Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 1

Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  121. tölublað  105. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM LANDSBANK- INN VIÐ AUST- URHÖFN NÝTT VERK Í ÁRBÆJAR- KIRKJU GERA ÞAÐ SEM ÞEIR VILJA 30 ÁRA AFMÆLI 31 HERRAR 16 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ sem opn- uð verður á þriðjudaginn og í gær, þegar blaða- manni og ljósmyndara Morgunblaðsins bauðst að kynna sér starfsemina, voru tilvonandi kassastarfsmenn þar í þjálfun. Yfir 200 starfs- menn hafa verið ráðnir í þessa 14.000 fermetra verslun og á hverjum degi eru fluttar þangað vörur úr tíu flutningagámum. Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, segir að íslenska verslunin verði nokk- uð stærri en hin hefðbundna Costco-verslun og þá sé hún amerískari í útliti og vöruúrvali en gengur og gerist í verslunum Costco í Evrópu. „Okkur skilst að Íslendingar séu svolítið hrifnir af því sem amerískt er og við viljum gjarnan koma til móts við það,“ segir Brett. Þetta verður eina evrópska verslunin þar sem sushi verður útbúið á staðnum og þar sem lyf verða til sölu. Einnig verður áfengi selt þar í heildsölu. „Það verður líklega brjálað að gera. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það,“ segir Brett spurður hvernig hann haldi að viðtök- urnar verði á þriðjudaginn. Hann segir að liðs- menn björgunarsveita verði á staðnum til að að- stoða starfsfólk, ef þörf verður á. Erfitt að segja til um Costco-áhrifin Hugmyndin um að opna Costco-verslun á Ís- landi kom fyrst upp fyrir u.þ.b. fimm árum að sögn Bretts. Árið 2014 bárust síðan fyrst spurnir af áformum þessarar alþjóðlegu verslanakeðju um að opna verslun hér á landi og síðan þá hafa íslenskir fjölmiðlar verið iðnir við að flytja fréttir af undirbúningnum. Brett segir að þessi mikli áhugi sé í líkingu við það sem búist hafi verið við. Costco kaupir ýmsan varning af íslenskum birgjum og talsvert hefur verið rætt um hugs- anleg áhrif Costco á aðra smásöluverslun, svo mikið að til hefur orðið nýtt hugtak í íslensku máli, Costco-áhrifin. Brett segist hafa heyrt af þessu nýyrði. „Það hljóta að verða einhver áhrif af því þegar svona stór verslun er opnuð. En hversu mikil þau verða eða hvernig, það er erf- itt að segja til um það, “ segir Brett. »4 og ViðskiptaMogginn „Það verður líklega brjálað“  Björgunarsveitir verða við opnun Costco Morgunblaðið/Hanna Í þjálfun Tilvonandi kassastarfsfólk í verslun Costco var í starfsþjálfun í gær. Búist er við að margir leggi leið sína þangað þegar verslunin verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Framkonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta með sigri á Stjörnunni í spennuleik, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Fram vann einvígið 3:1 og fagnaði titlinum á heimavelli sínum í Safamýri. » Íþróttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistaratitlinum fagnað á heimavelli Framkvæmda- stjóri Fluglestar- innar – þróunar- félags, Runólfur Ágústsson, segir farið að skýrast hvaða leið henti best fyrir fluglest á höfuðborgar- svæðinu. Nú sé einkum horft til leiðar 1, sem bjóði upp á tengingar við Vífilsstaði, Smáralind og Kringluna. Runólfur á nú í viðræðum við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að tengja fyrirhugaða fluglest við áformaða borgarlínu. Það komi til greina að hafa fleiri en eina millistöð fyrir fluglestina. Má því álykta að horft sé til þess að tengja fluglestina við fyrirhugaðar biðstöðvar borgar- línu við Smáralind og Kringlu. »10 Fluglest í Kringluna?  Leiðin í mótun Tæplega 1.500 bílar seldust á hin- um svokallaða gráa bílamarkaði fyrstu fjóra mánuði þessa árs, bílar sem fluttir eru inn framhjá bílaum- boðunum. Þessi tala bendir til þess að vöxtur á þessum markaði sé hraður. Í fyrra voru til samanburðar keyptir 3.700 bílar á þessum mark- aði en 1.200 árið þar áður. Inni í þeim tölum eru notaðir bílar. Samkvæmt heimildum Viðskipta- Moggans færist í aukana að nýir og nýlegir bílar séu fluttir inn af ein- staklingum og fyrirtækjum með þessum hætti, og sérstaklega virð- ist vera vinsælt að flytja inn nýlega rafmagns- og tengil-tvinn-bíla. »ViðskiptaMogginn „Grái“ bíla- markaður- inn vex hratt  Seldir framhjá bílaumboðunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.