Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 6

Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Amma mín er mér sterk fyrirmynd, enda lífsglöð kona sem fylgist vel með sínu fólki og vill öllum vel. Svo virðist hún líka vera alveg ódrepandi og enn með fótavist, þrátt fyrir að hafa ung barist við berkla og seinna verið keyrð niður af ökumanni og mölbrotnað. Þetta er ótrúleg kona,“ segir Agnes Hauksdóttir. Nítján afkomendur Helga Guðmundsdóttir í Bol- ungarvík varð 100 ára í gær og hélt upp á daginn fyrir sunnan með sínu fólki þar. Meðal annars komu í af- mælið fjórar systur hennar, sú yngsta níræð, en þær og Helga eru einar eftirlifandi úr hópi 15 systkina frá Blesastöðum á Skeiðum. Komin vel á fertugsaldur flutti Helga svo vestur í Bolungarvík þegar hún gift- ist Gunnari Hirti Halldórssyni, sjó- manni og verslunarmanni í Bolung- arvík, sem dó fyrir tíu árum. Þau eignuðust þrjú börn og lifa tvö þeirra; Agnar, oddviti í Miklabæ í Skagafirði, og Ósk, kennari í Kópa- vogi. Látin er Kristín sem síðast var kennari í Keflavík. Barnabörnin eru sex og langömmubörn Helgu eru orðin alls 13. Afkomendurnir eru því orðnir alls 19. Dýrmætt að eiga ömmu „Það er dýrmætt fyrir mig að eiga ömmu á lífi, hressa og káta, og vera sjálf orðin 36 ára gömul. Dóttir mín, Karólína Ósk Rafnsdóttir, sagði raunar við mig fyrir nokkrum dög- um að ég ætti að vera eins og langamma: alltaf glöð og deyja aldr- ei. Eða kannski er þetta bara eins og sungið var í laginu, Ég langömmu á sem að létt er í lund,“ segir Agnes Hauksdóttir að síðustu. Langamma er fyrir- mynd og létt í lund Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vinátta Helga Guðmundsdóttir, Karólína Ósk Rafnsdóttir langömmustelpa og móðir hennar, Agnes Hauksdóttir.  Helga Guðmundsdóttir í Bolungarvík varð 100 ára í gær Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ólafur Ólafsson mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær þar sem hann skýrði frá sinni hlið á einkavæðingu Búnaðar- bankans en bankinn var einkavæddur árið 2002. Ólafur bað því nefndarmenn í upphafi fundar að hafa í huga að 15 ár væru frá þeim atburðum sem um væri rætt. Nefndarmenn spurðu Ólaf sérstaklega út í að- komu þýska bankans Hauck & Aufhauser og fé- lagið Welling & Partners Limited en fyrrnefndi aðilinn fékk 1 milljón evra fyrir fjárfestingu sína en hið síðarnefnda félag 111 milljónir evra. Ólaf- ur segist aldrei hafa heyrt um Welling & Part- ners þrátt fyrir aðkomu félagsins að meintri fléttu á kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarnefndar Alþingis fékk aflandsfélagið Marine Choice Limited, sem var í eigu Ólafs Ólafssonar, rúm- lega helming hagnaðar Welling & Partner en hann kannaðist ekki við hverjir væri eigendur Dekhill Advisors Ltd sem fékk hinn hluta hagn- aðarins 2006. Ekki skilyrði að hafa erlenda aðila Ólafi gafst kostur að skýra frá sínu máli í upp- hafi áður en komið var að spurningum nefnd- armanna og nýtti hann tímann m.a. til að skýra frá skilyrðum stjórnvalda við sölu Búnaðar- bankans og stöðu S-hópsins, sem keypti bank- ann af ríkinu. „Óskað var eftir íslenskum eða erlendum að- ilum. Engin skilyrði voru um annað,“ sagði Ólaf- ur og vísaði máli sínu til stuðnings í fund sem hann átti með einkavæðingarnefnd 28. ágúst 2002 þar sem hann segir þetta viðhorf hafa verið ítrekað. Jafnframt benti hann á að S-hópurinn hefði boðið hæsta verð í bankann og verið met- inn hæfastur, með eða án erlendra fjárfesta. „Það kemur hvergi fram í neinum skjölum að það hafi nokkurn tímann verið skilyrði að við sem S-hópur yrðum að hafa með okkur erlendan fjárfesti,“ sagði Ólafur og bætti við að það hefði verið þeirra markmið sem kaupanda að bank- anum að hafa með sér erlendan fjárfesti. Í lok framsögu sinnar benti Ólafur á þátt lög- gjafans sem hann segir að setja þurfi skýrar reglur um sölu ríkiseigna. „Þegar ríkið kaupir ferju eða skóla er alveg skýrt ferli í kringum það til að girða fyrir póli- tíska hagsmuni. Þau lög sníða mönnum sérstak- an stakk,“ sagði Ólafur og bætti svo við að þeg- ar kæmi að sölu eigna væru engin lög. Benti hann máli sínu til stuðnings á sölu bankanna, ÍAV, Þormóðs ramma, Borgunar og Vífils- staðalandsins. Sakaður um blekkingar og óheilindi Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, lagði fram tvö skjöl, m.a. fréttatil- kynningu frá 2003 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhauser að kaupunum á Búnaðar- bankanum. „Hvers vegna varstu að setja upp þessa löngu fléttu með blekkingum?“ spurði Vilhjálm- ur sem var ansi heitt í hamsi og bætti við „Hvers vegna komstu ekki hreint fram á þess- um tíma og sagðist vera að kaupa þetta sjálf- ur?“ Ólafur svaraði Vilhjálmi og sagði yfirlýs- inguna hafa verið samda af ríkinu og vísaði til rannsóknarskýrslu Alþingis um málið. Hann lagði svo áherslu á að hann hefði ekki samið þessa yfirlýsingu. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokks, spurði Ólaf hvort Hauck & Aufhauser hefði verið raunverulegur eigandi að hlut í Bún- aðarbankanum þegar það lægi fyrir að þýski bankinn hefði eingöngu haft eina milljón evra upp úr krafsinu en Welling & Partner fengið 111 milljónir bandaríkjadala. „Þegar þú tekur mikla áhættu geturðu fengið mikinn hagnað en ef þú tekur litla áhættu færðu lítinn hagnað,“ sagði Ólafur og vísaði til þess að Hauck & Aufhauser hefði verið tryggt svokallað skaðleysi með aðkomu sinni. Þungt í þingnefndarmönnum  Ólafur Ólafsson skýrði frá sínum þætti í einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd Alþingis  Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gekk hart að Ólafi á fundinum Morgunblaðið/Golli Harka Ólafur að svara ásökunum Vilhjálms um blekkingar og lygar í einkavæðingarferlinu. Pólitíkin var aldrei langt undan á fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar í gær þar sem Ólafur Ólafs- son mætti að eigin ósk til að svara spurningum nefndarmanna sem sumum var ansi heitt í hamsi og létu spurningarnar dynja á Ólafi. Þá var ljóst að nefndarmenn töldu fátt nýtt koma fram og fátt um svör þar sem ítarlegri skýringar var óskað. Þáttur stjórnmálanna Jón Steindór Valdimarsson, þing- maður Viðreisnar, spurði Ólaf hvort hann hefði verið annaðhvort þátttakandi eða fórnarlamb póli- tískrar spillingar á þeim tíma sem einkavæðing Búnaðarbankans fór fram en Ólafur hafði í upphafi fund- ar og rétt undir lok hans lýst því að hann væri ópólitískur og hefði ekki og tæki ekki þátt í pólitísku starfi. Svaraði hann Jóni að hann hefði hvorki tekið þátt í pólitískri spill- ingu né orðið fórnarlamb hennar. Spurður um það hvort pólitík hefði ráðið því að S-hópurinn hefði feng- ið að kaupa Búnaðarbankann sagði Ólafur hins vegar að pólitísk fingraför hefðu verið á öllu ferlinu. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí- rata, spurði ítrekað að því hvort Ólafur teldi ekki þörf á sérstakri rannsókn á einkavæðingu bank- anna og fullyrti, við litla hrifningu þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að vitað væri að Sjálfstæðisflokkurinn hræddist slíka rannsókn á Lands- bankanum. Ólafur sagði réttara að menn horfðu fram á veginn en hann myndi ekki gráta það að Lands- bankinn yrði rannsakaður eða ótt- ast ítarlegri rannsókn á Bún- aðarbankanum. Spurður um pólitíska spillingu  Ólafur vísaði til pólitískra fingrafara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.