Morgunblaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Íbúar Húsavíkur hafa síðustu daga notið heimsóknar
framandi gesta. Tveir mandarínandarsteggir hafa
sest að í skrúðgarði bæjarins og gert sig heimakomna.
Mandarínendur eiga uppruna sinn í Austur-Asíu en
vegna skrautlegs útlits hafa þær verið vinsælar í lysti-
görðum Evrópu og svo virðist sem nokkrar hafi nú
flækst hingað til lands.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi
í Norðurþingi, hefur fylgst með öndunum síðustu
daga. Hann segir þær sauðspakar og auðvelt sé að ná
af þeim myndum. Steggirnir eru merktir og koma að
öllum líkindum frá Belgíu en þeir komu úr eggi í
fyrra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mandarínendur
gera vart við sig hérlendis en Gaukur segir fugla af
tegundinni hafa sést hér nokkur sumur í röð. Óvíst sé
þó hvort endurnar geti náð fótfestu hér á landi en
skortur á kollum, kvenfuglum, hamli því helst.
agunnar@mbl.is
Ljósmynd/Hörður Jónasson
Mandarínendur setjast að á Húsavík
Fiðraðir gestir frá fjarlægum löndum
„Nú er búið að stytta nám til stúd-
entsprófs í þrjú ár og það gæti hafa
veikt samkeppnisstöðu iðnnámsins,“
segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,
sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins.
Hún mætti á fund hjá Lands-
sambandi bakarameistara þar sem
hún viðraði nokkur atriði sem hún
telur að þurfi að skoða varðandi iðn-
nám. Til stendur að eiga fundi með
öllum meistarafélögum iðngreina á
næstu dögum, þar sem hvert sam-
band um sig getur verið með sérþarf-
ir vegna eðlis iðnarinnar.
„Iðnnám hefur átt undir högg að
sækja undanfarin ár, of fáir sækja
um nám í iðngreinum,“ segir Ingi-
björg jafnframt, afar brýnt sé að
fleiri fari í iðnnám. Skoða þurfi ýmis
atriði, t.d. hvort stytta megi iðnnám-
ið til jafns á við stúdentspróf, en ein-
ingar til sveinsprófs eru ekki fleiri en
til stúdentsprófs, skv. mennta- og
menningarmálaráðuneyti. Nú innrit-
ast nemendur í bóknám og útskrif-
ast, en það er hærra flækjustig í iðn-
námi. 16 ára unglingar þurfa til
dæmis að finna sér meistara en það
getur verið erfitt, ekki síst fyrir iðn-
nema úti á landi.
Þá segir Ingibjörg að takast þurfi
á við kerfislægan vanda, en stjórn-
sýslan í kringum námið sé þung.
Hlutverk starfsgreinaráðs sé of
óskýrt, það séu mörg tækifæri til úr-
bóta. Stuðst er við „Hvítbók“
menntamálaráðuneytisins, ásamt út-
tekt frá Ríkisendurskoðun en þar
komi fram gagnrýni og afgerandi rök
með úrbótum.
Hugmyndir uppi um að
stytta iðnnám í þrjú ár
Morgunblaðið/Sverrir
Iðnnám Til skoðunar hjá stjórn-
völdum að stytta iðnnámið í þrjú ár.
SI ræða við
meistarafélögin
Fyrstu samningarnir við landeig-
endur í Hornafirði vegna nýs hring-
vegar voru undirritaðir fyrr í vik-
unni, að sögn Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur
þegar veitt framkvæmdaleyfi. Sett-
ar verða 200 milljónir í fram-
kvæmdina á þessu ári.
Með nýja veginum mun ein-
breiðum brúm á hringveginum
fækka um þrjár. Vegurinn mun
liggja á milli bæjanna Hólms og
Dynjanda. Vegamót verða við nú-
verandi hringveg á móts við Hólm,
tengingar að Brunnhóli og Einholti
aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur
verður meðfram Djúpá. Gerður
verður varnargarður austan
Hornafjarðarfljóts, ný vegamót
verða við Hafnarveg og önnur
vegamót við núverandi hringveg
austan Hafnarness.
Samið við landeig-
endur í Hornafirði
um nýjan hringveg
Allmargir viðskiptavinir Rarik urðu
fyrir tjóni á rafbúnaði vegna spennu-
sveiflu í flutningskerfi Landsnets í
gærmorgun. Þannig bárust tilkynn-
ingar frá notendum á Kirkjubæjar-
klaustri og nágrenni um skemmdir á
sjónvörpum, ísskápum og varma-
dælum. Ekki fengust svör í gær um
það hvort raforkufyrirtækin bættu
notendum tjónið.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri
Rarik, segir að við truflun í flutn-
ingskerfi Landsnets hafi orðið veru-
leg spennuhækkun í dreifikerfinu,
áður en varnarbúnaður náði að rjúfa
strauminn. Því virðist sem há spenna
hafi farið út til notenda. Tryggvi seg-
ir að Rarik hafi verið að setja upp
varnarbúnað víðar til að varna því að
svona spennuhækkanir færu til not-
enda. Vonast hann til að það hafi
virkað, þannig að tjón hafi ekki orðið
víðar.
Skipting mistókst
Rafmagn fór af stórum hluta
Austurlands og vestur fyrir Kirkju-
bæjarklaustur í gærmorgun. Það
varð vegna kerleka hjá Norðuráli á
Grundartanga. Samkvæmt upplýs-
ingum Landsnets brugðust kerfis-
varnir sjálfvirkt við til að koma í veg
fyrir kerfishrun. Kerfinu var skipt
upp í nokkrar sjálfstæðar einingar til
að einangra svæðin frá trufluninni.
Kerfishlutinn frá Fljótsdal að Sig-
öldu náði ekki jafnvægi og varð
straumlaust á því svæði í tvo tíma og
sums staðar lengur. Steinunn Þor-
steinsdóttir, upplýsingafulltrúi
Landsnets, segir að atburðurinn
sýni berlega hversu veik byggðalín-
an er og mikilvægi þess að styrkja
hana. Álver Fjarðaáls í Reyðarfirði
slapp að mestu en þurfti þó að draga
úr rafmagnsnotkun um tíma.
Landsnet varð fyrir tjóni á að-
veitustöð sinni í Reyðarfirði og hugs-
anlega einnig á Hryggstekk. Einnig
var talið mögulegt að jarðstrengur
sem liggur úr Skriðdal í Reyðarfjörð
hafi bilað.
Ekki fengust svör um það hjá
Landsneti og Rarik hvort tjón not-
enda yrði bætt og þá hvort fyrirtæk-
ið myndi gera það. helgi@mbl.is
Tjón á rafmagnstækjum
Spennuhækkun varð í dreifikerfi Rarik í Skaftárhreppi í truflunum á flutnings-
kerfinu í gærmorgun Sjónvörp, ísskápar og varmadælur skemmdust
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
(LRH) skráði 144 brot í apríl þar
sem ökumaður var grunaður um
akstur undir áhrifum ávana- og
fíkniefna og 105 brot þar sem öku-
maður var grunaður um ölvun við
akstur. Ekki hafa verið skráð jafn
mörg brot vegna aksturs undir
áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að
ný lög tóku gildi árið 2006. Leita
þarf aftur til nóvember 2008 til að
finna fleiri ölvunarakstursbrot en í
apríl. Þetta kemur fram í af-
brotatölfræði LRH fyrir apríl.
Þá bárust 655 tilkynningar um
hegningarlagabrot. Það dró úr
þjófnuðum, ofbeldisbrotum gegn
lögreglu og kynferðisbrotum miðað
við meðalfjölda síðustu sex mánuði
á undan. gudni@mbl.is
Margir voru í vímu
undir stýri í apríl
Framkvæmdir við byggingu 112
stúdentaíbúða í 1. áfanga Há-
skólagarða Háskólans í Reykjavík
(HR) eiga að hefjast í haust. Íbúð-
irnar eiga að vera tilbúnar sumarið
2019 samkvæmt samkomulagi sem
Dagur B. Eggertsson borgastjóri
og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR,
undirrituðu í gær.
„Íbúðirnar verða byggðar á
grundvelli stofnframlags frá Íbúða-
lánasjóði og Reykjavíkurborg, sem
er liður í aðgerðum borgarinnar og
ríkisins til að auðvelda og hraða
uppbyggingu hentugs húsnæðis
fyrir stúdenta,“ segir í tilkynningu.
Gert er ráð fyrir 390 íbúðum á lóð
HR við Öskjuhlíð, samkvæmt nýju
deiliskipulagi. gudni@mbl.is
112 stúdentaíbúðir
Háskólagarða HR
Birtíngur útgáfufélag ehf. hefur rift
samningi við Pressuna ehf. um kaup
Pressunnar á öllu hlutafé í Birtíngi.
Starfsfólki Birtíngs voru tilkynnt
þessi málalok í gær en riftunin var
undirrituð 10. maí síðastliðinn.
„Það kom á daginn að fjárhags-
staða Pressunnar er mun verri en af
var látið. Að okkar mati voru engar
líkur á því að þeir gætu greitt kaup-
verðið og staðið við samninginn,
staðan er svo slæm,“ sagði Karl
Steinar Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Birtíngs. „Við sömdum um það
við eigendur Pressunnar að rifta
kaupunum og láta þetta ganga til
baka. Það voru þegar orðnar van-
efndir á kaupsamningnum.“
Karl Steinar sagði að Birtíngur
stæði ágætlega fjárhagslega og gæti
alveg staðið á eigin fótum. Útgáfu-
félagið gekk í gegnum mikla fjár-
hagslega endurskipulagningu á liðnu
hausti áður en farið var að ræða um
sameiningu við Pressuna.
Tilkynnt var um kaup Pressunnar
á Birtíngi 25. nóvember sl. með fyr-
irvara um samþykki eftirlitsstofn-
ana. Samkeppniseftirlitið samþykkti
sameininguna 6. febrúar sl.
Birtíngur útgáfufélag er stærsta
tímaritaútgáfan hér á landi og gefur
m.a. út Vikuna, Hús og híbýli, Gest-
gjafann og Nýtt líf. Félagið var
stofnað haustið 2006 og hefur starfað
síðan. gudni@mbl.is
Birtíngur
og Press-
an skilin
Ekkert verður
af sameiningu