lásum Dísu ljósálf fyrir svefninn. Ég fór með þér í heimsóknir til vina þinna eða til Rögnu systur þinnar. Stundum tókum við strætó og heimsóttum Rögnu í vinnuna eða til langafa sem dvaldi á Droplaugarstöð- um. Þegar langafi og langamma voru dáin fylgdi ég ykkur systrunum oft í kirkjugarðinn að vitja leiðis þeirra. Þó mér finnist dálítið erfitt að koma þang- að í dag er það samtímis notalegt því þá rifjast upp fyrir mér þessar góðu minningar. Það er ekki hægt að rifja upp liðna tíma án þess að minnast á Vestfirðina og öll sumrin í Haukadalnum þar sem þið systurnar dvölduð í Hafgolunni. Þar gátum við fjölskyldan eytt tíma saman og ræktað tengslin en það skipti þig alltaf svo miklu máli að fjöl- skyldan væri náin og samhent. Við munum alltaf búa að þessum tíma sam- an og skipar sá staður stóran sess í Sigurlaug Helga Leifsdóttir ✝ Sigurlaug Helga Leifs-dóttir fæddist 6. ágúst 1926. Hún andaðist 10. maí 2016. Útför Helgu fór fram 17. maí 2016. hjörtum okkar allra í fjöl- skyldunni. Þú varst alltaf svo gjaf- mild. Þér þótti ekkert jafn skemmtilegt og að gefa gjafir, sérstaklega okkur barnabörnunum. Á jólum varst þú oft spenntust af okkur öllum, því þú hlakk- aðir svo til að sjá okkur krakkana opna gjafirnar og gleðjast með okkur. Og ekki breyttist það þegar barnabarnabörnin komu. Þú vildir allt- af vera handviss um að allir fengju gjafir frá þér og það sem þá langaði í. Þú kenndir mér gleðina sem felst í því að gefa öðrum enda passaðir þú alltaf upp á að ég gæfi mömmu fallega gjöf og fallega skrifað kort. Þær voru skemmtilegar bæjarferðirnar hjá okk- ur fyrir jólin að leita að gjöf fyrir mömmu og skoða jólasveinana í búð- argluggunum. Á síðustu árum þínum bjóst þú í Bólstaðarhlíðinni og urðum við þá ná- grannar. Við Bjössi gátum rölt yfir til þín í heimsókn í kaffi og kökur sem okkur þótti alltaf skemmtilegt. Seinna þegar Hörður fæddist fluttum við úr hverfinu en urðum svo aftur nágrann- ar þegar þú fluttist yfir á Grund. Þá var Hrafnkell litli fæddur og ég gat gengið með hann í heimsókn til þín í vagninum. Við hlökkuðum til að geta eytt meiri tíma með þér en því miður þá fór það ekki á þann veg því þú kvaddir óvænt. Eftir lifa þó allar góðu minningarnar okkar saman. Ég kveð þig með kvöldbæninni okk- ar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíldu í friði, elsku amma. Þín dótturdóttir og nafna, Helga. Íslenskur landbún- aður stendur á mik- ilvægum tímamótum um þessar mundir. Nú er að hefjast endur- skoðun á rekstr- arumhverfi hans sem samþykkt var við af- greiðslu Alþingis á bú- vörusamningunum í fyrrahaust. Ekki er sjálfgefið að nið- urstaðan verði landbúnaðinum og ís- lenskum neytendum hagstæð. Þvert á móti er ýmislegt sem bendir til þess að aðrir hagsmunaaðilar muni sæta lagi og koma sínum sérhags- munum fram. Nokkurrar vanþekkingar eða mis- skilnings virðist gæta hjá ýmsum hagsmunasamtökum, kaupmönnum og stjórnmálamönnum sem segja að stuðningur við íslenskan landbúnað mismuni atvinnugreinum hér á landi. Þessum skoðunum er haldið á lofti af þeim sem telja sig vera að tala fyrir lægra verði á matvælum og einhverskonar jafnræði. Sannleikurinn er sá að landbúnaður nýtur samfélagslegs stuðnings í öll- um helstu nágranna- og við- skiptalöndum okkar, meðal annars í öðrum norrænum ríkjum, í ESB- ríkjum og í Bandaríkjunum og Kan- ada, þó að útfærslan sé staðbundin. Ástæðurnar eru líka svipaðar og ein af þeim er fæðuöryggi sem aðrar þjóðir greina sem hluta af þjóðarör- yggi sínu, ásamt vörnum, nægu eldsneyti, orku og fleiri þáttum. Veik staða Þó að búvörusamningarnir hafi hlotið formlegt samþykki á þingi, galt landbúnaðurinn afhroð í um- ræðunni sem þeim tengdist. Aðeins um einn kjósandi af hverjum átta lýsti sig fylgjandi samningunum. Um 80% þeirra sem tóku afstöðu voru samningunum andvígir. And- staðan var meiri hjá yngri aldurs- hópunum. Þessi staða endurspegl- aðist í afstöðu alþingismanna. Aðeins 19 af 63 samþykktu samn- ingana en yfirgnæfandi meirihluti sat hjá. Landbúnaðurinn átti áður fyrr sína formælendur á Alþingi og eigið ráðuneyti. Nú eru færri bændur á þingi og ráðuneytið horfið. Bak- landið hefur ekki að- eins veikst heldur hef- ur samkeppnin einnig eflst. Öflug versl- unarfyrirtæki og sam- tök þeirra hafa lagt áherslu á mikilvægi innflutnings. Gildi auk- ins framboðs er dásam- að undir þeim for- merkjum að verið sé að gæta hagsmuna neyt- enda. Sá grunur læðist þó að mörgum, að verslunin sé, í aðra röndina að minnsta kosti, að seilast í stærri sneið af verði vörunnar. Vandinn innanbúðar Helsti vandi íslensks landbúnaðar er að virðiskeðja framleiðslunnar er að miklu leyti sundurslitin. Hug- myndir og óskir neytenda hafa þróast og breyst mikið á undan- förnum árum. Erlend kynni og inn- flutningur skapa nýjar neysluhug- myndir og kröfur. Tilfinning bænda fyrir markaðnum er veik. Verslunin og neytendur virðast heldur ekki hafa nægilega sterk þekkingar- tengsl við landbúnaðinn og uppruna matvælanna. Innan landbúnaðar eru um 75 samtök, fagráð, félög, fyrirtæki og afurðastöðvar sem öll sinna hags- munagæslu, en hvert og eitt á sínu sérsviði. Landbúnaðurinn hefur engan einn fyrirsvarsaðila sem get- ur beitt sér af afli gegn óvæginni umræðu eða gagnvart hinu op- inbera. Samstarf er lausnin Góð þekking á öllum hliðum land- búnaðar er greininni mikilvæg í samkeppni um athygli og hylli neyt- enda. Með sameiginlegum vettvangi gæti landbúnaðurinn í heild sinni eflst og bætt mikilvæg tengsl sín við neytendur og fyrirtæki. Einnig gætu slík samtök sinnt betur al- mennri fræðslu- og kynningu, sér- staklega meðal ungs fólks í landinu. Þá væri hægt að móta sameiginlega sýn og stefnu fyrir landbúnaðinn í heild sinni, fylgjast með þróun og gangi mála í nágrannalöndum okkar og innan ESB sem er mikilvægur viðskiptaaðili okkar. Í samvinnu afurðastöðva, bænda, annarra þjónustufyrirtækja og verslunar væri hægt að auka fjöl- breytni í framsetningu og vöruvali, eftir uppruna, gæðum, heilnæmi, skapa lífrænni framleiðslu, betri sérstöðu og auka með því verðmæti afurða. Núverandi skipulag samstarfs innan landbúnaðar er veikt. Bændur hafa sín samtök, en lítið samstarf er milli þeirra og afurðastöðva þótt bændur eða fulltrúar þeirra sitji í stjórnum flestra þeirra. Enn minna samstarf er við fyrirtæki aðila sem þjónusta landbúnaðinn. Vannýtt sóknarfæri Ástæður fyrir vali neytenda hér á landi á íslenskri framleiðslu fremur en innflutningi eru fjölmargar, t.d. ferskleiki, hreinleiki og nálægð framleiðslu við markaðinn sem aftur tryggir gæði. Þar sem nægt fram- boð er til dæmis á ýmsum tegundum grænmetis og mjólkur- og kjötvara er val neytenda skýrt. Íslenskar landbúnaðarvörur eru ekki aðeins lausari við sýklalyf og aðra óáran sem fylgir framleiðslu en víða til dæmis í Evrópu. Kolefnisspor ís- lenskrar framleiðslu er einnig minna. Sem dæmi er losun gróður- húsalofttegunda um 40% minni á hvern mjólkurlítra hér á landi en á heimsvísu. Íslenskt lambakjöt er í raun eins lífrænt og mögulegt er. Fleiri dæmi mætti nefna. Frændur okkar á Norðurlöndum, Danir, Svíar og Norðmenn hafa náð mjög góðum árangri með víðtækri samvinnu bænda, fyrirtækja í þeirra eigu og annarra aðila sem þjónusta landbúnaðinn. Þeir hafa náð því að skapa sátt um framtíð landbúnaðar- ins í þessum löndum og jafnvel stolti yfir gæðum eigin framleiðslu. Því skyldi forysta íslensks landbúnaður ekki fylgja fordæmi frænda okkar og skapa landbúnaði hér á landi góð rekstrarskilyrði, neytendum góða vöru og um leið styrkja búsetu um allt land og aðrar atvinnugreinar t.d. ferðaþjónustuna? Samstöðu þörf í íslenskum landbúnaði Eftir Jónas Egilsson » Vanýtt sóknarfæri í landbúnaði og skort- ur á samstöðu innan greinarinnar bitnar á umræðu um framtíð landbúnaðarins. Jónas Egilsson Höfundur er stjórnmálafræðingur og áhugamaður um landbúnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.