Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Pálmi Erlends-son, jarðfræð-ingur hjá Ís- lenskum orkurann- sóknum, á 50 ára afmæli í dag. „Ég er aðallega að fást við jarðskjálftamælingar. Við erum í rann- sóknum sem tengjast virkjunum á jarð- hitasvæðum eins og á Hengilssvæðinu, Reykjanesi, við Kröflu og á Þeistareykjum. Þetta eru smá- skjálftarannsóknir sem við erum í. Hvað ég hef verið að bardúsa,“ segir Pálmi og við tekur smá þögn þegar hann er spurður út í áhuga- málin. „Það vantar allan veiðimann í mig, en það er náttúrlega útivist. Ég hef alltaf stundað útivist og það var mest út af útivistar- áhuganum sem ég fór í jarðfræði. Ég hef nú alltaf endað í tölvu- og tækjavinnu en jarðfræðin hefur samt fært mér nóg af útivinnu og ég hef getað leikið mér úti í móa eða skógi með skrúfjárnið á lofti.“ Eiginkona Pálma er Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðskjálfta- fræði og hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni. „Hún er í fræðilegu hliðinni á jarðskjálftunum en ég er í tækjahliðinni.“ Börn þeirra eru Jón Logi, f. 2000 á Íslandi, Baldur Máni, f. 2004 í Svíþjóð og Stefán Dagur, f. 2011 í Austurríki. Dóttir Pálma af fyrra sambandi er Álfrún, f. 1992 á Íslandi. „Ég verð með fjölskyldunni og nánustu vinum í dag og ætla að skrópa í vinnunni. Vona að ég verði síðan ekki atvinnulaus á fyrsta degi eftir afmælið. Svo ætlum við fjölskyldan að fara til Ítalíu og það verður mikil eldfjallaferð. Skoðuð verða fjöllin Vesú- víus, Etna og Stromboli sem er pínulítil eyja norður af Sikiley, en eyjan er eiginlega bara eitt eldfjall.“ Eldfjallaferð til Ítalíu í sumar Pálmi Erlendsson er fimmtugur í dag Fjölskyldan Pálmi, Kristín og börn árið 2015. Ljósmynd/Þormar Vignir Gunnarsson Á sta Björt Thoroddsen fæddist í Reykjavík 17.5. 1942 og ólst þar upp, fyrstu fimm árin við Leifsgötuna, síðan í íbúð á Landspítalalóðinni og loks á Oddagötu 19. Ásta var í Melaskólanum, stund- aði nám við Kvennskólann og lauk þaðan landsprófi, lauk stúdentsprófi frá MR 1962, stundaði nám í tann- lækningum við HÍ og lauk embættis- prófi í tannlækningum 1968. Ásta var í sveit í Brekkum II í Mýrdal í 10 sumur, hjá kjörmóður- foreldrum sínum, Rannveigu Guð- mundsdóttur og Guðmundi Guð- mundssyni, og þremur börnum þeirra, Kjartani, Matthías og Þuríði: „Ég naut þess að vera í sveitinni og beið þess með óþreyju að voraði og ég kæmist austur. Afi og amma voru með blandaðan búskap, nokkrar kýr, sauðfé, nokkur hross og hænsni. Þarna var alltaf nóg að sýsla við búskapinn, en á Brekkum voru einn- ig frændur mínir, Guðmundur og Jó- hann Malmquist.“ Eftir háskólaprófið vann Ásta fyrst eitt sumar við tannlækningar hjá Ríkharði Pálssyni, var síðan heimavinnandi fram á vor er hún hóf störf hjá Magnúsi Gíslasyni tann- lækni. Þar var hún tannlæknir fram í mars 1978. Þá setti hún sjálf upp tannlæknastofu við Grensásveginn og starfarækti hana til í ársloka 1982: „Ég hafði eignast dóttur 14. desember 1982, hafði fest kaup á eigin húsnæði fyrir tannlæknastofu í Stigahlíð og starfrækti þá stofu þar til ég hætti störfum, árið 2011. Eftir áramótin, í ársbyrjun 1983 er ég hóf störf á nýja staðnum, tók ég dótturina með mér í vinnuna en það gekk allt að óskum með góðri klíníkdömu. En dóttirin var nú líka afskaplega þæg og róleg.“ Ásta starfaði mikið með kvenrétt- indafélaginu Úunum, sat í vara- Ásta Björt Thoroddsen tannlæknir – 75 ára Börn Ástu F.v.: Guðrún Lína Thoroddsen, Bjartur Eyjólfsson, Sveinbjörn Auðunsson og Guðmundur Auðunsson. Tók nokkurra vikna dóttur með í vinnuna Afmælisbarnið Ásta Björt stundaði tannlækningar í Reykjavík í 43 ár. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Selfoss Kristín Lind Elvarsdóttir fæddist 21. júní 2016 kl. 12.59. Hún vó 3.645 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunneva Lind Ár- mannsdóttir og Elvar Örn Sigdórsson. Nýr borgari Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar sem blása hita allt í kring. Úrval af hiturum frá Honeywell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.