Morgunblaðið - 17.05.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 17.05.2017, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2017 Kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakk- landi hefst í dag með sýningu á opn- unarmynd hátíðarinnar, Les Fantô- mes d’Ismaël eftir franska leikstjór- ann Arnaud Desplechin. Hún verður ekki í aðalkeppni hátíðarinnar en að vanda eru nýjustu myndir heims- kunnra leikstjóra í þeirri keppni. Má þar nefna The Beguiled eftir banda- ríska leikstjórann Sofiu Coppola, Happy End eftir austurríska leik- stjórann Michael Haneke, The Square eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund, Wonderstruck eftir bandaríska leikstjórann Todd Hay- nes og You Were Never Really Here eftir skoska leikstjórann Lynne Ramsay. Hátíðin er nú haldin í 70. sinn og virðast kvikmyndarýnar almennt sammála um að úrvalið sé gott í ár. Spænski kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodóvar fer fyrir aðal- dómnefnd hátíðarinnar að þessu sinni en auk hans sitja í henni bandaríski leikarinn Will Smith, kín- verska leikkonan Fan Bingbing, ítalski leikstjórinn Paolo Sorrentino, franska leikkonan Agnes Jaoui, líb- ansk-franska tónskáldið Gabriel Ya- red, þýski leikstjórinn Maren Ade, suðurkóreski leikstjórinn Chan- Wook Park og bandaríska leikkonan Jessica Chastain. Deilur streymisveitunnar Netflix og stjórnenda hátíðarinnar hafa vak- ið athygli nú í vikunni. Netflix er framleiðandi tveggja kvikmynda sem keppa um aðalverðlaun hátíðar- innar, Gullpálmann, kvikmyndanna The Meyerowitz Stories með Dustin Hoffman og Adam Sandler í aðal- hlutverkum og Okja sem Tilda Swin- ton fer með aðalhlutverk í. Þegar til- kynnt var að tvær kvikmyndir á vegum Netflix væru í aðalkeppnis- flokknum brugðust franskir kvik- myndahúsaeigendur ókvæða við því frönsk lög kveða á um að ekki megi sýna kvikmyndir í streymisveitum fyrr en þremur árum eftir að þær fara í almennar sýningar í kvik- myndahúsum. Niðurstaðan varð sú að frá og með næsta ári verður það skilyrði fyrir þátttöku í aðalkeppn- inni að kvikmyndir verði sýndar í í frönskum kvikmyndahúsum að lok- inni hátíð. AFP Undirbúningur Verkamenn önnum kafnir við að festa risastóran borða framan á Palais des Festivales þar sem opnunarmyndin verður sýnd. Ljósmynd af ítölsku leikkonunni Claudiu Cardinale frá árinu 1959 prýðir borðann. AFP Aðaldómnefndin Pedro Almodóvar fer fyrir aðaldómnefndinni sem skipuð er, í efri röð frá vinstri: Will Smith, Fan Bingbing, Paolo Sorrentino, Agnes Jaoui, Gabriel Yared, Maren Ade, Chan-Wook Park og Jessica Chastain. Sjötugasta Cannes-hátíðin Titill væntanlegrar breiðskífu rokksveitarinnar Ham, sem gefin verður út í næsta mánuði, er Söngv- ar um helvíti mannanna . Aðdá- endur hljómsveitarinnar bíða henn- ar eflaust með óþreyju en þeir sem eiga miða á tónleika Rammstein á laugardaginn fá þó væntanlega að heyra nokkur lög af plötunni því Ham mun hita upp fyrir rokksveit- ina þýsku. Eitt lag af plötu Ham, „Vestur-Berlín“, hefur hljómað í út- varpi undanfarnar vikur og fer þar ekta Ham-slagari. Söngvar um helvíti mannanna Ljósmynd/Marinó Thorlacius Breski leikarinn Adeel Akhtar varð um helgina fyrsti hörundsdökki leikarinn til að vinna Bafta sjón- varpsverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki í 62 ára sögu verð- launanna. Frá þessu greinir BBC. Verðlaunin hlaut Akhtar fyrir frammistöðu sína í sjónvarpsmynd- inni Murdered By My Father sem sýnd var á BBC Three. Þar leikur Akhtar mann sem myrðir dóttur sína þegar hún verður ástfangin af öðrum manni en faðirinn hafði ætl- að henni. Auk Akhtar voru m.a. til- nefndir þeir Robbie Coltrane fyrir frammistöðu sína í National Treas- ure og Benedict Cumberbatch fyrir The Hollow Crown: The Wars of the Roses. Af öðrum verðlaunahöfum má nefna að Sarah Lancashire varð verðlaunuð fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í Happy Valley, en þátta- röðin var einnig valin besta drama- tíska serían. Í aukahlutverkum voru verðlaunuð þau Wunmi Mo- saku fyrir Damilola, Our Loved Boy og Tom Hollander fyrir The Night Manager. Michael McIntyre var verðlaunaður fyrir besta skemmti- þáttinn og hafði þar betur en Gra- ham Norton. Loks má nefna að Jo- anna Lumley hlaut sérstök heiðursverðlaun. Áfangi í 62 ára sögu Bafta Góður Adeel Akhtar hlaut um helgina sjónvarpsverðlaun Bafta. Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 5.30SÝND KL. 10SÝND KL. 5.30, 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 5.30, 8 Magdalena Margrét Kjartansdóttir opnaði sýninguna Hitting í Sagoy Galleri í Malmö í Svíþjóð 13. maí sl. Þar sýnir hún ný grafíkverk, stórar tré- og dúkristur auk litógrafíu- verka. Sýningin stendur til 28. maí 2017. Magdalena lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 og hefur sýnt í mörgum söfn- um og galleríum erlendis sem og hér á landi. Sagoy Galleri er við Erikslutsvägen 2 í Malmö. Magdalena sýnir í Sagoy í Malmö Grafík Hluti af verki eftir Magdalenu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.